Kona fannst látin og tíu enn saknað Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. nóvember 2022 22:47 Mynd úr bænum Casamicciola í dag. Fjöldi bíla fóru með skriðunni í morgun. vísir/ap/Salvatore Laporta Yfirvöld á Ítalíu hafa staðfest að kona hafi fundist látin eftir stóra aurskriðu sem féll yfir hluta bæjarins Casamicciola á eyjunni Ischia í morgun. Tíu er enn saknað. Rignt hafði gríðarlega á eyjunni, sem stendur við Napólíflóa, í alla nótt. Aðstæður við björgunaraðgerðir hafa verið afar erfiðar í dag þar sem haldið hefur áfram að rigna talsvert. Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, sagði í morgun að átta hefðu látist í aurskriðunni. Það var síðar dregið til baka og nú hafa yfirvöld aðeins staðfest að ein kona hafi fundist látin en tíu sé enn saknað. Íbúar rölta um óþekkjanlegan bæ sinn í dag.vísir/ap Rafmagnslaust er á svæðinu hafa í kring um 30 fjölskyldur setið fastar á heimilum sínum í smábænum Lacco Ameno, við hlið Casamicciola, þar sem nokkrar byggingar hafa hrunið. Um 20 þúsund manns búa á eyjunni en hún er afar vinsæll túristastaður. „Staðan er afar flókin. Mörg húsanna voru rifin upp með rótum í aurskriðunni,“ er haft eftir lögreglustjóranum Tiziano Lagana í erlendum miðlum. Stór hnullungur endaði fyrir utan þessa búð í Casamicciola í skriðunni.vísir/ap/Salvatore Laporta Hluti þeirra sem var saknað fyrr í dag fundust heilir á húfi við leitaraðgerðir, þar á meðal fjölskylda með nýfætt barn. Einn maður á sjötugsaldri liggur á spítala alvarlega slasaður. Rignt hefur mikið á Ítalíu síðustu vikuna. Sveitarstjóri Ischia segir að flætt hafi talsvert inn í mörg hús en hvergi sé ástandið eins alvarlegt og í Casamicciola þar sem aurskriðan féll. Þrettán létust í flóðum á Marche-svæðinu á meginlandi Ítalíu í síðasta septembermánuði. Mörg húsanna á svæðinu eru á kafi í aur.vísir/ap/Salvatore Laporta Björgunarliðar reyna að hreinsa göturnar af mold.vísir/ap/Salvatore Laporta Bílar skoluðust margir alveg niður að strönd með skriðunni.vísir/ap/Salvatore Laporta Ítalía Náttúruhamfarir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Rignt hafði gríðarlega á eyjunni, sem stendur við Napólíflóa, í alla nótt. Aðstæður við björgunaraðgerðir hafa verið afar erfiðar í dag þar sem haldið hefur áfram að rigna talsvert. Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, sagði í morgun að átta hefðu látist í aurskriðunni. Það var síðar dregið til baka og nú hafa yfirvöld aðeins staðfest að ein kona hafi fundist látin en tíu sé enn saknað. Íbúar rölta um óþekkjanlegan bæ sinn í dag.vísir/ap Rafmagnslaust er á svæðinu hafa í kring um 30 fjölskyldur setið fastar á heimilum sínum í smábænum Lacco Ameno, við hlið Casamicciola, þar sem nokkrar byggingar hafa hrunið. Um 20 þúsund manns búa á eyjunni en hún er afar vinsæll túristastaður. „Staðan er afar flókin. Mörg húsanna voru rifin upp með rótum í aurskriðunni,“ er haft eftir lögreglustjóranum Tiziano Lagana í erlendum miðlum. Stór hnullungur endaði fyrir utan þessa búð í Casamicciola í skriðunni.vísir/ap/Salvatore Laporta Hluti þeirra sem var saknað fyrr í dag fundust heilir á húfi við leitaraðgerðir, þar á meðal fjölskylda með nýfætt barn. Einn maður á sjötugsaldri liggur á spítala alvarlega slasaður. Rignt hefur mikið á Ítalíu síðustu vikuna. Sveitarstjóri Ischia segir að flætt hafi talsvert inn í mörg hús en hvergi sé ástandið eins alvarlegt og í Casamicciola þar sem aurskriðan féll. Þrettán létust í flóðum á Marche-svæðinu á meginlandi Ítalíu í síðasta septembermánuði. Mörg húsanna á svæðinu eru á kafi í aur.vísir/ap/Salvatore Laporta Björgunarliðar reyna að hreinsa göturnar af mold.vísir/ap/Salvatore Laporta Bílar skoluðust margir alveg niður að strönd með skriðunni.vísir/ap/Salvatore Laporta
Ítalía Náttúruhamfarir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira