Erlent

„Hann er ekki sekur“

Rex Heuermann, sem grunaður er um Gilgo Beach-morðin svokölluðu, mætti fyrir dómara í New York í gær. Um var að ræða undirbúning fyrir komandi réttarhöld yfir honum, þar sem hann er sakaður um að hafa myrt minnst þrjár konur.

Erlent

Nagorno-Karabakh heyrir sögunni til

Samvel Shahramanyan, forseti sjálfstjórnarsvæðisins Nagorno-Karabakh, hefur skrifað undir tilskipun að sjálfstjórnin verði felld niður. Þar með hefur hann staðfest uppgjöf héraðsins fyrir Aserbaídsjan eftir 32 ára baráttu fyrir sjálfstæði, stríð og átök.

Erlent

Grannt fylgst með Slóv­a­kí­u og upp­lýs­ing­a­ó­reið­u

Ráðamenn Evrópusambandsins samþykktu í síðasta mánuði ný lög sem sporna eiga gegn upplýsingaóreiðu á samfélagsmiðlum. Nú reynir almennilega á lögin í fyrsta sinn vegna kosninganna í Slóvakíu en forsvarsmönnum samfélagsmiðla hefur verið sagt að taka betur á upplýsingaóreiðu þar.

Erlent

Kona látin eftir sprengingu í Upp­sölum

Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar.

Erlent

Mæðgur myrtar í Noregi

Móðir og átta ára dóttir hennar fundust látnar í borginni Kristiansand í Noregi í dag. Málið er rannsakað sem morð. 

Erlent

Travis King vísað frá Norður-Kóreu

Yfirvöld í Norður-Kóreu ætla að vísa Travis King, bandarískum hermanni sem flúði til Norður-Kóreu í sumar, úr landi. Hann hefur verið í haldi frá því í júlí.

Erlent

Verk­fall­i hand­rits­höf­und­a af­lýst

Verkfalli handritshöfunda í Hollywood er lokið, í bili í það minnsta. Deiluaðilar hafa skrifað undir nýjan kjarasamning og snúa handritshöfundar aftur til vinnu í dag og verður kosið um samninginn á upphafi næsta mánaðar.

Erlent

Enn lítið um svör, ári frá sprengingunum

Ár er liðið frá því Nord Stream gasleiðslurnar voru skemmdar í sprengingum á botni Eystrasalts. Skemmdarverkið er til rannsóknar í nokkrum ríkjum en enn er ekki búið að varpa ljósi á því hverjir sprengdu leiðslurnar.

Erlent

Þvinga fjölskyldur til að hlusta á nauðganir

Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) segir sterkar vísbendingar fyrir því að rússneskir hermenn fremji stríðsglæpi í Úkraínu. Rússar hafa pyntað Úkraínumenn til dauða og þvingað fjölskyldur til að hlusta á þegar hermenn nauðguðu konum í næsta herbergi.

Erlent

Aðmírállinn virðist enn á lífi

Viktor Sokolov, aðmíráll sem leiðir Svartahafslofta Rússlands, virðist ekki hafa fallið í árás Úkraínumanna á höfuðstöðvar flotans í Sevastopol á Krímskaga á föstudaginn, eins og úkraínski herinn hélt fram í gær.

Erlent

Skip­stjórinn dæmdur vegna dauða 27 á Dóná

Dómstóll í Ungverjalandi dæmdi í morgun skipstjóra skemmtiferðaskipsins Viking Sigyn í fimm og hálfs árs fangelsi vegna aðildar sinnar að árekstri skipsins og útsýnisbátsins Mermaid á Dóná í höfuðborginni Búdapest þann 30. maí árið 2019. 27 manns fórust í slysinu.

Erlent

McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp.

Erlent

Á­kærð fyrir að að reyna að bana enn einu korna­barninu

Breski hjúkrunarfræðingurinn Lucy Letby verður leidd fyrir dómara á ný ákærð fyrir tilraun til að drepa enn eitt ungbarnið. Letby var nýlega dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum á sjúkrahúsinu í Chester árunum 2015 og 2016. 

Erlent