Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Jón Þór Stefánsson skrifar 21. febrúar 2025 15:36 Ástráður Haraldsson er ríkissáttasemjari Vísir/Vilhelm Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segist hafa kynnt ríkissáttasemjara að þeim litist ekki á innanhússtillögu hans á fundi sem fram fór í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu, en þar segir að í fyrri tillögu sáttasemjara, sem var samþykkt af stjórn sambandsins, hafi falist 22 prósenta hækkun á samningatímanum, á meðan hækkun á öðrum samningum væri upp á 14 til 15 prósenta hækkun. Hins vegar hafi meiri hækkun falist í þessari nýju tillögu. „Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fjallaði um innanhússtillögu ríkissáttasemjara, sem lögð var fram 20. febrúar sl., á þremur stjórnarfundum. M.a. kom ríkissáttasemjari inn á fund stjórnar til að kynna mögulega tillögu og fá afstöðu stjórnar til þess hvort að hann ætti að leggja hana fram. Á þeim fundi kom skýrt fram að stjórn hugnaðist ekki sú leið sem sáttasemjari lagði til,“ segir í tilkynningunni. „Stjórn Sambandsins vill því koma því skýrt á framfæri að framsetning innanhússtillögu ríkissáttasemjara var ekki með samþykki stjórnar eða samninganefndar.“ Greint var frá því um hádegisleytið í dag að sambandið hafi ekki fallist á tillögu sáttasemjara. Í kjölfarið hafa kennarar víða um land lagt niður störf. Í tilkynningunni segir að stjórn sambandsins telji sér ekki fært að fallast á umrædda tillögu í núverandi mynd þar sem hún fæli í sér „hærri innáborgun á virðismat en sú miðlunartillaga sem stjórn var búin að samþykkja“. Þá væri gert ráð fyrir því að hægt væri að segja samningnum upp á samningtíma. „Stjórn Sambandsins hefur ávallt haldið þeirri afstöðu að viðræðurnar þurfi að byggja á sanngjörnum launakjörum fyrir kennara en telur að tillögur sáttasemjara eins og þær eru settar fram feli í sér óásættanlega áhættu.“ Þó sé margt í tillögunni sem hugnis sveitarfélögunum vel. „Sambandið er fullvisst um að sú virðismatsvegferð sem lögð er til muni leiða til sanngjarnrar, gagnsærrar og málefnalegrar launasetningar kennara. Sambandið getur þó ekki fallist á það að kennarasambandið hafi heimild til að segja samningnum upp fyrir lok samningstíma, án þessa að ljúka virðismatsvegferðinni,“ segir í tilkynningunni. „Hætta er á að það myndi setji alla aðra kjarasamninga á vinnumarkaði í uppnám enda hafa stöðugleikasamningar verið leiðarljós allra undirritaðra samninga opinberra launagreiðanda.“ Í tilkynningunni segist sambandið ítreka samningsvilja sinn. „Sú tillaga sáttasemjara sem var samþykkt af stjórn fól í sér að lágmarki 22% hækkun á samningstímanum á meðan aðrir samningar á markaði og við aðrar stéttir felur í sér 14-15% hækkun. Ný tillaga hljóðar uppá meiri hækkun.“ Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu, en þar segir að í fyrri tillögu sáttasemjara, sem var samþykkt af stjórn sambandsins, hafi falist 22 prósenta hækkun á samningatímanum, á meðan hækkun á öðrum samningum væri upp á 14 til 15 prósenta hækkun. Hins vegar hafi meiri hækkun falist í þessari nýju tillögu. „Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fjallaði um innanhússtillögu ríkissáttasemjara, sem lögð var fram 20. febrúar sl., á þremur stjórnarfundum. M.a. kom ríkissáttasemjari inn á fund stjórnar til að kynna mögulega tillögu og fá afstöðu stjórnar til þess hvort að hann ætti að leggja hana fram. Á þeim fundi kom skýrt fram að stjórn hugnaðist ekki sú leið sem sáttasemjari lagði til,“ segir í tilkynningunni. „Stjórn Sambandsins vill því koma því skýrt á framfæri að framsetning innanhússtillögu ríkissáttasemjara var ekki með samþykki stjórnar eða samninganefndar.“ Greint var frá því um hádegisleytið í dag að sambandið hafi ekki fallist á tillögu sáttasemjara. Í kjölfarið hafa kennarar víða um land lagt niður störf. Í tilkynningunni segir að stjórn sambandsins telji sér ekki fært að fallast á umrædda tillögu í núverandi mynd þar sem hún fæli í sér „hærri innáborgun á virðismat en sú miðlunartillaga sem stjórn var búin að samþykkja“. Þá væri gert ráð fyrir því að hægt væri að segja samningnum upp á samningtíma. „Stjórn Sambandsins hefur ávallt haldið þeirri afstöðu að viðræðurnar þurfi að byggja á sanngjörnum launakjörum fyrir kennara en telur að tillögur sáttasemjara eins og þær eru settar fram feli í sér óásættanlega áhættu.“ Þó sé margt í tillögunni sem hugnis sveitarfélögunum vel. „Sambandið er fullvisst um að sú virðismatsvegferð sem lögð er til muni leiða til sanngjarnrar, gagnsærrar og málefnalegrar launasetningar kennara. Sambandið getur þó ekki fallist á það að kennarasambandið hafi heimild til að segja samningnum upp fyrir lok samningstíma, án þessa að ljúka virðismatsvegferðinni,“ segir í tilkynningunni. „Hætta er á að það myndi setji alla aðra kjarasamninga á vinnumarkaði í uppnám enda hafa stöðugleikasamningar verið leiðarljós allra undirritaðra samninga opinberra launagreiðanda.“ Í tilkynningunni segist sambandið ítreka samningsvilja sinn. „Sú tillaga sáttasemjara sem var samþykkt af stjórn fól í sér að lágmarki 22% hækkun á samningstímanum á meðan aðrir samningar á markaði og við aðrar stéttir felur í sér 14-15% hækkun. Ný tillaga hljóðar uppá meiri hækkun.“
Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira