Fjórir sagðir látnir eftir hryðjuverkaárás í Ankara Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2024 13:59 Hópur vopnaðra manna hljóp inn á lóðina eftir stóra sprengingu. Skjáskot Mikil skothríð og háværar sprengingar heyrðust í dag frá aðalskrifstofu fyrirtækisins Turkish Aerospace Industries í Ankara, höfuðborg Tyrklands í dag. Þungvopnað fólk ruddist svo þar inn. Hurriyet hefur eftir innanríkisráðherra Tyrklands að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán særðir, samkvæmt ráðherranum, sem heitir Ali Yerlikaya. Tveir hryðjuverkamenn voru felldir og berst nú fregnir af því að hættan sé yfirstaðin. Fregnir höfðu borist af því að einhverjir árásarmenn hefðu tekið gísla en óljóst er hvort þeir hafi verið fleiri en þrír en sá þriðji mun hafa sprengt sig í loft upp við upphaf árásarinnar. Árásin hófst víst á stórri sprengingu við innganginn á lóð fyrirtækisins um klukkan eitt að íslenskum tíma. Þar var mögulega um sjálfsmorðsárás á ræða og í kjölfarið ruddist vopnaða fólkið þar inn. NEW: More footage of gunmen in Ankara attack that targeted one of Turkey’s biggest defense companies pic.twitter.com/xmmEIR6PN4— Ragıp Soylu (@ragipsoylu) October 23, 2024 Hvaða hópur gerði þessa árás liggur ekki fyrir að svo stöddu. PKK eða Verkamannaflokkur Kúrda og Íslamska ríkið hafa gert sambærilegar árásir í Tyrklandi áður. Það að kona sé meðal árásarmannanna bendir mögulega til PKK frekar en Íslamska ríkisins. TUSAŞ'taki saldırıyı gerçekleştiren teröristler kamerada! pic.twitter.com/OYdSyL380d— İhlas Haber Ajansı (@ihacomtr) October 23, 2024 Rúmlega fimmtán þúsund manns vinna hjá TAI og stór hluti þeirra í höfuðstöðvunum í Ankara. Fyrirtækið þróar og framleiðir flugvélar, bæði hefðbundnar og herflugvélar auk þess sem það framleiðir dróna, ýmis hergögn og annað. TUSAŞ'a saldırı yapan kadın terörist pic.twitter.com/rB3IdVbwt5— İhlas Haber Ajansı (@ihacomtr) October 23, 2024 Fréttin var uppfærð 15:25. Tyrkland Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Sjá meira
Hurriyet hefur eftir innanríkisráðherra Tyrklands að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán særðir, samkvæmt ráðherranum, sem heitir Ali Yerlikaya. Tveir hryðjuverkamenn voru felldir og berst nú fregnir af því að hættan sé yfirstaðin. Fregnir höfðu borist af því að einhverjir árásarmenn hefðu tekið gísla en óljóst er hvort þeir hafi verið fleiri en þrír en sá þriðji mun hafa sprengt sig í loft upp við upphaf árásarinnar. Árásin hófst víst á stórri sprengingu við innganginn á lóð fyrirtækisins um klukkan eitt að íslenskum tíma. Þar var mögulega um sjálfsmorðsárás á ræða og í kjölfarið ruddist vopnaða fólkið þar inn. NEW: More footage of gunmen in Ankara attack that targeted one of Turkey’s biggest defense companies pic.twitter.com/xmmEIR6PN4— Ragıp Soylu (@ragipsoylu) October 23, 2024 Hvaða hópur gerði þessa árás liggur ekki fyrir að svo stöddu. PKK eða Verkamannaflokkur Kúrda og Íslamska ríkið hafa gert sambærilegar árásir í Tyrklandi áður. Það að kona sé meðal árásarmannanna bendir mögulega til PKK frekar en Íslamska ríkisins. TUSAŞ'taki saldırıyı gerçekleştiren teröristler kamerada! pic.twitter.com/OYdSyL380d— İhlas Haber Ajansı (@ihacomtr) October 23, 2024 Rúmlega fimmtán þúsund manns vinna hjá TAI og stór hluti þeirra í höfuðstöðvunum í Ankara. Fyrirtækið þróar og framleiðir flugvélar, bæði hefðbundnar og herflugvélar auk þess sem það framleiðir dróna, ýmis hergögn og annað. TUSAŞ'a saldırı yapan kadın terörist pic.twitter.com/rB3IdVbwt5— İhlas Haber Ajansı (@ihacomtr) October 23, 2024 Fréttin var uppfærð 15:25.
Tyrkland Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Sjá meira