Lögreglumaður dæmdur fyrir manndráp í Svíþjóð Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. nóvember 2022 12:41 Aldrei áður hefur lögreglumaður í Svíþjóð verið ákærður fyrir manndráp, hvað þá sakfelldur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Nils Petter Nilsson Lögreglumaður á fertugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir að valda dauða manns í bænum Lidingö í Svíþjóð í fyrra en þetta er í fyrsta sinn í sögu Svíþjóðar sem lögreglumaður hefur verið ákærður og sakfelldur fyrir slíkt. Lögreglumaðurinn fær þó að halda starfi sínu þrátt fyrir dóminn. Maðurinn sem lést var á sextugsaldri en hann var undir áhrifum fíkniefna þegar lögreglumaðurinn sem var dæmdur og annar lögreglumaður handtóku hann í nóvember í fyrra en lögreglu hafði verið tilkynnt að hann væri í einhvers konar geðrofi. Að því er kemur fram í frétt SVT lést maðurinn eftir að honum hafði haldið niðri á stigapalli með miklum krafti. Við krufningu kom fram að maðurinn hafði farið í hjartastopp eftir köfnun en lögreglumaðurinn þrýsti á bak mannsins meðan hann lá á maganum. Atvikið í heild sinni náðist á upptöku af myndavél í sorphirðubíl sem var í nágreninu en upptakan var lögð fram við meðferð málsins og spilaði að mati dómsins lykilhlutverk í að ákæra var lögð fram og lögreglumaðurinn síðan sakfelldur. Héraðsdómur Stokkhólms segir ljóst að lögreglumaðurinn hafi orðið manninum að bana og að ekki hafi verið neyðarviðbrögð af hans hálfu. Hann hafi átt að átta sig á því að maðurinn gæti látist af völdum aðgerða hans. Lögreglumaðurinn hlaut skilorðsbundinn dóm og honum gert að greiða dagsektir en nefnd á vegum lögreglunnar hafði áður ákveðið að lögreglumaðurinn myndi halda starfi sínu, óháð því hver dómurinn yrði. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Svíþjóðar sem lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir manndráp við handtöku og sömuleiðis fyrsta sinn sem dómur hefur fallið í slíku máli. Svíþjóð Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Maðurinn sem lést var á sextugsaldri en hann var undir áhrifum fíkniefna þegar lögreglumaðurinn sem var dæmdur og annar lögreglumaður handtóku hann í nóvember í fyrra en lögreglu hafði verið tilkynnt að hann væri í einhvers konar geðrofi. Að því er kemur fram í frétt SVT lést maðurinn eftir að honum hafði haldið niðri á stigapalli með miklum krafti. Við krufningu kom fram að maðurinn hafði farið í hjartastopp eftir köfnun en lögreglumaðurinn þrýsti á bak mannsins meðan hann lá á maganum. Atvikið í heild sinni náðist á upptöku af myndavél í sorphirðubíl sem var í nágreninu en upptakan var lögð fram við meðferð málsins og spilaði að mati dómsins lykilhlutverk í að ákæra var lögð fram og lögreglumaðurinn síðan sakfelldur. Héraðsdómur Stokkhólms segir ljóst að lögreglumaðurinn hafi orðið manninum að bana og að ekki hafi verið neyðarviðbrögð af hans hálfu. Hann hafi átt að átta sig á því að maðurinn gæti látist af völdum aðgerða hans. Lögreglumaðurinn hlaut skilorðsbundinn dóm og honum gert að greiða dagsektir en nefnd á vegum lögreglunnar hafði áður ákveðið að lögreglumaðurinn myndi halda starfi sínu, óháð því hver dómurinn yrði. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Svíþjóðar sem lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir manndráp við handtöku og sömuleiðis fyrsta sinn sem dómur hefur fallið í slíku máli.
Svíþjóð Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira