Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Jón Þór Stefánsson skrifar 21. febrúar 2025 15:36 Ástráður Haraldsson er ríkissáttasemjari Vísir/Vilhelm Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segist hafa kynnt ríkissáttasemjara að þeim litist ekki á innanhússtillögu hans á fundi sem fram fór í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu, en þar segir að í fyrri tillögu sáttasemjara, sem var samþykkt af stjórn sambandsins, hafi falist 22 prósenta hækkun á samningatímanum, á meðan hækkun á öðrum samningum væri upp á 14 til 15 prósenta hækkun. Hins vegar hafi meiri hækkun falist í þessari nýju tillögu. „Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fjallaði um innanhússtillögu ríkissáttasemjara, sem lögð var fram 20. febrúar sl., á þremur stjórnarfundum. M.a. kom ríkissáttasemjari inn á fund stjórnar til að kynna mögulega tillögu og fá afstöðu stjórnar til þess hvort að hann ætti að leggja hana fram. Á þeim fundi kom skýrt fram að stjórn hugnaðist ekki sú leið sem sáttasemjari lagði til,“ segir í tilkynningunni. „Stjórn Sambandsins vill því koma því skýrt á framfæri að framsetning innanhússtillögu ríkissáttasemjara var ekki með samþykki stjórnar eða samninganefndar.“ Greint var frá því um hádegisleytið í dag að sambandið hafi ekki fallist á tillögu sáttasemjara. Í kjölfarið hafa kennarar víða um land lagt niður störf. Í tilkynningunni segir að stjórn sambandsins telji sér ekki fært að fallast á umrædda tillögu í núverandi mynd þar sem hún fæli í sér „hærri innáborgun á virðismat en sú miðlunartillaga sem stjórn var búin að samþykkja“. Þá væri gert ráð fyrir því að hægt væri að segja samningnum upp á samningtíma. „Stjórn Sambandsins hefur ávallt haldið þeirri afstöðu að viðræðurnar þurfi að byggja á sanngjörnum launakjörum fyrir kennara en telur að tillögur sáttasemjara eins og þær eru settar fram feli í sér óásættanlega áhættu.“ Þó sé margt í tillögunni sem hugnis sveitarfélögunum vel. „Sambandið er fullvisst um að sú virðismatsvegferð sem lögð er til muni leiða til sanngjarnrar, gagnsærrar og málefnalegrar launasetningar kennara. Sambandið getur þó ekki fallist á það að kennarasambandið hafi heimild til að segja samningnum upp fyrir lok samningstíma, án þessa að ljúka virðismatsvegferðinni,“ segir í tilkynningunni. „Hætta er á að það myndi setji alla aðra kjarasamninga á vinnumarkaði í uppnám enda hafa stöðugleikasamningar verið leiðarljós allra undirritaðra samninga opinberra launagreiðanda.“ Í tilkynningunni segist sambandið ítreka samningsvilja sinn. „Sú tillaga sáttasemjara sem var samþykkt af stjórn fól í sér að lágmarki 22% hækkun á samningstímanum á meðan aðrir samningar á markaði og við aðrar stéttir felur í sér 14-15% hækkun. Ný tillaga hljóðar uppá meiri hækkun.“ Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu, en þar segir að í fyrri tillögu sáttasemjara, sem var samþykkt af stjórn sambandsins, hafi falist 22 prósenta hækkun á samningatímanum, á meðan hækkun á öðrum samningum væri upp á 14 til 15 prósenta hækkun. Hins vegar hafi meiri hækkun falist í þessari nýju tillögu. „Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fjallaði um innanhússtillögu ríkissáttasemjara, sem lögð var fram 20. febrúar sl., á þremur stjórnarfundum. M.a. kom ríkissáttasemjari inn á fund stjórnar til að kynna mögulega tillögu og fá afstöðu stjórnar til þess hvort að hann ætti að leggja hana fram. Á þeim fundi kom skýrt fram að stjórn hugnaðist ekki sú leið sem sáttasemjari lagði til,“ segir í tilkynningunni. „Stjórn Sambandsins vill því koma því skýrt á framfæri að framsetning innanhússtillögu ríkissáttasemjara var ekki með samþykki stjórnar eða samninganefndar.“ Greint var frá því um hádegisleytið í dag að sambandið hafi ekki fallist á tillögu sáttasemjara. Í kjölfarið hafa kennarar víða um land lagt niður störf. Í tilkynningunni segir að stjórn sambandsins telji sér ekki fært að fallast á umrædda tillögu í núverandi mynd þar sem hún fæli í sér „hærri innáborgun á virðismat en sú miðlunartillaga sem stjórn var búin að samþykkja“. Þá væri gert ráð fyrir því að hægt væri að segja samningnum upp á samningtíma. „Stjórn Sambandsins hefur ávallt haldið þeirri afstöðu að viðræðurnar þurfi að byggja á sanngjörnum launakjörum fyrir kennara en telur að tillögur sáttasemjara eins og þær eru settar fram feli í sér óásættanlega áhættu.“ Þó sé margt í tillögunni sem hugnis sveitarfélögunum vel. „Sambandið er fullvisst um að sú virðismatsvegferð sem lögð er til muni leiða til sanngjarnrar, gagnsærrar og málefnalegrar launasetningar kennara. Sambandið getur þó ekki fallist á það að kennarasambandið hafi heimild til að segja samningnum upp fyrir lok samningstíma, án þessa að ljúka virðismatsvegferðinni,“ segir í tilkynningunni. „Hætta er á að það myndi setji alla aðra kjarasamninga á vinnumarkaði í uppnám enda hafa stöðugleikasamningar verið leiðarljós allra undirritaðra samninga opinberra launagreiðanda.“ Í tilkynningunni segist sambandið ítreka samningsvilja sinn. „Sú tillaga sáttasemjara sem var samþykkt af stjórn fól í sér að lágmarki 22% hækkun á samningstímanum á meðan aðrir samningar á markaði og við aðrar stéttir felur í sér 14-15% hækkun. Ný tillaga hljóðar uppá meiri hækkun.“
Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels