Viðskiptablaðið greinir frá því að eignin er keypt af félaginu Santé North ehf. sem er í eigu Alexöndru. Alexandra er eiginkona Gylfa Þórs Sigurðssonar, knattspyrnumanns, en hún á einnig félagið Móa&Mía ehf. ásamt Móeiði Lárusdóttur. Félagið rekur samnefnda netverslun sem selur barnavörur. Móeiður er einnig í sambandi með knattspyrnu manni, Herði Björgvini Magnússyni.
Smartland segir verslunina vera nefnda eftir dætrum Alexöndru og Móeiðar. Alexandra og Gylfi eiga dótturina Melrós Míu en Móeiður og Hörður eiga dæturnar Matteu Móu og Mörlu Ósk.
Sem stendur er barnavöruverslunin Von staðsett í húsnæðinu en eigendur verslunarinnar eru þeir sömu og eiga Bíum Bíum sem er barnafataverslun. Samkvæmt grein Viðskiptablaðsins munu verslanirnar verða sameinaðar á næstunni í húsnæði Bíum Bíum við Síðumúla 21.
