Stærsta eldfjall jarðar byrjað að gjósa Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2022 14:04 Hraun í öskju Mauna Loa sést á vefmyndavél Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna í nótt. AP/Eldfjallaeftirlit bandarísku jarðfræðistofnunarinnar á Havaí Eldgos hófst í Mauna Loa, stærsta virka eldfjalli jarðar, á Havaí í nótt. Hraunrennsli er enn bundið við tind fjallsins og ógnar það ekki nærliggjandi byggð. Þetta er í fyrsta skipti sem Mauna Loa á Stóru eyju gýs í tæplega fjörutíu ár. Aska og lausagrjót hefur fallið í nágrenni tindsins en íbúar í bænum Kona geta séð glóandi hraunið á fjallinu. Engar vísbendingar eru enn um að gossprunga sé við það að myndast. Ómögulegt er sagt að spá fyrir um þróun gossins á þessari stundu. Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna brýndi fyrir íbúum sem gætu verið í hættu af völdum hrauns fá Mauna Loa að fara yfir viðbúnað sinn, að sögn AP-fréttastofunnar. Gefin var út viðvörun vegna mögulegs öskufalls fyrir hluta eyjarinnar. Allt að sextíu millímetrar af ösku gætu safnast fyrir á sumum stöðum. Mauna Loa er eitt fimm eldfjalla sem mynda Stóru eyju, syðstu og stærstu eyju Havaíeyjaklasans. Það trónir 4.167 metra yfir sjávarmáli og er mun stærra en Kilauea-eldfjallið sem grandaði 700 íbúðarhúsum þegar það gaus árið 2018. Sumar hlíðar Mauna Loa eru mun brattari en Kilauea og hraun getur því runnið mun hraðar þar. Þegar gaus í fjallinu árið 1950 rann hraunið tuttugu og fjóra kílómetra til sjávar á innan við þremur klukkustundum. Thermal image of Mauna Loa eruption acquired at midnight HST.Information statement at https://t.co/o5T7dc62Ls. pic.twitter.com/lV1cdOKPqm— USGS Volcanoes (@USGSVolcanoes) November 28, 2022 Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Þetta er í fyrsta skipti sem Mauna Loa á Stóru eyju gýs í tæplega fjörutíu ár. Aska og lausagrjót hefur fallið í nágrenni tindsins en íbúar í bænum Kona geta séð glóandi hraunið á fjallinu. Engar vísbendingar eru enn um að gossprunga sé við það að myndast. Ómögulegt er sagt að spá fyrir um þróun gossins á þessari stundu. Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna brýndi fyrir íbúum sem gætu verið í hættu af völdum hrauns fá Mauna Loa að fara yfir viðbúnað sinn, að sögn AP-fréttastofunnar. Gefin var út viðvörun vegna mögulegs öskufalls fyrir hluta eyjarinnar. Allt að sextíu millímetrar af ösku gætu safnast fyrir á sumum stöðum. Mauna Loa er eitt fimm eldfjalla sem mynda Stóru eyju, syðstu og stærstu eyju Havaíeyjaklasans. Það trónir 4.167 metra yfir sjávarmáli og er mun stærra en Kilauea-eldfjallið sem grandaði 700 íbúðarhúsum þegar það gaus árið 2018. Sumar hlíðar Mauna Loa eru mun brattari en Kilauea og hraun getur því runnið mun hraðar þar. Þegar gaus í fjallinu árið 1950 rann hraunið tuttugu og fjóra kílómetra til sjávar á innan við þremur klukkustundum. Thermal image of Mauna Loa eruption acquired at midnight HST.Information statement at https://t.co/o5T7dc62Ls. pic.twitter.com/lV1cdOKPqm— USGS Volcanoes (@USGSVolcanoes) November 28, 2022
Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira