Sáu eigin andardrátt frjósa og falla niður sem snjó Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 17:31 Frá ævintýrinu á Langjökli. Aðsent Snemma á sunnudag héldu Davíð Goði Þorvarðarson, Alex Michael Green, Benjamin Hardman og Tucker Doss upp á Langjökul með það markmið að tjalda og gista yfir nótt á ísilögðu yfirborðinu. „Íslenska veðrið er ótrúlega erfitt þegar kemur að svona ferðum því hitastigið er stöðugt að breytast. Það snjóar, bráðnar og frýs til skiptis og því er ótrúlega erfitt að halda sér þurrum og hlýjum,“ segir Davíð Goði um ævintýrið í samtali við Lífið. „Við erum allir ljósmyndarar og kvikmyndagerðarmenn og störfum á samfélagsmiðlum og höfum allir mikla reynslu af útivist. Benjamin leiddi ferðina enda er hann reyndastur í ferðum eins og þessum. Við gistum í tíu manna tjaldi og var nóttin alveg gífurlega köld, eða 15 stiga frost,“ segir Davíð Goði um þessa köldu nótt. View this post on Instagram A post shared by B E N J A M I N (@benjaminhardman) Appelsínugul viðvörun „Eini hitinn sem hélst inni í tjaldinu var andardrátturinn okkar og líkamshitinn, stundum mátti sjá andardráttinn rísa upp að toppi sem gufa og frjósa efst og falla niður eins og snjór. Við vöknuðum snemma um nóttina og ákváðum að fara snemma heim vegna appelsínugulrar viðvörunnar sem væri yfirvofandi.“ Þrátt fyrir kuldann þá sáu þeir ekki eftir því að hafa prófað þessa upplifun í íslensku náttúrunni á kaldri vetrarnóttu. Leyfðu þeir fylgjendum sínum að fylgjast með þessu öllu á samfélagsmiðlum. „Ég mæli með þessu fyrir alla sem vilja alvöru ævintýri og eru ekki hræddir við kuldann. Við vorum á einum bíl sem er örlítið áhættusamt en mælt er með að vera á tveimur bílum ef einn skyldi festast og vera ávallt með talstöð og samband við tengilið niðri á jörðu. Jökullinn og yfirborðið er ótrúlega fallegt en að sama skapi stórhættulegt og það er held ég það sem gerir þetta svona skemmtilegt.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá þessu ævintýri. Myndirnar eru frá Davíð, Alex og Tucker. Davíð Goði mælir með því að fólk hafi varann á og fari ekki á einum bíl í svona ævintýri.Aðsent Lognið á undan storminum. Aðsent Alex í tjaldinu.Aðsent Davíð Goði á jöklinum. Aðsent Aðsent Fjallamennska Samfélagsmiðlar Ljósmyndun Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Fleiri fréttir Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Sjá meira
„Íslenska veðrið er ótrúlega erfitt þegar kemur að svona ferðum því hitastigið er stöðugt að breytast. Það snjóar, bráðnar og frýs til skiptis og því er ótrúlega erfitt að halda sér þurrum og hlýjum,“ segir Davíð Goði um ævintýrið í samtali við Lífið. „Við erum allir ljósmyndarar og kvikmyndagerðarmenn og störfum á samfélagsmiðlum og höfum allir mikla reynslu af útivist. Benjamin leiddi ferðina enda er hann reyndastur í ferðum eins og þessum. Við gistum í tíu manna tjaldi og var nóttin alveg gífurlega köld, eða 15 stiga frost,“ segir Davíð Goði um þessa köldu nótt. View this post on Instagram A post shared by B E N J A M I N (@benjaminhardman) Appelsínugul viðvörun „Eini hitinn sem hélst inni í tjaldinu var andardrátturinn okkar og líkamshitinn, stundum mátti sjá andardráttinn rísa upp að toppi sem gufa og frjósa efst og falla niður eins og snjór. Við vöknuðum snemma um nóttina og ákváðum að fara snemma heim vegna appelsínugulrar viðvörunnar sem væri yfirvofandi.“ Þrátt fyrir kuldann þá sáu þeir ekki eftir því að hafa prófað þessa upplifun í íslensku náttúrunni á kaldri vetrarnóttu. Leyfðu þeir fylgjendum sínum að fylgjast með þessu öllu á samfélagsmiðlum. „Ég mæli með þessu fyrir alla sem vilja alvöru ævintýri og eru ekki hræddir við kuldann. Við vorum á einum bíl sem er örlítið áhættusamt en mælt er með að vera á tveimur bílum ef einn skyldi festast og vera ávallt með talstöð og samband við tengilið niðri á jörðu. Jökullinn og yfirborðið er ótrúlega fallegt en að sama skapi stórhættulegt og það er held ég það sem gerir þetta svona skemmtilegt.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá þessu ævintýri. Myndirnar eru frá Davíð, Alex og Tucker. Davíð Goði mælir með því að fólk hafi varann á og fari ekki á einum bíl í svona ævintýri.Aðsent Lognið á undan storminum. Aðsent Alex í tjaldinu.Aðsent Davíð Goði á jöklinum. Aðsent Aðsent
Fjallamennska Samfélagsmiðlar Ljósmyndun Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Fleiri fréttir Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Sjá meira