Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2024 09:03 Bidzina Ivanishvili ávarpaði kosningafund Georgíska draumsins í gær. Hann sést sjaldan opinberlega en er talinn halda um valdaþræði á bak við tjöldin í Georgíu. Vísir/EPA Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. Hörð barátta á sér nú stað í Georgíu um framtíðarstefnu landsins. Georgía fékk stöðu umsóknarríkis um Evrópusambandsaðild í fyrra en samskipti georgísku ríkisstjórnarinnar undir forystu Georgíska draumsins við sambandið hefur hrakað mjög að undanförnu. Sérstaklega voru það lög um útsendara erlendra ríkja sem eru í anda rússneskra laga hefur verið beitt til þess að bæla niður gagnrýnisraddir á stjórnvöld sem mældust illa fyrir hjá vestrænum bandamönnum Georgíu. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að rússnesku lögin stríddu gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, var hluti af sendinefnd frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum, og ávarpaði mótmælendur laganna umdeildu í Tblisi í maí. Á móti stjórninni stendur Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, en embætti hennar er að mestu leyti táknrænt. Hún hefur verið ötull talsmaður Evrópusambandsaðildar landsins og reyndi að beita neitunarvaldi gegn „rússnesku lögunum“ eins og þau voru nefnd. Aukin harka virðist hafa færst í baráttu andstæðra póla. Bidzina Ivanishvili, auðkýfingurinn sem stofnaði Georgíska drauminn og fyrrverandi forsætisráðherra, hét því á kosningafundi í Tblisi í gær að draga stjórnarandstöðuna til ábyrgðar fyrir „stríðsglæpi“ sem hún ætti að hafa framið gegn þjóðinni, að því er kemur fram í frétt Reuters. Hann tilgreindi þó ekki hverjir þeir meintu glæpir ættu að vera. Ivanishvili hefur áður hótað að láta banna stjórnarandstöðuna. Milljarðamæringurinn hefur áður sakað vestræn ríki um að reyna egna til átaka á milli Georgíu og Rússlands. Georgíski draumurinn mælist enn stærsti flokkur landsins í skoðanakönnunum þótt fylgi hans sé ekki í sömu hæðum og þegar hann hlaut tæpan helming atkvæða og nauman þingmeirihluta. Georgía Utanríkismál Tengdar fréttir Telur rússnesk lög um erlenda útsendara stríða gegn mannréttindum Mannréttindadómstóll Evrópu segir að rússnesk lög sem þvinga félagasamtök og fjölmiðla til þess að skrá sig sem útsendara erlendra ríkja brot gegn tjáningar- og samkomufrelsi. Markmið þeirra virðist vera að ógna og refsa andófsröddum. 22. október 2024 13:32 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Hörð barátta á sér nú stað í Georgíu um framtíðarstefnu landsins. Georgía fékk stöðu umsóknarríkis um Evrópusambandsaðild í fyrra en samskipti georgísku ríkisstjórnarinnar undir forystu Georgíska draumsins við sambandið hefur hrakað mjög að undanförnu. Sérstaklega voru það lög um útsendara erlendra ríkja sem eru í anda rússneskra laga hefur verið beitt til þess að bæla niður gagnrýnisraddir á stjórnvöld sem mældust illa fyrir hjá vestrænum bandamönnum Georgíu. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að rússnesku lögin stríddu gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, var hluti af sendinefnd frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum, og ávarpaði mótmælendur laganna umdeildu í Tblisi í maí. Á móti stjórninni stendur Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, en embætti hennar er að mestu leyti táknrænt. Hún hefur verið ötull talsmaður Evrópusambandsaðildar landsins og reyndi að beita neitunarvaldi gegn „rússnesku lögunum“ eins og þau voru nefnd. Aukin harka virðist hafa færst í baráttu andstæðra póla. Bidzina Ivanishvili, auðkýfingurinn sem stofnaði Georgíska drauminn og fyrrverandi forsætisráðherra, hét því á kosningafundi í Tblisi í gær að draga stjórnarandstöðuna til ábyrgðar fyrir „stríðsglæpi“ sem hún ætti að hafa framið gegn þjóðinni, að því er kemur fram í frétt Reuters. Hann tilgreindi þó ekki hverjir þeir meintu glæpir ættu að vera. Ivanishvili hefur áður hótað að láta banna stjórnarandstöðuna. Milljarðamæringurinn hefur áður sakað vestræn ríki um að reyna egna til átaka á milli Georgíu og Rússlands. Georgíski draumurinn mælist enn stærsti flokkur landsins í skoðanakönnunum þótt fylgi hans sé ekki í sömu hæðum og þegar hann hlaut tæpan helming atkvæða og nauman þingmeirihluta.
Georgía Utanríkismál Tengdar fréttir Telur rússnesk lög um erlenda útsendara stríða gegn mannréttindum Mannréttindadómstóll Evrópu segir að rússnesk lög sem þvinga félagasamtök og fjölmiðla til þess að skrá sig sem útsendara erlendra ríkja brot gegn tjáningar- og samkomufrelsi. Markmið þeirra virðist vera að ógna og refsa andófsröddum. 22. október 2024 13:32 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Telur rússnesk lög um erlenda útsendara stríða gegn mannréttindum Mannréttindadómstóll Evrópu segir að rússnesk lög sem þvinga félagasamtök og fjölmiðla til þess að skrá sig sem útsendara erlendra ríkja brot gegn tjáningar- og samkomufrelsi. Markmið þeirra virðist vera að ógna og refsa andófsröddum. 22. október 2024 13:32