Þingmenn hneykslast á mótmælum við hátíðarathöfnina Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2025 20:47 Rósa Guðbjartsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir mótmælin við Alþingishúsið 17. júní vanvirðingu. Vilhelm/Viktor Freyr Á meðan árleg hátíðarstund fór fram á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn stóð hópur fólks með stóra Palestínufána og skilti sem á stóð „samsek þvert á flokka“ meðal hóps fólks sem veifaði íslenska fánanum í tilefni dagsins. Þingmaður og varaþingmaður hneykslast á mótmælunum. Fjallað var um mótmælin í Kvöldfréttum á þriðjudag. Mótmælendur þögðu meðan á athöfninni stóð en létu vel í sér heyra meðan gestir yfirgáfu svæðið. Einstaklingar úr hópnum hrópuðu „þjóðarmorð“ og „frjáls Palestína“. Einn mótmælandinn flutti ræðu þegar ráðamenn voru komnir inn í Alþingishús. Í samtali við fréttamann sagði Margrét Kristín Blöndal baráttukona fyrir frjálsri Palestínu að auðvitað nýti hún hvert tækifæri til að láta í sér heyra. Aðspurð sagði hún hópnum hafa verið vel tekið. Rósa Guðbjartsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir mótmælin að umfjöllunarefni í pontu á Alþingi í gær í dagskrárliðnum störf þingsins. „Hingað til höfum við sammælst um að leggja stjórnmál og deilur til hliðar á þessum degi, hampa þess í stað því sem sameinar okkur, minna á gildin okkar, menninguna, upprunann, hefðirnar og sérstöðuna. Og það undir merkjum íslenska þjóðfánans sem við erum svo stolt af og umgöngumst af mikilli virðingu,“ sagði Rósa í ræðu sinni og hélt áfram: „Að hópar fólks skuli koma saman á þessum degi og það við hátíðarhöld við Alþingishúsið veifandi fána annars lands og hrópa ókvæðisorð að ráðamönnum og öðrum viðstöddum, er óboðlegt. Í gær urðum við vitni að því að þjóðhátíðardeginum okkar var sýnd mikil vanvirðing hér við Austurvöll og um leið þjóðfána okkar Íslendinga. Eigum við bara að láta slíkt viðgangast?“ Það séu næg tækifæri á Íslandi fyrir einstaklinga og hópa að koma pólitískum sjónarmiðum á framfæri alla aðra daga. Hvorki sé staður né stund fyrir það á þjóðhátíðardaginn. „Þetta var dapurleg tilraun til að niðurlægja íslensku þjóðina og hrein vanvirðing við þjóðfánann. Komum í veg fyrir svona atburði á þjóðhátíðardaginn okkar í framtíðinni og berum öll virðingu fyrir þessum mikilvæga hátíðisdegi,“ segir Rósa. Á upptöku af ræðunni má heyra þingmenn úr sal kalla fram í: „Heyr heyr“. Auk íslenska fánans var fáni Palestínu áberandi á Austurvelli á hátíðahöldunum 17. júní.Vísir/Viktor Freyr Rúnar Sigurjónsson varaþingmaður Flokks fólksins tekur í svipaðan streng í færslu á Facebook. Hann segir mótmælendurna hafa vanhelgað þjóðhátíðardaginn og truflað hátíðleika hans, „með hrópum og köllum, öskrum og skrílslátum þar sem þjóðfána annars ríkis er flaggað á hátíðlegu torgi þar sem þjóðhátíðardegi okkar er fagnað.“ Hann fordæmi mótmælin, sem að hans sögn settu svartan blett á daginn. „Ég skora því á félagið Ísland-Palestína að sýna þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga þá örlitlu virðingu að láta af þessu háttalagi á 17. júní. [...]. Þann dag er þetta í mínum huga ekki ásættanlegt og er hvað mig varðar ykkur og ykkar málstað eiginlega bara til háborinnar skammar.“ 17. júní Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Fjallað var um mótmælin í Kvöldfréttum á þriðjudag. Mótmælendur þögðu meðan á athöfninni stóð en létu vel í sér heyra meðan gestir yfirgáfu svæðið. Einstaklingar úr hópnum hrópuðu „þjóðarmorð“ og „frjáls Palestína“. Einn mótmælandinn flutti ræðu þegar ráðamenn voru komnir inn í Alþingishús. Í samtali við fréttamann sagði Margrét Kristín Blöndal baráttukona fyrir frjálsri Palestínu að auðvitað nýti hún hvert tækifæri til að láta í sér heyra. Aðspurð sagði hún hópnum hafa verið vel tekið. Rósa Guðbjartsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir mótmælin að umfjöllunarefni í pontu á Alþingi í gær í dagskrárliðnum störf þingsins. „Hingað til höfum við sammælst um að leggja stjórnmál og deilur til hliðar á þessum degi, hampa þess í stað því sem sameinar okkur, minna á gildin okkar, menninguna, upprunann, hefðirnar og sérstöðuna. Og það undir merkjum íslenska þjóðfánans sem við erum svo stolt af og umgöngumst af mikilli virðingu,“ sagði Rósa í ræðu sinni og hélt áfram: „Að hópar fólks skuli koma saman á þessum degi og það við hátíðarhöld við Alþingishúsið veifandi fána annars lands og hrópa ókvæðisorð að ráðamönnum og öðrum viðstöddum, er óboðlegt. Í gær urðum við vitni að því að þjóðhátíðardeginum okkar var sýnd mikil vanvirðing hér við Austurvöll og um leið þjóðfána okkar Íslendinga. Eigum við bara að láta slíkt viðgangast?“ Það séu næg tækifæri á Íslandi fyrir einstaklinga og hópa að koma pólitískum sjónarmiðum á framfæri alla aðra daga. Hvorki sé staður né stund fyrir það á þjóðhátíðardaginn. „Þetta var dapurleg tilraun til að niðurlægja íslensku þjóðina og hrein vanvirðing við þjóðfánann. Komum í veg fyrir svona atburði á þjóðhátíðardaginn okkar í framtíðinni og berum öll virðingu fyrir þessum mikilvæga hátíðisdegi,“ segir Rósa. Á upptöku af ræðunni má heyra þingmenn úr sal kalla fram í: „Heyr heyr“. Auk íslenska fánans var fáni Palestínu áberandi á Austurvelli á hátíðahöldunum 17. júní.Vísir/Viktor Freyr Rúnar Sigurjónsson varaþingmaður Flokks fólksins tekur í svipaðan streng í færslu á Facebook. Hann segir mótmælendurna hafa vanhelgað þjóðhátíðardaginn og truflað hátíðleika hans, „með hrópum og köllum, öskrum og skrílslátum þar sem þjóðfána annars ríkis er flaggað á hátíðlegu torgi þar sem þjóðhátíðardegi okkar er fagnað.“ Hann fordæmi mótmælin, sem að hans sögn settu svartan blett á daginn. „Ég skora því á félagið Ísland-Palestína að sýna þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga þá örlitlu virðingu að láta af þessu háttalagi á 17. júní. [...]. Þann dag er þetta í mínum huga ekki ásættanlegt og er hvað mig varðar ykkur og ykkar málstað eiginlega bara til háborinnar skammar.“
17. júní Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira