„Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. nóvember 2024 14:32 Tryggvi í baráttunni í leik Íslands við Tyrkland. Serhat Cagdas/Anadolu Agency via Getty Images Tryggvi Snær Hlinason er klár í slaginn fyrir leik Íslands við Ítalíu í undankeppni EuroBasket á næsta ári. Liðin mætast í Laugardalshöll í kvöld. Tryggvi leikur með liði Bilbao á Spáni en hann skipti til liðsins á síðasta ári frá Zaragoza. Hann nýtur sín vel í Baskalandi. „Það gengur ágætlega í deildinni til þessa. Við erum svo sem búnir að tapa nokkrum leikjum núna í röð en fyrir utan það er þetta bara gott. Bilbao er næs og liðið gott,“ segir Tryggvi og bætir við: „Það gengur vel, persónlega sérstaklega. Þetta hafi verið 3-4 leikir sem við höfum misst frá okkur. Leiki sem maður ætti að vinna en missum frá okkur í lokin. Það er leiðinlegt en ég treysti á að við höldum áfram að róa í sömu átt og vinnum fleiri leiki.“ Tryggvi verður með landsliðinu sem mætir Ítalíu í höllinni í kvöld. Strákarnir þekkja ágætlega til enda unnu þeir frækinn sigur á Ítölum í Ólafssal fyrir örfáum árum og svipað ítalskt lið sem mætir til leiks í kvöld. „Við vitum alveg hverju við eigum að búast við. En Ítalirnir að einhverju leyti þekkja okkur líka og við gerum ráð fyrir að þeir mæti brjálaðir hérna eftir síðasta leik hér heima,“ segir Tryggvi. Klippa: „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ísland er með þrjú stig eftir sigur á Ungverjum og naumt tap fyrir Tyrkjum ytra í fyrstu tveimur leikjum riðilsins í mars. Þrjú lið af fjórum fara á EM á næsta ári og Tryggvi segir tíma kominn til, enda Ísland verið nærri stórmótasæti síðustu ár, en ekki komist á lokamót frá 2017. „Það eru náttúrulega bara tveir leikir búnir og liðin á svipuðum stað. Þetta var mjög grátlegt þarna í Tyrklandi, að tapa svona stórum leik úti. Svona er bara körfuboltinn, þetta er bæði fallegt og leiðinlegt. En það er bara gott að spila aftur við Ítalina hérna heima,“ „Ég held það sé löngu kominn tími til að fara á EuroBasket. Ég held það séu sjö eða átta ár síðan við fórum síðast og það er löngu kominn tími til að fara aftur,“ segir Tryggvi. Viðtalið má sjá að ofan. Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint á Vísi. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir Gafst upp á að læra frönskuna Styrmir Snær Þrastarson nýtur lífsins í atvinnumennskunni í Belgíu. Hann undirbýr sig ásamt landsliði Íslands fyrir komandi leiki við Ítalíu í undankeppni EM 2025. 21. nóvember 2024 16:46 Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ „Þetta reynir á hausinn“ segir Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur glímt við töluvert rót á nýjum stað í Grikklandi. Hann segir fínt að komast aðeins heim í kuldann á klakanum. 21. nóvember 2024 08:33 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Tryggvi leikur með liði Bilbao á Spáni en hann skipti til liðsins á síðasta ári frá Zaragoza. Hann nýtur sín vel í Baskalandi. „Það gengur ágætlega í deildinni til þessa. Við erum svo sem búnir að tapa nokkrum leikjum núna í röð en fyrir utan það er þetta bara gott. Bilbao er næs og liðið gott,“ segir Tryggvi og bætir við: „Það gengur vel, persónlega sérstaklega. Þetta hafi verið 3-4 leikir sem við höfum misst frá okkur. Leiki sem maður ætti að vinna en missum frá okkur í lokin. Það er leiðinlegt en ég treysti á að við höldum áfram að róa í sömu átt og vinnum fleiri leiki.“ Tryggvi verður með landsliðinu sem mætir Ítalíu í höllinni í kvöld. Strákarnir þekkja ágætlega til enda unnu þeir frækinn sigur á Ítölum í Ólafssal fyrir örfáum árum og svipað ítalskt lið sem mætir til leiks í kvöld. „Við vitum alveg hverju við eigum að búast við. En Ítalirnir að einhverju leyti þekkja okkur líka og við gerum ráð fyrir að þeir mæti brjálaðir hérna eftir síðasta leik hér heima,“ segir Tryggvi. Klippa: „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ísland er með þrjú stig eftir sigur á Ungverjum og naumt tap fyrir Tyrkjum ytra í fyrstu tveimur leikjum riðilsins í mars. Þrjú lið af fjórum fara á EM á næsta ári og Tryggvi segir tíma kominn til, enda Ísland verið nærri stórmótasæti síðustu ár, en ekki komist á lokamót frá 2017. „Það eru náttúrulega bara tveir leikir búnir og liðin á svipuðum stað. Þetta var mjög grátlegt þarna í Tyrklandi, að tapa svona stórum leik úti. Svona er bara körfuboltinn, þetta er bæði fallegt og leiðinlegt. En það er bara gott að spila aftur við Ítalina hérna heima,“ „Ég held það sé löngu kominn tími til að fara á EuroBasket. Ég held það séu sjö eða átta ár síðan við fórum síðast og það er löngu kominn tími til að fara aftur,“ segir Tryggvi. Viðtalið má sjá að ofan. Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint á Vísi.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir Gafst upp á að læra frönskuna Styrmir Snær Þrastarson nýtur lífsins í atvinnumennskunni í Belgíu. Hann undirbýr sig ásamt landsliði Íslands fyrir komandi leiki við Ítalíu í undankeppni EM 2025. 21. nóvember 2024 16:46 Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ „Þetta reynir á hausinn“ segir Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur glímt við töluvert rót á nýjum stað í Grikklandi. Hann segir fínt að komast aðeins heim í kuldann á klakanum. 21. nóvember 2024 08:33 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Gafst upp á að læra frönskuna Styrmir Snær Þrastarson nýtur lífsins í atvinnumennskunni í Belgíu. Hann undirbýr sig ásamt landsliði Íslands fyrir komandi leiki við Ítalíu í undankeppni EM 2025. 21. nóvember 2024 16:46
Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ „Þetta reynir á hausinn“ segir Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur glímt við töluvert rót á nýjum stað í Grikklandi. Hann segir fínt að komast aðeins heim í kuldann á klakanum. 21. nóvember 2024 08:33
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum