Á fundinn koma 25 menntamálaráðherrar og kennaraforysta þátttökuríkja saman ásamt sendinefndum OECD og Education International (alþjóðlegu kennarasamtökin) til að ræða málefni kennara og menntaumbætur.

Í tilkynningu segir að um sé að ræða stærsta alþjóðlega fund leiðtoga á sviði menntamála sem haldinn hefur verið á Íslandi. En þessi fundur hefur verið haldinn árlega frá 2011, en nú í fyrsta skipti hér á landi.