Fótbolti

Orri með tvennu í níu marka sigri FCK

FCK gerði sér lítið fyrir og sigraði Lyseng 9-0 í 32-liða úrslitum danska bikarsins. Orri Steinn Óskarsson skoraði tvö mörk fyrir gestina frá Kaupmannahöfn en var svo skipt útaf í hálfleik. 

Fótbolti

Real Madrid aftur á beinu brautina

Real Madrid vann öruggan 2-0 sigur á heimavelli gegn UD Las Palmas í 7. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Madrídarliðið kemst þar með upp fyrir Barcelona sem mistókst að sigra Mallorca í gærkvöldi. 

Fótbolti

PSV tryggði toppsætið með öruggum sigri

Willum Þór Willumsson lék allan leikinn í 3-0 tapi Go Ahead Eagles gegn PSV Eindhoven. PSV tryggir þar með sæti sitt á toppi deildinnar og er með fullt hús stiga eftir 6 umferðir. GA Eagles er í 6. sætinu með 10 stig.

Fótbolti

Englendingatvenna í Mílanó

AC Milan vann 3-1 útisigur gegn Cagliari eftir að hafa lent marki undir. Tvö mörk frá ensku leikmönnunum Fikayo Tomori og Ruben Loftus-Cheek tryggðu sigurinn.  

Fótbolti

Sverrir Ingi með endurkomu í sigri Midtjylland

Sverrir Ingi Sigurðsson sneri aftur á völlinn eftir meiðsli og spilaði fyrri hálfleikinn í 2-0 sigri Midtjylland gegn Næstved. Þeir komast með þessum sigri í 16-liða úrslit dönsku bikarkeppninnar. Daníel Kristjánsson, u19 ára landsliðsmaður, sat á bekknum allan leikinn. 

Fótbolti

Víkingar sektaðir um hundruð þúsunda króna vegna sím­tala Arnars

Á­frýjunar­dóm­stóll KSÍ hefur komist að þeirri niður­stöðu að sekta Knatt­spyrnu­deild Víkings Reykja­víkur um 250 þúsund krónur vegna hátt­semi Arnars Gunn­laugs­sonar, þjálfara karla­liðs fé­lagsins, sem var í sam­bandi við starfs­lið sitt í gegnum síma í leik liðsins gegn Val þegar að hann tók út leik­bann.

Íslenski boltinn