Lífið

Hrika­legt á­fall að missa pabba sinn

Björg­vin Franz Gísla­son segir að fólk verði að leita sér hjálpar til að vinna úr sorginni eftir missi ást­vina. Hann segir það hafa verið hrika­legt á­fall að missa föður sinn Gísla Rúnar Jóns­son, sem svipti sig lífi síðasta sumar.

Lífið

Segir mögulegt að virðast tíu árum yngri með andlitsæfingum

„Við förum í líkamsrækt til þess að byggja upp vöðvana og stinna húðina, líta betur út og líða betur. Þannig er hægt að gera með andlitið, við erum með yfir 40 vöðva í andlitinu,“ segir Ragnheiður Guðjohnsen andlitsþjálfari. Hún heldur námskeið þar sem hún kennir fólki að þjálfa andlitið til þess að gera útlitið unglegra.

Lífið

Efnafræðikennari og tannlæknir skoðuðu gosið í risaeðlubúningum

„Við höfðum sérð myndir af einhverju fólki í risaeðlubúning á gosstöðvunum og okkur fannst það svo fyndið. Ég átti risaeðlubúning sjálfur og vinur minn fékk lánaðan, við ákváðum að skella okkur bara til að hafa gaman og gera okkur dagamun,“ segir Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson í samtali við Vísi.

Lífið

Ferðalag Jógvans og Friðriks Ómars fór illa af stað

„Ferðalag okkar um landið þetta sumarið hófst í dag. Friðrik varð smá bílveikur eftir að Jógvan opnaði Eggjasamloku á Hellisheiðinni en við teljum að hann muni ná sér að fullu eftir góðan nætursvefn,“ segja þeir Jógvan og Friðrik Ómar um tónleikaferðalag sitt.

Lífið

Hafa reist fimm­tíu rampa á tveimur mánuðum

Verkefnið Römpum upp Reykjavík var sett af stað þann 11. mars síðastliðinn. Markmiðið með verkefninu er að koma upp hundrað hjólastólarömpum í Reykjavík. Nú tveimur mánuðum síðar hafa fimmtíu rampar verið reistir.

Lífið

Chris Brown sakaður um að hafa barið konu

Tónlistarmaðurinn Chris Brown hefur verið sakaður um að berja konu eftir að þau rifust í Los Angeles á dögunum. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Brown er sakaður um slíkan verknað en hann var dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi árið 2009 fyrir að hafa ráðist á þáverandi kærustu sína, söngkonuna Rihönnu.

Lífið

Katrín létt með lunda í Eyjum

Lundi nokkur stal senunni þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Vestmannaeyjar í dag. Katrínu virtist skemmt þrátt fyrir að lundinn virti enga goggunarröð og tæki sér stöðu á höfði hennar.

Lífið

Þjáningar­þrí­burar fylgdust að á öllum skóla­stigum

Þríburarnir Jón Friðrik, Kristján og Þór Guðjónssynir útskrifuðust um helgina með BS-gráðu í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands. Bræðurnir hafa fylgst að í gegn um öll skólastig en Jón Friðrik segir þá bræður aldrei hafa ákveðið það saman hvaða skóli eða nám yrði fyrir valinu.

Lífið

Jón Gnarr gaf saman Frosta og Erlu

Frosti Gnarr og Erla Hlín Hilmarsdóttir gengu í það heilaga í dag, mánudaginn 21. júní á afmælisdegi brúðarinnar. Þau höfðu miklu að fagna en hún var einnig að útskrifast.

Lífið