„Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Jón Þór Stefánsson skrifar 21. febrúar 2025 16:26 Vogaskóli í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Skólastjórnendur Vogaskóla í Reykjavík hafa sent foreldrum nemenda tölvupóst vegna umfjöllunar Kveiks um ofbeldi innan skólans. Þar segir að skólastjórnendur hafi farið í alla bekki unglingadeildar og rætt um efni þáttarins. Í umræddum þætti Kveiks var greint frá því að þrír starfsmenn skólans, ungar konur, hefðu hætt í starfi eftir áreitni aðstoðarskólastjóra skólans, sem er kona um sextugt. Umfjöllun Kveiks má finna hér. Tölvupósturinn, sem fréttastofa hefur undir höndum, er skrifaður af skólastjóra Vogaskóla og starfandi aðstoðarskólastjóra. Þau segja skólann taka skýra afstöðu gegn ofbeldi af öllu tagi. „Vegna þess máls sem Kveikur fjallaði um síðastliðinn þriðjudag þá viljum við koma eftirfarandi á framfæri. Hér í Vogaskóla tökum við skýra afstöðu gegn einelti, áreitni og ofbeldi af öllu tagi og hjá Reykjavíkurborg er skýr stefna gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi (EKKO) í starfsumhverfinu og í gildi eru verklagsreglur um viðbrögð í slíkum málum,“ segir í póstinum. Þá segir að þessar verklagsreglur séu sífellt í vinnslu. „Eins og fram kom í umræddum þætti þá er sífellt verið að endurskoða þær verklagsreglur þannig að sem best verði tekið á málum sem þessu bæði hvað varðar stuðning við þolendur, vinnslu með mál gerenda og aðra sem málið snertir. Einnig eru verklagsreglur varðandi upplýsingagjöf og persónuvernd í sífelldri endurskoðun.“ Eftir að málið hafi komið upp hafi orðið vart við sorg og vanlíðan hjá öllum þeim sem málið snertir. Því hafi verið rætt við nemendur í unglingadeild um málið, sem og við starfsfólk skólans. „Þegar mál af þessum toga koma upp verður óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan hjá öllum sem málið snertir og skólasamfélaginu í heild sinni. Undanfarna daga höfum við einbeitt okkur að því að hlúa að og ræða við nemendur okkar (8. - 10. bekk) og starfsfólk skólans. Skólastjórnendur fóru í alla bekki unglingadeildar og ræddu þetta við nemendur og opnuðu á samtal um þáttinn og efni hans. Við hvöttum þá til að koma til okkar og ræða málin sem mjög margir þeirra hafa gert síðustu daga. Að sama skapi höfum við átt samtöl við starfsfólk og reynt að styðja við það eftir bestu getu,“ segir í tilkynningunni. „Við biðlum til ykkar, kæru foreldrar/forráðamenn, að við sem skólasamfélag hjálpumst að þegar svona mál koma upp. Við leggjum okkur fram um að gera okkar besta til að skólastarf í Vogaskóla, skólanum okkar, geti haldið áfram með líðan, hagsmuni og nám nemenda okkar að leiðarljósi.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Ofbeldi barna Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir 90 prósent landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Sjá meira
Í umræddum þætti Kveiks var greint frá því að þrír starfsmenn skólans, ungar konur, hefðu hætt í starfi eftir áreitni aðstoðarskólastjóra skólans, sem er kona um sextugt. Umfjöllun Kveiks má finna hér. Tölvupósturinn, sem fréttastofa hefur undir höndum, er skrifaður af skólastjóra Vogaskóla og starfandi aðstoðarskólastjóra. Þau segja skólann taka skýra afstöðu gegn ofbeldi af öllu tagi. „Vegna þess máls sem Kveikur fjallaði um síðastliðinn þriðjudag þá viljum við koma eftirfarandi á framfæri. Hér í Vogaskóla tökum við skýra afstöðu gegn einelti, áreitni og ofbeldi af öllu tagi og hjá Reykjavíkurborg er skýr stefna gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi (EKKO) í starfsumhverfinu og í gildi eru verklagsreglur um viðbrögð í slíkum málum,“ segir í póstinum. Þá segir að þessar verklagsreglur séu sífellt í vinnslu. „Eins og fram kom í umræddum þætti þá er sífellt verið að endurskoða þær verklagsreglur þannig að sem best verði tekið á málum sem þessu bæði hvað varðar stuðning við þolendur, vinnslu með mál gerenda og aðra sem málið snertir. Einnig eru verklagsreglur varðandi upplýsingagjöf og persónuvernd í sífelldri endurskoðun.“ Eftir að málið hafi komið upp hafi orðið vart við sorg og vanlíðan hjá öllum þeim sem málið snertir. Því hafi verið rætt við nemendur í unglingadeild um málið, sem og við starfsfólk skólans. „Þegar mál af þessum toga koma upp verður óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan hjá öllum sem málið snertir og skólasamfélaginu í heild sinni. Undanfarna daga höfum við einbeitt okkur að því að hlúa að og ræða við nemendur okkar (8. - 10. bekk) og starfsfólk skólans. Skólastjórnendur fóru í alla bekki unglingadeildar og ræddu þetta við nemendur og opnuðu á samtal um þáttinn og efni hans. Við hvöttum þá til að koma til okkar og ræða málin sem mjög margir þeirra hafa gert síðustu daga. Að sama skapi höfum við átt samtöl við starfsfólk og reynt að styðja við það eftir bestu getu,“ segir í tilkynningunni. „Við biðlum til ykkar, kæru foreldrar/forráðamenn, að við sem skólasamfélag hjálpumst að þegar svona mál koma upp. Við leggjum okkur fram um að gera okkar besta til að skólastarf í Vogaskóla, skólanum okkar, geti haldið áfram með líðan, hagsmuni og nám nemenda okkar að leiðarljósi.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Ofbeldi barna Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir 90 prósent landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Sjá meira