Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. febrúar 2025 15:56 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Vilhelm Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir það vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta áformum um breytingar á tollflokkun pítsaosts íblönduðum jurtaolíu. Hann segir fyrri ríkisstjórn hafa keyrt málið í gegn án samráðs við nokkurn mann nema Mjólkursamsöluna og Bændasamtökin. Árið 2020 breytti Skatturinn tollflokkun á pítsaosti íblönduðum jurtaolíu þannig að hann bæri þrjátíu prósenta toll. Félag atvinnurekenda sagði í tilkynningu að ákvörðunin hefði verið tekin undir þrýstingi frá fjármálaráðuneytinu, Bændasamtökum Íslands og Mjólkursamsölunni. Í síðustu viku var Ísland svo sett á lista Evrópusambandsins yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í ESB-ríkjum eru beitt í ríkjum utan sambandsins. Í kjölfarið birti fjármálaráðherra í samráðsgátt áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni aftur til fyrra horfs. Hagsmunasamtök landbúnaðar- og matvælaframleiðanda á Íslandi mótmæltu áformunum harðlega og sögðu að ef af þeim yrði myndi það hafa neikvæð áhrif á innlenda matvælaframleiðslu og samkeppnisstöðu íslenskra bænda. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, greindi svo frá því að tekin hefði verið ákvörðun um að afturkalla áformin og hefja frekari skoðun málsins, og eiga samráð við hagaðila með það að markmiði að geta sameinað alþjóðlegar skuldbindingar, hagsmuni bænda og hagsmuni neytenda. Alþjóðlegar skuldbindingar verði virtar „Það eru nú ákveðin vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta þessu máli. Atvinnuvegaráðherrann boðar hins vegar „frekari skoðun og samráð við hagaðila“, sem er út af fyrir sig nýjung vegna þess að fyrri ríkisstjórn keyrði breytingar á tollflokkun vörunnar, sem um ræðir, í gegn með afskaplega lítilli og lélegri skoðun og án samráðs við nokkurn mann nema Mjólkursamsöluna og Bændasamtökin,“ segir Ólafur Stephensen í færslu á Facebook. Verði skoðun stjórnvalda raunverulega hlutlæg og fagleg hafi hann engar áhyggjur af niðurstöðunni. Hún hljóti að vera sú að alþjóðlegar skuldbindingar Íslands verði virtar, og milliríkjaviðskipti ekki sett í uppnám með því að fikta í tollskránni. Ólafur segir einnig í aðsendri grein á Vísi að það væri rangfærsla, að verið væri að svipta innlenda mjólkurframleiðslu einhverri vernd, sem hún hefði haft lengi. Það væri einungis verið að hverfa aftur til þess ástands sem ríkti hér á landi um langt árabil eftir að Evrópusambandið og Ísland sömdu sín á milli um tollfríðindi fyrir ýmsar unnar búvörur, þar á meðal blöndur af mjólkur- og jurtafeiti, og fram til miðs árs 2020. „Hann jókst hins vegar talsvert á árunum 2019-2020, fyrst og fremst vegna þess að á markaðinn komu ostablöndur sem eru samkeppnishæfar í gæðum við hreina mjólkurosta og á hagstæðu verði.“ Neytendur Landbúnaður Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands líst ekkert á áform fjármálaráðherra um að fella niður toll á pitsaost blandaðan jurtaolíu. Með því sé verið að vernda heildsala og stórkaupmenn á kostnað mjólkurbænda. 17. febrúar 2025 15:02 „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Þingflokksformaður Framsóknar segir áform fjármálaráðherra um að breyta tollflokkun pitsaosts íblönduðum jurtaolíu geta haft víðtæk og alvarleg áhrif á íslenska bændur og matvælaframleiðslu. „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta.“ 18. febrúar 2025 16:50 Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Evrópusambandið hefur í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum eru beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. 14. febrúar 2025 13:26 Mest lesið Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Árið 2020 breytti Skatturinn tollflokkun á pítsaosti íblönduðum jurtaolíu þannig að hann bæri þrjátíu prósenta toll. Félag atvinnurekenda sagði í tilkynningu að ákvörðunin hefði verið tekin undir þrýstingi frá fjármálaráðuneytinu, Bændasamtökum Íslands og Mjólkursamsölunni. Í síðustu viku var Ísland svo sett á lista Evrópusambandsins yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í ESB-ríkjum eru beitt í ríkjum utan sambandsins. Í kjölfarið birti fjármálaráðherra í samráðsgátt áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni aftur til fyrra horfs. Hagsmunasamtök landbúnaðar- og matvælaframleiðanda á Íslandi mótmæltu áformunum harðlega og sögðu að ef af þeim yrði myndi það hafa neikvæð áhrif á innlenda matvælaframleiðslu og samkeppnisstöðu íslenskra bænda. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, greindi svo frá því að tekin hefði verið ákvörðun um að afturkalla áformin og hefja frekari skoðun málsins, og eiga samráð við hagaðila með það að markmiði að geta sameinað alþjóðlegar skuldbindingar, hagsmuni bænda og hagsmuni neytenda. Alþjóðlegar skuldbindingar verði virtar „Það eru nú ákveðin vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta þessu máli. Atvinnuvegaráðherrann boðar hins vegar „frekari skoðun og samráð við hagaðila“, sem er út af fyrir sig nýjung vegna þess að fyrri ríkisstjórn keyrði breytingar á tollflokkun vörunnar, sem um ræðir, í gegn með afskaplega lítilli og lélegri skoðun og án samráðs við nokkurn mann nema Mjólkursamsöluna og Bændasamtökin,“ segir Ólafur Stephensen í færslu á Facebook. Verði skoðun stjórnvalda raunverulega hlutlæg og fagleg hafi hann engar áhyggjur af niðurstöðunni. Hún hljóti að vera sú að alþjóðlegar skuldbindingar Íslands verði virtar, og milliríkjaviðskipti ekki sett í uppnám með því að fikta í tollskránni. Ólafur segir einnig í aðsendri grein á Vísi að það væri rangfærsla, að verið væri að svipta innlenda mjólkurframleiðslu einhverri vernd, sem hún hefði haft lengi. Það væri einungis verið að hverfa aftur til þess ástands sem ríkti hér á landi um langt árabil eftir að Evrópusambandið og Ísland sömdu sín á milli um tollfríðindi fyrir ýmsar unnar búvörur, þar á meðal blöndur af mjólkur- og jurtafeiti, og fram til miðs árs 2020. „Hann jókst hins vegar talsvert á árunum 2019-2020, fyrst og fremst vegna þess að á markaðinn komu ostablöndur sem eru samkeppnishæfar í gæðum við hreina mjólkurosta og á hagstæðu verði.“
Neytendur Landbúnaður Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands líst ekkert á áform fjármálaráðherra um að fella niður toll á pitsaost blandaðan jurtaolíu. Með því sé verið að vernda heildsala og stórkaupmenn á kostnað mjólkurbænda. 17. febrúar 2025 15:02 „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Þingflokksformaður Framsóknar segir áform fjármálaráðherra um að breyta tollflokkun pitsaosts íblönduðum jurtaolíu geta haft víðtæk og alvarleg áhrif á íslenska bændur og matvælaframleiðslu. „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta.“ 18. febrúar 2025 16:50 Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Evrópusambandið hefur í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum eru beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. 14. febrúar 2025 13:26 Mest lesið Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
„Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands líst ekkert á áform fjármálaráðherra um að fella niður toll á pitsaost blandaðan jurtaolíu. Með því sé verið að vernda heildsala og stórkaupmenn á kostnað mjólkurbænda. 17. febrúar 2025 15:02
„Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Þingflokksformaður Framsóknar segir áform fjármálaráðherra um að breyta tollflokkun pitsaosts íblönduðum jurtaolíu geta haft víðtæk og alvarleg áhrif á íslenska bændur og matvælaframleiðslu. „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta.“ 18. febrúar 2025 16:50
Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Evrópusambandið hefur í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum eru beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. 14. febrúar 2025 13:26