Innlent

Skora á full­trúa sveitar­fé­laganna að greina frá sinni af­stöðu

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Fulltrúar Kennarasambands Íslands í ráðhúsinu í gær.
Fulltrúar Kennarasambands Íslands í ráðhúsinu í gær. Vísir/Vilhelm

Stjórn Kennarasambandsins hefur skorað á fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að greina frá sinni afstöðu til innanhústillögu ríkissáttasemjara. Sveitarfélögin höfnuðu innanhústillögu ríkissáttasemjara í gær, en Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og formaður SÍF, hefur sagst hafa stutt tillöguna.

Í tilkynningu Kennarasambandsins segir að það skipti miklu máli fyrir alla þá sem deilan snertir að afstaða fulltrúa sveitarfélaganna sé algerlega ljós. Í ljósi ummæla Heiðu Bjargar um að hún hefði stutt tillöguna væri brýnt að aðrir fulltrúar greindu líka frá afstöðu sinni.

„Í ljósi þeirrar grafalvarlegu stöðu sem er uppi í kjaradeilunni skiptir það miklu máli, fyrir alla þá sem deilan snertir, að afstaða fulltrúa þeirra sveitarfélaga sem eiga sæti í stjórn Sambandsins sé algerlega ljós.“

Kennarasambandið lýsir jafnframt yfir vanþóknun sinni á yfirlýsingu sveitarfélaganna, sem sögðust hafa kynnt ríkissáttasemjara að þeim litist ekki á innanhústillöguna á fundi sem fór fram í fyrradag. Kennarasambandið segir að þetta séu ósannindi.

Sjá: Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×