Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 24. mars 2025 21:45 Bergþór Ólason er þingflokssformaður Miðflokksins. Vísir/Einar Formaður Sjálfstæðisflokksins krafðist skýringar á aðkomu forsætisráðherra í máli fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra en sagðist ekki hafa fengið nein svör. Þingflokksformaður Miðflokksins segir skýrt að ráðherrann hafi verið beittur þrýstingi til að segja af sér. „Nei ég fékk því miður ekki svör,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, um fyrirspurn hennar til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra á þingi í dag. Guðrún spurði um aðra valkosti sem stóðu Ásthildi Lóu Þórsdóttur til boða sem áttu að hafa verið ræddir á fundir formanna stjórnarflokkanna á fimmtudag. Ásthildur Lóa Þórsdóttir bað forseta Íslands lausnar í gær sem ráðherra eftir að fjallað var um að hún hefði átt barn með sextán ára pilti þegar hún sjálf var rétt rúmlega tvítug. Að sögn Guðrúnar hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins eingöngu lagt áherslu á aðkomu forsætisráðuneytisins í málinu. Beiðni barst ráðuneytinu um einkafund með forsætisráðherra sex dögum áður en fjallað var um málið í fjölmiðlum. Fyrst var fjallað um trúnaðarbrest innan ráðuneytisins en Kristrún hefur þvertekið fyrir það. „Það gerði ég í dag, krafði forsætisráðherra svara um aðkomu ráðuneytisins að málinu, það var lítið um svör,“ sagði Guðrún. „Þegar við hugsum svo til þess að forsætisráðherra vissi af þessu í heila viku og gerði ekki neitt fyrr en sama daga og spyrst út að málið sé að fara í fjölmiðla. Þá er boðað til fundar og þá virðist ekkert hafa verið gert annað en að ýta ráðherranum í farveg afsagnar. Á þessari viku voru engin viðtöl, engin athugun, engin greining. Það var ekkert gret til þess að komast að málið fjallaði um í raun. Við viljum fá að vita það og ég tel að þjóðin eigi að fá að vita það hvernig að koma forsætisráðherra var að þessu máli.“ Ráðherra hent undir rútuna Bergþór Ólasson, þingflokksformaður Miðflokksins, var einnig með fyrirspurn á fundinum sem hann beindi til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar og utanríkisráðherra. Hann vildi vita hvernig samvinna formannanna þriggja hefði verið „Það stenst enga skynsemisskoðun að halda því fram að Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafi ekki verið beitt þrýstingi hvað afsögn varðar. Þarna er afsögnin komin til áður en að fyrsta frétt birtist þannig það ætti nú að duga til þess að gera lýðnum ljóst að það hafi verið lagst af fullum þunga á hana,“ segir Bergþór. Hann sagði skoðanaskiptin sem áttu sér stað í liðnum óundirbúnar fyrirspurnir hafa verði sérstakar. Forsætisráðherra hafi verið með tilbúna punkta sem hún hafi lesið upp jafnvel hvað spurt hafi verið um. „Þannig að það var nú fátt um svör í raun og það virðist vera býsna mikill flótti frá því til að mynda að ræða hvaða aðrir valkostir voru í stöðunni sem að Valkyrjurnar lögðu mikla áherslu á blaðamannafundinum á föstudegi og síðan auðvitað það að ákvörðun hafi einvörðungu verið Ásthildar Lóu þegar liggur fyrir að hún lýsti því yfir að henni þætti þetta ósanngjörn niðurstaða,“ segir Bergþór. Hann segir það skipta máli hversu mikið formennirnir hafi lagt áherslu á samstöðu innan stjórnarinnar. Furðulegt sé að þegar einn ráðherra finni sig í snúinni stöðu sé honum hent undir rútuna. Barnamálaráðherra segir af sér Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira
„Nei ég fékk því miður ekki svör,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, um fyrirspurn hennar til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra á þingi í dag. Guðrún spurði um aðra valkosti sem stóðu Ásthildi Lóu Þórsdóttur til boða sem áttu að hafa verið ræddir á fundir formanna stjórnarflokkanna á fimmtudag. Ásthildur Lóa Þórsdóttir bað forseta Íslands lausnar í gær sem ráðherra eftir að fjallað var um að hún hefði átt barn með sextán ára pilti þegar hún sjálf var rétt rúmlega tvítug. Að sögn Guðrúnar hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins eingöngu lagt áherslu á aðkomu forsætisráðuneytisins í málinu. Beiðni barst ráðuneytinu um einkafund með forsætisráðherra sex dögum áður en fjallað var um málið í fjölmiðlum. Fyrst var fjallað um trúnaðarbrest innan ráðuneytisins en Kristrún hefur þvertekið fyrir það. „Það gerði ég í dag, krafði forsætisráðherra svara um aðkomu ráðuneytisins að málinu, það var lítið um svör,“ sagði Guðrún. „Þegar við hugsum svo til þess að forsætisráðherra vissi af þessu í heila viku og gerði ekki neitt fyrr en sama daga og spyrst út að málið sé að fara í fjölmiðla. Þá er boðað til fundar og þá virðist ekkert hafa verið gert annað en að ýta ráðherranum í farveg afsagnar. Á þessari viku voru engin viðtöl, engin athugun, engin greining. Það var ekkert gret til þess að komast að málið fjallaði um í raun. Við viljum fá að vita það og ég tel að þjóðin eigi að fá að vita það hvernig að koma forsætisráðherra var að þessu máli.“ Ráðherra hent undir rútuna Bergþór Ólasson, þingflokksformaður Miðflokksins, var einnig með fyrirspurn á fundinum sem hann beindi til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar og utanríkisráðherra. Hann vildi vita hvernig samvinna formannanna þriggja hefði verið „Það stenst enga skynsemisskoðun að halda því fram að Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafi ekki verið beitt þrýstingi hvað afsögn varðar. Þarna er afsögnin komin til áður en að fyrsta frétt birtist þannig það ætti nú að duga til þess að gera lýðnum ljóst að það hafi verið lagst af fullum þunga á hana,“ segir Bergþór. Hann sagði skoðanaskiptin sem áttu sér stað í liðnum óundirbúnar fyrirspurnir hafa verði sérstakar. Forsætisráðherra hafi verið með tilbúna punkta sem hún hafi lesið upp jafnvel hvað spurt hafi verið um. „Þannig að það var nú fátt um svör í raun og það virðist vera býsna mikill flótti frá því til að mynda að ræða hvaða aðrir valkostir voru í stöðunni sem að Valkyrjurnar lögðu mikla áherslu á blaðamannafundinum á föstudegi og síðan auðvitað það að ákvörðun hafi einvörðungu verið Ásthildar Lóu þegar liggur fyrir að hún lýsti því yfir að henni þætti þetta ósanngjörn niðurstaða,“ segir Bergþór. Hann segir það skipta máli hversu mikið formennirnir hafi lagt áherslu á samstöðu innan stjórnarinnar. Furðulegt sé að þegar einn ráðherra finni sig í snúinni stöðu sé honum hent undir rútuna.
Barnamálaráðherra segir af sér Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira