„Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. nóvember 2024 08:03 Lárus Jónsson hefur marga fjöruna sopið sem þjálfari Þórs Þorlákshafnar. Vísir/Diego „Myndi líta á það eins og að vera kennari. Það hefur alltaf verið pælingin hjá mér. Hvernig get ég miðlað upplýsingum á sem bestan hátt til minna leikmanna,“ segir Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar í Bónus-deild karla í körfubolta aðspurður hvað það er fyrir honum að vera þjálfari. Lárus var viðmælandi í öðrum þættinum af hlaðvarpinu Berjast. Um er að ræða hlaðvarp þar sem rætt er við þjálfara í hinum og þessum íþróttum. Hlaðvarpinu stýra þeir Arnar Guðjónsson, fyrrverandi þjálfari Stjörnunnar í Bónus-deild karla og kvenna, og Hilmar Árni Halldórsson, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar. Arnar Guðjónsson og Hilmar Árni á góðri stundu.Berjast.is „Getur verið mjög mismunandi eftir leikmönnum, ekkert endilega eftir því hvort þeir séu ungir eða reynslumiklir. Sumir eru mjög fljótir að meðtaka upplýsingar. Sumir hlusta bara eiginlega aldrei á þig,“ segir Lárus þegar umræðan snýr að leikmönnum og hvernig sumir virðast engan veginn meðtaka upplýsingar á meðan aðrir eru eins og svampur sem sýgur allt í sig. „Mannkynið lærir í gegnum sögur“ „Hvernig getur þú lært að selja liðinu þínu – kannski ekki gott orð að selja eitthvað – en láta þá kaupa einhver atriði sem þú ert að hamra á. Þeir verða að hafa áhuga á því, ef þeir hafa ekki áhuga á því þá skiptir engu máli hvort taktíkin sé frábær, það (sem þú lagðir upp) mun ekki virka í leiknum eftir.“ „Mannkynið lærir í gegnum sögur, ef þú nærð að tengja við einhverjar sögur þá tengja leikmennirnir betur og þá er þetta miklu áhrifameira.“ Leikmenn ákveða hvaða orð einkenna liðið „Við byrjum tímabilið eiginlega alltaf eins. Setjumst saman niður og ákveðum fyrir hvað við viljum standa fyrir. Þá eru það leikmennirnir sem skrifa niður einhver orð, við komum okkur saman um þrjú til fimm orð fyrir tímabilið og þeir segja fyrir hvað þessi orð standa hjá sér.“ „Svo förum við yfir hvað þau standa fyrir hjá liðinu líkamlega, taktískt, andlega, innan vallar og utan vallar. Það er kannski það sem við erum að hamra á yfir allt tímabilið.“ „Árið sem við urðum Íslandsmeistarar er kannski árið sem við fórum dýpst í þetta. Vorum búnir að finna í þessu sjálfir og svo kom Heiðar frá Hugarþjálfun eftir áramót og fór dýpra í þetta með liðinu.“ „Getur notað orðin inn í þjálfuninni. Svo til að fara aðeins dýpra, tengjast hlutverk leikmannana orðunum. Höfum alltaf unnið með hlutverk leikmanna, þeir eru að ákveða hlutverkin fyrir sig.“ Lárus fór yfir víðan völl, ræddi það þegar hann var látinn fara frá Breiðabliki og svo tímabilið þegar Þór fór alla leið og varð Íslandsmeistari vorið 2021. „Þetta var Covid-ár svo ég væri ekki til í það aftur,“ sagði Lárus aðspurður hvort hann væri alltaf að reyna leika þetta tímabil eftir. „Þegar við unnum titilinn hitti ég Loga Gunnarsson og hann sagði mér að njóta í botn því maður veit aldrei hvenær maður vinnur aftur. Ég bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir. Þú heldur að þú sért betri en þú ert, sem þjálfari ferðu að trúa öllu sem er sagt um þig. Þið vitið hvernig þetta er, þegar maður vinnur er allt rétt sem maður segir og þegar maður tapar er ekkert rétt. Bæði er náttúrulega kolrangt.“ „Það er rosalega oft verið að tala um þetta ár. Alveg eins og þegar ég kom í Þorlákshöfn þá var þetta alltaf „Við vinnum aldrei Tindastól, við vinnum aldrei þegar við förum norður.“ Það skiptir engu máli, það er bara nýtt ár og við getum alveg farið á Akureyri og unnið körfuboltaleik.“ „Auðvitað tölum við oft um þetta ár, þessa miklu samheldni og að við viljum búa til sömu blönduna. Reyna að finna þetta en það er ekki hægt, lið eru ekki þannig.“ Á vefsíðunni Berjast.is má finna þættina fjóra sem eru komnir út og þar má einnig sjá hvað er á döfinni. Næsti viðmælandi þeirra Arnars og Hilmars Árna er Pavel Ermolinskij, margfaldur Íslandsmeistari með KR og Val, Íslandsmeistari sem þjálfari með Tindastól og nú sérfræðingur Stöðvar 2 Sport. Körfubolti Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira
Lárus var viðmælandi í öðrum þættinum af hlaðvarpinu Berjast. Um er að ræða hlaðvarp þar sem rætt er við þjálfara í hinum og þessum íþróttum. Hlaðvarpinu stýra þeir Arnar Guðjónsson, fyrrverandi þjálfari Stjörnunnar í Bónus-deild karla og kvenna, og Hilmar Árni Halldórsson, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar. Arnar Guðjónsson og Hilmar Árni á góðri stundu.Berjast.is „Getur verið mjög mismunandi eftir leikmönnum, ekkert endilega eftir því hvort þeir séu ungir eða reynslumiklir. Sumir eru mjög fljótir að meðtaka upplýsingar. Sumir hlusta bara eiginlega aldrei á þig,“ segir Lárus þegar umræðan snýr að leikmönnum og hvernig sumir virðast engan veginn meðtaka upplýsingar á meðan aðrir eru eins og svampur sem sýgur allt í sig. „Mannkynið lærir í gegnum sögur“ „Hvernig getur þú lært að selja liðinu þínu – kannski ekki gott orð að selja eitthvað – en láta þá kaupa einhver atriði sem þú ert að hamra á. Þeir verða að hafa áhuga á því, ef þeir hafa ekki áhuga á því þá skiptir engu máli hvort taktíkin sé frábær, það (sem þú lagðir upp) mun ekki virka í leiknum eftir.“ „Mannkynið lærir í gegnum sögur, ef þú nærð að tengja við einhverjar sögur þá tengja leikmennirnir betur og þá er þetta miklu áhrifameira.“ Leikmenn ákveða hvaða orð einkenna liðið „Við byrjum tímabilið eiginlega alltaf eins. Setjumst saman niður og ákveðum fyrir hvað við viljum standa fyrir. Þá eru það leikmennirnir sem skrifa niður einhver orð, við komum okkur saman um þrjú til fimm orð fyrir tímabilið og þeir segja fyrir hvað þessi orð standa hjá sér.“ „Svo förum við yfir hvað þau standa fyrir hjá liðinu líkamlega, taktískt, andlega, innan vallar og utan vallar. Það er kannski það sem við erum að hamra á yfir allt tímabilið.“ „Árið sem við urðum Íslandsmeistarar er kannski árið sem við fórum dýpst í þetta. Vorum búnir að finna í þessu sjálfir og svo kom Heiðar frá Hugarþjálfun eftir áramót og fór dýpra í þetta með liðinu.“ „Getur notað orðin inn í þjálfuninni. Svo til að fara aðeins dýpra, tengjast hlutverk leikmannana orðunum. Höfum alltaf unnið með hlutverk leikmanna, þeir eru að ákveða hlutverkin fyrir sig.“ Lárus fór yfir víðan völl, ræddi það þegar hann var látinn fara frá Breiðabliki og svo tímabilið þegar Þór fór alla leið og varð Íslandsmeistari vorið 2021. „Þetta var Covid-ár svo ég væri ekki til í það aftur,“ sagði Lárus aðspurður hvort hann væri alltaf að reyna leika þetta tímabil eftir. „Þegar við unnum titilinn hitti ég Loga Gunnarsson og hann sagði mér að njóta í botn því maður veit aldrei hvenær maður vinnur aftur. Ég bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir. Þú heldur að þú sért betri en þú ert, sem þjálfari ferðu að trúa öllu sem er sagt um þig. Þið vitið hvernig þetta er, þegar maður vinnur er allt rétt sem maður segir og þegar maður tapar er ekkert rétt. Bæði er náttúrulega kolrangt.“ „Það er rosalega oft verið að tala um þetta ár. Alveg eins og þegar ég kom í Þorlákshöfn þá var þetta alltaf „Við vinnum aldrei Tindastól, við vinnum aldrei þegar við förum norður.“ Það skiptir engu máli, það er bara nýtt ár og við getum alveg farið á Akureyri og unnið körfuboltaleik.“ „Auðvitað tölum við oft um þetta ár, þessa miklu samheldni og að við viljum búa til sömu blönduna. Reyna að finna þetta en það er ekki hægt, lið eru ekki þannig.“ Á vefsíðunni Berjast.is má finna þættina fjóra sem eru komnir út og þar má einnig sjá hvað er á döfinni. Næsti viðmælandi þeirra Arnars og Hilmars Árna er Pavel Ermolinskij, margfaldur Íslandsmeistari með KR og Val, Íslandsmeistari sem þjálfari með Tindastól og nú sérfræðingur Stöðvar 2 Sport.
Körfubolti Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira