Danskur ráðherra kann ekki að meta auglýsingar Meta Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2025 10:28 Caroline Stage Olsen, ráðherra stafrænna mála í Danmörku, var ekki hlátur í huga þegar hún sá auiglýsingaherferð Meta um aldurstakmarkanir á samfélagsmiðlum. Vísir/Getty Ráðherra stafrænna málefna í Danmörku segist bálreiður yfir auglýsingaherferð tæknirisans Meta um aldurstakmarkanir á samfélagsmiðlum. Fyrirtækið ætti frekar að nota digra sjóði sína til að grípa sjálft til aðgerða til að vernda börn fyrir skaðlegum áhrifum samfélagsmiðlanotkunar. Fjöldi Evrópuríkja hefur áhuga á að setja takmarkanir eða jafnvel banna samfélagsmiðlanotkun barna í þágu geðheilsu þeirra undanfarin misseri. Áströlsk stjórnvöld hafa þegar sett slíkar reglur. Meta, móðurfélag Facebook, Instagram og fleiri samfélagsmiðla, hefur brugðist við með auglýsingaherferð þar sem fyrirtækið talar fyrir sameiginlegum evrópskum reglum um aldurstakmörk á samfélagsmiðlum. Það eigi þó ekki að vera samfélagmiðlafyrirtækjanna að bera ábyrgð á því heldur eigenda snjallforritaverslana eða jafnvel stýrikerfa snjalltækja. Auglýsingaherferðin fer þvert ofan í Caroline Stage Olsen, ráðherra stafrænna málefna í Danmörku. Olsen segist komin með upp í kok af innantómum orðum. „Ég verð að vera hreinskilin, ég varð brjáluð þegar ég sá þessa auglýsingu. Ég vildi að þau hefðu eytt peningunum í að búa til tæknilausn á aldursstaðfestingu frekar en í auglýsingaherferð um hvað þau láta sig þetta miklu varða,“ segir Olsen. Meta sé einn auðugasta fyrirtæki í heimi og græði á tá og fingri á því að safna persónuupplýsingum bæði fullorðinna og barna. „Þau ættu að verja fénu í að verja börnin okkar frekar en að búa til auglýsingar,“ segir Olsen. Danir taka við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins á næstunni og stjórnvöld þar hafa þegar boðað að þau ætli að setja öryggi barna á netinu í forgang. Þróa hugbúnað til að staðfesta aldur fyrir bann í Ástralíu Áróðursherferð Meta gengur út á að það sé einfaldara að innleiða aldursstaðfestingu í snjallforritaverslunum þar sem notendur sækja samfélagsmiðlaforritin eða í stýrikerfum þar sem þá næði hún til allra samfélagsmiðla í einu, að því er segir í frétt evrópsku útgáfu Politico. Eigendur útbreiddustu stýrikerfanna og forritaverslananna, Apple og Google, segja á móti að samfélagsmiðlarnir sjálfir ættu að staðfesta aldur notenda sinna. Hugmyndir Meta um aldursstaðfestingu í forritaverslunum gangi ekki upp fyrir borðtölvur og önnur tæki sem heilu fjölskyldurnar nota saman. Samfélagsmiðlabann fyrir börn yngri en sextán ára tekur gildi í Ástralíu seint á þessu ári. Þar hefur staðið yfir tilraunaverkefni með hugbúnað til þess að staðfesta aldur notenda. Forstjóri bresks fyrirtækis sem var falið að stjórna verkefninu segir hægt að að staðfesta aldur með áreiðanlegum hætti. Engin lausn virki þó undantekningalaust og þá sé sú hætta fyrir hendi að slíkur hugbúnaður safni of miklum persónuupplýsingum um notendur, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Danmörk Meta Samfélagsmiðlar Ástralía Evrópusambandið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Fjöldi Evrópuríkja hefur áhuga á að setja takmarkanir eða jafnvel banna samfélagsmiðlanotkun barna í þágu geðheilsu þeirra undanfarin misseri. Áströlsk stjórnvöld hafa þegar sett slíkar reglur. Meta, móðurfélag Facebook, Instagram og fleiri samfélagsmiðla, hefur brugðist við með auglýsingaherferð þar sem fyrirtækið talar fyrir sameiginlegum evrópskum reglum um aldurstakmörk á samfélagsmiðlum. Það eigi þó ekki að vera samfélagmiðlafyrirtækjanna að bera ábyrgð á því heldur eigenda snjallforritaverslana eða jafnvel stýrikerfa snjalltækja. Auglýsingaherferðin fer þvert ofan í Caroline Stage Olsen, ráðherra stafrænna málefna í Danmörku. Olsen segist komin með upp í kok af innantómum orðum. „Ég verð að vera hreinskilin, ég varð brjáluð þegar ég sá þessa auglýsingu. Ég vildi að þau hefðu eytt peningunum í að búa til tæknilausn á aldursstaðfestingu frekar en í auglýsingaherferð um hvað þau láta sig þetta miklu varða,“ segir Olsen. Meta sé einn auðugasta fyrirtæki í heimi og græði á tá og fingri á því að safna persónuupplýsingum bæði fullorðinna og barna. „Þau ættu að verja fénu í að verja börnin okkar frekar en að búa til auglýsingar,“ segir Olsen. Danir taka við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins á næstunni og stjórnvöld þar hafa þegar boðað að þau ætli að setja öryggi barna á netinu í forgang. Þróa hugbúnað til að staðfesta aldur fyrir bann í Ástralíu Áróðursherferð Meta gengur út á að það sé einfaldara að innleiða aldursstaðfestingu í snjallforritaverslunum þar sem notendur sækja samfélagsmiðlaforritin eða í stýrikerfum þar sem þá næði hún til allra samfélagsmiðla í einu, að því er segir í frétt evrópsku útgáfu Politico. Eigendur útbreiddustu stýrikerfanna og forritaverslananna, Apple og Google, segja á móti að samfélagsmiðlarnir sjálfir ættu að staðfesta aldur notenda sinna. Hugmyndir Meta um aldursstaðfestingu í forritaverslunum gangi ekki upp fyrir borðtölvur og önnur tæki sem heilu fjölskyldurnar nota saman. Samfélagsmiðlabann fyrir börn yngri en sextán ára tekur gildi í Ástralíu seint á þessu ári. Þar hefur staðið yfir tilraunaverkefni með hugbúnað til þess að staðfesta aldur notenda. Forstjóri bresks fyrirtækis sem var falið að stjórna verkefninu segir hægt að að staðfesta aldur með áreiðanlegum hætti. Engin lausn virki þó undantekningalaust og þá sé sú hætta fyrir hendi að slíkur hugbúnaður safni of miklum persónuupplýsingum um notendur, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.
Danmörk Meta Samfélagsmiðlar Ástralía Evrópusambandið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira