Fjórir sagðir látnir eftir hryðjuverkaárás í Ankara Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2024 13:59 Hópur vopnaðra manna hljóp inn á lóðina eftir stóra sprengingu. Skjáskot Mikil skothríð og háværar sprengingar heyrðust í dag frá aðalskrifstofu fyrirtækisins Turkish Aerospace Industries í Ankara, höfuðborg Tyrklands í dag. Þungvopnað fólk ruddist svo þar inn. Hurriyet hefur eftir innanríkisráðherra Tyrklands að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán særðir, samkvæmt ráðherranum, sem heitir Ali Yerlikaya. Tveir hryðjuverkamenn voru felldir og berst nú fregnir af því að hættan sé yfirstaðin. Fregnir höfðu borist af því að einhverjir árásarmenn hefðu tekið gísla en óljóst er hvort þeir hafi verið fleiri en þrír en sá þriðji mun hafa sprengt sig í loft upp við upphaf árásarinnar. Árásin hófst víst á stórri sprengingu við innganginn á lóð fyrirtækisins um klukkan eitt að íslenskum tíma. Þar var mögulega um sjálfsmorðsárás á ræða og í kjölfarið ruddist vopnaða fólkið þar inn. NEW: More footage of gunmen in Ankara attack that targeted one of Turkey’s biggest defense companies pic.twitter.com/xmmEIR6PN4— Ragıp Soylu (@ragipsoylu) October 23, 2024 Hvaða hópur gerði þessa árás liggur ekki fyrir að svo stöddu. PKK eða Verkamannaflokkur Kúrda og Íslamska ríkið hafa gert sambærilegar árásir í Tyrklandi áður. Það að kona sé meðal árásarmannanna bendir mögulega til PKK frekar en Íslamska ríkisins. TUSAŞ'taki saldırıyı gerçekleştiren teröristler kamerada! pic.twitter.com/OYdSyL380d— İhlas Haber Ajansı (@ihacomtr) October 23, 2024 Rúmlega fimmtán þúsund manns vinna hjá TAI og stór hluti þeirra í höfuðstöðvunum í Ankara. Fyrirtækið þróar og framleiðir flugvélar, bæði hefðbundnar og herflugvélar auk þess sem það framleiðir dróna, ýmis hergögn og annað. TUSAŞ'a saldırı yapan kadın terörist pic.twitter.com/rB3IdVbwt5— İhlas Haber Ajansı (@ihacomtr) October 23, 2024 Fréttin var uppfærð 15:25. Tyrkland Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Hurriyet hefur eftir innanríkisráðherra Tyrklands að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán særðir, samkvæmt ráðherranum, sem heitir Ali Yerlikaya. Tveir hryðjuverkamenn voru felldir og berst nú fregnir af því að hættan sé yfirstaðin. Fregnir höfðu borist af því að einhverjir árásarmenn hefðu tekið gísla en óljóst er hvort þeir hafi verið fleiri en þrír en sá þriðji mun hafa sprengt sig í loft upp við upphaf árásarinnar. Árásin hófst víst á stórri sprengingu við innganginn á lóð fyrirtækisins um klukkan eitt að íslenskum tíma. Þar var mögulega um sjálfsmorðsárás á ræða og í kjölfarið ruddist vopnaða fólkið þar inn. NEW: More footage of gunmen in Ankara attack that targeted one of Turkey’s biggest defense companies pic.twitter.com/xmmEIR6PN4— Ragıp Soylu (@ragipsoylu) October 23, 2024 Hvaða hópur gerði þessa árás liggur ekki fyrir að svo stöddu. PKK eða Verkamannaflokkur Kúrda og Íslamska ríkið hafa gert sambærilegar árásir í Tyrklandi áður. Það að kona sé meðal árásarmannanna bendir mögulega til PKK frekar en Íslamska ríkisins. TUSAŞ'taki saldırıyı gerçekleştiren teröristler kamerada! pic.twitter.com/OYdSyL380d— İhlas Haber Ajansı (@ihacomtr) October 23, 2024 Rúmlega fimmtán þúsund manns vinna hjá TAI og stór hluti þeirra í höfuðstöðvunum í Ankara. Fyrirtækið þróar og framleiðir flugvélar, bæði hefðbundnar og herflugvélar auk þess sem það framleiðir dróna, ýmis hergögn og annað. TUSAŞ'a saldırı yapan kadın terörist pic.twitter.com/rB3IdVbwt5— İhlas Haber Ajansı (@ihacomtr) October 23, 2024 Fréttin var uppfærð 15:25.
Tyrkland Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira