Gerðu loftárásir á Kúrda í Írak og Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2024 16:40 Bæði maðurinn og konan sem gerðu árásina í gær eru sögð vera meðlimir í Verkamannaflokki Kúrda. AP/Validated UGC Tyrkneski herinn hefur gert loftárásir á meintar stöðva Verkamannaflokks Kúrda í Sýrlandi og Írak eftir að fimm létu lífið í hryðjuverkaárás í Ankara, höfuðborg Tyrklands, í gær. Ráðamenn segja tugi vígamanna hafa verið fellda. Tveir árásarmenn, maður og kona, ruddu sér leið inn í höfuðstöðvar Turkish Aerospace Industries í Ankara í gær. Árásin hófst á stórri sprengingu en talið var upprunalega að þar hefði einn vígamaður til viðbótar sprengt sig í loft upp. Svo virðist þó ekki vera. Eins og áður segir létu fimm manns lífið í árásinni og 22 særðust, þar á meðal sjö sérsveitarmenn. Því var lýst yfir í gær að fjórir hefðu fallið en sá fimmti var leigubílsstjóri sem árásarmennirnir eru sagðir hafa myrt fyrir árásina, til að taka bíl hans. Yfirvöld í Tyrklandi segja að maðurinn og konan hafi verið felld. Ali Yerlikaya, innanríkisráðherra Tyrklands, hefur samkvæmt BBC lýst því yfir að bæði maðurinn og konan hafi verið meðlimir í PKK. Þau eru sögð hafa heitið Ali Orek og Mine Sevjin Alcicek. Meðlimir PKK, sem skilgreind eru sem hryðjuverkasamtök í Tyrklandi og víðar, hafa um árabil barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands og hefur þessi barátta oft verið mjög blóðug. Enginn hefur þó lýst yfir ábyrgð á árásinni. Meðlimir PKK hafa starfað með sýrlenskum Kúrdum eða YPG í Sýrlandi, sem leitt hafa samtökin SDF á undanförnum árum. Tyrkir hafa reglulega gert loftárásir gegn báðum hópum í Sýrlandi og einnig gegn PKK í Írak. Ráðamenn í Tyrklandi segja árásir næturinnar hafa beinst að 47 skotmörkum eins og hellum og vöruskemmum og að 59 vígamenn liggi í valnum eftir loftárásirnar í nótt en leiðtogar YPG segja tólf óbreytta borgara hafa fallið. Tyrkland Hryðjuverkastarfsemi Írak Sýrland Hernaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Tveir árásarmenn, maður og kona, ruddu sér leið inn í höfuðstöðvar Turkish Aerospace Industries í Ankara í gær. Árásin hófst á stórri sprengingu en talið var upprunalega að þar hefði einn vígamaður til viðbótar sprengt sig í loft upp. Svo virðist þó ekki vera. Eins og áður segir létu fimm manns lífið í árásinni og 22 særðust, þar á meðal sjö sérsveitarmenn. Því var lýst yfir í gær að fjórir hefðu fallið en sá fimmti var leigubílsstjóri sem árásarmennirnir eru sagðir hafa myrt fyrir árásina, til að taka bíl hans. Yfirvöld í Tyrklandi segja að maðurinn og konan hafi verið felld. Ali Yerlikaya, innanríkisráðherra Tyrklands, hefur samkvæmt BBC lýst því yfir að bæði maðurinn og konan hafi verið meðlimir í PKK. Þau eru sögð hafa heitið Ali Orek og Mine Sevjin Alcicek. Meðlimir PKK, sem skilgreind eru sem hryðjuverkasamtök í Tyrklandi og víðar, hafa um árabil barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands og hefur þessi barátta oft verið mjög blóðug. Enginn hefur þó lýst yfir ábyrgð á árásinni. Meðlimir PKK hafa starfað með sýrlenskum Kúrdum eða YPG í Sýrlandi, sem leitt hafa samtökin SDF á undanförnum árum. Tyrkir hafa reglulega gert loftárásir gegn báðum hópum í Sýrlandi og einnig gegn PKK í Írak. Ráðamenn í Tyrklandi segja árásir næturinnar hafa beinst að 47 skotmörkum eins og hellum og vöruskemmum og að 59 vígamenn liggi í valnum eftir loftárásirnar í nótt en leiðtogar YPG segja tólf óbreytta borgara hafa fallið.
Tyrkland Hryðjuverkastarfsemi Írak Sýrland Hernaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira