Fréttir

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kona sem kært hefur mbl.is til siðanefndar Blaðamannélags Íslands vegna fréttar um meinta hatursorðræðu palestínskra mótmælenda segir alla mótmælendur liggja undir grun vegna framsetningar fréttarinnar. Rætt verður við hana í hádegisfréttum Bylgjunnar. 

Innlent

Ekkert lát á land­risi við Svarts­engi

Land við Svartsengi er komið talsvert hærra en áður hefur mælst á svæðinu. Nú þegar slétt vika er liðin frá hinu skammvinna eldgosi við Grindavík er ekkert lát á landrisinu. Búast má við nýju kvikuinnskoti og mögulegu eldgosi eftir nokkrar vikur.

Innlent

Drónaárásir í Rúss­landi í nótt

Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd.

Erlent

Breyti­leg vind­átt og allt að tíu stiga frost

Búast má við breytilegri átt vindátt á landinu í dag, yfirleitt fimm til þrettán metrum á sekúndu. Dálítið él verð norðvestantil og einnig suðaustanlands síðdegis, annars úrkomulítið. Frost 0 til 10 stig, en hiti kringum frostmark syðst.

Innlent

Skaut fast á Trump, sem ruglaðist á henni og Pelosi

Nikki Haley, forsetaframbjóðandi í Repúblikanaflokknum, velti í gær vöngum yfir því hvort Donald Trump gæti setið annað kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna, eftir að hann ruglaðist ítrekað á henni og Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í ræðu sem hann hélt á föstudagskvöldið.

Erlent

Bílvelta og á­rekstrar

Nokkuð var um að bílslys á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Í einu tilviki lentu tveir bílar í slysi í Hlíðunum og alt annar þeirra. Báðir bílarnir voru óökufærir og voru ökumaður og farþegar þess sem valt fluttir á Bráðamóttöku.

Innlent

Allt að fimm­tán þúsund manns drepin í einni borg

Allt að fimmtán þúsund manns hafa verið drepin í einni borg í Darfur héraði í Súdan, þar sem gífurlegt ofbeldi hefur átt sér stað. Fólkið er sagt hafa verið drepið af vígamönnum hóps sem kallast Rapid Support Forces eða RSF í umfangsmiklu þjóðernisofbeldi.

Erlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Utanríkisráðherra segir óboðlegt að borgin leyfi tjaldbúðir mótmælenda við Austurvöll. Hann sætir víða harðri gagnrýni. Þingmaður Pírata segir framkomu hans skammarlega. Rætt verður við hann í kvöldfréttum á Stöð 2. 

Innlent

„Nýr og breyttur veru­leiki sem við ætlum að lifa með“

Bláa lónið opnaði á ný í morgun eftir vikulokun. Framkvæmdastjóri sölu- rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins.s segir enga ónotatilfinningu á meðal starfsfólks né gesta. Nýr veruleiki blasi við og ljóst að Bláa lónið muni koma til með að opna og loka á víxl næstu árin. 

Innlent

„Tel ekki til­efni til að svara þessari Facebook færslu sér­stak­lega“

Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, segir örla á misskilningi hjá utanríkisráðherra ef hann telji borgina veita leyfi til mótmæla á Austurvelli. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla. Hins vegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum vikum eða mánuðum saman. Aðrir hópar hafa óskað eftir því að fá að reisa samskonar tjaldbúðir og Palestínumenn.

Innlent

Fjölnotaíþróttahús byggt í Borgar­nesi

Heilmiklar framkvæmdir fara fram í Borgarbyggð á nýju ári en þar ber helst að nefna byggingu nýs fjölnotaíþróttahúss í Borgarnesi og endurbyggingu á grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum. Kostnaðurinn við þessi tvö verkefni er um þriðja milljarð króna.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Karlmaður á þrítugsaldri er alvarlega særður eftir að hann var stunginn í búkinn í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn grunaður um árásina. Mennirnir eru ekki taldir tengjast. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 

Innlent

Bæjar­stjóri sagði samsæringi að fara í rass­gat

Len Slat, bæjarstjóri Thames- Coromandel í Nýja-Sjálandi, segist hafa fundið fyrir mjög jákvæðum viðbrögðum, eftir að hann sagði samsæringi sem sýndi opinberum starfsmönnum ógnandi hegðun að „fara í rassgat“. Það gerði hann í formlegum pósti borgarstjóra eftir að maðurinn hafði beðið um nöfn starfsfólks bæjarstjórnarinnar og heimilisföng þeirra.

Erlent

Í lífs­hættu eftir tilefnislausa stunguárás

Karlmaður á þrítugsaldri er mjög alvarlega særður eftir að hann var stunginn í vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn grunaður um árásina. Tildrög árásarinnar eru óljós.

Innlent

Breiðfylkingin og SA funda hjá ríkis­sátta­semjara

Samninganefnd breiðfylkingar stéttarfélaga kemur saman til fundar klukkan 11 til að ræða um næstu skref í harðnandi kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins. Klukkan 13 fundar samninganefndin með SA hjá ríkissáttasemjara. Viðræðurnar eru komnar í uppnám, og líklegt þykir að deilunni verði formlega vísað til ríkissáttsemjara. 

Innlent

Felldu hátt­settan byltingarvörð í loft­á­rás í Damaskus

Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar.

Erlent

Hlýrra í dag en kólnar á ný á morgun

Hlýrra verður á landinu í dag en undanfarna daga og hiti í kringum frostmark. Spáð er austan átt, 10-18 metrum á sekúndu sunn­an­til með slyddu eða rign­ingu, en mun hæg­ari norðan­lands og snjó­koma.

Innlent