Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Einstaklega blóðugur“ september Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2024 09:02 Mannfall hjá rússneskum hermönnum er sagt hafa verið gífurlega mikið í september. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Harðir bardagar eiga sér stað víðsvegar í austurhluta Úkraínu og í Kúrsk-héraði í Rússlandi þessa dagana. Þá eru hermenn frá Norður-Kóreu sagðir í Rússlandi og fleiri á leiðinni og ráðamenn í Kænugarði hafa reynt að sýna bakhjörlum sínum hvernig þeir geta í sameiningu bundið enda á stríðið og skapað frið til langs tíma. Yfirráðasvæði Úkraínumanna í Kúrskhéraði í Rússlandi hefur dregist töluvert saman en Rússar hófu gagnsókn þar snemma í síðasta mánuði. Rússar gerðu tiltölulega nýlega vel heppnaða gagnsókn í vesturhluta yfirráðsvæðis Úkraínumanna. Þeir eru sagðir hafa komið úkraínskum hermönnum í opna skjöldu og sóttu langt fram inn í héraðið. Enn er barist á svæðinu og hafa Úkraínumenn einnig staðið í árásum gegn Rússum, sem hafa sumar heppnast. A mechanized column from the 36th Marine Brigade, supported by tanks, is assaulting a Russian stronghold near Zeleny Shlyakh in the Kursk region. A fierce battle between both forces is recorded. pic.twitter.com/cnbhKGUKi6— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) October 22, 2024 Einn yfirmanna rússneska hersins á svæðinu hélt því nýverið fram að bardagarnir í Kúrsk væru þeir erfiðustu á allri víglínunni og að Rússar væru að berjast við fjórtán stórfylki og málaliða frá Vesturlöndum. Þegar kemur að austurhluta Úkraínu, hefur í raun lítið breyst og virðist enn sem að helsta markmið Rússa sé að ná fullum tökum á Donbas-svæðinu svokallaða, sem samanstendur af bæði Lúhansk- og Dónetsk-héruðum. Rússar sækja víða hægt fram en eru sagðir verða fyrir gífurlegu mannfalli. Reglulega birtast á samfélagsmiðlum myndbönd sem sýna úkraínska hermenn verjast nokkuð umfangsmiklum árásum þar sem Rússar notast við skrið- og bryndreka. Mannekla er þó enn sögð leika úkraínskar hersveitir grátt í austurhluta Úkraínu. Sjá einnig: Versnandi ástand í Pokrovsk Í Dónetskhéraði leggja Rússar enn mikið kapp á að sækja að bænum Pokrovsk, sem er mikilvæg birgðastöð fyrir úkraínska herinn á svæðinu. Þar hefur ástandið farið sífellt versnandi fyrir Úkraínumenn og hafa Rússar færst nær honum. Bærinn Selydove er suður af Pokrovsk en hann virðist fallinn í hendur Rússa. Russian flag planted in central Selydove. Situation on this front looks grim.Location: 48.14183935073701, 37.30601843027939 pic.twitter.com/mBgh06KcKd— Kyle Glen (@KyleJGlen) October 23, 2024 Svipaða sögu er að segja af bænum Chasiv Yar, en meira um það hér neðar. Hér að neðan á kortum frá bandarísku hugveitunni Institute for the study of war má sjá hvar helst hefur verið barist að undanförnu. Ítarlegra yfirlit yfir stöðuna á víglínunni má finna á vef sem kallast Deepstate. Here are today's Russian Offensive Campaign Assessment maps from @TheStudyofWar and @criticalthreats.Interactive Map Portfolio: https://t.co/z7t3hihNbH pic.twitter.com/IokHpZ7qIA— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) October 23, 2024 Hart barist um Chasiv Yar Rússar nálgast einnig bæinn Chasiv Yar, sem einnig er í Dónetsk-héraði. Rússneskir hermenn hafa í raun setið um bæinn um langt skeið, eða frá því skömmu eftir að Bakhmut féll í hendur Rússa. Það var í maí í fyrra og hafa varnir Chasiv Yar haldið síaðn þá. Rússar eru þó sagðir hafa náð nokkrum árangri á undanförnum vikum. Chasiv Yar situr á hæð og bíður upp á gott útsýni í allar áttir og þá er stórt síki austur af bænum sem hefur virkað vel sem varnarvirki. Eftir umfangsmiklar og misheppnaðar árásir í sumar eru Rússar sagðir hafa breytt árásum sínum og lagt meira kapp á að reyna að einangra verjendur bæjarins. Drónaárásir Rússa hafa til að mynda gert Úkraínumönnum erfitt að senda liðsauka og skotfæri til verjenda bæjarins og að flytja særða menn úr bænum. Úkraínskir hermenn í neðanjarðarbyrgi í Lúhansk.Getty/Fermin Torrano Úkraínskir hermenn í Chasv Yar sögðu í samtali við Wall Street Journal á dögunum að Rússar vildu ná árangri fyrir veturinn, þegar laufin verða alveg fallin og hermenn missa skjól í skotgröfum sínum fyrir utan bæinn. Þá hafa Rússar notað víra til að komast yfir síkið í smáum hópum, svo erfiðara sé að sjá þá, og komast þannig á hlaupum inn í Chasiv Yar. Verjendur bæjarins segja Rússa reyna allt að fimm svoleiðis árásir á dag og þeir felli oft um tuttugu hermenn á hverjum degi, en margir af rússnesku hermönnunum sem sendir eru gegn vörnum Chasiv Yar eru sagðir vera fangar. Árásir Rússa að bænum eru sagðar mjög umfangsmiklar og einn yfirmaður úkraínska hersins á svæðinu viðurkenndi að ein mistök gætu kostað þá allt. Bærinn gæti fallið á nokkrum dögum. Þá eru rússneskir hermenn sagðir hafa náð fótfestu á vesturbakka síkisins, eins og sjá má á korti DeepState. Skjáskot af vef DeepState sem sýnir hvar Rússar eru sagðir hafa náð fótfestu á vesturbakka síkisins nærri Chasiv Yar.DeepState Undirfylkið (e. Company) sem sá maður stýrir hefur misst þrátíu menn við að halda bænum á undanförnum mánuðum, sem semsvarar um fjórðungi manna í undirfylkinu. Aðrar sveitir sem koma að vörnum Chasiv Yar hafa misst um sjötíu menn og hafa hermennirnir þurft að notast við vopn og skotfæri sem þeir hafa tekið af felldum rússneskum hermönnum. Þá segjast hermenn í Chasiv Yar ekkert óttast meira en rússneskar svifsprengjur. Það eru stórar og oft gamlar sprengjur sem búið er að setja vængi og staðsetningarbúnað á. Hægt er að varpa þeim úr mikilli lofthæð og mikilli fjarlægð frá loftvarnarkerfum og geta þær svifið rúmlega hundrað kílómetra áður en þær lenda á skotmörkum sínum af nokkurri nákvæmni. Í mörgum tilfellum dugar ein slík sprengja til að jafna heilt fjölbýlishús við jörðu og hafa Rússar notað þessar sprengjur með góðum árangri um langt skeið. Úkraínumenn segja Rússa varpa um hundrað slíkum sprengjum á Úkraínu á degi hverjum. Rússneskir hermenn á ótilgreindum stað í Úkraínu.AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands September sagður einstaklega blóðugur Ráðamenn í Bandaríkjunum héldu því nýverið fram að september hefði verið blóðugasti mánuður Rússa frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst. Í heildina hafi rúmlega sex hundruð þúsund rússneskir hermenn fallið eða særst í átökum. Af þar eru um 115 þúsund sagðir hafa fallið og um hálf milljón særst. Í samtali við New York Times sögðu embættismenn að mikið mannfall meðal Rússa mætti rekja til þess hvernig stríðið væri orðið eins og „kjötkvörn“ þar sem yfirmenn í rússneska hernum virtust viljugir til að senda þúsundir manna út í opinn dauðann. Á sama tíma eru Rússar sagðir ráða 25 til þrjátíu þúsund manns í herinn í hverjum mánuði, sem hefur gert þeim kleift að halda áðurnefndum árásum áfram en það hefur þó komið niður á þjálfun nýrra hermanna. Rússneski herinn er einnig að borga mönnum sem ganga í herinn mun hærri upphæðir en gert hefur verið hingað til og þykir það til marks um aukna erfiðleika við að fylla í raðir hermanna. Bandaríkjamenn segjast fylgjast náið með vendingum þar, til að sjá hve lengi Rússar ráði við að halda þessum ráðningum áfram. Breskir og rússneskir blaðamenn sem vakta minningargreinar og önnur gögn í Rússlandi sögðu nýverið að slíkum greinum hefði fjölgað mjög að undanförnu. Þeir áætla að um 134.900 til 188.000 rússneskir hermenn hafi fallið frá því innrásin í Úkraínu hófst. Þar eru meðtaldir menn frá Lúhansk og Dónetsk í Úkraínu. Séu alvarlega særðir taldir með sé fjöldinn á bilinu 404.700 til 564 þúsund. Heimildarmenn NYT sögðu einnig útlit fyrir að Úkraínumenn hefðu orðið fyrir miklu mannfalli. Ráðamenn í Úkraínu leggja mikið á sig til að koma í veg fyrir að upplýsingar um slíkt berist út en samkvæmt grein NYT áætla Bandaríkjamenn að um 58 þúsund úkraínskir hermenn hafi fallið og um 250 þúsund hafi særst. Þá hafa fregnir borist af því að Úkraínumönnum hafi gengið erfiðlega að ráða nýja hermenn og að lækkun herkvaðningaraldurs úr 27 árum í 25 hafi ekki skilað nægilega góðum árangri. Frengir af vandræðum hersins með manneklu virðast berast oftar frá víglínunni í austurhluta Úkraínu. Hermenn frá Norður-Kóreu Undanfarna daga hafa fregnir borist af hermönnum frá Norður-Kóreu í Rússlandi. Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur haldið því fram, ásamt ráðamönnum í Úkraínu, að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi sent um 1.500 hermenn til Rússlands, þar sem þeir eru sagðir í þjálfun áður en þeir verða sendir til Úkraínu eða Kúrsk, og að til standi að senda allt að tólf þúsund hermenn til viðbótar. Kim og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifuðu í sumar undir varnarsamkomulag og hafa Rússar fengið mikið magn hergagna, skotfæra og eldflauga frá Norður-Kóreu til að nota við innrásina í Úkraínu. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að Bandaríkjamenn hafi séð vísbendingar um flutning hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands. Lloyd Austin, sagði vendingarnar mjög alvarlegar en tók fram að ekki væri enn ljóst hvað þeir séu að gera í Rússlandi og hvort þeir muni koma að átökum í Úkraínu og Kúrsk. Þá segir leyniþjónusta Suður-Kóreu að Rússar telji norðurkóresku hermennina skorta þekkingu á nútímahernaði og þá sérstaklega þegar kemur að notkun dróna. Verið sé að þjálfa þá í slíku. Sjá einnig: Staðfesta flutninga hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands Myndbönd sem eiga að sýna hermenn frá Norður-Kóreu í austurhluta Rússlands hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í Rússlandi á dögunum. Þar á meðal myndbandið hér að neðan. There is further evidence of North Korean military presence in Russia’s Primorsky Krai. ASTRA geolocated a video showing the alleged arrival of North Korean soldiers at military base 44980, part of the 127th Motorized Rifle Division in Sergeevka. The video’s narrator, speaking in… pic.twitter.com/w9XiQ3jqgv— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) October 22, 2024 Suðurkóreumenn hafa gefið til kynna að þeir vilji senda fólk til Úkraínu, sem geti fylgst með ferðum hermanna frá Norður-Kóreu á svæðinu. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni verður þetta teymi, ef það verður sent, myndað fólki úr mismunandi leyniþjónustum Suður-Kóreu. Það myndi meðal annars reyna að koma að yfirheyrslum hermanna frá Norður-Kóreu sem yrðu mögulega handsamaðir af Úkraínumönnum. Þá er ríkisstjórn Suður-Kóreu einnig að íhuga hvort senda eigi hergögn og vopn til Úkraínu, sem Suðurkóreumenn hafa ekki gert hingað til, þó ríkið sé eitt af stærstu vopnaframleiðendum heims og aðrir bakhjarlar Úkraínu hafi kallað eftir því. Kerfisbundnar aftökur á stríðsföngum Sífellt fleiri myndbönd af rússneskum hermönnum taka úkraínska stríðsfanga af lífi. Myndböndunum hefur fjölgað verulega og yfirvöld í Úkraínu segja tilkynningum um aftökur á úkraínskum stríðsföngum hafa gert það sömuleiðis. Aftökurnar virðast kerfisbundnar og það að hermenn taki þær upp og birti á netinu, gefur sterklega til kynna að þeir búist ekki við því að verða refsað. Sjá einnig: Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Í einu nýlegu tilfelli virðist sem sextán úkraínskir hermenn hafi verið teknir af lífi nærri Pokrovsk í austurhluta Úkraínu. Það er alvarlegasta brotið af þessu tagi sem vitað er um. The Russian military executed 16 (!!!) surrendered Ukrainian soldiers at sight.This is the worst incident of POW execution known so far in this war. It happened near Pokrovsk. Look at what the Russians did - they lined the surrendered Ukrainians up, shot them all down, and… pic.twitter.com/U3ub7PKx3x— Illia Ponomarenko 🇺🇦 (@IAPonomarenko) October 1, 2024 Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa rússneskir hermenn ítrekað birt myndir og myndbönd af aftökum á úkraínskum hermönnum. Flestir hafa verið skotnir til bana og annað myndband sýndi þegar rússneskur hermaður skar undan bundnum úkraínskum hermanni og skaut hann svo í höfuðið. Öðru sinni birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar þeir skáru höfuðið af lifandi úkraínskum hermanni. Yes another alleged mass execution of Ukrainian POWs by Russian forces. The image appearing to show the killings was published by @Deepstate_UA which said the executions of Ukrainian drone unit troops took place in Kursk oblast. Kyiv authorities have opened a war crime… https://t.co/YID9XqAItM pic.twitter.com/RZbpF6iayR— Christopher Miller (@ChristopherJM) October 13, 2024 Í heildina segja Úkraínumenn að 102 úkraínskir hermenn hafi verið teknir af lífi, svo vitað sé. Talið er að raunverulegur fjöldi úkraínskra hermanna sem teknir hafa verið af lífi sé mun hærri. Fór um heiminn og kynnti „siguráætlun“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur á undanförnum vikum farið víða um heiminn og kynnt svokallaða „siguráætlun“ sína fyrir bakhjörlum Úkraínu. Þann 16. október opinberaði hann svo þá áætlun að mestu og kynnti hana fyrir úkraínskum þingmönnum. Í stuttu máli sagt snýst hún um að binda enda á stríðið á forsendum Úkraínumanna en stórir hlutar hennar velta að mestu á bakhjörlum Úkraínu. Sjá einnig: Opinberaði „siguráætlun“ sína á þingi Eitt meginatriða áætlunarinnar snýr að inngöngu Úkraínu í Atlantshafsbandalagið. Selenskí hefur kallað eftir því að Úkraínu fái skilyrðislaust boð um inngöngu í NATO, jafnvel áður en stríðinu við Rússa lýkur. Úkraínumenn hafa lengi talað um að ef þeir semji við Rússa um að binda enda á núverandi stríð í skiptum fyrir það að Rússar fái að halda einhverjum svæðum Úkraínu, treystu þeir ekki Rússum til að standa við þau orð. Rússar væru í betri stöðu en Úkraínumenn til að byggja upp efnahag sinn og her á nýjan leik, vegna þeirra miklu skemmda sem árásir Rússa hafa valdið í Úkraínu. Þeir gætu varið nokkrum árum í að byggja herinn upp og gert svo aðra innrás. Þess vegna segjast Úkraínumenn þurfa góðar og bindandi öryggisráðstafanir og er innganga í NATO efst á óskalista þeirra. Þess vegna gaf Selenskí í skyn á dögunum að ef innganga í NATO væri ekki á borðinu, myndu Úkraínumenn reyna að koma sér upp eigin kjarnorkuvopnum. Það yrði gert eins fljótt og hægt væri. Pútín muni ekki semja Jack Watling, einn sérfræðinga bresku hugveitunnar Royal United Service Institute (RUSI), sem er elsta hugveita heims sem fjallar um hernað og varnarmál, skrifaði nýverið grein að Úkraínumenn þyrftu hjálp bakhjarla sinna tli að ná friði við Rússa til lengri tíma. Þeir þyrftu meðal annars að stöðva framsókn Rússa í austurhluta landsins og til þess þyrfti frekari hernaðaraðstoð. Innganga í NATO væri einnig nauðsynleg sem og samstarf á sviði hergagnaframleiðslu. Watling segir að áætlun Selenskís hafi víða verið tekið með tortryggni og að bakhjarlar Úkraínu óttist að án endurbóta varðandi ráðningu hermanna og herkvaðningu, auk endurbóta í þjálfun hermanna, muni frekari hergögn ekki duga til að koma á jafnvægi á víglínunni. Þeir eru einnig sagðir efast um að ríki NATO séu tilbúin til að veita Úkraínu inngöngu að svo stöddu. Í grunninn byggi áætlunin þó á því að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, muni ekki semja um annað en uppgjöf Úkraínumanna fyrr en hann verði sannfærður um að hann sé að tapa hernaðinum. Watling segir því að bíði bakhjarlar Úkraínu eftir breytingum sem geti ekki átt sér stað án aðkomu þeirra, verði það þegar of seint. Skortur á loftvörnum helsta vandamálið Samkvæmt Watling má að miklu leyti vekja vanda Úkraínumanna til skorts á loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau kerfi sem þeir eiga. Þessi skortur hafi gert Rússum kleift að fljúga allt að 1.300 eftirlitsdrónum yfir víglínunni á degi hverjum. Þessa dróna sé hægt að nota til að stýra stórskotaliðsárásum Rússa og eru þeir mikið notaðir til að leita að stórskotaliðsvopnum Úkraínumanna. Úkraínumenn þurfa bættar loftvarnir. Flugskeyti eins og Stinger eru mikið notuð til að skjóta niður eftirlitsdróna Rússa.Getty/Fermin Torrano Þegar Úkraínumenn reyna að færa loftvarnarkerfi sín framar og þá finnast, skjóta Rússar skotflaugum að þeim eða nota sjálfsprengidróna til að granda þeim. Það sama á við stórskotaliðsvopn. Það hefur leitt til þess að bæði loftvarnir Úkraínumanna og stórskotaliðsvopn þeirra eru oft það langt frá víglínunni að stórskotalið Rússa er nokkuð öruggt gegn árásum og getur verið framar en annars. Nice shot!🇺🇸 M77 howitzer accurately hit a russian tank, when it was moving.📹: 148th Artillery Brigade pic.twitter.com/BJozmw1Y1q— Defense of Ukraine (@DefenceU) October 23, 2024 Rússar senda síðan smáa hópa hermanna fram og þegar þeir mæta úkraínskum hermönnum er kallað eftir svifsprengjum á varnarstöðvar þeirra. Reyni hermennirnir að hörfa, kalla Rússar eftir stórskotaliðsárásum á berskjaldaða hermennina. Það sama á við þegar hermenn eru sendir til liðsauka. Sérfræðingar segja að stór hluti þeirra úkraínska hermanna sem falla, geri það þegar þeir séu að fara af víglínunni eða á leið þangað. Þá eru þeir berskjaldaðir fyrir drónum og stórskotaliðsvopnum. Eins og áður hefur komið fram fylgir mikið mannfall meðal fótgönguliða þessum aðferðum Rússa en þeir hafa hingað til getað fyllt í raðir sínar aftur. Úkraínumenn hafa reynt að bæta fyrir skort á loftvarnarkerfum með þróun dróna sem hannaðir eru til að granda eftirlitsdrónum Rússa. Nokkur myndbönd af notkun slíkra dróna hafa verið birt á þessu ári, eins og myndbandið hér að neðan sem birt var í sumar. More air-to-air drone combat high over southern Ukraine, seen here, a Ukrainian FPV munition successfully chases down and intercepts a Russian Orlan-10 reconnaissance drone. pic.twitter.com/T08T0DP5KP— OSINTtechnical (@Osinttechnical) June 1, 2024 Þurfa aðstoð en þurfa einnig að gera endurbætur Watling segir Úkraínumenn þurfa aðstoð við að auka framleiðslu þessara dróna og fleiri ratsjár, svo þeir geti dregið verulega úr umfangi þess eftirlits sem Rússar hafa á víglínunni. Þar að auki þurfi Úkraínumenn frekari rafbúnað til að stöðva dróna Rússa. Einnig þurfi að gera Úkraínumönnum kleift að stöðva sjálfsprengidróna Rússa og verja stórskotaliðsvopn þeirra gegn drónunum. Þá verði hægt að færa stórskotaliðsvopnin framar og draga úr yfirburðum Rússa á því sviði. Úkraínumenn þurfi einnig fleiri fallbyssur og sprengikúlur fyrir þau vopn. Um fimmtán þúsund úkraínskir hermenn eru í þjálfun í Frakklandi.AP/Thibault Camus Þá þurfi Úkraínumenn einnig að bæta verkferla varðandi herkvaðningu og ráðningu hermanna og þjálfunarferla þeirra, til að auka reynslu á víglínunni. Watling segir leiðtoga úkraínska hersins hafa dregið fæturna í að viðurkenna að um mikið vandamál sé að ræða og að þar geti bakhjarlar Úkraínumanna lítið aðstoðað þá. Ríkissaskóknari Úkraínu sagði af sér í gær vegna nýs hneykslismáls sem snýst um að hundruð úkraínskra embættismanna, og þar á meðal saksóknarar, hafi komist hjá herkvaðningu með að verða sér út um fölsk heilbrigðisvottorð um að þeir hefðu ekki heilsu til herþjónustu. Watling segir einnig mikilvægt að aðstoða Úkraínumenn við eigin hergagnaframleiðslu og þá sérstaklega þegar kemur að þróun og framleiðslu stýri- og skoflauga, auk langdrægra sjálfsrpengidróna. Slík vopn geti Úkraínumenn notað til að gera árásir á birgðastöðvar og skotfærageymslur Rússa og einnig á hergagnaverksmiðjur. Úkraínumenn hafa þegar náð töluverðum árangri í árásum sem þessum. Vogarafl nauðsynlegt Watling segir einnig að til að ná fram kröfum sínum í mögulegum viðræðum við Rússa þurfi Úkraínumenn vogarafl. Innrás Úkraínumanna í Kúrsk í sumar var meðal annars tilraun til að öðlast slíkt vogarafl en Watling segir meira þurfa til. Viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir sem Rússar hafa verið beittir gætu nýst Úkraínumönnum í viðræðum og þá meðal annars um stjórn á kjarnorkuverinu í Sapórisjía, sem Rússar hafa hernumið. Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra munu vilja halda slíkum aðgerðum virkum, bæði til að hægja á uppbyggingu rússneska hersins ef friði verður komið á og til að refsa Rússum fyrir fjölmörg ódæði þeirra í Úkraínu. Þrátt fyrir það sé hægt að finna einhverja anga þar á til að semja um. It is our task to strengthen our positions as much as possible and apply maximum pressure on Russia. This war can only be ended justly by holding a strong position.We are grateful to everyone who defends our country on the battlefield, as well as those who work, help, and thus… pic.twitter.com/si2FLzp5N1— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) October 23, 2024 Laða ungar konur frá Afríku til að gera dróna Fregnir bárust af því í vor að Rússar væru að ráða fjölda fólks frá Austur-Afríku til að vinna í verksmiðjum í Rússlandi og þá meðal annars við að setja saman sjálfsprengidróna sem byggja á Shahed-drónunum sem Rússar fengu frá Íran. Verksmiðja til að smíða slíka dróna var reist í Tatarstan-héraði í Rússlandi. AP fréttaveitan sagði fyrr í mánuðinum frá því að fjöldi ungra kvenna frá Austur-Afríku hefðu ferðast til Rússlands á undanförnum mánuðum og margar á grunni auglýsinga á samfélagsmiðlum. Þar var þeim lofað ókeypis flugferð, peningum og ævintýrum í Evrópu, fyrir að klára stuttan tölvuleik og standast hundrað orða rússneskupróf. Í viðtölum við blaðamenn fréttaveitunnar segja margar konur þó að þær hafi verið plataðar. Í stað ævintýra hafi þær þurft að þræla löngum stundum í verksmiðju við að setja saman dróna, undir stöðugu eftirliti og án þeirra launa og þess náms sem þeim var lofað. Konurnar sem um ræðir eru átján til 22 ára gamlar og að mestu frá Úganda, Rúanda, Kenía, Suður-Súdan, Síerra Leóne og Nígeríu. Þá hafa konur frá Sri Lanka einnig ferðast til Rússlands. Um tvö hundruð konur eru sagðar vinna við hlið rússneskra nemenda, sem geta verið sextán ára gamlir, við að setja saman um sex þúsund Shahed-sjálfsprengidróna á ári. Konurnar segjast vinna með virk efni sem brenni þær og hafi farið verulega illa með húð þeirra. Miklar tafir á þjálfun F-16 flugmanna Útlit er fyrir töluverðar tafir á því hvenær Úkraínumenn geti tekið F-16 þotur frá Vesturlöndum í umfangsmeiri notkun en þeir geta nú. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa tilkynnt að gera eigi miklar breytingar á því hvernig flugmenn eru þjálfaðir. Hingað til hefur þessi þjálfun að mestu verið á þá leið að vanir herflugmenn hafi fengið þjálfun á þremur mismunandi stöðum. Í Bandaríkjunum, Danmörku og Rúmeníu. Skortur á þeim, auk annarra ástæðna, hefur þó leitt til þess að nú stendur til að þjálfa yngri flugmenn, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Tólf flugmenn hafa verið útskrifaðir hingað til og eru ellefu enn að fljúga yfir Úkraínu. Einn reynslumesti flugmaður Úkraínu, sem leiddi sveit MiG-29 flugmanna, lét lífið í sumar þegar hann brotlenti einni af þeim fáu F-16 þotum sem Úkraínumenn hafa þegar fengið. Þessar breytingar eru líklegar til að tefja þjálfun nýrra flugmanna um marga mánuði, á sama tíma og Úkraínumenn þarfnast frekari F-16 þotna og flugmanna til að fljúga þeim til að styrkja loftvarnir Úkraínu, sem er mjög mikilvægt eins og fjallað hefur verið um hér að ofan. Heimildarmaður WSJ segir að áður en þessi ákvörðun um breytingu þjálfunarinnar var tekin, hafi Úkraínumenn líklega ekki verið komnir með tuttugu F-16 þotur og fjörutíu flugmenn til að fljúga þeim, sem er skilgreining einnar flugsveitar, fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar. Nú muni það tefjast enn frekar. Tilkynnt var í haust að flugmönnum sem fá þjálfun í Banadríkjunum og í Rúmeníu yrði fjölgað úr tólf í átján. Nýju flugmennirnir munu nú þurfa að verja að minnsta kosti ári í grunnþjálfun í Bretlandi og Frakklandi, áður en þeir hefja þjálfunina á F-16 í Bandaríkjunum, Danmörku og Rúmeníu. Í Bandaríkjunum tekur þetta ferli að minnsta kosti tvö ár, frá upphafi til enda. Að þeirri þjálfun lokinn verja bandarískir flugmenn svo mörgum mánuðum í frekari æfingar og undirbúning fyrir hernað. Sér eftir því að hafa ekki stutt Úkraínumenn fyrr og betur Jens Stotenberg, fyrrverandi framkvæmdastjóri NATO, lýsti því yfir í viðtali við Financial Times, sem birt var fyrr í mánuðinum, að hann sæi eftir því að hafa ekki stutt Úkraínumenn mun fyrr og mun betur. „Ég held að við verðum allir að viðurkenna að við hefðum átt að gefa þeim meira af vopnum fyrir innrásina. Við hefðum einnig átt að gefa þeim betri vopn og fyrr, eftir innrásina,“ sagði Stoltenberg og sagðist hann bera hluta af ábyrgðinni þar. Stoltenberg sagði marga af ráðamönnum NATO-ríkjanna hafa óttast það að senda vopn til Úkraínu fyrir innrásina. Þeir hafi óttast mögulegar afleiðingar en nú væri ljóst að slíkt hefði hjálpað Úkraínumönnum mjög. „Það hefði mögulega getað komið í veg fyrir innrásina eða í það minnsta gert Rússum mun erfiðara að gera það sem þeir hafa gert.“ Þegar kemur að rauðum línum Pútíns segist Stoltenberg hafa ýtt á að farið yrði yfir þær. Það hefði verið gert margsinnis og Pútín hefði ekkert gert. „Það voru dagar og vikur, sérstaklega í upphafi stríðsins, þar sem við urðum að ræða þessar rauðu línur Rússa,“ sagði Stoltenberg. Hann sagði það eðlilegt en að ekki væri hægt að hætta stuðningi við Úkraínu vegna áróðurs. „Staðreyndin er sú að ef Pútín vill stigmagna átökin með notkun gereyðingarvopna, getur hann skapað allar afsakanir sem hann þarf.“ Úkraínskir hermenn í Dónetsk-héraði.Getty/Fermin Torrano Kjarnorkuógnin hætt að bíta Ráðamenn í Kreml og áróðursvélar Rússa hafa ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna, í þeim tilgangi að fá bakhjarla Úkraínumanna til að láta af stuðningnum. Það hefur ekki borið árangur enn og eru embættismenn sagðir átta sig meira og meira á því að þessar ógnanir séu að missa mátt sinn, ef svo má segja. Í frétt Washington Post frá því í september var haft eftir greinendum og embættismönnum að Pútín væri að leita nýrra leiða til að bregðast við mögulegu leyfi fyrir Úkraínumenn til að nota vestræn vopn til árása í Rússlandi. Fólk væri að verða ónæmt fyrir þessum hótunum um notkun kjarnorkuvopna, vegna þess hve tíðar þær hafa verið. Að minnsta kosti tveir viðmælendur WP og þar á meðal rússneskur stjórnmálagreinandi sem lagði til árásir á herstöðvar NATO í Póllandi og Rúmeníu, sögðu þessar hótanir bera einhvern árangur. Sergei Markov, áðurnefndur stjórnmálagreinandi sem tengist Kreml, nefndi til að mynda að Repúblikanar sem tengist framboði Donalds Trump, hafi ítrekað tekið undir hótanir Rússa. Trump yngri, sonur forsetans fyrrverandi, skrifaði til að mynda grein með Robert F. Kennedy yngri þar sem þeir héldu því fram að það að leyfa Úkraínumönnum að nota vestræn vopn til árása í Rússlandi myndi auka hættuna á kjarnorkustyrjöld. Ólíklegt að leyfi verði veitt Ein leið gæti verið að fremja skemmdarverk gegn hernaðarskotmörkum á Vesturlöndum, en Rússar hafa þegar verið sakaðir um fjölmargar slíkar aðgerðir á undanförnum mánuðum. Sjá einnig: Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Önnur leið gæti verið að styrkja aðra óvini Vesturlanda, eins og Húta í Jemen, sem hafa verið að gera ítrekaðar árásir á fraktskip á Rauðahafi. Hútar eru sagðir vilja fá betri stýriflaugar sem hannaðar eru til að granda skipum frá Rússum. Sjá einnig: „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Vert er þó að taka fram að ekki er útlit fyrir að Úkraínumenn muni fá leyfi til árása í Rússlandi með vestrænum vopnum. Þess í stað virðist sem bakhjarlar Úkraínumanna vilji frekar hjálpa þeim að þróa og framleiða eigin vopn til þeirra árása. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Fréttaskýringar Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Norður-Kórea Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Yfirráðasvæði Úkraínumanna í Kúrskhéraði í Rússlandi hefur dregist töluvert saman en Rússar hófu gagnsókn þar snemma í síðasta mánuði. Rússar gerðu tiltölulega nýlega vel heppnaða gagnsókn í vesturhluta yfirráðsvæðis Úkraínumanna. Þeir eru sagðir hafa komið úkraínskum hermönnum í opna skjöldu og sóttu langt fram inn í héraðið. Enn er barist á svæðinu og hafa Úkraínumenn einnig staðið í árásum gegn Rússum, sem hafa sumar heppnast. A mechanized column from the 36th Marine Brigade, supported by tanks, is assaulting a Russian stronghold near Zeleny Shlyakh in the Kursk region. A fierce battle between both forces is recorded. pic.twitter.com/cnbhKGUKi6— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) October 22, 2024 Einn yfirmanna rússneska hersins á svæðinu hélt því nýverið fram að bardagarnir í Kúrsk væru þeir erfiðustu á allri víglínunni og að Rússar væru að berjast við fjórtán stórfylki og málaliða frá Vesturlöndum. Þegar kemur að austurhluta Úkraínu, hefur í raun lítið breyst og virðist enn sem að helsta markmið Rússa sé að ná fullum tökum á Donbas-svæðinu svokallaða, sem samanstendur af bæði Lúhansk- og Dónetsk-héruðum. Rússar sækja víða hægt fram en eru sagðir verða fyrir gífurlegu mannfalli. Reglulega birtast á samfélagsmiðlum myndbönd sem sýna úkraínska hermenn verjast nokkuð umfangsmiklum árásum þar sem Rússar notast við skrið- og bryndreka. Mannekla er þó enn sögð leika úkraínskar hersveitir grátt í austurhluta Úkraínu. Sjá einnig: Versnandi ástand í Pokrovsk Í Dónetskhéraði leggja Rússar enn mikið kapp á að sækja að bænum Pokrovsk, sem er mikilvæg birgðastöð fyrir úkraínska herinn á svæðinu. Þar hefur ástandið farið sífellt versnandi fyrir Úkraínumenn og hafa Rússar færst nær honum. Bærinn Selydove er suður af Pokrovsk en hann virðist fallinn í hendur Rússa. Russian flag planted in central Selydove. Situation on this front looks grim.Location: 48.14183935073701, 37.30601843027939 pic.twitter.com/mBgh06KcKd— Kyle Glen (@KyleJGlen) October 23, 2024 Svipaða sögu er að segja af bænum Chasiv Yar, en meira um það hér neðar. Hér að neðan á kortum frá bandarísku hugveitunni Institute for the study of war má sjá hvar helst hefur verið barist að undanförnu. Ítarlegra yfirlit yfir stöðuna á víglínunni má finna á vef sem kallast Deepstate. Here are today's Russian Offensive Campaign Assessment maps from @TheStudyofWar and @criticalthreats.Interactive Map Portfolio: https://t.co/z7t3hihNbH pic.twitter.com/IokHpZ7qIA— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) October 23, 2024 Hart barist um Chasiv Yar Rússar nálgast einnig bæinn Chasiv Yar, sem einnig er í Dónetsk-héraði. Rússneskir hermenn hafa í raun setið um bæinn um langt skeið, eða frá því skömmu eftir að Bakhmut féll í hendur Rússa. Það var í maí í fyrra og hafa varnir Chasiv Yar haldið síaðn þá. Rússar eru þó sagðir hafa náð nokkrum árangri á undanförnum vikum. Chasiv Yar situr á hæð og bíður upp á gott útsýni í allar áttir og þá er stórt síki austur af bænum sem hefur virkað vel sem varnarvirki. Eftir umfangsmiklar og misheppnaðar árásir í sumar eru Rússar sagðir hafa breytt árásum sínum og lagt meira kapp á að reyna að einangra verjendur bæjarins. Drónaárásir Rússa hafa til að mynda gert Úkraínumönnum erfitt að senda liðsauka og skotfæri til verjenda bæjarins og að flytja særða menn úr bænum. Úkraínskir hermenn í neðanjarðarbyrgi í Lúhansk.Getty/Fermin Torrano Úkraínskir hermenn í Chasv Yar sögðu í samtali við Wall Street Journal á dögunum að Rússar vildu ná árangri fyrir veturinn, þegar laufin verða alveg fallin og hermenn missa skjól í skotgröfum sínum fyrir utan bæinn. Þá hafa Rússar notað víra til að komast yfir síkið í smáum hópum, svo erfiðara sé að sjá þá, og komast þannig á hlaupum inn í Chasiv Yar. Verjendur bæjarins segja Rússa reyna allt að fimm svoleiðis árásir á dag og þeir felli oft um tuttugu hermenn á hverjum degi, en margir af rússnesku hermönnunum sem sendir eru gegn vörnum Chasiv Yar eru sagðir vera fangar. Árásir Rússa að bænum eru sagðar mjög umfangsmiklar og einn yfirmaður úkraínska hersins á svæðinu viðurkenndi að ein mistök gætu kostað þá allt. Bærinn gæti fallið á nokkrum dögum. Þá eru rússneskir hermenn sagðir hafa náð fótfestu á vesturbakka síkisins, eins og sjá má á korti DeepState. Skjáskot af vef DeepState sem sýnir hvar Rússar eru sagðir hafa náð fótfestu á vesturbakka síkisins nærri Chasiv Yar.DeepState Undirfylkið (e. Company) sem sá maður stýrir hefur misst þrátíu menn við að halda bænum á undanförnum mánuðum, sem semsvarar um fjórðungi manna í undirfylkinu. Aðrar sveitir sem koma að vörnum Chasiv Yar hafa misst um sjötíu menn og hafa hermennirnir þurft að notast við vopn og skotfæri sem þeir hafa tekið af felldum rússneskum hermönnum. Þá segjast hermenn í Chasiv Yar ekkert óttast meira en rússneskar svifsprengjur. Það eru stórar og oft gamlar sprengjur sem búið er að setja vængi og staðsetningarbúnað á. Hægt er að varpa þeim úr mikilli lofthæð og mikilli fjarlægð frá loftvarnarkerfum og geta þær svifið rúmlega hundrað kílómetra áður en þær lenda á skotmörkum sínum af nokkurri nákvæmni. Í mörgum tilfellum dugar ein slík sprengja til að jafna heilt fjölbýlishús við jörðu og hafa Rússar notað þessar sprengjur með góðum árangri um langt skeið. Úkraínumenn segja Rússa varpa um hundrað slíkum sprengjum á Úkraínu á degi hverjum. Rússneskir hermenn á ótilgreindum stað í Úkraínu.AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands September sagður einstaklega blóðugur Ráðamenn í Bandaríkjunum héldu því nýverið fram að september hefði verið blóðugasti mánuður Rússa frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst. Í heildina hafi rúmlega sex hundruð þúsund rússneskir hermenn fallið eða særst í átökum. Af þar eru um 115 þúsund sagðir hafa fallið og um hálf milljón særst. Í samtali við New York Times sögðu embættismenn að mikið mannfall meðal Rússa mætti rekja til þess hvernig stríðið væri orðið eins og „kjötkvörn“ þar sem yfirmenn í rússneska hernum virtust viljugir til að senda þúsundir manna út í opinn dauðann. Á sama tíma eru Rússar sagðir ráða 25 til þrjátíu þúsund manns í herinn í hverjum mánuði, sem hefur gert þeim kleift að halda áðurnefndum árásum áfram en það hefur þó komið niður á þjálfun nýrra hermanna. Rússneski herinn er einnig að borga mönnum sem ganga í herinn mun hærri upphæðir en gert hefur verið hingað til og þykir það til marks um aukna erfiðleika við að fylla í raðir hermanna. Bandaríkjamenn segjast fylgjast náið með vendingum þar, til að sjá hve lengi Rússar ráði við að halda þessum ráðningum áfram. Breskir og rússneskir blaðamenn sem vakta minningargreinar og önnur gögn í Rússlandi sögðu nýverið að slíkum greinum hefði fjölgað mjög að undanförnu. Þeir áætla að um 134.900 til 188.000 rússneskir hermenn hafi fallið frá því innrásin í Úkraínu hófst. Þar eru meðtaldir menn frá Lúhansk og Dónetsk í Úkraínu. Séu alvarlega særðir taldir með sé fjöldinn á bilinu 404.700 til 564 þúsund. Heimildarmenn NYT sögðu einnig útlit fyrir að Úkraínumenn hefðu orðið fyrir miklu mannfalli. Ráðamenn í Úkraínu leggja mikið á sig til að koma í veg fyrir að upplýsingar um slíkt berist út en samkvæmt grein NYT áætla Bandaríkjamenn að um 58 þúsund úkraínskir hermenn hafi fallið og um 250 þúsund hafi særst. Þá hafa fregnir borist af því að Úkraínumönnum hafi gengið erfiðlega að ráða nýja hermenn og að lækkun herkvaðningaraldurs úr 27 árum í 25 hafi ekki skilað nægilega góðum árangri. Frengir af vandræðum hersins með manneklu virðast berast oftar frá víglínunni í austurhluta Úkraínu. Hermenn frá Norður-Kóreu Undanfarna daga hafa fregnir borist af hermönnum frá Norður-Kóreu í Rússlandi. Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur haldið því fram, ásamt ráðamönnum í Úkraínu, að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi sent um 1.500 hermenn til Rússlands, þar sem þeir eru sagðir í þjálfun áður en þeir verða sendir til Úkraínu eða Kúrsk, og að til standi að senda allt að tólf þúsund hermenn til viðbótar. Kim og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifuðu í sumar undir varnarsamkomulag og hafa Rússar fengið mikið magn hergagna, skotfæra og eldflauga frá Norður-Kóreu til að nota við innrásina í Úkraínu. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að Bandaríkjamenn hafi séð vísbendingar um flutning hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands. Lloyd Austin, sagði vendingarnar mjög alvarlegar en tók fram að ekki væri enn ljóst hvað þeir séu að gera í Rússlandi og hvort þeir muni koma að átökum í Úkraínu og Kúrsk. Þá segir leyniþjónusta Suður-Kóreu að Rússar telji norðurkóresku hermennina skorta þekkingu á nútímahernaði og þá sérstaklega þegar kemur að notkun dróna. Verið sé að þjálfa þá í slíku. Sjá einnig: Staðfesta flutninga hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands Myndbönd sem eiga að sýna hermenn frá Norður-Kóreu í austurhluta Rússlands hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í Rússlandi á dögunum. Þar á meðal myndbandið hér að neðan. There is further evidence of North Korean military presence in Russia’s Primorsky Krai. ASTRA geolocated a video showing the alleged arrival of North Korean soldiers at military base 44980, part of the 127th Motorized Rifle Division in Sergeevka. The video’s narrator, speaking in… pic.twitter.com/w9XiQ3jqgv— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) October 22, 2024 Suðurkóreumenn hafa gefið til kynna að þeir vilji senda fólk til Úkraínu, sem geti fylgst með ferðum hermanna frá Norður-Kóreu á svæðinu. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni verður þetta teymi, ef það verður sent, myndað fólki úr mismunandi leyniþjónustum Suður-Kóreu. Það myndi meðal annars reyna að koma að yfirheyrslum hermanna frá Norður-Kóreu sem yrðu mögulega handsamaðir af Úkraínumönnum. Þá er ríkisstjórn Suður-Kóreu einnig að íhuga hvort senda eigi hergögn og vopn til Úkraínu, sem Suðurkóreumenn hafa ekki gert hingað til, þó ríkið sé eitt af stærstu vopnaframleiðendum heims og aðrir bakhjarlar Úkraínu hafi kallað eftir því. Kerfisbundnar aftökur á stríðsföngum Sífellt fleiri myndbönd af rússneskum hermönnum taka úkraínska stríðsfanga af lífi. Myndböndunum hefur fjölgað verulega og yfirvöld í Úkraínu segja tilkynningum um aftökur á úkraínskum stríðsföngum hafa gert það sömuleiðis. Aftökurnar virðast kerfisbundnar og það að hermenn taki þær upp og birti á netinu, gefur sterklega til kynna að þeir búist ekki við því að verða refsað. Sjá einnig: Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Í einu nýlegu tilfelli virðist sem sextán úkraínskir hermenn hafi verið teknir af lífi nærri Pokrovsk í austurhluta Úkraínu. Það er alvarlegasta brotið af þessu tagi sem vitað er um. The Russian military executed 16 (!!!) surrendered Ukrainian soldiers at sight.This is the worst incident of POW execution known so far in this war. It happened near Pokrovsk. Look at what the Russians did - they lined the surrendered Ukrainians up, shot them all down, and… pic.twitter.com/U3ub7PKx3x— Illia Ponomarenko 🇺🇦 (@IAPonomarenko) October 1, 2024 Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa rússneskir hermenn ítrekað birt myndir og myndbönd af aftökum á úkraínskum hermönnum. Flestir hafa verið skotnir til bana og annað myndband sýndi þegar rússneskur hermaður skar undan bundnum úkraínskum hermanni og skaut hann svo í höfuðið. Öðru sinni birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar þeir skáru höfuðið af lifandi úkraínskum hermanni. Yes another alleged mass execution of Ukrainian POWs by Russian forces. The image appearing to show the killings was published by @Deepstate_UA which said the executions of Ukrainian drone unit troops took place in Kursk oblast. Kyiv authorities have opened a war crime… https://t.co/YID9XqAItM pic.twitter.com/RZbpF6iayR— Christopher Miller (@ChristopherJM) October 13, 2024 Í heildina segja Úkraínumenn að 102 úkraínskir hermenn hafi verið teknir af lífi, svo vitað sé. Talið er að raunverulegur fjöldi úkraínskra hermanna sem teknir hafa verið af lífi sé mun hærri. Fór um heiminn og kynnti „siguráætlun“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur á undanförnum vikum farið víða um heiminn og kynnt svokallaða „siguráætlun“ sína fyrir bakhjörlum Úkraínu. Þann 16. október opinberaði hann svo þá áætlun að mestu og kynnti hana fyrir úkraínskum þingmönnum. Í stuttu máli sagt snýst hún um að binda enda á stríðið á forsendum Úkraínumanna en stórir hlutar hennar velta að mestu á bakhjörlum Úkraínu. Sjá einnig: Opinberaði „siguráætlun“ sína á þingi Eitt meginatriða áætlunarinnar snýr að inngöngu Úkraínu í Atlantshafsbandalagið. Selenskí hefur kallað eftir því að Úkraínu fái skilyrðislaust boð um inngöngu í NATO, jafnvel áður en stríðinu við Rússa lýkur. Úkraínumenn hafa lengi talað um að ef þeir semji við Rússa um að binda enda á núverandi stríð í skiptum fyrir það að Rússar fái að halda einhverjum svæðum Úkraínu, treystu þeir ekki Rússum til að standa við þau orð. Rússar væru í betri stöðu en Úkraínumenn til að byggja upp efnahag sinn og her á nýjan leik, vegna þeirra miklu skemmda sem árásir Rússa hafa valdið í Úkraínu. Þeir gætu varið nokkrum árum í að byggja herinn upp og gert svo aðra innrás. Þess vegna segjast Úkraínumenn þurfa góðar og bindandi öryggisráðstafanir og er innganga í NATO efst á óskalista þeirra. Þess vegna gaf Selenskí í skyn á dögunum að ef innganga í NATO væri ekki á borðinu, myndu Úkraínumenn reyna að koma sér upp eigin kjarnorkuvopnum. Það yrði gert eins fljótt og hægt væri. Pútín muni ekki semja Jack Watling, einn sérfræðinga bresku hugveitunnar Royal United Service Institute (RUSI), sem er elsta hugveita heims sem fjallar um hernað og varnarmál, skrifaði nýverið grein að Úkraínumenn þyrftu hjálp bakhjarla sinna tli að ná friði við Rússa til lengri tíma. Þeir þyrftu meðal annars að stöðva framsókn Rússa í austurhluta landsins og til þess þyrfti frekari hernaðaraðstoð. Innganga í NATO væri einnig nauðsynleg sem og samstarf á sviði hergagnaframleiðslu. Watling segir að áætlun Selenskís hafi víða verið tekið með tortryggni og að bakhjarlar Úkraínu óttist að án endurbóta varðandi ráðningu hermanna og herkvaðningu, auk endurbóta í þjálfun hermanna, muni frekari hergögn ekki duga til að koma á jafnvægi á víglínunni. Þeir eru einnig sagðir efast um að ríki NATO séu tilbúin til að veita Úkraínu inngöngu að svo stöddu. Í grunninn byggi áætlunin þó á því að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, muni ekki semja um annað en uppgjöf Úkraínumanna fyrr en hann verði sannfærður um að hann sé að tapa hernaðinum. Watling segir því að bíði bakhjarlar Úkraínu eftir breytingum sem geti ekki átt sér stað án aðkomu þeirra, verði það þegar of seint. Skortur á loftvörnum helsta vandamálið Samkvæmt Watling má að miklu leyti vekja vanda Úkraínumanna til skorts á loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau kerfi sem þeir eiga. Þessi skortur hafi gert Rússum kleift að fljúga allt að 1.300 eftirlitsdrónum yfir víglínunni á degi hverjum. Þessa dróna sé hægt að nota til að stýra stórskotaliðsárásum Rússa og eru þeir mikið notaðir til að leita að stórskotaliðsvopnum Úkraínumanna. Úkraínumenn þurfa bættar loftvarnir. Flugskeyti eins og Stinger eru mikið notuð til að skjóta niður eftirlitsdróna Rússa.Getty/Fermin Torrano Þegar Úkraínumenn reyna að færa loftvarnarkerfi sín framar og þá finnast, skjóta Rússar skotflaugum að þeim eða nota sjálfsprengidróna til að granda þeim. Það sama á við stórskotaliðsvopn. Það hefur leitt til þess að bæði loftvarnir Úkraínumanna og stórskotaliðsvopn þeirra eru oft það langt frá víglínunni að stórskotalið Rússa er nokkuð öruggt gegn árásum og getur verið framar en annars. Nice shot!🇺🇸 M77 howitzer accurately hit a russian tank, when it was moving.📹: 148th Artillery Brigade pic.twitter.com/BJozmw1Y1q— Defense of Ukraine (@DefenceU) October 23, 2024 Rússar senda síðan smáa hópa hermanna fram og þegar þeir mæta úkraínskum hermönnum er kallað eftir svifsprengjum á varnarstöðvar þeirra. Reyni hermennirnir að hörfa, kalla Rússar eftir stórskotaliðsárásum á berskjaldaða hermennina. Það sama á við þegar hermenn eru sendir til liðsauka. Sérfræðingar segja að stór hluti þeirra úkraínska hermanna sem falla, geri það þegar þeir séu að fara af víglínunni eða á leið þangað. Þá eru þeir berskjaldaðir fyrir drónum og stórskotaliðsvopnum. Eins og áður hefur komið fram fylgir mikið mannfall meðal fótgönguliða þessum aðferðum Rússa en þeir hafa hingað til getað fyllt í raðir sínar aftur. Úkraínumenn hafa reynt að bæta fyrir skort á loftvarnarkerfum með þróun dróna sem hannaðir eru til að granda eftirlitsdrónum Rússa. Nokkur myndbönd af notkun slíkra dróna hafa verið birt á þessu ári, eins og myndbandið hér að neðan sem birt var í sumar. More air-to-air drone combat high over southern Ukraine, seen here, a Ukrainian FPV munition successfully chases down and intercepts a Russian Orlan-10 reconnaissance drone. pic.twitter.com/T08T0DP5KP— OSINTtechnical (@Osinttechnical) June 1, 2024 Þurfa aðstoð en þurfa einnig að gera endurbætur Watling segir Úkraínumenn þurfa aðstoð við að auka framleiðslu þessara dróna og fleiri ratsjár, svo þeir geti dregið verulega úr umfangi þess eftirlits sem Rússar hafa á víglínunni. Þar að auki þurfi Úkraínumenn frekari rafbúnað til að stöðva dróna Rússa. Einnig þurfi að gera Úkraínumönnum kleift að stöðva sjálfsprengidróna Rússa og verja stórskotaliðsvopn þeirra gegn drónunum. Þá verði hægt að færa stórskotaliðsvopnin framar og draga úr yfirburðum Rússa á því sviði. Úkraínumenn þurfi einnig fleiri fallbyssur og sprengikúlur fyrir þau vopn. Um fimmtán þúsund úkraínskir hermenn eru í þjálfun í Frakklandi.AP/Thibault Camus Þá þurfi Úkraínumenn einnig að bæta verkferla varðandi herkvaðningu og ráðningu hermanna og þjálfunarferla þeirra, til að auka reynslu á víglínunni. Watling segir leiðtoga úkraínska hersins hafa dregið fæturna í að viðurkenna að um mikið vandamál sé að ræða og að þar geti bakhjarlar Úkraínumanna lítið aðstoðað þá. Ríkissaskóknari Úkraínu sagði af sér í gær vegna nýs hneykslismáls sem snýst um að hundruð úkraínskra embættismanna, og þar á meðal saksóknarar, hafi komist hjá herkvaðningu með að verða sér út um fölsk heilbrigðisvottorð um að þeir hefðu ekki heilsu til herþjónustu. Watling segir einnig mikilvægt að aðstoða Úkraínumenn við eigin hergagnaframleiðslu og þá sérstaklega þegar kemur að þróun og framleiðslu stýri- og skoflauga, auk langdrægra sjálfsrpengidróna. Slík vopn geti Úkraínumenn notað til að gera árásir á birgðastöðvar og skotfærageymslur Rússa og einnig á hergagnaverksmiðjur. Úkraínumenn hafa þegar náð töluverðum árangri í árásum sem þessum. Vogarafl nauðsynlegt Watling segir einnig að til að ná fram kröfum sínum í mögulegum viðræðum við Rússa þurfi Úkraínumenn vogarafl. Innrás Úkraínumanna í Kúrsk í sumar var meðal annars tilraun til að öðlast slíkt vogarafl en Watling segir meira þurfa til. Viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir sem Rússar hafa verið beittir gætu nýst Úkraínumönnum í viðræðum og þá meðal annars um stjórn á kjarnorkuverinu í Sapórisjía, sem Rússar hafa hernumið. Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra munu vilja halda slíkum aðgerðum virkum, bæði til að hægja á uppbyggingu rússneska hersins ef friði verður komið á og til að refsa Rússum fyrir fjölmörg ódæði þeirra í Úkraínu. Þrátt fyrir það sé hægt að finna einhverja anga þar á til að semja um. It is our task to strengthen our positions as much as possible and apply maximum pressure on Russia. This war can only be ended justly by holding a strong position.We are grateful to everyone who defends our country on the battlefield, as well as those who work, help, and thus… pic.twitter.com/si2FLzp5N1— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) October 23, 2024 Laða ungar konur frá Afríku til að gera dróna Fregnir bárust af því í vor að Rússar væru að ráða fjölda fólks frá Austur-Afríku til að vinna í verksmiðjum í Rússlandi og þá meðal annars við að setja saman sjálfsprengidróna sem byggja á Shahed-drónunum sem Rússar fengu frá Íran. Verksmiðja til að smíða slíka dróna var reist í Tatarstan-héraði í Rússlandi. AP fréttaveitan sagði fyrr í mánuðinum frá því að fjöldi ungra kvenna frá Austur-Afríku hefðu ferðast til Rússlands á undanförnum mánuðum og margar á grunni auglýsinga á samfélagsmiðlum. Þar var þeim lofað ókeypis flugferð, peningum og ævintýrum í Evrópu, fyrir að klára stuttan tölvuleik og standast hundrað orða rússneskupróf. Í viðtölum við blaðamenn fréttaveitunnar segja margar konur þó að þær hafi verið plataðar. Í stað ævintýra hafi þær þurft að þræla löngum stundum í verksmiðju við að setja saman dróna, undir stöðugu eftirliti og án þeirra launa og þess náms sem þeim var lofað. Konurnar sem um ræðir eru átján til 22 ára gamlar og að mestu frá Úganda, Rúanda, Kenía, Suður-Súdan, Síerra Leóne og Nígeríu. Þá hafa konur frá Sri Lanka einnig ferðast til Rússlands. Um tvö hundruð konur eru sagðar vinna við hlið rússneskra nemenda, sem geta verið sextán ára gamlir, við að setja saman um sex þúsund Shahed-sjálfsprengidróna á ári. Konurnar segjast vinna með virk efni sem brenni þær og hafi farið verulega illa með húð þeirra. Miklar tafir á þjálfun F-16 flugmanna Útlit er fyrir töluverðar tafir á því hvenær Úkraínumenn geti tekið F-16 þotur frá Vesturlöndum í umfangsmeiri notkun en þeir geta nú. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa tilkynnt að gera eigi miklar breytingar á því hvernig flugmenn eru þjálfaðir. Hingað til hefur þessi þjálfun að mestu verið á þá leið að vanir herflugmenn hafi fengið þjálfun á þremur mismunandi stöðum. Í Bandaríkjunum, Danmörku og Rúmeníu. Skortur á þeim, auk annarra ástæðna, hefur þó leitt til þess að nú stendur til að þjálfa yngri flugmenn, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Tólf flugmenn hafa verið útskrifaðir hingað til og eru ellefu enn að fljúga yfir Úkraínu. Einn reynslumesti flugmaður Úkraínu, sem leiddi sveit MiG-29 flugmanna, lét lífið í sumar þegar hann brotlenti einni af þeim fáu F-16 þotum sem Úkraínumenn hafa þegar fengið. Þessar breytingar eru líklegar til að tefja þjálfun nýrra flugmanna um marga mánuði, á sama tíma og Úkraínumenn þarfnast frekari F-16 þotna og flugmanna til að fljúga þeim til að styrkja loftvarnir Úkraínu, sem er mjög mikilvægt eins og fjallað hefur verið um hér að ofan. Heimildarmaður WSJ segir að áður en þessi ákvörðun um breytingu þjálfunarinnar var tekin, hafi Úkraínumenn líklega ekki verið komnir með tuttugu F-16 þotur og fjörutíu flugmenn til að fljúga þeim, sem er skilgreining einnar flugsveitar, fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar. Nú muni það tefjast enn frekar. Tilkynnt var í haust að flugmönnum sem fá þjálfun í Banadríkjunum og í Rúmeníu yrði fjölgað úr tólf í átján. Nýju flugmennirnir munu nú þurfa að verja að minnsta kosti ári í grunnþjálfun í Bretlandi og Frakklandi, áður en þeir hefja þjálfunina á F-16 í Bandaríkjunum, Danmörku og Rúmeníu. Í Bandaríkjunum tekur þetta ferli að minnsta kosti tvö ár, frá upphafi til enda. Að þeirri þjálfun lokinn verja bandarískir flugmenn svo mörgum mánuðum í frekari æfingar og undirbúning fyrir hernað. Sér eftir því að hafa ekki stutt Úkraínumenn fyrr og betur Jens Stotenberg, fyrrverandi framkvæmdastjóri NATO, lýsti því yfir í viðtali við Financial Times, sem birt var fyrr í mánuðinum, að hann sæi eftir því að hafa ekki stutt Úkraínumenn mun fyrr og mun betur. „Ég held að við verðum allir að viðurkenna að við hefðum átt að gefa þeim meira af vopnum fyrir innrásina. Við hefðum einnig átt að gefa þeim betri vopn og fyrr, eftir innrásina,“ sagði Stoltenberg og sagðist hann bera hluta af ábyrgðinni þar. Stoltenberg sagði marga af ráðamönnum NATO-ríkjanna hafa óttast það að senda vopn til Úkraínu fyrir innrásina. Þeir hafi óttast mögulegar afleiðingar en nú væri ljóst að slíkt hefði hjálpað Úkraínumönnum mjög. „Það hefði mögulega getað komið í veg fyrir innrásina eða í það minnsta gert Rússum mun erfiðara að gera það sem þeir hafa gert.“ Þegar kemur að rauðum línum Pútíns segist Stoltenberg hafa ýtt á að farið yrði yfir þær. Það hefði verið gert margsinnis og Pútín hefði ekkert gert. „Það voru dagar og vikur, sérstaklega í upphafi stríðsins, þar sem við urðum að ræða þessar rauðu línur Rússa,“ sagði Stoltenberg. Hann sagði það eðlilegt en að ekki væri hægt að hætta stuðningi við Úkraínu vegna áróðurs. „Staðreyndin er sú að ef Pútín vill stigmagna átökin með notkun gereyðingarvopna, getur hann skapað allar afsakanir sem hann þarf.“ Úkraínskir hermenn í Dónetsk-héraði.Getty/Fermin Torrano Kjarnorkuógnin hætt að bíta Ráðamenn í Kreml og áróðursvélar Rússa hafa ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna, í þeim tilgangi að fá bakhjarla Úkraínumanna til að láta af stuðningnum. Það hefur ekki borið árangur enn og eru embættismenn sagðir átta sig meira og meira á því að þessar ógnanir séu að missa mátt sinn, ef svo má segja. Í frétt Washington Post frá því í september var haft eftir greinendum og embættismönnum að Pútín væri að leita nýrra leiða til að bregðast við mögulegu leyfi fyrir Úkraínumenn til að nota vestræn vopn til árása í Rússlandi. Fólk væri að verða ónæmt fyrir þessum hótunum um notkun kjarnorkuvopna, vegna þess hve tíðar þær hafa verið. Að minnsta kosti tveir viðmælendur WP og þar á meðal rússneskur stjórnmálagreinandi sem lagði til árásir á herstöðvar NATO í Póllandi og Rúmeníu, sögðu þessar hótanir bera einhvern árangur. Sergei Markov, áðurnefndur stjórnmálagreinandi sem tengist Kreml, nefndi til að mynda að Repúblikanar sem tengist framboði Donalds Trump, hafi ítrekað tekið undir hótanir Rússa. Trump yngri, sonur forsetans fyrrverandi, skrifaði til að mynda grein með Robert F. Kennedy yngri þar sem þeir héldu því fram að það að leyfa Úkraínumönnum að nota vestræn vopn til árása í Rússlandi myndi auka hættuna á kjarnorkustyrjöld. Ólíklegt að leyfi verði veitt Ein leið gæti verið að fremja skemmdarverk gegn hernaðarskotmörkum á Vesturlöndum, en Rússar hafa þegar verið sakaðir um fjölmargar slíkar aðgerðir á undanförnum mánuðum. Sjá einnig: Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Önnur leið gæti verið að styrkja aðra óvini Vesturlanda, eins og Húta í Jemen, sem hafa verið að gera ítrekaðar árásir á fraktskip á Rauðahafi. Hútar eru sagðir vilja fá betri stýriflaugar sem hannaðar eru til að granda skipum frá Rússum. Sjá einnig: „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Vert er þó að taka fram að ekki er útlit fyrir að Úkraínumenn muni fá leyfi til árása í Rússlandi með vestrænum vopnum. Þess í stað virðist sem bakhjarlar Úkraínumanna vilji frekar hjálpa þeim að þróa og framleiða eigin vopn til þeirra árása.
Rýnt í stöðuna í Úkraínu Fréttaskýringar Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Norður-Kórea Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira