Fréttir

Grunur um í­kveikju á Hjarðar­haga

Umtalsvert magn bensíns fannst í sýnum sem tekin voru á vettvangi mannskæðs eldsvoða að Hjarðarhaga í Reykjavík. Tveir létust í brunanum og grunur er uppi um að kveikt hafi verið í.

Innlent

Orri Harðar­son er allur

Orri Harðarson, tónlistarmaður og rithöfundur, er allur eftir hugdjarfa baráttu við krabbamein. Hann var fæddur 1972 en deyr á laugardaginn 7. júní 2025 í faðmi fjölskyldu sinnar. Orri kenndi sig ætíð við Akranes en fór víða og var meðal annars kjörinn bæjarlistamaður á Akureyri 2017.

Innlent

„Þetta er glóru­laust rugl í ráð­herra“

Enn ríkir mikil óánægja með kílómetragjaldsfrumvarp fjármálaráðherra eftir að efnahags- og viðskiptanefnd gerði breytingar á því út frá umsögnum hagsmunaaðila. Formönnum tveggja samtaka sem sendu inn umsögn finnst lítið hafa verið tekið mark á sér. 

Innlent

Til­kynningum um nauðganir fjölgaði milli ára

142 tilkynningar um kynferðisbrot bárust lögreglu á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það eru álíka margar tilkynningar og bárust lögreglu á sama tíma á síðasta ári. Hins vegar fjölgaði tilkynningum um nauðganir.

Innlent

„Ég trúi ekki öðru en að þetta fari í gegn“

Atvinnuvegaráðherra segist hafa fulla trú á því að frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjald verði samþykkt áður en Alþingi fer í sumarfrí. Málið er eitt þeirra fjölmörgu mála sem deilt hefur verið um á þingvetrinum, sem nú er keppst við að ljúka, og sennilega það umdeildasta.

Innlent

„Þetta er aftur­för í þjónustu við konur með endómetríósu“

Heilbrigðisráðuneytið hefur gert Sjúkratryggingum Íslands að semja við Klíníkina í Ármúla um að framkvæma hundrað aðgerðir á árinu vegna endómetríósu. Það eru um helmingi færri en árið áður. Skurðlæknir hjá Klíníkinni sem framkvæmir slíkar aðgerðir segir ákvörðunina lengja biðlista til muna.

Innlent

Rekur bólu­setningaráð stjórn­valda á einu bretti

Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur andstæðingur bóluefna rak ráðgjafaráð alríkisstjórnarinnar um bólusetningar eins og það leggur sig. Ráðið hefur verið skipað læknum og vísindamönnum frá læknadeildum helstu háskóla landsins.

Erlent

Einar hörðustu á­rásirnar á Kænugarð til þessa

Hundruð rússneskra dróna réðust á Kænugarð og hafnarborgina Odesa í Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Tveir létust í Odesa en fjórir særðust í höfuðborginni. Forseti Úkraínu segir árásina á Kænugarð eina þá hörðustu frá upphafi stríðsins.

Erlent

Leitin ekki enn borið árangur

Leit björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu að göngumanni í Esjunni hefur enn ekki borið árangur. Leitað var í alla nótt og verður leit fram haldið klukkan hálf níu.

Innlent

Nemar á Land­spítalanum klæddust „Öldrunarbúningi“

Um 400 lækna- og hjúkrunarnemar munu vinna á Landspítalanum í sumar en áður en vinnan hófst var haldin svokallaður „tækjadagur“ á spítalanum þar sem ýmis tæki og tól voru til sýnis fyrir sumarstarfsmenn. Það sem vakti þó hvað mesta athygli var „Öldrunarbúningur“, sem nemarnir fengu að prófa.

Innlent

Á­stand í Kali­forníu og breytt frum­varp um kílómetragjald

Ríkisstjóri Kaliforníu ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fyrir að senda þjóðvarðliða til Los Angeles. Aðgerðum alríkisstjórnarinnar gegn innflytjendum var mótmælt alla helgina en sjálfur útilokar Trump ekki að senda landgönguliða til borgarinnar.

Innlent