Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Auðun Georg Ólafsson skrifar 25. mars 2025 12:12 Kennsla heldur áfram í Kvikmyndaskóla Íslands næstu daga en framtíðin er óráðin. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að framtíð sé óráðin um rekstur Kvikmyndaskóla Íslands er samt hægt að sækja um nám á vef skólans. Opið er fyrir umsóknir fyrir haustönn 2025 sem hefst 14. ágúst. Í tölvupósti Hlínar til starfsfólks og kennara í gær kom fram að rekstrarfélag Kvikmyndaskólans væri farið í gjaldþrotameðferð. Um áfall væri að ræða en hún biðlaði til starfsfólks að halda starfseminni gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu. Á vef skólans er hægt að sækja um nám í leikstjórn og framleiðslu, skapandi tækni, handritsgerð, leikstjórn og leiklist. Nemendur eru núna um sextíu og halda áfram að mæta í tíma í dag og næstu daga. Fastráðnir starfsmenn eru fjórtán en lausráðnir kennarar sem sinna námskeiðum í verktöku skipta tugum að sögn Hlínar Jóhannesdóttur rektor skólans. Ríkur vilji er sagður vera fyrir því að færa málefni skólans frá mennta- og barnamálaráðuneytinu yfir í háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytis. Hlín segir vilja hjá stjórnsýslunni á að leysa vanda skólans. „Við sjáum hvernig þetta þróast. Það verða að koma einhver svör helst í dag svo við getum tekið þetta áfram. Ég ætla bara að leyfa mér að trúa því ekki að þessi góða stofnun fái ekki að halda áfram,“ segir Hlín. Þetta snýst alltaf um peninga, skiptir þá miklu máli að vera inni í þessu ráðuneytinu eða hinu? „Þessu kýs ég að svara ekki eins og er. Við teljum hér í þessari stofnun að við séum orðin þess bær að teljast með háskólanám og að við getum útskrifað tveggja ára diploma á háskólastigi. Við höfum farið í þannig úttektir. Námslán og fleiri hlutir tengjast því að við þurfum að teljast vera háskóli.“ Ertu bjartsýn á að þetta leysist? „Við sjáum hvernig þetta þróast. Það verða að koma svör, helst í dag svo við getum tekið þetta áfram. Við erum bara að halda skólanum gangandi eins lengi og okkur er það unnt og spyrjum að því hvernig það fer en við erum að vænta þess að fá svör hvað verður gert fyrir vikulok.“ Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Í tölvupósti Hlínar til starfsfólks og kennara í gær kom fram að rekstrarfélag Kvikmyndaskólans væri farið í gjaldþrotameðferð. Um áfall væri að ræða en hún biðlaði til starfsfólks að halda starfseminni gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu. Á vef skólans er hægt að sækja um nám í leikstjórn og framleiðslu, skapandi tækni, handritsgerð, leikstjórn og leiklist. Nemendur eru núna um sextíu og halda áfram að mæta í tíma í dag og næstu daga. Fastráðnir starfsmenn eru fjórtán en lausráðnir kennarar sem sinna námskeiðum í verktöku skipta tugum að sögn Hlínar Jóhannesdóttur rektor skólans. Ríkur vilji er sagður vera fyrir því að færa málefni skólans frá mennta- og barnamálaráðuneytinu yfir í háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytis. Hlín segir vilja hjá stjórnsýslunni á að leysa vanda skólans. „Við sjáum hvernig þetta þróast. Það verða að koma einhver svör helst í dag svo við getum tekið þetta áfram. Ég ætla bara að leyfa mér að trúa því ekki að þessi góða stofnun fái ekki að halda áfram,“ segir Hlín. Þetta snýst alltaf um peninga, skiptir þá miklu máli að vera inni í þessu ráðuneytinu eða hinu? „Þessu kýs ég að svara ekki eins og er. Við teljum hér í þessari stofnun að við séum orðin þess bær að teljast með háskólanám og að við getum útskrifað tveggja ára diploma á háskólastigi. Við höfum farið í þannig úttektir. Námslán og fleiri hlutir tengjast því að við þurfum að teljast vera háskóli.“ Ertu bjartsýn á að þetta leysist? „Við sjáum hvernig þetta þróast. Það verða að koma svör, helst í dag svo við getum tekið þetta áfram. Við erum bara að halda skólanum gangandi eins lengi og okkur er það unnt og spyrjum að því hvernig það fer en við erum að vænta þess að fá svör hvað verður gert fyrir vikulok.“
Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira