Innlent Vonar að frumvarp um húsakaup fljúgi í gegn Frumvarp um uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og vonar fjármálaráðherra að það geti orðið að lögum fyrir lok næstu viku. Heimild er til undanþágu frá skilyrði um lögheimili eigenda húsnæðis í bænum en almennt er miðað við uppkaup húsnæðis fólks með lögheimili í Grindavík hinn 10. nóvember. Innlent 15.2.2024 13:08 Rafmagn af hluta Keflavíkur í nótt Rafmagn verður tekið af á afmörkuðu svæði Keflavík í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef HS Veitna. Þar er birt kort af svæðinu sem verður rafmagnslaust. Innlent 15.2.2024 12:59 Fjögur hundruð þúsund íbúar á Íslandi, en samt ekki Samkvæmt skráningu Þjóðskrár eru fjögur hundruð þúsund íbúar með skráð lögheimili á Íslandi. Að mati fjármálaráðuneytisins erum við þá hvergi nærri þeirri tölu, heldur er hún ofmetin upp á sirka fjórtán þúsund manns. Innlent 15.2.2024 12:39 Kannabis geri honum kleift að hreyfa sig Karlmaður sem er með stanslausa verki vegna ólæknandi taugasjúkdóma biðlar til stjórnvalda að líta á kannabis í lækningaskyni með opnum huga. Jurtin geri honum kleift að hreyfa sig um á daginn þar sem önnur lyf virki ekki. Innlent 15.2.2024 11:43 Ráðuneytið hundsi ítrekaðar tilraunir sjálfboðaliðanna til samskipta Hópur íslenskra sjálfboðaliða í Kaíró í Egyptalandi mun á næstu dögum aðstoða tólf Palestínumenn, sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi, yfir landamærin frá Gasa. Þeir gagnrýna að íslensk stjórnvöld hafi hundsað allar þeirra tilraunir til samskipta. Innlent 15.2.2024 11:36 Hádegisfréttir Bylgjunnar Frumvarp um uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og vonar fjármálaráðherra að það geti orðið að lögum fyrir lok næstu viku. Innlent 15.2.2024 11:35 Sveitarfélögin gætu sameinast í sumar Við vinnu að sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar er gert ráð fyrir að sameiningin geti tekið gildi þann 1. júní næstkomandi, svo lengi sem hún sé samþykkt í íbúakosningu. Verkefnahópur hefur síðustu vikur skoðað mögulega sameiningu. Innlent 15.2.2024 10:21 Halda leit áfram þriðja daginn í röð Leit heldur áfram þriðja daginn í röð að Jóni Þresti Jónssyni í Santry Demense almenningsgarðinum í Dyflinni á Írlandi. Lögreglan er byrjuð að grafa í skóglendi sem afgirt var í gær í garðinum. Innlent 15.2.2024 09:08 Allt í háaloft vegna blómakerja og tunnuskýlis Kona hefur fengið álit Kærunefndar húsamála vegna tveggja stórra blómakerja og ruslatunnuskýlis sem nágrannar hennar settu upp. Nágrannarnir höfðu kært konuna til lögreglu eftir að hún færði blómakerin. Innlent 15.2.2024 08:29 Rannsóknir lögreglu megi ekki dragast á langinn Þingmenn fimm þingflokka hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um meðferð sakamála. Þar er lagt til að rannsókn lögreglu á sakamálum megi ekki standa yfir í meira en ár. Innlent 15.2.2024 08:01 Sjö gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Sjö gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun eftir nokkuð annasama nótt. Nokkuð var um tilkynningar vegna einstaklinga í annarlegu ástandi, slagsmála og þjófnaða. Innlent 15.2.2024 07:25 85 prósent ljósmæðra telja manneklu hafa ógnað öryggi mæðra Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar BHM telja 85 prósent ljósmæðra að mannekla hafi ógnað öryggi mæðra á síðustu sex mánuðum og 48 prósent segja þetta gerast oftar nú en áður. Innlent 15.2.2024 07:02 Grunaður um líkamsárás á Enska barnum fyrir fjórum árum Karlmaður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu dreifði myndum af á þriðjudag og óskar eftir að ná tali af er grunaður um líkamsárás á Enska barnum fyrir um fjórum árum. Innlent 15.2.2024 07:00 Ekki búin að ákveða hvort framlengja eigi ákvæði um fjöldaflótta Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort framlengja eigi gildistíma 44. greinar laga um útlendinga um sameiginlega vernd Úkraínumanna vegna fjöldaflótta þeirra í kjölfar innrásar í Úkraínu. Innlent 15.2.2024 06:45 Tilnefningarferlið hefst á ný 7. mars næstkomandi Forsætisnefnd kirkjuþings hefur samþykkt tillögu kjörstjórnar þjóðkirkjunnar um að tilnefningarferlið fyrir biskupskjör hefjist á ný þann 7. mars næstkomandi. Innlent 15.2.2024 06:45 Hræðilegt að heyra sögurnar úr Grindavík Ríkislögreglustjóri segir ömurlegt að heyra sögur atvinnurekenda í Grindavík sem segja fyrirtæki bæjarins blæða út, en þau vilja skýrari svör frá stjórnvöldum um framhald atvinnulífs bæjarins. Innlent 14.2.2024 23:00 „Segir okkur að þeir eru ekkert að bulla“ Systir og bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dublin fyrir fimm árum síðan segjast finna fyrir viðhorfsbreytingu írsku lögreglunnar vegna rannsóknar á hvarfi hans. Innlent 14.2.2024 21:32 Ræða kaup á húsum Grindvíkinga á morgun Frumvarp til laga um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík liggur fyrir. Það verður tekið fyrir á þingfundi á morgun og er eina málið sem er á dagskrá þann daginn. Fundurinn hefst klukkan 13:30. Innlent 14.2.2024 21:10 Fær pláss á leikskóla nokkrum mánuðum fyrir þriggja ára afmælið Stefán Þorri Helgason er einn þeirra fjölmörgu foreldra í Reykjavík sem bíður þess að fá pláss fyrir barnið sitt á leikskóla. Miðað við nýjustu upplýsingar sem hann hefur fengið frá Reykjavíkurborg gerir hann ráð fyrir að koma dóttur sinni að næsta haust þegar um þrír mánuðir eru í að hún verði þriggja ára. Innlent 14.2.2024 20:50 Íslendingar vilja „fagna þessu öllu saman“ Þjóðfræðingur hefur ekki áhyggjur af stöðu íslenskra siða í samfélaginu þrátt fyrir að alþjóðlegir dagar hafi undanfarin ár náð hér mikilli fótfestu. Íslendingar séu upp til hópa nýjungagjarnir en líka íhaldssamir. Blómasali í Hafnarfirði segir að Valentínusardagurinn sé eins og keppnisdagur hjá blómasölum landsins. Innlent 14.2.2024 19:24 Verkfallsaðgerðir breiðfylkingarinnar yrðu samræmdar Forysta stéttarfélaga innan breiðfylkingarinnar segir aðgerðir félaganna verða samræmdar komi til þess að boðað verði til verkfalla. Ljóst sé að fyrirvari Samtaka atvinnulífsins um sjálfstæði Seðlabankans standist ekki og vonandi verði hægt að ganga til samninga á ný sem fyrst. Innlent 14.2.2024 19:21 Fyrirtækjum í Grindavík að blæða út Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrari svörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Bæjarstjórn tekur undir með fyrirtækjunum um aukið aðgengi. Innlent 14.2.2024 18:52 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrarisvörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Innlent 14.2.2024 18:01 Nýr samskiptastjóri Sigríðar: „Kom, sá og sigraði – eins og ég mun gera“ Sigríður Hrund Pétursdóttir, frambjóðandi til embættis Forseta Íslands, hefur ráðið Hörpu Björgu Hjálmtýsdóttur sem samskiptastjóra. Innlent 14.2.2024 15:37 Fær sínu framgengt í stóra aparólumálinu á Ísafirði Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur lagt fram ný hönnunargögn vegna leikvallar á Eyrartúni. Í nýjum drögum er umdeild aparóla fjær íbúðarhúsum, þvert gegn afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar sveitarfélagsins. Íbúi við hliðina á túninu hafði kært málið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Innlent 14.2.2024 15:30 Lögregla girðir af svæði í almenningsgarðinum Lögreglan í Dublin hefur nú girt af skóglendi í Santry Demense almenningsgarðinum í Dublin þar sem leit stendur yfir að Jóni Þresti Jónssyni. Það kemur fram á írska miðlinum Independent. Innlent 14.2.2024 14:53 Ekkjan gafst ekki upp og fékk meirihluta dánarbótanna Ekkja flugmanns sem lést í flugslysi á Rangárvöllum sumarið 2019 fær tvo þriðju dánarbóta frá tryggingafélaginu. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Tekist var á um hvort flugmaðurinn hefði sýnt af sér stórfellt gáleysi sem orsakaði slysið. Innlent 14.2.2024 14:50 Eftirlitsmönnum MAST hótað af starfsmönnum matvælafyrirtækis Matvælastofnun (MAST) hefur kært hótun gagnvart eftirlitsmönnum stofnunarinnar til lögreglu. Innlent 14.2.2024 14:34 Hettusótt í útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu Í byrjun febrúar greindist hettusótt á höfuðborgarsvæðinu og hefur nú einstaklingur með tengingu við fyrsta tilfellið einnig greinst með hettusótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landlæknisembættinu. Innlent 14.2.2024 14:27 Vill verða formaður FEB Sigurður Ágúst Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri DAS, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns í Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB). Aðalfundur félagsins sem fram fer hinn 21. febrúar. Innlent 14.2.2024 14:05 « ‹ 319 320 321 322 323 324 325 326 327 … 334 ›
Vonar að frumvarp um húsakaup fljúgi í gegn Frumvarp um uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og vonar fjármálaráðherra að það geti orðið að lögum fyrir lok næstu viku. Heimild er til undanþágu frá skilyrði um lögheimili eigenda húsnæðis í bænum en almennt er miðað við uppkaup húsnæðis fólks með lögheimili í Grindavík hinn 10. nóvember. Innlent 15.2.2024 13:08
Rafmagn af hluta Keflavíkur í nótt Rafmagn verður tekið af á afmörkuðu svæði Keflavík í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef HS Veitna. Þar er birt kort af svæðinu sem verður rafmagnslaust. Innlent 15.2.2024 12:59
Fjögur hundruð þúsund íbúar á Íslandi, en samt ekki Samkvæmt skráningu Þjóðskrár eru fjögur hundruð þúsund íbúar með skráð lögheimili á Íslandi. Að mati fjármálaráðuneytisins erum við þá hvergi nærri þeirri tölu, heldur er hún ofmetin upp á sirka fjórtán þúsund manns. Innlent 15.2.2024 12:39
Kannabis geri honum kleift að hreyfa sig Karlmaður sem er með stanslausa verki vegna ólæknandi taugasjúkdóma biðlar til stjórnvalda að líta á kannabis í lækningaskyni með opnum huga. Jurtin geri honum kleift að hreyfa sig um á daginn þar sem önnur lyf virki ekki. Innlent 15.2.2024 11:43
Ráðuneytið hundsi ítrekaðar tilraunir sjálfboðaliðanna til samskipta Hópur íslenskra sjálfboðaliða í Kaíró í Egyptalandi mun á næstu dögum aðstoða tólf Palestínumenn, sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi, yfir landamærin frá Gasa. Þeir gagnrýna að íslensk stjórnvöld hafi hundsað allar þeirra tilraunir til samskipta. Innlent 15.2.2024 11:36
Hádegisfréttir Bylgjunnar Frumvarp um uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og vonar fjármálaráðherra að það geti orðið að lögum fyrir lok næstu viku. Innlent 15.2.2024 11:35
Sveitarfélögin gætu sameinast í sumar Við vinnu að sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar er gert ráð fyrir að sameiningin geti tekið gildi þann 1. júní næstkomandi, svo lengi sem hún sé samþykkt í íbúakosningu. Verkefnahópur hefur síðustu vikur skoðað mögulega sameiningu. Innlent 15.2.2024 10:21
Halda leit áfram þriðja daginn í röð Leit heldur áfram þriðja daginn í röð að Jóni Þresti Jónssyni í Santry Demense almenningsgarðinum í Dyflinni á Írlandi. Lögreglan er byrjuð að grafa í skóglendi sem afgirt var í gær í garðinum. Innlent 15.2.2024 09:08
Allt í háaloft vegna blómakerja og tunnuskýlis Kona hefur fengið álit Kærunefndar húsamála vegna tveggja stórra blómakerja og ruslatunnuskýlis sem nágrannar hennar settu upp. Nágrannarnir höfðu kært konuna til lögreglu eftir að hún færði blómakerin. Innlent 15.2.2024 08:29
Rannsóknir lögreglu megi ekki dragast á langinn Þingmenn fimm þingflokka hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um meðferð sakamála. Þar er lagt til að rannsókn lögreglu á sakamálum megi ekki standa yfir í meira en ár. Innlent 15.2.2024 08:01
Sjö gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Sjö gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun eftir nokkuð annasama nótt. Nokkuð var um tilkynningar vegna einstaklinga í annarlegu ástandi, slagsmála og þjófnaða. Innlent 15.2.2024 07:25
85 prósent ljósmæðra telja manneklu hafa ógnað öryggi mæðra Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar BHM telja 85 prósent ljósmæðra að mannekla hafi ógnað öryggi mæðra á síðustu sex mánuðum og 48 prósent segja þetta gerast oftar nú en áður. Innlent 15.2.2024 07:02
Grunaður um líkamsárás á Enska barnum fyrir fjórum árum Karlmaður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu dreifði myndum af á þriðjudag og óskar eftir að ná tali af er grunaður um líkamsárás á Enska barnum fyrir um fjórum árum. Innlent 15.2.2024 07:00
Ekki búin að ákveða hvort framlengja eigi ákvæði um fjöldaflótta Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort framlengja eigi gildistíma 44. greinar laga um útlendinga um sameiginlega vernd Úkraínumanna vegna fjöldaflótta þeirra í kjölfar innrásar í Úkraínu. Innlent 15.2.2024 06:45
Tilnefningarferlið hefst á ný 7. mars næstkomandi Forsætisnefnd kirkjuþings hefur samþykkt tillögu kjörstjórnar þjóðkirkjunnar um að tilnefningarferlið fyrir biskupskjör hefjist á ný þann 7. mars næstkomandi. Innlent 15.2.2024 06:45
Hræðilegt að heyra sögurnar úr Grindavík Ríkislögreglustjóri segir ömurlegt að heyra sögur atvinnurekenda í Grindavík sem segja fyrirtæki bæjarins blæða út, en þau vilja skýrari svör frá stjórnvöldum um framhald atvinnulífs bæjarins. Innlent 14.2.2024 23:00
„Segir okkur að þeir eru ekkert að bulla“ Systir og bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dublin fyrir fimm árum síðan segjast finna fyrir viðhorfsbreytingu írsku lögreglunnar vegna rannsóknar á hvarfi hans. Innlent 14.2.2024 21:32
Ræða kaup á húsum Grindvíkinga á morgun Frumvarp til laga um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík liggur fyrir. Það verður tekið fyrir á þingfundi á morgun og er eina málið sem er á dagskrá þann daginn. Fundurinn hefst klukkan 13:30. Innlent 14.2.2024 21:10
Fær pláss á leikskóla nokkrum mánuðum fyrir þriggja ára afmælið Stefán Þorri Helgason er einn þeirra fjölmörgu foreldra í Reykjavík sem bíður þess að fá pláss fyrir barnið sitt á leikskóla. Miðað við nýjustu upplýsingar sem hann hefur fengið frá Reykjavíkurborg gerir hann ráð fyrir að koma dóttur sinni að næsta haust þegar um þrír mánuðir eru í að hún verði þriggja ára. Innlent 14.2.2024 20:50
Íslendingar vilja „fagna þessu öllu saman“ Þjóðfræðingur hefur ekki áhyggjur af stöðu íslenskra siða í samfélaginu þrátt fyrir að alþjóðlegir dagar hafi undanfarin ár náð hér mikilli fótfestu. Íslendingar séu upp til hópa nýjungagjarnir en líka íhaldssamir. Blómasali í Hafnarfirði segir að Valentínusardagurinn sé eins og keppnisdagur hjá blómasölum landsins. Innlent 14.2.2024 19:24
Verkfallsaðgerðir breiðfylkingarinnar yrðu samræmdar Forysta stéttarfélaga innan breiðfylkingarinnar segir aðgerðir félaganna verða samræmdar komi til þess að boðað verði til verkfalla. Ljóst sé að fyrirvari Samtaka atvinnulífsins um sjálfstæði Seðlabankans standist ekki og vonandi verði hægt að ganga til samninga á ný sem fyrst. Innlent 14.2.2024 19:21
Fyrirtækjum í Grindavík að blæða út Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrari svörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Bæjarstjórn tekur undir með fyrirtækjunum um aukið aðgengi. Innlent 14.2.2024 18:52
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrarisvörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Innlent 14.2.2024 18:01
Nýr samskiptastjóri Sigríðar: „Kom, sá og sigraði – eins og ég mun gera“ Sigríður Hrund Pétursdóttir, frambjóðandi til embættis Forseta Íslands, hefur ráðið Hörpu Björgu Hjálmtýsdóttur sem samskiptastjóra. Innlent 14.2.2024 15:37
Fær sínu framgengt í stóra aparólumálinu á Ísafirði Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur lagt fram ný hönnunargögn vegna leikvallar á Eyrartúni. Í nýjum drögum er umdeild aparóla fjær íbúðarhúsum, þvert gegn afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar sveitarfélagsins. Íbúi við hliðina á túninu hafði kært málið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Innlent 14.2.2024 15:30
Lögregla girðir af svæði í almenningsgarðinum Lögreglan í Dublin hefur nú girt af skóglendi í Santry Demense almenningsgarðinum í Dublin þar sem leit stendur yfir að Jóni Þresti Jónssyni. Það kemur fram á írska miðlinum Independent. Innlent 14.2.2024 14:53
Ekkjan gafst ekki upp og fékk meirihluta dánarbótanna Ekkja flugmanns sem lést í flugslysi á Rangárvöllum sumarið 2019 fær tvo þriðju dánarbóta frá tryggingafélaginu. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Tekist var á um hvort flugmaðurinn hefði sýnt af sér stórfellt gáleysi sem orsakaði slysið. Innlent 14.2.2024 14:50
Eftirlitsmönnum MAST hótað af starfsmönnum matvælafyrirtækis Matvælastofnun (MAST) hefur kært hótun gagnvart eftirlitsmönnum stofnunarinnar til lögreglu. Innlent 14.2.2024 14:34
Hettusótt í útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu Í byrjun febrúar greindist hettusótt á höfuðborgarsvæðinu og hefur nú einstaklingur með tengingu við fyrsta tilfellið einnig greinst með hettusótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landlæknisembættinu. Innlent 14.2.2024 14:27
Vill verða formaður FEB Sigurður Ágúst Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri DAS, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns í Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB). Aðalfundur félagsins sem fram fer hinn 21. febrúar. Innlent 14.2.2024 14:05