Körfubolti „Gerðum allt rétt á báðum endum undir lokin og stöndum uppi sem sigurvegarar“ „Þetta var spennandi, það er orðið sem kemur fyrst upp í huga“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, léttur í lund eftir fyrsta sigur liðsins í Subway deild karla. Álftanes lagði Grindavík að velli 86-79 í leik sem bauð upp á mikla spennu undir lokin. Körfubolti 12.10.2023 23:29 Ívar Ásgrímsson: Mun bjartsýnni en fyrir viku Ívar Ásgrímsson, þjálfari liðs Breiðabliks í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, lýsti ánægju með framfarir síns liðs í annarri umferð tímabilsins þótt liðið tapaði 80-73 fyrir Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Í fyrstu umferðinni steinlá liðið gegn Haukum, 83-127 á heimavelli. Körfubolti 12.10.2023 22:47 Viðar Örn: Buðum hættunni heim Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, var ánægður með að hafa unnið Breiðablik 80-73 á Egilsstöðum í kvöld þótt frammistaða liðsins væri ekki góð. Höttur spilaði vel fyrsta kortérið og var þá komið með 10 stiga forskot en hrökk síðan í baklás. Það bjargaði sér svo í síðasta leikhluta. Körfubolti 12.10.2023 22:19 Maté: Ósáttur með það hvernig við bregðumst við þegar á móti blæs Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var að vonum ósáttur eftir tap síns liðs gegn Njarðvík í kvöld en hann kallar eftir betri viðbrögðum frá sínu liði þegar á móti blæs. Körfubolti 12.10.2023 22:15 Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 80-73 | Hattarmenn búnir að vinna tvo í röð Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. Körfubolti 12.10.2023 22:02 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 86-94 | Njarðvíkingar unnið tvo í röð Njarðvíkingar unnu góðan átta stiga sigur er liðið heimsótti Hauka í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 86-94. Körfubolti 12.10.2023 21:08 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 80-84 | Fyrsti sigur Þórs á tímabilinu Þór Þorlákshöfn vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu gegn Stjörnunni í Garðabænum. Leikurinn var í járnum alveg þangað til um miðjan fjórða leikhluta þar sem Þórsarar voru skrefi á undan og unnu að lokum fjögurra stiga sigur 80-84. Körfubolti 12.10.2023 21:03 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Álftanes - Grindavík 86-79| Fyrsti sigur nýliðanna í hús Álftanes vann sinn fyrsta leik í Subway deild karla þegar liðið mætti Grindavík í Forsetahöllinni. Þetta var orðið ansi tæpt en góður endasprettur tryggði sigurinn að lokum. Körfubolti 12.10.2023 21:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Hamar 100-64 | Valur valtaði yfir nýliðana Valur kjöldró Hamar á heimavelli í 2. umferð Subway-deildar karla. Jafnræði var með liðunum eftir fyrsta fjórðung en heimamenn settu upp flugeldasýningu í öðrum leikhluta og litu aldrei um öxl og unnu að lokum 36 stiga sigur 100-64. Körfubolti 11.10.2023 22:25 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Ak. 75-73 | Valskonur sluppu með skrekkinn Valskonur sluppu fyrir horn með sigur gegn nýliðum Þórs í Origo-höllinni í kvöld en Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði sigurkörfuna þegar 0,9 sekúndur voru til leiksloka. Körfubolti 11.10.2023 21:16 Steindi sagði Íslandsmeistaratitil Tindastóls sér að þakka Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi, sagði það sér að þakka að Tindastóll varð Íslandsmeistari síðastliðið vor. Hann sagði leiðbeiningar sínar til liðsins hafa skilað þeim sigrinum þegar hann ræddi málið í útvarpsþættinum FM95BLÖ. Körfubolti 11.10.2023 20:45 Kolbrún stefni í að verða næsta Helena: „Sér leikinn tveimur skrefum á undan“ Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Subway körfuboltakvölds, segir hina fimmtán ára gömlu Kolbrúnu Maríu Ármannsdóttur, leikmann Stjörnunnar stefna í að verða næsta Helena Sverrisdóttir okkar Íslendinga. Helena er af mörgum talin besta körfuboltakona landsins frá upphafi. Körfubolti 11.10.2023 09:01 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík 60-56 | Njarðvíkingar höfðu betur í hörðum Suðurnesjaslag Njarðvík vann nauman fjögurra stiga sigur er liðið tók á móti Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 60-56 í leik sem hefði getað farið á hvorn veginn sem var en Njarðvíkingar voru sterkari á lokasprettinum. Körfubolti 10.10.2023 23:17 Rúnar Ingi: „Hún er búin að taka út sinn dóm“ Njarðvík vann Suðurnesjaslag kvöldsins þar sem liðið tók á móti Grindavík í Subway-deild kvenna. Hart var tekist á en Njarðvíkingar voru sterkari á lokasprettinum og lönduðu sigri 60-56. Körfubolti 10.10.2023 21:56 Keflvíkingar enn með fullt hús stiga eftir öruggan sigur | Stjarnan og Haukar unnu Keflavík er enn með fullt hús stiga í Subway-deild kvenna í körfubolta eftir að liðið vann öruggan 26 stiga sigur gegn Fjölni á heimavelli í kvöld, 103-77. Körfubolti 10.10.2023 21:15 Madrídingar snéru taflinu við gegn Dallas Mavericks Evrópska stórliðið Real Madrid vann nauman fjögurra stiga sigur er liðið tók á móti NBA-liði Dallas Mavericks í æfingaleik í kvöld, 127-123. Körfubolti 10.10.2023 21:06 Auddi Blö mætir í sófann hjá Sápa og Tomma Steindórs Í kvöld hefur göngu sína nýr þáttur á Stöð 2 Sport. Sá heitir Subway körfuboltakvöld Extra og er í umsjón þeirra Stefáns Árna Pálssonar og Tomma Steindórs. Körfubolti 10.10.2023 16:31 „Hún er með sjálfstraust á við miðaldra hvítan karlmann“ Ungu efnilegu körfuboltastelpurnar úr Garðabænum eru farnar að láta til sín taka í Subway deild kvenna í körfubolta og þær fögnuðu sínum fyrsta sigri um síðustu helgi. Körfuboltakvöld kvenna fór yfir liðið og ræddi þá sérstaklega kornunga tvo leikmenn liðsins. Körfubolti 10.10.2023 12:30 Endurkoma Doncic til Madrid í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld Það styttist í NBA deildina í körfubolta og í kvöld mun Dallas Mavericks liðið hita upp fyrir tímabilið með skemmtilegum hætti. Körfubolti 10.10.2023 11:01 Bjó til myndir með liðum Subway deildarinnar með hjálp gervigreindar Subway deild karla í körfubolta er farin af stað en fyrstu umferðinni lauk á Álftanesi á sunnudagskvöldið. Körfuboltaáhugamaðurinn Gunnar Freyr Steinsson hitaði upp fyrir komandi tímabil með því að fá gervigreindina með sér í lið. Körfubolti 10.10.2023 10:30 Finnst skrítið að hún sé enn á Íslandi: „Bleikur fíll sem enginn vill tala um“ Njarðvíkurkonur hafa spilað fyrstu leiki sína í Subway deild kvenna án þess að hafa bandarískan leikmann í sínu liði. Staðan á bandaríska leikmanni Njarðvíkurliðsins var til umræðu í Körfuboltakvöldi kvenna í gær. Körfubolti 10.10.2023 08:31 Skaut á Brady: „Það var mikið að þú drullaðir þér á leik“ Leikmaður Las Vegas Aces gat ekki stillt sig um að skjóta á Tom Brady þegar hann mætti á leik liðsins í úrslitum WNBA. Körfubolti 9.10.2023 15:31 Kolbrún María sló met Helenu Sverris: Yngst til að skora 31 stig Stjörnustúlkan Kolbrún María Ármannsdóttir varð um helgina yngsti leikmaðurinn í efstu deild kvenna í körfubolta til að skora 31 stig eða meira í einum og sama leiknum. Körfubolti 9.10.2023 10:31 Segir að Stólarnir hljóti að hafa áhyggjur að missa Drungilas á skelfilegum tíma Olnbogaskot Tindastólsmannsins Adomas Drungilas í æfingarleik á móti Stjörnunni var til umræðu í Subway Körfuboltakvöldi en afleiðingin af því var að Stjörnumaðurinn Kevin Kone lá á eftir tvíkjálkabrotinn. Körfubolti 9.10.2023 10:02 Framlengingin: Á að sameina Keflavík og Njarðvík? Strákarnir í Körfuboltakvöldi reyndu að svara stóru spurningunum í Framlengingunni í þætti föstudagsins. Þar spurði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, meðal annars um það hvort sameina ætti Keflavík og Njarðvík. Körfubolti 9.10.2023 07:01 „Get nú ekki sagt það að maður sé að verða ríkur“ Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Körfuboltakvölds, fór og hitti körfuboltadómarann Davíð Tómas Tómasson, Dabba T, í síðasta þætti og ræddi um nýhafið tímabil í Subway-deild karla. Körfubolti 8.10.2023 22:31 Öruggt hjá Keflavík og Þór fór illa með Snæfellinga í nýliðaslagnum Keflavík og Þór Akureyri unnu örugga sigra í leikjum kvöldsins í Subway-deild kvenna í körfubolta. Keflvíkingar unnu 30 stiga útisigur gegn Breiðablik og Þórsarar unnu 39 stiga risasigur gegn Snæfelli. Körfubolti 8.10.2023 21:53 Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Valur 91-83 | Íslandsmeistararnir tapa öðrum leiknum í röð Íslandsmeistarar Vals töpuðu öðrum leik sínum í röð þegar þær mættu til Grindavíkur í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi framan af en Grindvíkingar tóku forystuna snemma í seinni hálfleiknum og sigldu þriðja sigri sínum örugglega heim að endingu. Körfubolti 8.10.2023 21:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Álftanes - Tindastóll 65-70 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Tindastóls unnu nauman fimm stiga sigur er liðið heimsótti Álftanes í fyrstu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 65-70. Körfubolti 8.10.2023 20:58 „Sjálfstraust, getur ekki keypt eða fundið það, ef þú ert með það þá ert með það" Ragnar Ágúst Nathanaelsson átti góðan leik þegar Hamar fékk Keflavík í heimsókn í 1. umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Keflavík vann á endanum leikinn en lenti svo sannarlega í vandræðum með nýliðana. Frammistaða Ragnars var til umræðu í Körfuboltakvöldi. Körfubolti 8.10.2023 13:01 « ‹ 74 75 76 77 78 79 80 81 82 … 334 ›
„Gerðum allt rétt á báðum endum undir lokin og stöndum uppi sem sigurvegarar“ „Þetta var spennandi, það er orðið sem kemur fyrst upp í huga“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, léttur í lund eftir fyrsta sigur liðsins í Subway deild karla. Álftanes lagði Grindavík að velli 86-79 í leik sem bauð upp á mikla spennu undir lokin. Körfubolti 12.10.2023 23:29
Ívar Ásgrímsson: Mun bjartsýnni en fyrir viku Ívar Ásgrímsson, þjálfari liðs Breiðabliks í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, lýsti ánægju með framfarir síns liðs í annarri umferð tímabilsins þótt liðið tapaði 80-73 fyrir Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Í fyrstu umferðinni steinlá liðið gegn Haukum, 83-127 á heimavelli. Körfubolti 12.10.2023 22:47
Viðar Örn: Buðum hættunni heim Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, var ánægður með að hafa unnið Breiðablik 80-73 á Egilsstöðum í kvöld þótt frammistaða liðsins væri ekki góð. Höttur spilaði vel fyrsta kortérið og var þá komið með 10 stiga forskot en hrökk síðan í baklás. Það bjargaði sér svo í síðasta leikhluta. Körfubolti 12.10.2023 22:19
Maté: Ósáttur með það hvernig við bregðumst við þegar á móti blæs Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var að vonum ósáttur eftir tap síns liðs gegn Njarðvík í kvöld en hann kallar eftir betri viðbrögðum frá sínu liði þegar á móti blæs. Körfubolti 12.10.2023 22:15
Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 80-73 | Hattarmenn búnir að vinna tvo í röð Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. Körfubolti 12.10.2023 22:02
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 86-94 | Njarðvíkingar unnið tvo í röð Njarðvíkingar unnu góðan átta stiga sigur er liðið heimsótti Hauka í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 86-94. Körfubolti 12.10.2023 21:08
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 80-84 | Fyrsti sigur Þórs á tímabilinu Þór Þorlákshöfn vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu gegn Stjörnunni í Garðabænum. Leikurinn var í járnum alveg þangað til um miðjan fjórða leikhluta þar sem Þórsarar voru skrefi á undan og unnu að lokum fjögurra stiga sigur 80-84. Körfubolti 12.10.2023 21:03
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Álftanes - Grindavík 86-79| Fyrsti sigur nýliðanna í hús Álftanes vann sinn fyrsta leik í Subway deild karla þegar liðið mætti Grindavík í Forsetahöllinni. Þetta var orðið ansi tæpt en góður endasprettur tryggði sigurinn að lokum. Körfubolti 12.10.2023 21:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Hamar 100-64 | Valur valtaði yfir nýliðana Valur kjöldró Hamar á heimavelli í 2. umferð Subway-deildar karla. Jafnræði var með liðunum eftir fyrsta fjórðung en heimamenn settu upp flugeldasýningu í öðrum leikhluta og litu aldrei um öxl og unnu að lokum 36 stiga sigur 100-64. Körfubolti 11.10.2023 22:25
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Ak. 75-73 | Valskonur sluppu með skrekkinn Valskonur sluppu fyrir horn með sigur gegn nýliðum Þórs í Origo-höllinni í kvöld en Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði sigurkörfuna þegar 0,9 sekúndur voru til leiksloka. Körfubolti 11.10.2023 21:16
Steindi sagði Íslandsmeistaratitil Tindastóls sér að þakka Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi, sagði það sér að þakka að Tindastóll varð Íslandsmeistari síðastliðið vor. Hann sagði leiðbeiningar sínar til liðsins hafa skilað þeim sigrinum þegar hann ræddi málið í útvarpsþættinum FM95BLÖ. Körfubolti 11.10.2023 20:45
Kolbrún stefni í að verða næsta Helena: „Sér leikinn tveimur skrefum á undan“ Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Subway körfuboltakvölds, segir hina fimmtán ára gömlu Kolbrúnu Maríu Ármannsdóttur, leikmann Stjörnunnar stefna í að verða næsta Helena Sverrisdóttir okkar Íslendinga. Helena er af mörgum talin besta körfuboltakona landsins frá upphafi. Körfubolti 11.10.2023 09:01
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík 60-56 | Njarðvíkingar höfðu betur í hörðum Suðurnesjaslag Njarðvík vann nauman fjögurra stiga sigur er liðið tók á móti Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 60-56 í leik sem hefði getað farið á hvorn veginn sem var en Njarðvíkingar voru sterkari á lokasprettinum. Körfubolti 10.10.2023 23:17
Rúnar Ingi: „Hún er búin að taka út sinn dóm“ Njarðvík vann Suðurnesjaslag kvöldsins þar sem liðið tók á móti Grindavík í Subway-deild kvenna. Hart var tekist á en Njarðvíkingar voru sterkari á lokasprettinum og lönduðu sigri 60-56. Körfubolti 10.10.2023 21:56
Keflvíkingar enn með fullt hús stiga eftir öruggan sigur | Stjarnan og Haukar unnu Keflavík er enn með fullt hús stiga í Subway-deild kvenna í körfubolta eftir að liðið vann öruggan 26 stiga sigur gegn Fjölni á heimavelli í kvöld, 103-77. Körfubolti 10.10.2023 21:15
Madrídingar snéru taflinu við gegn Dallas Mavericks Evrópska stórliðið Real Madrid vann nauman fjögurra stiga sigur er liðið tók á móti NBA-liði Dallas Mavericks í æfingaleik í kvöld, 127-123. Körfubolti 10.10.2023 21:06
Auddi Blö mætir í sófann hjá Sápa og Tomma Steindórs Í kvöld hefur göngu sína nýr þáttur á Stöð 2 Sport. Sá heitir Subway körfuboltakvöld Extra og er í umsjón þeirra Stefáns Árna Pálssonar og Tomma Steindórs. Körfubolti 10.10.2023 16:31
„Hún er með sjálfstraust á við miðaldra hvítan karlmann“ Ungu efnilegu körfuboltastelpurnar úr Garðabænum eru farnar að láta til sín taka í Subway deild kvenna í körfubolta og þær fögnuðu sínum fyrsta sigri um síðustu helgi. Körfuboltakvöld kvenna fór yfir liðið og ræddi þá sérstaklega kornunga tvo leikmenn liðsins. Körfubolti 10.10.2023 12:30
Endurkoma Doncic til Madrid í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld Það styttist í NBA deildina í körfubolta og í kvöld mun Dallas Mavericks liðið hita upp fyrir tímabilið með skemmtilegum hætti. Körfubolti 10.10.2023 11:01
Bjó til myndir með liðum Subway deildarinnar með hjálp gervigreindar Subway deild karla í körfubolta er farin af stað en fyrstu umferðinni lauk á Álftanesi á sunnudagskvöldið. Körfuboltaáhugamaðurinn Gunnar Freyr Steinsson hitaði upp fyrir komandi tímabil með því að fá gervigreindina með sér í lið. Körfubolti 10.10.2023 10:30
Finnst skrítið að hún sé enn á Íslandi: „Bleikur fíll sem enginn vill tala um“ Njarðvíkurkonur hafa spilað fyrstu leiki sína í Subway deild kvenna án þess að hafa bandarískan leikmann í sínu liði. Staðan á bandaríska leikmanni Njarðvíkurliðsins var til umræðu í Körfuboltakvöldi kvenna í gær. Körfubolti 10.10.2023 08:31
Skaut á Brady: „Það var mikið að þú drullaðir þér á leik“ Leikmaður Las Vegas Aces gat ekki stillt sig um að skjóta á Tom Brady þegar hann mætti á leik liðsins í úrslitum WNBA. Körfubolti 9.10.2023 15:31
Kolbrún María sló met Helenu Sverris: Yngst til að skora 31 stig Stjörnustúlkan Kolbrún María Ármannsdóttir varð um helgina yngsti leikmaðurinn í efstu deild kvenna í körfubolta til að skora 31 stig eða meira í einum og sama leiknum. Körfubolti 9.10.2023 10:31
Segir að Stólarnir hljóti að hafa áhyggjur að missa Drungilas á skelfilegum tíma Olnbogaskot Tindastólsmannsins Adomas Drungilas í æfingarleik á móti Stjörnunni var til umræðu í Subway Körfuboltakvöldi en afleiðingin af því var að Stjörnumaðurinn Kevin Kone lá á eftir tvíkjálkabrotinn. Körfubolti 9.10.2023 10:02
Framlengingin: Á að sameina Keflavík og Njarðvík? Strákarnir í Körfuboltakvöldi reyndu að svara stóru spurningunum í Framlengingunni í þætti föstudagsins. Þar spurði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, meðal annars um það hvort sameina ætti Keflavík og Njarðvík. Körfubolti 9.10.2023 07:01
„Get nú ekki sagt það að maður sé að verða ríkur“ Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Körfuboltakvölds, fór og hitti körfuboltadómarann Davíð Tómas Tómasson, Dabba T, í síðasta þætti og ræddi um nýhafið tímabil í Subway-deild karla. Körfubolti 8.10.2023 22:31
Öruggt hjá Keflavík og Þór fór illa með Snæfellinga í nýliðaslagnum Keflavík og Þór Akureyri unnu örugga sigra í leikjum kvöldsins í Subway-deild kvenna í körfubolta. Keflvíkingar unnu 30 stiga útisigur gegn Breiðablik og Þórsarar unnu 39 stiga risasigur gegn Snæfelli. Körfubolti 8.10.2023 21:53
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Valur 91-83 | Íslandsmeistararnir tapa öðrum leiknum í röð Íslandsmeistarar Vals töpuðu öðrum leik sínum í röð þegar þær mættu til Grindavíkur í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi framan af en Grindvíkingar tóku forystuna snemma í seinni hálfleiknum og sigldu þriðja sigri sínum örugglega heim að endingu. Körfubolti 8.10.2023 21:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Álftanes - Tindastóll 65-70 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Tindastóls unnu nauman fimm stiga sigur er liðið heimsótti Álftanes í fyrstu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 65-70. Körfubolti 8.10.2023 20:58
„Sjálfstraust, getur ekki keypt eða fundið það, ef þú ert með það þá ert með það" Ragnar Ágúst Nathanaelsson átti góðan leik þegar Hamar fékk Keflavík í heimsókn í 1. umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Keflavík vann á endanum leikinn en lenti svo sannarlega í vandræðum með nýliðana. Frammistaða Ragnars var til umræðu í Körfuboltakvöldi. Körfubolti 8.10.2023 13:01