Innlent

Guð­björg að­stoðar Guð­mund Inga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur Ingi ávarpar samkomuna. Guðbjörg aðstoðarkona hans situr fyrir aftan hann.
Guðmundur Ingi ávarpar samkomuna. Guðbjörg aðstoðarkona hans situr fyrir aftan hann.

Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir verður aðstoðarmaður Guðmundar Inga Kristinssonar nýs mennta- og barnamálaráðherra. Guðbjörg var mætt ásamt ráðherra þar sem hann flutti opnunarávarp á leiðtogafundi um menntamál í Hörpu í morgun. Um er að ræða fyrsta opinbera embættisverk hans sem ráðherra.

Á fundinn koma 25 menntamálaráðherrar og kennaraforysta þátttökuríkja saman ásamt sendinefndum OECD og Education International (alþjóðlegu kennarasamtökin) til að ræða málefni kennara og menntaumbætur. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra stýrði setningunni í morgun.

Guðbjörg Ingunn var aðstoðarmaður Ásthildar Lóu Þórsdóttur sem sagði af sér embætti á fimmtudag. Guðbjörg útskrifaðist árið 2004 sem grunnskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands og er með MA-gráðu í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf frá Háskóla Íslands.

Síðustu ár hefur hún starfað í Suðurmiðstöð Reykjavíkur sem íþrótta- og samskiptatengill og sem verkefnastjóri Velkominn í hverfið, sem hefur það að markmiði að styðja sérstaklega við börn og fjölskyldur af erlendum uppruna.

Guðbjörg var ráðin í stöðu sérfræðings í mennta- og barnamálaráðuneytinu í byrjun árs, var svo ráðin aðstoðarmaður Ásthildar Lóu og nú Guðmundar Inga.


Tengdar fréttir

Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum

Opnunarsamkoma ISTP 2025, leiðtogafundar um málefni kennara sem fer fram í Hörpu, hefst í dag klukkan 9:30. Fylgjast má með í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan.

Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“

Guðmundur Ingi Kristinsson, sem tók um helgina við embætti mennta- og barnamálráðherra, hefur marga fjöruna sopið. Hann hefur mætt ýmsu mótlæti í gegnum tíðina, slysum sem leiddu til örorku og hefur verið lýst sem „sjálflærðum sérfræðingi“ en hann lauk ekki stúdentsprófi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×