Erlent Hunter Biden ákærður Alríkissaksóknarar hafa gefið út ákæru á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sagður hafa komist ólöglega yfir skotvopn í október árið 2018, eftir að hafa logið til um að neyta ekki né vera háður fíkniefnum. Erlent 15.9.2023 07:10 Leitin að sökudólgum hafin í Líbíu Fimm dögum eftir að flóð léku íbúa norðausturhluta Líbíu grátt eru lík enn að finnast á víð og dreif. Leitin að sökudólgum er hafin og Sameinuðu þjóðirnar segja að hægt hefði verið að koma í veg fyrir hamfarirnar. Erlent 14.9.2023 23:54 Borgar ekki fjölskyldunum sem hann hrellti en spreðar peningum Alex Jones, samsæringur, hefur ekki greitt fjölskyldum barna sem myrt voru í Sandy Hook árásinni árið 2012 krónu. Hann spreðar þó peningum sínum og eyddi til að mynda 93 þúsund dölum í júlí en það samsvarar um 12,8 milljónum króna. Jones var í fyrra dæmdur til að greiða fjölskyldunum tæplega einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur. Erlent 14.9.2023 22:28 Náðu að draga Ocean Explorer af strandstað Tarajoq, rannsóknarskip grænlensku umhverfisstofnunarinnar, tókst að draga skemmtiferðaskipið Ocean Explorer af strandstað í Alpafirði á austurströnd Grænlands um hádegisbil í dag. Erlent 14.9.2023 12:35 Áhrifamenn í tæknigeiranum sammála um nauðsyn regluverks Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX og eigandi samskiptamiðilsins X (áður Twitter), segir menn hafa verið á einu máli um mikilvægi regluverks um gervigreind þegar margir af helstu þungavigtarmönnum tæknigeirans funduðu með stjórnmálamönnum vestanhafs í miðvikudag. Erlent 14.9.2023 10:34 Hvetja ríki til að banna inngrip til að stýra veðuröflunum Climate Overshoot Commission, alþjóðleg nefnd sérfræðinga á sviði loftslagsmála, hvetur stjórnvöld heims til að heimila vísindarannsóknir á inngripum í náttúrulega ferla á borð við veðrabreytingar en banna framkvæmd þeirra. Erlent 14.9.2023 08:57 Óttast að allt að tuttugu þúsund hafi látið lífið í Derna Nú er óttast að átján til tuttugu þúsund manns hafi látið lífið í flóðunum í líbísku borginni Derna um helgina. Erlent 14.9.2023 07:19 Eiginkona El Chapo laus úr steininum Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnabarónsins víðfræga, Joaquín Guzmán, eða El Chapo, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Hún lauk afplánun þriggja ára fangelsisdóms eftir að hún játaði þrjú brot árið 2021 sem sneru að því að hún hefði hjálpað eiginmanni sínum að reka glæpaveldi hans. Erlent 14.9.2023 00:02 Enn ekki tekist að koma skemmtiferðaskipinu á flot Skemmtiferðaskipið Ocean Explorer hefur verið strand við austurströnd Grænlands síðan á mánudag. Engan sakaði þegar skipið strandaði. Erlent 13.9.2023 23:38 Skemmdu herskip og kafbát með stýriflaugum Úkraínski herinn skemmdi í nótt rússneskt herskip og kafbát sem voru í slipp í Sevastopol á Krímskaga. Það gerðu Úkraínumenn með Storm Shadow stýriflaugum en árásin beindist að höfuðstöðvum Svartahafsflota Rússa. Erlent 13.9.2023 22:00 Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. Erlent 13.9.2023 18:18 Strokufanginn gómaður eftir tveggja vikna flótta Danelo Cavalcante, morðingi sem hefur gengið laus síðustu tvær vikur, hefur verið gómaður. Hann slapp úr fangelsi í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna á ótrúlegan átt á dögunum. Erlent 13.9.2023 13:12 Almennir borgarar koma samlöndum sínum til hjálpar Allt að 3.000 eru taldir látnir og fleiri en 5.000 særðir eftir jarðskjálftann sem reið yfir Marokkó á föstudag. Herinn hefur sett upp tímabundin sjúkrahús þar sem neyðin er sem mest en vonir dvína um að finna fleiri á lífi. Erlent 13.9.2023 11:39 Möguleg vatnaveröld með kolefnissamböndum í lofti Stjörnufræðingar hafa fundið kolefnissameindir í andrúmslofti fjarreikistjörnu sem styrkir tilgátur um að þar kunni að vera haf fljótandi vatns. Einnig fundust óskýrari merki um að þar sé að finna efnasamband sem aðeins sjóþörungar mynda á jörðinni. Erlent 13.9.2023 09:35 Stolnu verki eftir van Gogh skilað í Ikea-poka með blóðugum kodda Málverkið „Vorgarður“ eftir Vincent van Gogh er komið aftur í öruggar hendur eftir að hafa verið stolið af Singer-safninu í bænum Laren í Hollandi árið 2020. Það var málverkaspæjari sem endurheimti verkið, eftir að það hafði gengið manna á milli. Erlent 13.9.2023 08:36 Fleiri en tvö þúsund lík fundin eftir flóðin í Líbíu Björgunar- og leitarflokkar hafa fundið meira en tvö þúsund lík í rústum borgarinnar Dernu í austanverðri Líbíu. Yfirvöld óttast að tala látinna gæti náð fimm þúsund þegar uppi er staðið. Erlent 13.9.2023 08:34 Tugir krókódíla á flótta í Kína Rúmlega sjötíu krókódílar sluppu úr prísund sinni í suðurhluta Kína á dögunum og er þeirra nú leitað um alla sveitina. Erlent 13.9.2023 08:32 Skemmtiferðaskip strand við austurströnd Grænlands Skemmtiferðaskipið Ocean Explorer strandaði við Alpafjörð við austurströnd Grænlands í gærmorgun. Vonast var til að hægt yrði að koma skipinu af strandstað á háflóði í gær en það gekk ekki. Erlent 13.9.2023 07:46 Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. Erlent 13.9.2023 06:58 Á flótta í tæpar tvær vikur og nú vopnaður Dæmdur morðingi sem gengið hefur laus í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í tæpar tvær vikur er vopnaður. Hann er sagður hafa fundið riffil í skúr sem hann fór inn í. Erlent 13.9.2023 00:00 Káfaði á fréttakonu í beinni Maður káfaði á spænskri fréttakonu í beinni útsendingu í miðbæ Madrídar í dag. Isa Balado var að fjalla um rán í verslun þegar maður gekk aftan að henni, truflaði hana og snerti svo á henni rassinn. Erlent 12.9.2023 21:23 Hefja formlega rannsókn á Biden Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að opnuð yrði formleg rannsókn sem beinist að Joe Biden, forseta, og ætlað væri að kanna hvort tilefni væri til að ákæra hann fyrir embættisbrot. Rannsóknin á að beinast að viðskiptaumsvifum fjölskyldu Bidens. Erlent 12.9.2023 20:17 Kynlífsmyndband frambjóðanda setur kosningar í Virginíu í uppnám Frambjóðandi Demókrataflokksins til fulltrúaþings Virginíuríkis Bandaríkjanna stundaði kynlíf með eiginmanni sínum í beinu streymi. Hún er meðal annars sögð hafa beðið áhorfendur um þjórfé gegn því að hún og eiginmaður hennar myndu framkvæma ákveðnar kynferðislegar athafnir. Erlent 12.9.2023 15:21 Þúsundir látin eða týnd og heilt hverfi horfið í haf Um tíu þúsund eru týnd eða þúsundir látin í kjölfar hamfaraflóða í borginni Derna í Líbíu. Stormurinn Daníel gekk yfir landið á sunnudag upp ströndina frá Miðjarðarhafinu. Erlent 12.9.2023 14:56 Hægriflokkurinn með meirihluta í Noregi Hægriflokkurinn Høyre hlaut víða meirihluta í sveitarstjórnarkosningum í Noregi í gær. Nærri 100 ár eru síðan Høyre var stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. Erlent 12.9.2023 09:45 Kim heldur til Rússlands til fundar við Pútín Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu hefur staðfest að leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sé kominn til Rússlands þar sem hann mun síðar funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Erlent 12.9.2023 06:49 Leggja fimm evru daggjald á ferðamenn Búist er við að borgaryfirvöld í Feneyjum á Ítalíu muni samþykkja að leggja sérstakt fimm evru daggjald á ferðamenn sem sækja borgina heim í tilraun til að takmarka straum ferðamanna til borgarinnar. Erlent 12.9.2023 06:46 Vill að dómarinn stígi til hliðar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa lagt fram kröfu um að dómarinn Tanya Chutkan stígi til hliðar. Það á hún að gera á þeim grundvelli að hún hafi sýnt fram á óhlutlægni í garð Trumps. Erlent 11.9.2023 22:53 Kim í lest á leið til Pútíns Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun á næstu dögum funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Einræðisherrann er sagður vera lagður af stað til Valdivostok í Rússlandi á brynvarinni lest sinni. Erlent 11.9.2023 17:56 Djúpstæður klofningur hálfri öld eftir alræmt valdarán Síleskt samfélag er enn klofið sem endranær, fimmtíu árum eftir að herforingjar steyptu lýðræðislega kjörnum forseta landsins af stóli í blóðugu valdaráni. Tugir þúsunda manna greiddu fyrir stöðugleika og hagvöxt með lífi sínu undir ógnarstjórn einræðisherrans Augusto Pinochet. Erlent 11.9.2023 15:14 « ‹ 130 131 132 133 134 135 136 137 138 … 334 ›
Hunter Biden ákærður Alríkissaksóknarar hafa gefið út ákæru á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sagður hafa komist ólöglega yfir skotvopn í október árið 2018, eftir að hafa logið til um að neyta ekki né vera háður fíkniefnum. Erlent 15.9.2023 07:10
Leitin að sökudólgum hafin í Líbíu Fimm dögum eftir að flóð léku íbúa norðausturhluta Líbíu grátt eru lík enn að finnast á víð og dreif. Leitin að sökudólgum er hafin og Sameinuðu þjóðirnar segja að hægt hefði verið að koma í veg fyrir hamfarirnar. Erlent 14.9.2023 23:54
Borgar ekki fjölskyldunum sem hann hrellti en spreðar peningum Alex Jones, samsæringur, hefur ekki greitt fjölskyldum barna sem myrt voru í Sandy Hook árásinni árið 2012 krónu. Hann spreðar þó peningum sínum og eyddi til að mynda 93 þúsund dölum í júlí en það samsvarar um 12,8 milljónum króna. Jones var í fyrra dæmdur til að greiða fjölskyldunum tæplega einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur. Erlent 14.9.2023 22:28
Náðu að draga Ocean Explorer af strandstað Tarajoq, rannsóknarskip grænlensku umhverfisstofnunarinnar, tókst að draga skemmtiferðaskipið Ocean Explorer af strandstað í Alpafirði á austurströnd Grænlands um hádegisbil í dag. Erlent 14.9.2023 12:35
Áhrifamenn í tæknigeiranum sammála um nauðsyn regluverks Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX og eigandi samskiptamiðilsins X (áður Twitter), segir menn hafa verið á einu máli um mikilvægi regluverks um gervigreind þegar margir af helstu þungavigtarmönnum tæknigeirans funduðu með stjórnmálamönnum vestanhafs í miðvikudag. Erlent 14.9.2023 10:34
Hvetja ríki til að banna inngrip til að stýra veðuröflunum Climate Overshoot Commission, alþjóðleg nefnd sérfræðinga á sviði loftslagsmála, hvetur stjórnvöld heims til að heimila vísindarannsóknir á inngripum í náttúrulega ferla á borð við veðrabreytingar en banna framkvæmd þeirra. Erlent 14.9.2023 08:57
Óttast að allt að tuttugu þúsund hafi látið lífið í Derna Nú er óttast að átján til tuttugu þúsund manns hafi látið lífið í flóðunum í líbísku borginni Derna um helgina. Erlent 14.9.2023 07:19
Eiginkona El Chapo laus úr steininum Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnabarónsins víðfræga, Joaquín Guzmán, eða El Chapo, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Hún lauk afplánun þriggja ára fangelsisdóms eftir að hún játaði þrjú brot árið 2021 sem sneru að því að hún hefði hjálpað eiginmanni sínum að reka glæpaveldi hans. Erlent 14.9.2023 00:02
Enn ekki tekist að koma skemmtiferðaskipinu á flot Skemmtiferðaskipið Ocean Explorer hefur verið strand við austurströnd Grænlands síðan á mánudag. Engan sakaði þegar skipið strandaði. Erlent 13.9.2023 23:38
Skemmdu herskip og kafbát með stýriflaugum Úkraínski herinn skemmdi í nótt rússneskt herskip og kafbát sem voru í slipp í Sevastopol á Krímskaga. Það gerðu Úkraínumenn með Storm Shadow stýriflaugum en árásin beindist að höfuðstöðvum Svartahafsflota Rússa. Erlent 13.9.2023 22:00
Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. Erlent 13.9.2023 18:18
Strokufanginn gómaður eftir tveggja vikna flótta Danelo Cavalcante, morðingi sem hefur gengið laus síðustu tvær vikur, hefur verið gómaður. Hann slapp úr fangelsi í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna á ótrúlegan átt á dögunum. Erlent 13.9.2023 13:12
Almennir borgarar koma samlöndum sínum til hjálpar Allt að 3.000 eru taldir látnir og fleiri en 5.000 særðir eftir jarðskjálftann sem reið yfir Marokkó á föstudag. Herinn hefur sett upp tímabundin sjúkrahús þar sem neyðin er sem mest en vonir dvína um að finna fleiri á lífi. Erlent 13.9.2023 11:39
Möguleg vatnaveröld með kolefnissamböndum í lofti Stjörnufræðingar hafa fundið kolefnissameindir í andrúmslofti fjarreikistjörnu sem styrkir tilgátur um að þar kunni að vera haf fljótandi vatns. Einnig fundust óskýrari merki um að þar sé að finna efnasamband sem aðeins sjóþörungar mynda á jörðinni. Erlent 13.9.2023 09:35
Stolnu verki eftir van Gogh skilað í Ikea-poka með blóðugum kodda Málverkið „Vorgarður“ eftir Vincent van Gogh er komið aftur í öruggar hendur eftir að hafa verið stolið af Singer-safninu í bænum Laren í Hollandi árið 2020. Það var málverkaspæjari sem endurheimti verkið, eftir að það hafði gengið manna á milli. Erlent 13.9.2023 08:36
Fleiri en tvö þúsund lík fundin eftir flóðin í Líbíu Björgunar- og leitarflokkar hafa fundið meira en tvö þúsund lík í rústum borgarinnar Dernu í austanverðri Líbíu. Yfirvöld óttast að tala látinna gæti náð fimm þúsund þegar uppi er staðið. Erlent 13.9.2023 08:34
Tugir krókódíla á flótta í Kína Rúmlega sjötíu krókódílar sluppu úr prísund sinni í suðurhluta Kína á dögunum og er þeirra nú leitað um alla sveitina. Erlent 13.9.2023 08:32
Skemmtiferðaskip strand við austurströnd Grænlands Skemmtiferðaskipið Ocean Explorer strandaði við Alpafjörð við austurströnd Grænlands í gærmorgun. Vonast var til að hægt yrði að koma skipinu af strandstað á háflóði í gær en það gekk ekki. Erlent 13.9.2023 07:46
Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. Erlent 13.9.2023 06:58
Á flótta í tæpar tvær vikur og nú vopnaður Dæmdur morðingi sem gengið hefur laus í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í tæpar tvær vikur er vopnaður. Hann er sagður hafa fundið riffil í skúr sem hann fór inn í. Erlent 13.9.2023 00:00
Káfaði á fréttakonu í beinni Maður káfaði á spænskri fréttakonu í beinni útsendingu í miðbæ Madrídar í dag. Isa Balado var að fjalla um rán í verslun þegar maður gekk aftan að henni, truflaði hana og snerti svo á henni rassinn. Erlent 12.9.2023 21:23
Hefja formlega rannsókn á Biden Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að opnuð yrði formleg rannsókn sem beinist að Joe Biden, forseta, og ætlað væri að kanna hvort tilefni væri til að ákæra hann fyrir embættisbrot. Rannsóknin á að beinast að viðskiptaumsvifum fjölskyldu Bidens. Erlent 12.9.2023 20:17
Kynlífsmyndband frambjóðanda setur kosningar í Virginíu í uppnám Frambjóðandi Demókrataflokksins til fulltrúaþings Virginíuríkis Bandaríkjanna stundaði kynlíf með eiginmanni sínum í beinu streymi. Hún er meðal annars sögð hafa beðið áhorfendur um þjórfé gegn því að hún og eiginmaður hennar myndu framkvæma ákveðnar kynferðislegar athafnir. Erlent 12.9.2023 15:21
Þúsundir látin eða týnd og heilt hverfi horfið í haf Um tíu þúsund eru týnd eða þúsundir látin í kjölfar hamfaraflóða í borginni Derna í Líbíu. Stormurinn Daníel gekk yfir landið á sunnudag upp ströndina frá Miðjarðarhafinu. Erlent 12.9.2023 14:56
Hægriflokkurinn með meirihluta í Noregi Hægriflokkurinn Høyre hlaut víða meirihluta í sveitarstjórnarkosningum í Noregi í gær. Nærri 100 ár eru síðan Høyre var stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. Erlent 12.9.2023 09:45
Kim heldur til Rússlands til fundar við Pútín Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu hefur staðfest að leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sé kominn til Rússlands þar sem hann mun síðar funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Erlent 12.9.2023 06:49
Leggja fimm evru daggjald á ferðamenn Búist er við að borgaryfirvöld í Feneyjum á Ítalíu muni samþykkja að leggja sérstakt fimm evru daggjald á ferðamenn sem sækja borgina heim í tilraun til að takmarka straum ferðamanna til borgarinnar. Erlent 12.9.2023 06:46
Vill að dómarinn stígi til hliðar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa lagt fram kröfu um að dómarinn Tanya Chutkan stígi til hliðar. Það á hún að gera á þeim grundvelli að hún hafi sýnt fram á óhlutlægni í garð Trumps. Erlent 11.9.2023 22:53
Kim í lest á leið til Pútíns Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun á næstu dögum funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Einræðisherrann er sagður vera lagður af stað til Valdivostok í Rússlandi á brynvarinni lest sinni. Erlent 11.9.2023 17:56
Djúpstæður klofningur hálfri öld eftir alræmt valdarán Síleskt samfélag er enn klofið sem endranær, fimmtíu árum eftir að herforingjar steyptu lýðræðislega kjörnum forseta landsins af stóli í blóðugu valdaráni. Tugir þúsunda manna greiddu fyrir stöðugleika og hagvöxt með lífi sínu undir ógnarstjórn einræðisherrans Augusto Pinochet. Erlent 11.9.2023 15:14
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent