Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. febrúar 2025 20:03 Magnús Þór Jónasson, formaður KÍ, segir greinilegt að pólitík hafi verið í spilunum þegar sveitarfélögin höfnuðu innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambandsins segir höfnun samninganefndar sveitarfélaganna á innanhússtillögu ríkissáttasemja ekki hafa með pening að gera heldur pólitík. Sellur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan sambandsins hafi komið í veg fyrir að samningar næðust. Ríkissáttasemjari kynnti innanhússtillögu sína í gær í von um að leysa kjaradeiluna og samþykktu kennarar hana strax. Svar frá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga barst ekki fyrr en í hádeginu en hún hafnaði tillögunni. Kennarar í grunnskólum víðs vegar um landið lögðu í kjölfarið niður störf. Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist hafa stutt tillöguna. Magnús Þór Jónasson, formaður Kennarasambands Íslands, ræddi við Sindra Sindrason fréttaþul um stöðuna í viðræðunum og viðbrögð sveitarfélaganna. Hver er staðan núna? „Eins og kemur hérna fram urðu heilmiklar vendingar í hádeginu. Þetta kom okkur á óvart og þessi gangur allur hefur verið með hálfgerðum ólíkindum. Nú bíðum við bara frétta frá ríkissáttasemja,“ segir Magnús. Hann hafi hitt ríkissáttasemjara fljótlega upp úr hádegi og farið yfir atburðarásin í gærkvöldi og í hádeginu. „Svo eftir því sem hefur liðið á daginn þá hafa hlutirnir komið betur í ljós. Það er greinilega pólitík í spilinu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Nýr borgarstjóri lyfti hulunni af því að yfirlýsingar sem voru birtar um samhljóma álit stjórnar sambandsins eru kannski ekki alveg réttar,“ segir hann. Mælirin hafi fyllst hjá kennurum Finnst þér líklegt að kennarar séu að fara að mæta í vinnuna á mánudag? „Dagurinn í dag var eitthvað sem kom okkur hjá Kennarasambandinu algjörlega í opna skjöldu,“ segir Magnús. Hann segir algjörlega skýrt að kennarar muni ekki gera samning án forsenduákvæðis. Sambandið hafi þegar samþykkt slíkt ákvæði í janúar en nú berist þveröfug svör. „Þegar þetta birtist í hádeginu í dag fylgdist mælirinn greinilega hjá kennurum. Staðan er grafalvarleg, ég hef sagt það í marga mánuði,“ segir hann. Sellur í stjórninni leiddar af Sjálfstæðisflokki og Framsókn Sveitarfélögin fullyrða að lögð hafi verið til meira en 22 prósenta hækkun meðan aðrir fengu fimmtán prósent. Einhverjir myndu segja að það væri ósanngjarnt. „Við höfum farið yfir það að það hafa verið ágætisviðræður um framtíðarmarkmið um sameiginlega vegferð ríkis, sveitarfélaga og kennarasambandsins til þess að ná sérfræðingum í fræðslugeiranum á réttan stað,“ segir Magnús. Ríkisstjórnin hafi verið afdráttarlaus í því að vilja koma til móts við þennan launamun og ný borgarstjórn sé það líka. Málið strandi á öðrum sveitar- og bæjarstjórum. „Við erum komin á þann stað að það eru einhverjar sellur í stjórn sambandsins leiddar af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum farnar að líkamna það að við séum komin í pólitík. Þetta snýst ekkert í okkar huga lengur um peninga heldur pólitík,“ segir hann. „Íslenskir kennarar eru settir núna í þá stöðu að þurfa að standa á milli í slag sveitarfélaga og ríkis þar sem einn meirihluti ræður sveitarfélögunum og annar ræður ríkinu. Nú treystum við á það að menn girði sig í brók og klári þetta mál,“ sagði Magnús að lokum. Kennaraverkfall 2024-25 Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Skilur vel reiðina sem blossi upp Formaður Félags grunnskólakennara segist hafa fullan skilning á því að kennarar treysti sér ekki til kennslu eftir hádegið í dag eftir útspil Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún hafi þó ekki vitað af skipulagðri útgöngu kennara víða um landið. 21. febrúar 2025 14:25 Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Kennarar í fjölmörgum grunnskólum landsins lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi. Formaður félags grunnskólakennara segir ekki um skipulagða aðgerð á vegum félagsins að ræða. 21. febrúar 2025 12:34 Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði klukkan 11:59 innanhússtillögu ríkissáttasemjara í deilu kennara við hið opinbera. Kennarar samþykktu tillöguna síðdegis í gær en sveitarfélögin telja sig ekki geta fallist á tvennt í tillögu sáttasemjara. 21. febrúar 2025 11:29 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Sjá meira
Ríkissáttasemjari kynnti innanhússtillögu sína í gær í von um að leysa kjaradeiluna og samþykktu kennarar hana strax. Svar frá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga barst ekki fyrr en í hádeginu en hún hafnaði tillögunni. Kennarar í grunnskólum víðs vegar um landið lögðu í kjölfarið niður störf. Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist hafa stutt tillöguna. Magnús Þór Jónasson, formaður Kennarasambands Íslands, ræddi við Sindra Sindrason fréttaþul um stöðuna í viðræðunum og viðbrögð sveitarfélaganna. Hver er staðan núna? „Eins og kemur hérna fram urðu heilmiklar vendingar í hádeginu. Þetta kom okkur á óvart og þessi gangur allur hefur verið með hálfgerðum ólíkindum. Nú bíðum við bara frétta frá ríkissáttasemja,“ segir Magnús. Hann hafi hitt ríkissáttasemjara fljótlega upp úr hádegi og farið yfir atburðarásin í gærkvöldi og í hádeginu. „Svo eftir því sem hefur liðið á daginn þá hafa hlutirnir komið betur í ljós. Það er greinilega pólitík í spilinu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Nýr borgarstjóri lyfti hulunni af því að yfirlýsingar sem voru birtar um samhljóma álit stjórnar sambandsins eru kannski ekki alveg réttar,“ segir hann. Mælirin hafi fyllst hjá kennurum Finnst þér líklegt að kennarar séu að fara að mæta í vinnuna á mánudag? „Dagurinn í dag var eitthvað sem kom okkur hjá Kennarasambandinu algjörlega í opna skjöldu,“ segir Magnús. Hann segir algjörlega skýrt að kennarar muni ekki gera samning án forsenduákvæðis. Sambandið hafi þegar samþykkt slíkt ákvæði í janúar en nú berist þveröfug svör. „Þegar þetta birtist í hádeginu í dag fylgdist mælirinn greinilega hjá kennurum. Staðan er grafalvarleg, ég hef sagt það í marga mánuði,“ segir hann. Sellur í stjórninni leiddar af Sjálfstæðisflokki og Framsókn Sveitarfélögin fullyrða að lögð hafi verið til meira en 22 prósenta hækkun meðan aðrir fengu fimmtán prósent. Einhverjir myndu segja að það væri ósanngjarnt. „Við höfum farið yfir það að það hafa verið ágætisviðræður um framtíðarmarkmið um sameiginlega vegferð ríkis, sveitarfélaga og kennarasambandsins til þess að ná sérfræðingum í fræðslugeiranum á réttan stað,“ segir Magnús. Ríkisstjórnin hafi verið afdráttarlaus í því að vilja koma til móts við þennan launamun og ný borgarstjórn sé það líka. Málið strandi á öðrum sveitar- og bæjarstjórum. „Við erum komin á þann stað að það eru einhverjar sellur í stjórn sambandsins leiddar af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum farnar að líkamna það að við séum komin í pólitík. Þetta snýst ekkert í okkar huga lengur um peninga heldur pólitík,“ segir hann. „Íslenskir kennarar eru settir núna í þá stöðu að þurfa að standa á milli í slag sveitarfélaga og ríkis þar sem einn meirihluti ræður sveitarfélögunum og annar ræður ríkinu. Nú treystum við á það að menn girði sig í brók og klári þetta mál,“ sagði Magnús að lokum.
Kennaraverkfall 2024-25 Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Skilur vel reiðina sem blossi upp Formaður Félags grunnskólakennara segist hafa fullan skilning á því að kennarar treysti sér ekki til kennslu eftir hádegið í dag eftir útspil Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún hafi þó ekki vitað af skipulagðri útgöngu kennara víða um landið. 21. febrúar 2025 14:25 Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Kennarar í fjölmörgum grunnskólum landsins lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi. Formaður félags grunnskólakennara segir ekki um skipulagða aðgerð á vegum félagsins að ræða. 21. febrúar 2025 12:34 Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði klukkan 11:59 innanhússtillögu ríkissáttasemjara í deilu kennara við hið opinbera. Kennarar samþykktu tillöguna síðdegis í gær en sveitarfélögin telja sig ekki geta fallist á tvennt í tillögu sáttasemjara. 21. febrúar 2025 11:29 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Sjá meira
Skilur vel reiðina sem blossi upp Formaður Félags grunnskólakennara segist hafa fullan skilning á því að kennarar treysti sér ekki til kennslu eftir hádegið í dag eftir útspil Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún hafi þó ekki vitað af skipulagðri útgöngu kennara víða um landið. 21. febrúar 2025 14:25
Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Kennarar í fjölmörgum grunnskólum landsins lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi. Formaður félags grunnskólakennara segir ekki um skipulagða aðgerð á vegum félagsins að ræða. 21. febrúar 2025 12:34
Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði klukkan 11:59 innanhússtillögu ríkissáttasemjara í deilu kennara við hið opinbera. Kennarar samþykktu tillöguna síðdegis í gær en sveitarfélögin telja sig ekki geta fallist á tvennt í tillögu sáttasemjara. 21. febrúar 2025 11:29