Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 4. febrúar 2025 10:30 Það er gleðilegt í sjálfu sér að ungmenni fari í kirkju. Þar er ró og friður, falleg tónlist og þar er enginn í símanum. Hvert athæfi barna þar sem ekki er verið að glápa á tik tok mynbönd eða annað á netinu er gott fyrir geðheilsu þeirra. Þetta getur verið að fara í sund, spila við fjölskyldu eða vini, að hreyfa sig og æfa íþróttir, að spila á hljóðfæri eða hlusta á tónlist, að teikna eða mála myndir og svo mætti lengi telja. Að hugsa um stórar tilvistarlegar spurningar er okkur líka hollt. Hver er tilgangur lífsins? Er einhver fyrirframgefinn tilgangur eða þarf ég að finna hann sjálf/ur/t? Hvernig á ég að lifa lífinu mínu? Hvernig á ég að koma fram við aðra? Slíkar siðferðilegar hugmyndir eru að finna í öllum trúarbrögðum. Það er samt ekki þannig að við þurfum endilega trúarbrögð til að velta þessu fyrir okkur. Við getum vel velt þessu fyrir okkur án þess að vísa til einhvers æðri máttar eða guðs. En ef lestur biblíunnar og ferðir í kirkju auka þessar pælingar ætti það að vera flestum hollt. Fréttir af ungum drengjum að lesa biblíuna getur samt verið tvíeggja sverð. Biblían er samansafn ótal ólíkra rita sem skrifuð eru á nokkur hundruð ára tímabili. Gamla testamentið sem eru rit skrifuð fyrir fæðingu Krists og Nýja testamentið eftir fæðingu hans og ætti að mestu að bera kjarna boðskap hans og dæmisögur því tengdar. Það voru samt bara karlar (postular) sem skrifuðu þetta niður sem lifðu í harðsvíruðu feðraveldi og líklegt að túlkun þeirra hafi slæðst þar inn. Enda er margt fordómafullt í biblíunni, gagnvart konum og samkynhneigðum sem dæmi. Þetta eru hugmyndir sem fasisminn og kvenhatarar samtímans reyna að leggja áherslu á. Ef drengirnir velja að lesa þessa fordómafullu texta biblíunnar veit það ekki á gott. Annar drengurinn í fréttum vikunnar var ekki viss um jafnrétti kynja sem dæmi og vísaði til biblínnar. Margir sértrúarsöfnuðir upphefja slíka texta og þeir eru í raun í andstöðu við kærleiksboðskap Jesú Krists. Ég held t.d. að Jesú hafi hvergi fordæmt kynlíf fyrir giftingu eins og einn drengurinn lagði svo mikla áherslu á. Ekki að það sé neitt slæmt að fara sér hægt í að byrja að stunda kynlíf en um það snýst ekki kjarni boðskapar Jesú. Nú reynir á prestana okkar, biskupinn og kirkjuna að leggja áherslu á kærleiksboðskapinn í prédikunum sínum. Þessi boðskapur er kjarni lúterskrar kirkju sem er þjóðkirkjan okkar. Þeir þurfa líka að vanda sig við túlkun á textum úr gamla testamentinu sem tala gegn þessum boðskap. Sjálf hef ég sungið ótal messur í gegnum tíðina og hlítt á margar predikanir og hef fulla trú á flestum prestum kirkjunnar okkar. Nú reynir líka á foreldra og jafnvel skóla. Á skólinn að fjalla um þessi málefni? Við veltum a.m.k. fyrir okkur tilgangi lífsins í heimspekinni sem ég kenni á framhaldsskólastiginu og að sjálfsögðu ýmsum siðferðilegum málefnum. Skólinn á auðvitað ekki að vera með trúboð eða upphefja ein trúarbrögð yfir önnur. En við þurfum alls ekki trúarbrögð til að fjalla um góð gildi eða tilvistralegar spurningar. Þar kemur heimspekin sterk inn. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Það er gleðilegt í sjálfu sér að ungmenni fari í kirkju. Þar er ró og friður, falleg tónlist og þar er enginn í símanum. Hvert athæfi barna þar sem ekki er verið að glápa á tik tok mynbönd eða annað á netinu er gott fyrir geðheilsu þeirra. Þetta getur verið að fara í sund, spila við fjölskyldu eða vini, að hreyfa sig og æfa íþróttir, að spila á hljóðfæri eða hlusta á tónlist, að teikna eða mála myndir og svo mætti lengi telja. Að hugsa um stórar tilvistarlegar spurningar er okkur líka hollt. Hver er tilgangur lífsins? Er einhver fyrirframgefinn tilgangur eða þarf ég að finna hann sjálf/ur/t? Hvernig á ég að lifa lífinu mínu? Hvernig á ég að koma fram við aðra? Slíkar siðferðilegar hugmyndir eru að finna í öllum trúarbrögðum. Það er samt ekki þannig að við þurfum endilega trúarbrögð til að velta þessu fyrir okkur. Við getum vel velt þessu fyrir okkur án þess að vísa til einhvers æðri máttar eða guðs. En ef lestur biblíunnar og ferðir í kirkju auka þessar pælingar ætti það að vera flestum hollt. Fréttir af ungum drengjum að lesa biblíuna getur samt verið tvíeggja sverð. Biblían er samansafn ótal ólíkra rita sem skrifuð eru á nokkur hundruð ára tímabili. Gamla testamentið sem eru rit skrifuð fyrir fæðingu Krists og Nýja testamentið eftir fæðingu hans og ætti að mestu að bera kjarna boðskap hans og dæmisögur því tengdar. Það voru samt bara karlar (postular) sem skrifuðu þetta niður sem lifðu í harðsvíruðu feðraveldi og líklegt að túlkun þeirra hafi slæðst þar inn. Enda er margt fordómafullt í biblíunni, gagnvart konum og samkynhneigðum sem dæmi. Þetta eru hugmyndir sem fasisminn og kvenhatarar samtímans reyna að leggja áherslu á. Ef drengirnir velja að lesa þessa fordómafullu texta biblíunnar veit það ekki á gott. Annar drengurinn í fréttum vikunnar var ekki viss um jafnrétti kynja sem dæmi og vísaði til biblínnar. Margir sértrúarsöfnuðir upphefja slíka texta og þeir eru í raun í andstöðu við kærleiksboðskap Jesú Krists. Ég held t.d. að Jesú hafi hvergi fordæmt kynlíf fyrir giftingu eins og einn drengurinn lagði svo mikla áherslu á. Ekki að það sé neitt slæmt að fara sér hægt í að byrja að stunda kynlíf en um það snýst ekki kjarni boðskapar Jesú. Nú reynir á prestana okkar, biskupinn og kirkjuna að leggja áherslu á kærleiksboðskapinn í prédikunum sínum. Þessi boðskapur er kjarni lúterskrar kirkju sem er þjóðkirkjan okkar. Þeir þurfa líka að vanda sig við túlkun á textum úr gamla testamentinu sem tala gegn þessum boðskap. Sjálf hef ég sungið ótal messur í gegnum tíðina og hlítt á margar predikanir og hef fulla trú á flestum prestum kirkjunnar okkar. Nú reynir líka á foreldra og jafnvel skóla. Á skólinn að fjalla um þessi málefni? Við veltum a.m.k. fyrir okkur tilgangi lífsins í heimspekinni sem ég kenni á framhaldsskólastiginu og að sjálfsögðu ýmsum siðferðilegum málefnum. Skólinn á auðvitað ekki að vera með trúboð eða upphefja ein trúarbrögð yfir önnur. En við þurfum alls ekki trúarbrögð til að fjalla um góð gildi eða tilvistralegar spurningar. Þar kemur heimspekin sterk inn. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun