Lífið

Ruglaði saman Bubba byggi og Bubba Morthens

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Það gekk á ýmsu í leiklistarþraut Idol keppenda.
Það gekk á ýmsu í leiklistarþraut Idol keppenda. Vísir

Gústi B fékk Idol keppendur í skemmtilegan leiklistarleik í síðasta þætti. Þar þurftu þau að túlka kvikmyndatitla með látbragði. Keppnisskapið var augljóslega meira hjá sumum keppendum en öðrum.

Kostulegt augnablik úr þrautinni var þegar keppandi lék tónlistarmanninn Bubba Morthens í stað teiknimyndapersónunnar Bubba byggis. Þau Bía, Matthildur Saga, Guðjón Smári, Kjalar og Símon Grétar skiptust á að leika og giska en Gústi B var sjálfur dómari. 

Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Idol keppendur sýna leiklistarhæfileika sína. 

Klippa: Idol keppendur sýna leiklistarhæfileikana

Tengdar fréttir

„Þetta er náttúrulega bara rugl“

Hinn 24 ára gamli Guðjón Smári kvaddi Idol keppnina á föstudag. Hann heillaði dómara og áhorfendur strax frá fyrstu prufu.

Þessi keppandi var sendur heim úr Idolinu

Fimm keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Þemað voru lög úr kvikmyndum og sungu keppendur lög hvaðanæva að. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.