Bílstjóri ráðherra lagði ríkið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2025 22:58 Íslenska ríkið skuldar bílstjóra ráðherra vangreiddar orlofsgreiðslur. Vísir/Vilhelm Maður sem starfaði sem bílstjóri ráðherra fær greidda rúma milljón króna vegna vangoldinna orlofsgreiðslna sem íslenska ríkinu bar að greiða honum á tæplega tveggja ára tímabili. Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Í dóminum er málið rakið, en bílstjórinn höfðaði mál gegn íslenska ríkinu í ágúst 2023 vegna þess að hann taldi sig eiga inni orlofsgreiðslur fyrir yfirvinnustundir sem hann vann frá og með 1. október 2021, þegar hann hóf störf sem bílstjóri ráðherra. Nokkrir fengu orlofsfé en aðrir ekki Við ráðningu hafi hann skrifað undir kjarasamning um mánaðarlaun og um fasta yfirvinnu. Í samkomulaginu hafi komið fram að öll yfirvinna væri innifalin í hinum tilgreindu kjörum. Fram kemur að bílstjórinn hafi sent yfirmanni sínum tölvupóst í júní 2022 eftir að borist hefði í tal að sumir bílstjórar Umbru, þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, hefðu fengið greitt orlofsfé á yfirvinnu en aðrir ekki. Þá væri misræmi í fjölda yfirvinnutíma sem síðan skilaði sér í mismun á orlofsfé. Bílstjórinn hafi bent á að í kjarasamningi félags starfsmanna stjórnarráðsins, hvar hann var félagi, væri ákvæði um 13,04 prósent orlofsfé á alla yfirvinnu og álagsgreiðslur. Hann hafi óskað eftir að málið yrði skoðað þar sem óheimilt er að semja um lakari kjör en kjarasamningur kveður á um. Yfirmaðurinn hjá Umbru hafi svarað póstinum á þann veg að sú breyting hafi verið gerð að hætt hefði verið að greiða orlof á fasta yfirvinnu hjá starfsfólki Stjórnarráðsins. Rúmu ári síðar hafi lögmaður bílstjórans sent yfirmanninum bréf þar sem þess var krafist að bílstjórinn fengi greitt orlof á yfirvinnu. Ekki hafi verið fallist á kröfuna. Ekki samið sérstaklega um orlofið Í málinu, sem rekið var fyrir héraðsdómi í fyrra, krafðist bílstjórinn 1.041.112 króna sem hann taldi vangoldnar orlofsgreiðslur. Hann byggði á grein í samkomulagi um breytingu og framlengingu á kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við félag starfsmanna stjórnarráðsins, sem felur í sér fyrrnefnt ákvæði um orlofsgreiðslur. Íslenska ríkið krafðist sýknu á þeim grundvelli að bílstjórinn njóti greiðslu bæði taxtalauna og yfirvinnulauna sem greiðist alla mánuði ársins, þar með talið þegar hann er í orlofi og því án vinnuframlags. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að fyrir liggi að í málinu var ekki samið sérstaklega um það við bílstjórann að orlofsfé yrði ekki greitt af yfirvinnu, líkt og dreifibréf fjármálaráðuneytisins frá 2006 kveður á um að þurfi að gera. Með vísan til dómaframkvæmdar og dreifibréfsins var það því niðurstaðan að íslenska ríkið verði að bera hallann af því að ekki var sérstaklega samið um að orlofsfé yrði ekki greitt af yfirvinnu. Því þyrfti að fallast á það með bílstjóranum að greiða hefði átt orlof á yfirvinnulaun hans. Hinar vangreiddu orlofsgreiðslur voru samkvæmt dóminum 42 til 48 þúsund krónur á mánuði í 23 mánuði og námu þannig í heildina um einni milljón og 41 þúsund krónum. Sem fyrr segir staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms um að íslenska ríkinu bæri að greiða bílstjóranum hinar vangreiddu orlofsgreiðslur. Þá segir í dómi Landsréttar að málskostnaður, ein milljón króna, skrifist jafnframt á íslenska ríkið. Bílar Kjaramál Dómsmál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Í dóminum er málið rakið, en bílstjórinn höfðaði mál gegn íslenska ríkinu í ágúst 2023 vegna þess að hann taldi sig eiga inni orlofsgreiðslur fyrir yfirvinnustundir sem hann vann frá og með 1. október 2021, þegar hann hóf störf sem bílstjóri ráðherra. Nokkrir fengu orlofsfé en aðrir ekki Við ráðningu hafi hann skrifað undir kjarasamning um mánaðarlaun og um fasta yfirvinnu. Í samkomulaginu hafi komið fram að öll yfirvinna væri innifalin í hinum tilgreindu kjörum. Fram kemur að bílstjórinn hafi sent yfirmanni sínum tölvupóst í júní 2022 eftir að borist hefði í tal að sumir bílstjórar Umbru, þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, hefðu fengið greitt orlofsfé á yfirvinnu en aðrir ekki. Þá væri misræmi í fjölda yfirvinnutíma sem síðan skilaði sér í mismun á orlofsfé. Bílstjórinn hafi bent á að í kjarasamningi félags starfsmanna stjórnarráðsins, hvar hann var félagi, væri ákvæði um 13,04 prósent orlofsfé á alla yfirvinnu og álagsgreiðslur. Hann hafi óskað eftir að málið yrði skoðað þar sem óheimilt er að semja um lakari kjör en kjarasamningur kveður á um. Yfirmaðurinn hjá Umbru hafi svarað póstinum á þann veg að sú breyting hafi verið gerð að hætt hefði verið að greiða orlof á fasta yfirvinnu hjá starfsfólki Stjórnarráðsins. Rúmu ári síðar hafi lögmaður bílstjórans sent yfirmanninum bréf þar sem þess var krafist að bílstjórinn fengi greitt orlof á yfirvinnu. Ekki hafi verið fallist á kröfuna. Ekki samið sérstaklega um orlofið Í málinu, sem rekið var fyrir héraðsdómi í fyrra, krafðist bílstjórinn 1.041.112 króna sem hann taldi vangoldnar orlofsgreiðslur. Hann byggði á grein í samkomulagi um breytingu og framlengingu á kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við félag starfsmanna stjórnarráðsins, sem felur í sér fyrrnefnt ákvæði um orlofsgreiðslur. Íslenska ríkið krafðist sýknu á þeim grundvelli að bílstjórinn njóti greiðslu bæði taxtalauna og yfirvinnulauna sem greiðist alla mánuði ársins, þar með talið þegar hann er í orlofi og því án vinnuframlags. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að fyrir liggi að í málinu var ekki samið sérstaklega um það við bílstjórann að orlofsfé yrði ekki greitt af yfirvinnu, líkt og dreifibréf fjármálaráðuneytisins frá 2006 kveður á um að þurfi að gera. Með vísan til dómaframkvæmdar og dreifibréfsins var það því niðurstaðan að íslenska ríkið verði að bera hallann af því að ekki var sérstaklega samið um að orlofsfé yrði ekki greitt af yfirvinnu. Því þyrfti að fallast á það með bílstjóranum að greiða hefði átt orlof á yfirvinnulaun hans. Hinar vangreiddu orlofsgreiðslur voru samkvæmt dóminum 42 til 48 þúsund krónur á mánuði í 23 mánuði og námu þannig í heildina um einni milljón og 41 þúsund krónum. Sem fyrr segir staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms um að íslenska ríkinu bæri að greiða bílstjóranum hinar vangreiddu orlofsgreiðslur. Þá segir í dómi Landsréttar að málskostnaður, ein milljón króna, skrifist jafnframt á íslenska ríkið.
Bílar Kjaramál Dómsmál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira