Erlent Sigldu á óþekkt neðansjávarfjall Kafbátnum USS Connecticut var siglt á neðansjávarfjall sem hafði aldrei verið kortlagt. Minnst tólf sjóliðar slösuðust og kjarnorkukafbáturinn skemmdist töluvert þegar honum var siglt á fjallið í grennd við Suður-Kínahaf í upphafi síðasta mánaðar. Erlent 2.11.2021 12:19 Mannskæð árás á sjúkrahús í Afganistan Minnst nítján eru látnir og 50 særðir eftir árás á hersjúkrahús í Kabúl í Afganistan í dag. Fregnir bárust í morgun af sprengingum og skothríð við Sardar Daud Khan sjúkrahúsið. Í kjölfar þess hafa fregnir borist af skotbardögum á lóð sjúkrahússins. Erlent 2.11.2021 11:38 Biðjast afsökunar á að ekki sé fullt hjólastólaaðgengi á COP26 Breska ríkisstjórnin hefur beðið ísraelskan ráðherra afsökunar á því að hann hafi ekki getað mætt á COP26 ráðstefnuna í gær þar sem ekki var aðgengi fyrir fólk í hjólastól. Erlent 2.11.2021 11:34 Faðir hugrænnar atferlismeðferðar er látinn Bandaríski vísindamaðurinn Aaron T. Beck, sem jafnan hefur verið talinn faðir hugrænnar atferlismeðferðar, er látinn. Hann lést á heimili sínu í Fíladelfíu, hundrað ára að aldri. Erlent 2.11.2021 11:06 Réttarhöldin gegn Rittenhouse hafin: Flestir höfðu þegar gert upp hug sinn Réttarhöldin gegn Kyle Rittenhouse hófust í gær. Hann var ákærður fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra. Illa gekk að finna kviðdómendur til að meta sekt eða sakleysi Rittenhouse. Erlent 2.11.2021 10:42 Robert Durst ákærður fyrir að hafa myrt eiginkonu sína Bandaríski fasteignaerfinginn og morðinginn Robert Durst hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt fyrstu eiginkonu sína, Kathie Durst, sem hvarf fyrir nær fjórum áratugum síðan. Erlent 2.11.2021 10:41 Skella í lás eftir fyrsta kórónuveirusmitið Stjórnvöld á Tonga hafa ákveðið að skella nær öllu í lás eftir að fyrsta kórónuveirusmitið kom upp á eyjunum á laugardaginn. Erlent 2.11.2021 09:55 Ráðherra beðinn um að rökstyðja fullyrðingar sínar um flóttamenn Skorað hefur verið á Priti Patel, innanríkisráðherra Breta, að draga til baka eða rökstyðja fullyrðingar sem hún setti fram fyrir þingnefnd um að flestir þeir hælisleitendur sem kæmu til landsins á bátum væru ekki raunverulegir flóttamenn. Erlent 2.11.2021 09:20 Telur verulega hættu á nýjum stríðsátökum í Bosníu og Hersegóvínu Hætta er á því að Bosnía og Hersegóvína brotni upp í smærri einingar og verulegar líkur eru taldar á því að stríðsátök brjótist þar út á ný. Erlent 2.11.2021 08:01 Hjartavöðvabólga í kjölfar bólusetninga afar fátíð og yfirleitt mild Nýjustu rannsóknir staðfesta það að hjartavöðvabólga hjá ungmennum í kjölfar bólusetninga gegn Covid-19 er næstum alltaf mild og gengur til baka á skömmum tíma. Áhættan af því að fá Covid-19 er mun meiri. Erlent 2.11.2021 07:59 Brasilía á meðal þeirra ríkja sem heita því að stöðva skógareyðingu Rúmlega hundrað þjóðarleiðtogar ætla að skrifa undir loforð um stöðvun skógareyðingar fyrir árið 2030 og uppgræðslu skóga. Þetta er fyrsti stóri samningurinn sem gerður er á COP26 loftslagsráðstefnunni sem nú fer fram í Glasgow. Erlent 2.11.2021 07:18 Dómarar gætu leyft stefnur vegna þungunarrofsbannsins í Texas Íhaldssamir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna virtust hallast að því að leyfa heilsugæslustöðvum sem framkvæmda þungunarrof að höfða mál til að fá bann við þungunarrofi í Texas ógilt þegar mál þeirra var tekið fyrir í dag. Erlent 1.11.2021 23:26 Modi tilkynnti um kolefnishlutleysi Indlands árið 2070 Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti nokkuð óvænt um nýtt markmið þjóðar sinnar um kolefnishlutleysi fyrir árið 2070 á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow í dag. Eitt helsta markmið fundarins er að setja stefnuna á kolefnishlutleysi árið 2050 en ekki var búist við að Indverjar ætluðu að taka undir það. Erlent 1.11.2021 22:47 Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. Erlent 1.11.2021 13:49 Forsætisráðherra Norður-Makedóníu segir af sér Forsætisráðherra Norður-Makedóníu, Zoran Zaev, hefur sagt af sér embætti. Afsögnin kemur í kjölfar bágrar niðurstöðu stjórnarflokksins í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Erlent 1.11.2021 12:45 Flokkur Kishida náði hreinum meirihluta Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur lýst yfir sigri eftir þingkosningar sem fram fóru í landinu í gær. Stjórnarflokkurinn, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, vann mikinn sigur og tryggði sér hreinan meirihluta á þingi. Erlent 1.11.2021 12:18 Auka framleiðslu og brennslu kola til muna í Kína Kolaframleiðsla í Kína hefur verið aukin til muna og stendur til að auka hana enn fremur. Verið er að stækka gamlar námur og grafa nýjar víðsvegar um landið en Kína brennir þegar meira af kolum en öll önnur ríki heimsins samanlagt. Erlent 1.11.2021 11:04 Fimm milljónir í valnum vegna Covid Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í heiminum, svo vitað sé, er fór yfir fimm milljónir í morgun. Tæp tvö ár eru síðan faraldur kórónuveirunnar hófst og Covid-19 greindist fyrst í Wuhan í Kína. Erlent 1.11.2021 09:51 Mega nú vera í stuttbuxum en þær verða að vera þröngar Alþjóðlega handknattleikssambandið hefur breytt reglum sínum um klæðnað kvenkyns keppenda í strandhandbolta, sem áður voru neyddar til þess að spila í bikíníbuxum og topp. Nú mega konur klæðast stuttbuxum og hlýrabol. Erlent 1.11.2021 07:54 „Vax“ orð ársins hjá Oxford-orðabókinni Orðið „vax“ er orð ársins 2021 samkvæmt Oxford Languages sem gefur út Oxford-orðabókina, Oxford English Dictionary. Erlent 1.11.2021 07:47 Öryggisverðir Bolsonaro í Róm sakaðir um ofbeldi gegn blaðamönnum Öryggisverðir Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, hafa verið sakaðir um að beita brasilíska blaðamenn sem voru viðstaddir nýafstaðinn G20 fund í Róm ofbeldi. Á götum borgarinnar var forsetinn harðlega gagnrýndur fyrir framgöngu sína í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Erlent 1.11.2021 06:51 Einn liggur í valnum og níu eru særðir eftir skotárás á hrekkjavökuballi Lögreglan í Texarkana í Texas hefur haft hendur í hári 21 árs gamals manns sem grunaður er um skotárás sem framin var á skemmtistað þar sem hrekkjavökuball fór fram í gærkvöldi. Tvítugur karlmaður lést og níu særðust í árásinni. Erlent 31.10.2021 22:59 Lestir skullu saman á Englandi Tvær lestir skullu saman á milli bæjanna Andover og Salisbury á Englandi í kvöld. Viðbragðsaðilar eru mættir á vettvang en litlar upplýsingar liggja fyrir um slys á fólki, lögregla hefur þó gefið út að enginn hafi látist. Erlent 31.10.2021 20:47 Lögregla drap 25 meinta bankaræningja Lögreglan í Brasilíu felldi 25 fimm meinta bankaræningja í aðgerð sem sögð er fara í sögubækurnar. Erlent 31.10.2021 17:54 Mýs vísa á að norrænir sæfarar hafi fyrstir numið Asóreyjar Nýjar rannsóknir á arfgerð músa á Asóreyjum benda til þess að norrænir sæfarar hafi verið fyrstu mennirnir til að nema land á þessum afskekkta eyjaklasa í miðju Atlantshafi, hundruðum ára áður en Portúgalar komu þar árið 1427. Erlent 31.10.2021 17:27 Hnífamaður í gervi Joker slasaði sautján í Tókýó Sautján eru særðir, þar af einn alvarlega, eftir hnífaárás í lest í Tókýó í Japan í dag. Erlent 31.10.2021 15:38 COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. Erlent 31.10.2021 13:19 G20 stefna að kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“ Leiðtogar G20-ríkjanna, helstu iðnvelda heims, náðu í morgun saman um að skuldbinda sig til að ná kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“. Þessi fyrirheit eru talin munu gefa tóninn fyrir Loftslagsrástefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, sem var sett í Glasgow í morgun. Erlent 31.10.2021 12:38 Heimsleiðtogar uggandi yfir kjarnorkuáætlun Írana Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands, Þýskalands og Frakklands segjast hafa miklar og stígvaxandi áhyggjur af kjarnorkuáætlun Írans. Leiðtogarnir ræddu málið á G20 fundinum í Róm í dag. Erlent 30.10.2021 23:26 Baldwin rýfur þögnina um skotið sem banaði Halynu Hutchins Alec Baldwin tjáði sig við fjölmiðla um voðaskotið sem varð Halynu Hutchins að bana í fyrsta skipti í dag. Hann segir hana hafa verið vinkonu sína og að honum hafi verið bannað að ræða smáatriði málsins þar sem formleg rannsókn væri í gangi. Erlent 30.10.2021 22:48 « ‹ 330 331 332 333 334 ›
Sigldu á óþekkt neðansjávarfjall Kafbátnum USS Connecticut var siglt á neðansjávarfjall sem hafði aldrei verið kortlagt. Minnst tólf sjóliðar slösuðust og kjarnorkukafbáturinn skemmdist töluvert þegar honum var siglt á fjallið í grennd við Suður-Kínahaf í upphafi síðasta mánaðar. Erlent 2.11.2021 12:19
Mannskæð árás á sjúkrahús í Afganistan Minnst nítján eru látnir og 50 særðir eftir árás á hersjúkrahús í Kabúl í Afganistan í dag. Fregnir bárust í morgun af sprengingum og skothríð við Sardar Daud Khan sjúkrahúsið. Í kjölfar þess hafa fregnir borist af skotbardögum á lóð sjúkrahússins. Erlent 2.11.2021 11:38
Biðjast afsökunar á að ekki sé fullt hjólastólaaðgengi á COP26 Breska ríkisstjórnin hefur beðið ísraelskan ráðherra afsökunar á því að hann hafi ekki getað mætt á COP26 ráðstefnuna í gær þar sem ekki var aðgengi fyrir fólk í hjólastól. Erlent 2.11.2021 11:34
Faðir hugrænnar atferlismeðferðar er látinn Bandaríski vísindamaðurinn Aaron T. Beck, sem jafnan hefur verið talinn faðir hugrænnar atferlismeðferðar, er látinn. Hann lést á heimili sínu í Fíladelfíu, hundrað ára að aldri. Erlent 2.11.2021 11:06
Réttarhöldin gegn Rittenhouse hafin: Flestir höfðu þegar gert upp hug sinn Réttarhöldin gegn Kyle Rittenhouse hófust í gær. Hann var ákærður fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra. Illa gekk að finna kviðdómendur til að meta sekt eða sakleysi Rittenhouse. Erlent 2.11.2021 10:42
Robert Durst ákærður fyrir að hafa myrt eiginkonu sína Bandaríski fasteignaerfinginn og morðinginn Robert Durst hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt fyrstu eiginkonu sína, Kathie Durst, sem hvarf fyrir nær fjórum áratugum síðan. Erlent 2.11.2021 10:41
Skella í lás eftir fyrsta kórónuveirusmitið Stjórnvöld á Tonga hafa ákveðið að skella nær öllu í lás eftir að fyrsta kórónuveirusmitið kom upp á eyjunum á laugardaginn. Erlent 2.11.2021 09:55
Ráðherra beðinn um að rökstyðja fullyrðingar sínar um flóttamenn Skorað hefur verið á Priti Patel, innanríkisráðherra Breta, að draga til baka eða rökstyðja fullyrðingar sem hún setti fram fyrir þingnefnd um að flestir þeir hælisleitendur sem kæmu til landsins á bátum væru ekki raunverulegir flóttamenn. Erlent 2.11.2021 09:20
Telur verulega hættu á nýjum stríðsátökum í Bosníu og Hersegóvínu Hætta er á því að Bosnía og Hersegóvína brotni upp í smærri einingar og verulegar líkur eru taldar á því að stríðsátök brjótist þar út á ný. Erlent 2.11.2021 08:01
Hjartavöðvabólga í kjölfar bólusetninga afar fátíð og yfirleitt mild Nýjustu rannsóknir staðfesta það að hjartavöðvabólga hjá ungmennum í kjölfar bólusetninga gegn Covid-19 er næstum alltaf mild og gengur til baka á skömmum tíma. Áhættan af því að fá Covid-19 er mun meiri. Erlent 2.11.2021 07:59
Brasilía á meðal þeirra ríkja sem heita því að stöðva skógareyðingu Rúmlega hundrað þjóðarleiðtogar ætla að skrifa undir loforð um stöðvun skógareyðingar fyrir árið 2030 og uppgræðslu skóga. Þetta er fyrsti stóri samningurinn sem gerður er á COP26 loftslagsráðstefnunni sem nú fer fram í Glasgow. Erlent 2.11.2021 07:18
Dómarar gætu leyft stefnur vegna þungunarrofsbannsins í Texas Íhaldssamir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna virtust hallast að því að leyfa heilsugæslustöðvum sem framkvæmda þungunarrof að höfða mál til að fá bann við þungunarrofi í Texas ógilt þegar mál þeirra var tekið fyrir í dag. Erlent 1.11.2021 23:26
Modi tilkynnti um kolefnishlutleysi Indlands árið 2070 Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti nokkuð óvænt um nýtt markmið þjóðar sinnar um kolefnishlutleysi fyrir árið 2070 á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow í dag. Eitt helsta markmið fundarins er að setja stefnuna á kolefnishlutleysi árið 2050 en ekki var búist við að Indverjar ætluðu að taka undir það. Erlent 1.11.2021 22:47
Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. Erlent 1.11.2021 13:49
Forsætisráðherra Norður-Makedóníu segir af sér Forsætisráðherra Norður-Makedóníu, Zoran Zaev, hefur sagt af sér embætti. Afsögnin kemur í kjölfar bágrar niðurstöðu stjórnarflokksins í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Erlent 1.11.2021 12:45
Flokkur Kishida náði hreinum meirihluta Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur lýst yfir sigri eftir þingkosningar sem fram fóru í landinu í gær. Stjórnarflokkurinn, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, vann mikinn sigur og tryggði sér hreinan meirihluta á þingi. Erlent 1.11.2021 12:18
Auka framleiðslu og brennslu kola til muna í Kína Kolaframleiðsla í Kína hefur verið aukin til muna og stendur til að auka hana enn fremur. Verið er að stækka gamlar námur og grafa nýjar víðsvegar um landið en Kína brennir þegar meira af kolum en öll önnur ríki heimsins samanlagt. Erlent 1.11.2021 11:04
Fimm milljónir í valnum vegna Covid Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í heiminum, svo vitað sé, er fór yfir fimm milljónir í morgun. Tæp tvö ár eru síðan faraldur kórónuveirunnar hófst og Covid-19 greindist fyrst í Wuhan í Kína. Erlent 1.11.2021 09:51
Mega nú vera í stuttbuxum en þær verða að vera þröngar Alþjóðlega handknattleikssambandið hefur breytt reglum sínum um klæðnað kvenkyns keppenda í strandhandbolta, sem áður voru neyddar til þess að spila í bikíníbuxum og topp. Nú mega konur klæðast stuttbuxum og hlýrabol. Erlent 1.11.2021 07:54
„Vax“ orð ársins hjá Oxford-orðabókinni Orðið „vax“ er orð ársins 2021 samkvæmt Oxford Languages sem gefur út Oxford-orðabókina, Oxford English Dictionary. Erlent 1.11.2021 07:47
Öryggisverðir Bolsonaro í Róm sakaðir um ofbeldi gegn blaðamönnum Öryggisverðir Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, hafa verið sakaðir um að beita brasilíska blaðamenn sem voru viðstaddir nýafstaðinn G20 fund í Róm ofbeldi. Á götum borgarinnar var forsetinn harðlega gagnrýndur fyrir framgöngu sína í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Erlent 1.11.2021 06:51
Einn liggur í valnum og níu eru særðir eftir skotárás á hrekkjavökuballi Lögreglan í Texarkana í Texas hefur haft hendur í hári 21 árs gamals manns sem grunaður er um skotárás sem framin var á skemmtistað þar sem hrekkjavökuball fór fram í gærkvöldi. Tvítugur karlmaður lést og níu særðust í árásinni. Erlent 31.10.2021 22:59
Lestir skullu saman á Englandi Tvær lestir skullu saman á milli bæjanna Andover og Salisbury á Englandi í kvöld. Viðbragðsaðilar eru mættir á vettvang en litlar upplýsingar liggja fyrir um slys á fólki, lögregla hefur þó gefið út að enginn hafi látist. Erlent 31.10.2021 20:47
Lögregla drap 25 meinta bankaræningja Lögreglan í Brasilíu felldi 25 fimm meinta bankaræningja í aðgerð sem sögð er fara í sögubækurnar. Erlent 31.10.2021 17:54
Mýs vísa á að norrænir sæfarar hafi fyrstir numið Asóreyjar Nýjar rannsóknir á arfgerð músa á Asóreyjum benda til þess að norrænir sæfarar hafi verið fyrstu mennirnir til að nema land á þessum afskekkta eyjaklasa í miðju Atlantshafi, hundruðum ára áður en Portúgalar komu þar árið 1427. Erlent 31.10.2021 17:27
Hnífamaður í gervi Joker slasaði sautján í Tókýó Sautján eru særðir, þar af einn alvarlega, eftir hnífaárás í lest í Tókýó í Japan í dag. Erlent 31.10.2021 15:38
COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. Erlent 31.10.2021 13:19
G20 stefna að kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“ Leiðtogar G20-ríkjanna, helstu iðnvelda heims, náðu í morgun saman um að skuldbinda sig til að ná kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“. Þessi fyrirheit eru talin munu gefa tóninn fyrir Loftslagsrástefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, sem var sett í Glasgow í morgun. Erlent 31.10.2021 12:38
Heimsleiðtogar uggandi yfir kjarnorkuáætlun Írana Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands, Þýskalands og Frakklands segjast hafa miklar og stígvaxandi áhyggjur af kjarnorkuáætlun Írans. Leiðtogarnir ræddu málið á G20 fundinum í Róm í dag. Erlent 30.10.2021 23:26
Baldwin rýfur þögnina um skotið sem banaði Halynu Hutchins Alec Baldwin tjáði sig við fjölmiðla um voðaskotið sem varð Halynu Hutchins að bana í fyrsta skipti í dag. Hann segir hana hafa verið vinkonu sína og að honum hafi verið bannað að ræða smáatriði málsins þar sem formleg rannsókn væri í gangi. Erlent 30.10.2021 22:48