Umfangsmikil mótmæli vegna strangra sóttvarnaraðgerða Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2022 08:07 Frá mótmælum í Urumqi, þar sem minnst tíu dóu í eldsvoða á fimmtudaginn. Því hefur verið haldið fram að sóttvarnaraðgerðir hafi komið í veg fyrir að hægt væri að bjarga fólkinu. AP/Chinatopix Umfangsmikil mótmæli áttu sér stað víðsvegar um Kína í gærkvöldi og í nótt vegna strangra sóttvarnaraðgerða í Kína. Meðal annars var mótmælt í Sjanghæ þar sem mótmælendur kölluðu eftir því að Xi Jinping, forseti Kína, stigi til hliðar. Slík mótmæli eru afar sjaldgæf í Kína þar sem fólki getur verið refsað harðlega fyrir þau. Mótmælin virðast að mestu hafa verið bundin við borgir og háskóla í Kína en þau hafa að miklu leyti verið rekin til nýlegs atviks í Xinjiang í Kína, samkvæmt frétt New York Times. Þar sem íbúar hafa sumir hverjir verið í einangrun í rúmlega hundrað daga. Minnst tíu manns dóu í borginni Urumqi á fimmtudagskvöld þegar eldur kviknaði í fjölbýlishúsi. Kínverjar halda því fram að sóttvarnaraðgerðir hafi komið í veg fyrir að fólkið hafi komist út úr fjölbýlishúsinu. Sjá einnig: Tæma hillur verslana af ótta við sóttvarnaraðgerðir Ráðamenn í Kína hafa ítrekað lýst því yfir á undanförnum dögum að nauðsynlegt sé að framfylgja áfram stefnu stjórnvalda sem kallast „Núll-Covid“. Sú stefna felur í sér umfangsmiklar skimanir og einangrun fyrir alla sem grunaðir eru um að hafa verið nærri smituðum einstaklingum. Þessi stefna hefur víða leitt til umfangsmikilla og langvarandi lokana í Kína. Sjá einnig: Xi Jinping með nær einræðisvald eftir nýjustu hrókeringar Í grein NYT segir að mótmælin gætu mögulega gert yfirvöldum erfiðara að halda þessar stefnu til streitu. Skjáskot úr myndbandi af mótmælunum í Sjanghæ. Vitni segja lögregluþjóna hafa barið mótmælendur og beitt þá táragasi.AP Öllu myndefni af mótmælunum er eytt á netinu í Kína þar sem Kommúnistaflokkurinn fer með öll völd. Hér að neðan má sjá myndband frá mótmælunum í Sjanghæ. South China Morning Post segir lögreglu hafa notað piparúða til að stöðva mótmælin. "Down with the party! Down with Xi Jinping! Free Xinjiang!" shout protesters in Shanghai. pic.twitter.com/riOCFQzoCp— inteldoge@masto.ai (@IntelDoge) November 26, 2022 Fréttakona NPR í Kína segir að ný mótmæli hafi myndast í Sjanghæ þar sem fólk hafi komið saman og kallað eftir því að mótmælendum sem voru handteknir í nótt verði sleppt úr haldi. Seemingly spontaneous protest converging again at Urumqi Road in Shanghai, despite heavy police presence. People are shouting let them go ! Apparently in reference to those arrested at previous protests. pic.twitter.com/JjOvtcqFnr— Emily Feng (@EmilyZFeng) November 27, 2022 Fréttakona BBC segir einnig mótmælt í Peking, höfuðborg Kína. Just come in. As a relay, at this moment hundreds of students are gathering on the campus of Tsinghua University (one of the tops in China) chanting freedom of expression democracy rule of law , after dozens of such gatherings seen on campuses nationwide over past two days. pic.twitter.com/LUa4KPyqJh— Vivian Wu (@vivianwubeijing) November 27, 2022 Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Slík mótmæli eru afar sjaldgæf í Kína þar sem fólki getur verið refsað harðlega fyrir þau. Mótmælin virðast að mestu hafa verið bundin við borgir og háskóla í Kína en þau hafa að miklu leyti verið rekin til nýlegs atviks í Xinjiang í Kína, samkvæmt frétt New York Times. Þar sem íbúar hafa sumir hverjir verið í einangrun í rúmlega hundrað daga. Minnst tíu manns dóu í borginni Urumqi á fimmtudagskvöld þegar eldur kviknaði í fjölbýlishúsi. Kínverjar halda því fram að sóttvarnaraðgerðir hafi komið í veg fyrir að fólkið hafi komist út úr fjölbýlishúsinu. Sjá einnig: Tæma hillur verslana af ótta við sóttvarnaraðgerðir Ráðamenn í Kína hafa ítrekað lýst því yfir á undanförnum dögum að nauðsynlegt sé að framfylgja áfram stefnu stjórnvalda sem kallast „Núll-Covid“. Sú stefna felur í sér umfangsmiklar skimanir og einangrun fyrir alla sem grunaðir eru um að hafa verið nærri smituðum einstaklingum. Þessi stefna hefur víða leitt til umfangsmikilla og langvarandi lokana í Kína. Sjá einnig: Xi Jinping með nær einræðisvald eftir nýjustu hrókeringar Í grein NYT segir að mótmælin gætu mögulega gert yfirvöldum erfiðara að halda þessar stefnu til streitu. Skjáskot úr myndbandi af mótmælunum í Sjanghæ. Vitni segja lögregluþjóna hafa barið mótmælendur og beitt þá táragasi.AP Öllu myndefni af mótmælunum er eytt á netinu í Kína þar sem Kommúnistaflokkurinn fer með öll völd. Hér að neðan má sjá myndband frá mótmælunum í Sjanghæ. South China Morning Post segir lögreglu hafa notað piparúða til að stöðva mótmælin. "Down with the party! Down with Xi Jinping! Free Xinjiang!" shout protesters in Shanghai. pic.twitter.com/riOCFQzoCp— inteldoge@masto.ai (@IntelDoge) November 26, 2022 Fréttakona NPR í Kína segir að ný mótmæli hafi myndast í Sjanghæ þar sem fólk hafi komið saman og kallað eftir því að mótmælendum sem voru handteknir í nótt verði sleppt úr haldi. Seemingly spontaneous protest converging again at Urumqi Road in Shanghai, despite heavy police presence. People are shouting let them go ! Apparently in reference to those arrested at previous protests. pic.twitter.com/JjOvtcqFnr— Emily Feng (@EmilyZFeng) November 27, 2022 Fréttakona BBC segir einnig mótmælt í Peking, höfuðborg Kína. Just come in. As a relay, at this moment hundreds of students are gathering on the campus of Tsinghua University (one of the tops in China) chanting freedom of expression democracy rule of law , after dozens of such gatherings seen on campuses nationwide over past two days. pic.twitter.com/LUa4KPyqJh— Vivian Wu (@vivianwubeijing) November 27, 2022
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira