Morðrannsókn hafin í dularfullu máli átta ára drengs Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. október 2024 22:43 Ekkert hefur spurst til hans frá því um vorið 2022 en aðeins var tilkynnt um hvarf hans í ágúst á þessu ári. Lögreglan á Írlandi Forsætisráðherra Írlands tjáir sig um dularfullt mál átta ára drengs sem gæti hafa verið týndur í allt að tvö ár þrátt fyrir að aðeins hafi verið tilkynnt um hvarf hans í lok ágúst. Hann veltir því fyrir sér hvernig slíkt geti gerst en gert er ráð fyrir því að drengurinn hafi verið myrtur. Lögreglan í Dundalk hefur tekið þá ákvörðun að hefja morðrannsókn þrátt fyrir að lík hins átta ára Kyran Durnin hafi aldrei fundist. Tilkynnt var um hvarf hans og móður hans 30. ágúst á þessu ári. Guardian hefur það eftir rannsóknarlögreglumönnum hjá lögreglunni í Dundalk að þeim hafi verið sagt að sést hafi til Kyrans og móður hans tveimur dögum áður. Móðir drengsins hefur síðan komið í leitirnar en ekkert hefur fundist af Kyrani sem gert er þó ráð fyrir að sé látinn. „Þrátt fyrir umfangsmikla eftirgrennslan hefur Garda Síochána (lögreglan á Írlandi) ekki tekist að finna Kyran, afla sér neinna upplýsinga um það hvar hann er niðurkominn eða nokkra vísbendingu um það að hann sé á lífi,“ sagði Alan McGovern, yfirlögreglustjóri í héruðunum Louth, Cavan og Monaghan, á blaðamannafundi sem embættið hélt fyrr í dag. Lögreglan telur að hann hafi horfið fyrir allt að tveimur árum síðan en það er vitað að hann var nemandi við grunnskólann á svæðinu þangað til um vorið 2022. Hún hefur engar upplýsingar um afdrif hans síðan. Á fundinum biðlaði hann til þeirra sem hefðu upplýsingar sem tengdust málinu að hafa samband við lögreglu umsvifalaust. Þar kom einnig fram að lögreglan hefði hafið húsleit á heimili Kyrans og væri að grannskoða nærliggjandi svæði í leit að einhverjum vísbendingum um örlög hans. Málið hefur vakinn mikinn ugg á Írlandi og nú síðast í dag tjáði Simon Harris forsætisráðherra landsins sig um málið. Hann sagði mál drengsins vekja sér mikinn óhug. „Að hugsa sér, sem manneskja, sem foreldri, að barn geti bara horfið sporlaust er gjörsamlega hörmulegt og það hefur greinilega eitthvað farið algjörlega úrskeiðis hérna. Barninu var brugðist og því var brugðist illa,“ segir Harris. „Hvernig getur lítill átta ára drengur horfið án þess að nokkur taki eftir honum?“ spyr hann sig þá. Á blaðamannafundinum segir Ian að núverandi íbúar hússins sem Kyran átti heima í séu ekki tengdir hvarfinu en húsið var í eigu fjölskyldu drengsins þangað til í maímánuði þessa árs. Helen McEntee dómsmálaráðherra landsins hefur einnig tjáð sig um málið. Hún sagði það fá mikið á sig. „Því miður er talið að hann sé líklega látinn en við verðum að komast til botns í því sem átti sér stað. Við þurfum að vita hvort einhvers staðar hafi eitthvað farið úrskeiðis, hvar það hafi verið en einnig hver beri ábyrgð á því.“ Írland Erlend sakamál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Lögreglan í Dundalk hefur tekið þá ákvörðun að hefja morðrannsókn þrátt fyrir að lík hins átta ára Kyran Durnin hafi aldrei fundist. Tilkynnt var um hvarf hans og móður hans 30. ágúst á þessu ári. Guardian hefur það eftir rannsóknarlögreglumönnum hjá lögreglunni í Dundalk að þeim hafi verið sagt að sést hafi til Kyrans og móður hans tveimur dögum áður. Móðir drengsins hefur síðan komið í leitirnar en ekkert hefur fundist af Kyrani sem gert er þó ráð fyrir að sé látinn. „Þrátt fyrir umfangsmikla eftirgrennslan hefur Garda Síochána (lögreglan á Írlandi) ekki tekist að finna Kyran, afla sér neinna upplýsinga um það hvar hann er niðurkominn eða nokkra vísbendingu um það að hann sé á lífi,“ sagði Alan McGovern, yfirlögreglustjóri í héruðunum Louth, Cavan og Monaghan, á blaðamannafundi sem embættið hélt fyrr í dag. Lögreglan telur að hann hafi horfið fyrir allt að tveimur árum síðan en það er vitað að hann var nemandi við grunnskólann á svæðinu þangað til um vorið 2022. Hún hefur engar upplýsingar um afdrif hans síðan. Á fundinum biðlaði hann til þeirra sem hefðu upplýsingar sem tengdust málinu að hafa samband við lögreglu umsvifalaust. Þar kom einnig fram að lögreglan hefði hafið húsleit á heimili Kyrans og væri að grannskoða nærliggjandi svæði í leit að einhverjum vísbendingum um örlög hans. Málið hefur vakinn mikinn ugg á Írlandi og nú síðast í dag tjáði Simon Harris forsætisráðherra landsins sig um málið. Hann sagði mál drengsins vekja sér mikinn óhug. „Að hugsa sér, sem manneskja, sem foreldri, að barn geti bara horfið sporlaust er gjörsamlega hörmulegt og það hefur greinilega eitthvað farið algjörlega úrskeiðis hérna. Barninu var brugðist og því var brugðist illa,“ segir Harris. „Hvernig getur lítill átta ára drengur horfið án þess að nokkur taki eftir honum?“ spyr hann sig þá. Á blaðamannafundinum segir Ian að núverandi íbúar hússins sem Kyran átti heima í séu ekki tengdir hvarfinu en húsið var í eigu fjölskyldu drengsins þangað til í maímánuði þessa árs. Helen McEntee dómsmálaráðherra landsins hefur einnig tjáð sig um málið. Hún sagði það fá mikið á sig. „Því miður er talið að hann sé líklega látinn en við verðum að komast til botns í því sem átti sér stað. Við þurfum að vita hvort einhvers staðar hafi eitthvað farið úrskeiðis, hvar það hafi verið en einnig hver beri ábyrgð á því.“
Írland Erlend sakamál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira