Innlent

Alma leigufélag segir málið á mis­skilningi byggt

Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir félagið gera allt sitt til að koma til móts við Grindvíkinga. Mál íbúa sem fékk þau svör að hún gæti ekki losnað undan leigusamningi með litlum fyrirvara hafi verið á misskilningi byggt.

Innlent

Svona var í­búa­fundur Grind­víkinga í kvöld

Íbúafundur íbúa Grindavíkurbæjar í Laugardalshöll fór fram í dag. Margar spurningar brunnu á Grindvíkingum, og sneru margar að skorti á langtímaáætlunum þeim til stuðnings, nú þegar ljóst virðist orðið að hættan á eldsumbrotum inni í bænum er ekki á förum.

Innlent

Nýr borgar­stjóri setur hús­næðis­málin á oddinn

Einar Þorsteinsson nýkjörinn borgarstjóri segir ákall Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar um breytingar á pólitískri forystu borgarinnar hafa raungerst með kjöri hans í dag. Hann muni leggja sérstaka áherslu á uppbyggingu í húsnæðismálum.

Innlent

Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið

Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Grindvíkingar komu saman á íbúafundi í Laugardalshöll síðdegis í dag þar sem vísindamenn, almannavarnir og ráðherrar fóru yfir stöðu mála. Við verðum í beinni frá fundinum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og förum yfir málin sem brenna á fólki.

Innlent

Kvikusöfnun heldur á­fram

Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi með svipuðum hraða og fyrir tvö síðustu gos. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu íslands, en þar segir að um sé að ræða niðurstöðu samráðsfundar vísindamanna sem haldinn var í morgun.

Innlent

Einar orðinn borgar­stjóri

Einar Þorsteinsson var í dag kjörinn borgarstjóri af borgarstjórn. Að fundi borgarstjórnar loknum afhenti Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, Einari lyklavöldin að borgarstjóraskrifstofunni. 

Innlent

Könnun meðal Grind­víkinga vegna stöðu hús­næðis­mála

Bæjarstjórn Grindavíkur biðlar til þeirra Grindvíkinga sem búsettir voru í Grindavík 10. nóvember 2023 að svara rafrænni könnun. Tilgangurinn með könnuninni er að afla nákvæmra upplýsinga um aðstæður íbúa til lengri og skemmri tíma og undirbyggja þannig ákvarðanatöku um húsnæðismál Grindvíkinga.

Innlent

Brotnir verk­takar fari grjótharðir á­fram á hnefanum

Fjöldi íbúa Grindavíkur hefur skrifað undir pappíra sem heimila viðbragðsaðilum að fara inn í hús þeirr,a til þess að kanna ástand hitakerfa fasteigna, og afhent þeim lykla að heimilum sínum. Einn þeirra segir einsýnt að halda verði viðgerðum í bænum áfram. Verktakar hafi brotnað við slysið í bænum en fari áfram á hnefanum.

Innlent

Dæmdur fyrir að ógna lífi dóttur, stjúp­dóttur og barns­móður sinnar

Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundin til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir brot gegn dóttur, stjúpdóttur og barnsmóður sinni. Í ákæru segir að maðurinn hafi ógnað lífi, heilsu og velferð kvennanna, en mörg brota hans áttu sér stað á heimili fjölskyldunnar í Reykjanesbæ. 

Innlent

„Ég hef engan hag af því að á­vísa þessum lyfjum“

Sérfræðilæknir sem þegið hefur hæstu greiðslurnar hér á landi frá danska lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk sem framleiðir sykursýkis-og þyngdarstjórnunarlyf segist engan hag hafa af því að ávísa lyfjunum. Embætti landlæknis segist ekki geta lagt mat á hvort viðeigandi sé af heilbrigðisstarfsmönnum að þiggja slíkar greiðslur.

Innlent

Á leið inn í Grinda­vík að sækja kindur

Sigrún Eggertsdóttir, fjárbóndi er nú á leið inn í Grindavík í fylgd björgunarsveitarfólks til að sækja kindurnar sínar. Kindurnar hafa verið án matar frá því á laugardag og óljóst um ástandið á þeim. 

Innlent

Hækkaði launin sín og lét fyrir­tækið borga fyrir skilnaðinn

Alessandro Era, Ítali sem kom að stofnun gæludýrafóðursverksmiðju hér á landi, hefur verið dæmdur til að greiða félagi á fimmta tug milljóna. Hann hækkaði til að mynda eigin laun um hálfa milljón á mánuði án heimildar og lét félagið greiða lögmannskostnað vegna eigin hjónaskilnaðar.

Innlent

„Þetta lítur ekki nógu vel út“

Lögreglustjóri á Suðurnesjum segir ekki mikið um nýjar sprungur inni í Grindavík. Þær sprungur sem fyrir voru hafi hinsvegar stækkað. Forgangsatriði dagsins er að koma rafmagni og hita á austurhluta bæjarins.

Innlent

Lítill gangur í við­ræðum

Formaður félags stjórnar fagfélaga telur að ekki beri mikið í milli í kjaradeilu þess og Samtaka atvinnulífsins. Lítill gangur hafi þó verið í viðtæðum og því hafi ákvörðun verið tekin um að koma deilunni í formlegt ferli hjá ríkissáttasemjara.

Innlent

Þriggja bíla á­rekstur við Hvalfjarðarveg

Ásmundur Kristinn Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi segir enn unnið á vettvangi alvarlegs umferðarslyss við gatnamót Hvalfjarðarvegar og Hringvegar í morgun. Þar skullu saman þrjú ökutæki, tvö stærri ökutæki og einn fólksbíll.

Innlent