Fréttir Einn handtekinn í aðgerðum sérsveitar í Hrísey Einn var handtekinn í Hrísey í aðgerðum lögreglunnar á Norðurlandi-Eystra síðdegis á fimmtudaginn. Lögregla naut aðstoðar sérsveitarmanna ríkislögreglustjóra sem hafa aðsetur á Akureyri í verkefninu. Þetta staðfestir Andri Freyr Sveinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi-Eystra í samtali við fréttastofu. Innlent 13.7.2024 10:30 „Mér fannst alltaf eins og ég væri að fara að deyja“ „Áður en ég veiktist þá tók ég heilsunni sem sjálfsögðum hlut. Það er ekki fyrr en heilsan er tekin frá þér að þú gerir þér almennilega grein fyrir því líkaminn er ótrúlegur og hvað líkaminn vinnur magnað starf fyrir þig á hverjum degi,“ segir hin 24 ára gamla Lilja Ingólfsdóttir sem búsett er í San Diego í Kaliforníu ásamt fjölskyldu sinni. Innlent 13.7.2024 09:01 Líkur á aurskriðum og grjóthruni á Vesturlandi Líkur eru á aurskriðum og grjóthruni á Vesturlandi vegna mikillar rigningar. Það verður til þess að aðstæður fyrir ferðamenn og útivistarfólk eru varasamar. Veður 13.7.2024 08:40 Felldi tár þegar málinu var vísað frá Máli á hendur bandaríska leikaranum Alec Baldwin, þar sem hann var sakaður um manndráp af gáleysi, hefur verið vísað frá dómi. Réttarhöld í málinu hófust í vikunni en lauk í gærkvöldi þegar dómari komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið og lögreglan hefðu haldið aftur af sönnunargögnum. Erlent 13.7.2024 07:54 Kafað ofan í litleysi íslenska bílaflotans Áttatíu prósent nýskráðra bíla á Íslandi eru gráir, hvítir eða svartir. Bílasali segir greinilegt að Íslendingar telji litríka bíla óheppilega til endursölu. Þá geti djarfari litir kostað kaupendur milljónir aukalega. Innlent 13.7.2024 07:31 Slagsmál reyndust hnefaleikaæfingar að nóttu Lögreglunni var tilkynnt um slagsmál í Kópavogi rétt eftir miðnætti í nótt. Sá sem tilkynnti sagði að menn væru berir að ofan með boxhanska. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að þrír menn væru að æfa sig í hnefaleikum. Innlent 13.7.2024 07:24 Siggi stormur biðst afsökunar á sumarspánni sem ekki rættist „Þegar ég sá í hvað stefndi, þá yfirgaf ég landið,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, í samtali við fréttastofu. Hann var brattur í vor og spáði blíðvirði um allt land í sumar. Sú spá hefur ekki ræst. Veður 13.7.2024 06:31 „Biden á langa sögu af mismælum“ Joe Biden forseti Bandaríkjanna sýndi að hann hefur góða þekkingu og innsýn í utanríkis- og varnarmál á blaðamannafundinum sem hann hélt í gær. Þetta er mat Friðjóns Friðjónssonar, borgarfulltrúa og áhugamanns um bandarísk stjórnmál, sem var álitsgjafi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ætli Biden sér að vinna kosningarnar þurfi hann hins vegar að standa sig vel í öðrum málum. Hann segir Biden eiga langa sögu af mismælum, en nú sé auðvelt fyrir andstæðinga að nota mismælin gegn honum. Erlent 12.7.2024 23:48 Óttast að olíufélögin hækki álagningu Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að sterkt aðhald þurfi gagnvart því að tryggja að álagning á eldsneyti hækki ekki þegar bensín- og díselgjöld verða afnumin á næsta ári. Til stendur að leggja kílómetragjald á bensín- og díselbíla á næsta ári, en fella brott bensín- og olíugjöld sem greidd eru við kaup á jarðefnaeldsneyti. Í frumvarpsdrögunum stendur einnig til að hækka kolefnisgjaldið sem leggst á bensín- og díselbíla. Innlent 12.7.2024 21:22 Höfnin muni loka á útsýnið og valda hljóðmengun Íbúi í Hvaleyrarholti fordæmir áform Hafnarfjarðarbæjar og Carbfix um að reisa stærðarinnar höfn í Straumsvík. Hún segir þetta vera eins og að fá höfn í bakgarðinn og segir viðbrögð bæjarstjórnar gera lítið úr bæjarbúum. Innlent 12.7.2024 21:02 Fóstruðu þrastarunga í 15 daga í Hafnarfirði Þeir háma í sig tugi ánamaðka á dag þrastarungarnir, sem hafa verið í fóstri á heimili í Hafnarfirði síðustu daga eftir að mamma þeirra yfirgaf þá. Innlent 12.7.2024 20:05 Vona að gervigreindin komi að gagni við að finna mögulega lækningu Barátta Íslendinga fyrir fólk með mænuskaða hefur skilað árangri á alþjóðavettvangi. En betur má ef duga skal að sögn formanns Mænuskaðastofnunar Íslands, sem vonast til þess að gervigreind nýtist í leit að lækningu við mænuskaða. Auður Guðjónsdóttir, sem er bæði stofnandi og stjórnarformaður stofnunarinnar, hefur verið iðin við að senda bréf víða um heim, og hefur meðal annars fengið svar frá varaframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sem hvatti hana til dáða. Innlent 12.7.2024 19:37 Tvö hjólhýsi fokin af veginum á Norðurlandi vestra Ekkert hjólhýsaveður er á Norðurlandi vestra þessa dagana. Eitt hjólhýsi fauk af veginum þar í dag og annað í gær. Lögreglan á svæðinu hefur beðið ökumenn með vagna í eftirdragi að leita í var. Innlent 12.7.2024 19:12 Íslensk stökkbreyting þrefaldar áhættu á skjaldkirtilssjúkdómi Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólk þeirra hafa fundið erfðabreytileika í LAG-3 geninu sem meira en þrefaldar áhættuna á því að fá sjálfsónæmissjúkdóm í skjaldkirtil. Tveir erfðabreytileikar fundust sem auka áhættuna mest, og finnast þeir bara á Íslandi og í Finnlandi. Innlent 12.7.2024 18:48 Pínleg mistök Biden og móðurlausir þrastarungar í fóstri Þeim þingmönnum Demókrataflokksins fjölgar sem kalla eftir því að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, stígi til hliðar í forsetakosningum. Hann segist ekki ætla fet þrátt fyrir pínleg mistök á blaðamannafundi í gær og slæma frammistöðu í kappræðum. Innlent 12.7.2024 18:01 Áminntur fyrir að hóta að afhjúpa meintan fíknivanda Lögmaður hefur verið áminntur og látinn greiða 150 þúsund króna sekt fyrir að hafa hótað að afhjúpa fíknivanda barnsmóður umbjóðanda síns. Innlent 12.7.2024 17:01 Laxinn bókstaflega gusast upp í Elliðaárnar Svavar Hávarðsson blaðamaður og kunnur veiðimaður var að fylgjast með löxum sem ganga upp Elliðaárnar og rak upp stór augu. Innlent 12.7.2024 15:49 Geta ekki sagt hvort Óskari hafi verið boðið starfið eða ekki Hafnarfjarðarbær segist ekki geta tjáð sig um mál einstaka starfsmanna, og því ekki geta staðfest eða hafnað því að Óskari Steini Ómarssyni hafi verið boðið starf deildarstjóra í grunnskóla í bænum. Sjálfur segir Óskar að svo hafi verið, en ráðningin dregið til baka. Hann telur að pólitísk afskipti hafi spilað inn í. Innlent 12.7.2024 15:08 Ferjubilun sé hvítþvottur hjá Hrísey Seafood Forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni hafnar því algjörlega að samgöngur séu í lamasessi til og frá Hrísey. Verkefnastjóri Hríseyjar Seafood taldi lokun Matvælastofnunnar eiga rót sína að rekja til lélegra ferjusamgangna. Innlent 12.7.2024 14:39 Ártúnshöfði gengur í endurnýjun lífdaga Ártúnshöfði gengur í endurnýjun lífdaga. Áætlað er að í þessu nýja borgarhverfi rísi allt að átta þúsund íbúðir og að þar geti búið allt að tuttugu þúsund borgarbúar. Innlent 12.7.2024 14:08 Klessti bíl og eigandinn kom í jakka einum fata á vettvang Maður sem ók bíl undir áhrifum áfengis, klessti honum á kyrrstæðan aftanívagn, og kom sér af vettvangi hlaut dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum. Honum er gert að greiða 240 þúsund króna sekt til ríkissjóðs eða sæta átján daga fangelsi. Jafnframt var hann sviptur ökuréttindum. Innlent 12.7.2024 14:03 „Mjög mikil úrkoma“ veldur skriðuhættu Gert er ráð fyrir mjög mikilli úrkomu á sunnanverðum Vestfjörðum og á Snæfellsnesi um helgina. Veðurstofan varar við vatnavöxtum og aukinni skriðuhættu á þessum svæðum. Veður 12.7.2024 13:23 Stappað á tjaldsvæðum og vörur hverfa úr hillum Mikið blíðviðri er á Austurlandi í dag en snemma í morgun mældist hitastig á þó nokkrum stöðum um 20 gráður. Tjaldsvæði fyrir austan hafa verið fljót að fyllast en að sögn staðarhaldara komast færri að en vilja. Svo virðist sem fólk streymi hreinlega austur frá öllum landshlutum. Innlent 12.7.2024 12:08 Freista þess að spá um sólstorma með loftbelgnum yfir Íslandi Loftbelgurinn sem sást á sveimi yfir Austurlandi í gær er á vegum samstarfsverkefnis bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA og hinnar þýsku Max Planck-stofnunar. Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar eins og hann er iðulega kallaður, segir belginn vera tilraun til að skilja betur hvernig sólin okkar virkar og hvernig hægt sé að spá fyrir um svokallaða sólstorma. Eitthvað sem gæti verið gífurlega dýrmætt. Innlent 12.7.2024 12:06 Þrefalt hærri vextir geri samkeppnina erfiða Forstjóri Bílaleigu Akureyrar segir að háir vextir Seðlabanka Íslands fæli ferðamenn frá landinu. Að minnsta kosti 10 prósent samdráttur er hjá bílaleigunni í sumar miðað við sama tíma í fyrra. Innlent 12.7.2024 11:54 Freista þess að koma í veg fyrir Eurovision með íbúakosningu Kristilegi íhaldsflokkurinn Eidgenössisch-Demokratische Union (EDU) hyggst freista þess að koma í veg fyrir að Eurovision fari fram í Sviss á næsta ári, með því að knýja fram íbúakosningar um fjárveitingar til þeirra borga sem vilja halda keppnina. Erlent 12.7.2024 11:52 Lokun Hríseyjar seafood: Fiskur gleymdist þegar ferjan bilaði Verkefnastjóri hjá Hrísey Seafood segir lokun Matvælastofnunar á fiskvinnslunni í síðustu viku eiga rót sína að rekja til samgangna til eyjunnar sem séu í lamasessi. Fiskvinnslan opnar aftur í dag eftir „gott samstarf“ við Mast. Innlent 12.7.2024 11:12 Skipstjórinn dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að skilja skipstjóra strandveiðibátsins Höddu HF eftir í sjávarháska, eftir að hafa siglt skipinu á bátinn. Innlent 12.7.2024 11:08 Manndrápsmálið á Akureyri komið til saksóknara Mál manns sem grunaður er um að hafa orðið konu sinni að bana á Akureyri í lok aprílmánaðar þessa árs er komið á borð héraðssaksóknara. Innlent 12.7.2024 11:03 Viðar „Enski“ Skjóldal látinn Viðar Skjóldal, sem lengi var ein helsta Snapchat-stjarna landsins og betur þekktur undir nafninu „Enski“, andaðist á Spáni hvar hann hafði verið búsettur ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum undanfarið. Innlent 12.7.2024 10:41 « ‹ 168 169 170 171 172 173 174 175 176 … 334 ›
Einn handtekinn í aðgerðum sérsveitar í Hrísey Einn var handtekinn í Hrísey í aðgerðum lögreglunnar á Norðurlandi-Eystra síðdegis á fimmtudaginn. Lögregla naut aðstoðar sérsveitarmanna ríkislögreglustjóra sem hafa aðsetur á Akureyri í verkefninu. Þetta staðfestir Andri Freyr Sveinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi-Eystra í samtali við fréttastofu. Innlent 13.7.2024 10:30
„Mér fannst alltaf eins og ég væri að fara að deyja“ „Áður en ég veiktist þá tók ég heilsunni sem sjálfsögðum hlut. Það er ekki fyrr en heilsan er tekin frá þér að þú gerir þér almennilega grein fyrir því líkaminn er ótrúlegur og hvað líkaminn vinnur magnað starf fyrir þig á hverjum degi,“ segir hin 24 ára gamla Lilja Ingólfsdóttir sem búsett er í San Diego í Kaliforníu ásamt fjölskyldu sinni. Innlent 13.7.2024 09:01
Líkur á aurskriðum og grjóthruni á Vesturlandi Líkur eru á aurskriðum og grjóthruni á Vesturlandi vegna mikillar rigningar. Það verður til þess að aðstæður fyrir ferðamenn og útivistarfólk eru varasamar. Veður 13.7.2024 08:40
Felldi tár þegar málinu var vísað frá Máli á hendur bandaríska leikaranum Alec Baldwin, þar sem hann var sakaður um manndráp af gáleysi, hefur verið vísað frá dómi. Réttarhöld í málinu hófust í vikunni en lauk í gærkvöldi þegar dómari komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið og lögreglan hefðu haldið aftur af sönnunargögnum. Erlent 13.7.2024 07:54
Kafað ofan í litleysi íslenska bílaflotans Áttatíu prósent nýskráðra bíla á Íslandi eru gráir, hvítir eða svartir. Bílasali segir greinilegt að Íslendingar telji litríka bíla óheppilega til endursölu. Þá geti djarfari litir kostað kaupendur milljónir aukalega. Innlent 13.7.2024 07:31
Slagsmál reyndust hnefaleikaæfingar að nóttu Lögreglunni var tilkynnt um slagsmál í Kópavogi rétt eftir miðnætti í nótt. Sá sem tilkynnti sagði að menn væru berir að ofan með boxhanska. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að þrír menn væru að æfa sig í hnefaleikum. Innlent 13.7.2024 07:24
Siggi stormur biðst afsökunar á sumarspánni sem ekki rættist „Þegar ég sá í hvað stefndi, þá yfirgaf ég landið,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, í samtali við fréttastofu. Hann var brattur í vor og spáði blíðvirði um allt land í sumar. Sú spá hefur ekki ræst. Veður 13.7.2024 06:31
„Biden á langa sögu af mismælum“ Joe Biden forseti Bandaríkjanna sýndi að hann hefur góða þekkingu og innsýn í utanríkis- og varnarmál á blaðamannafundinum sem hann hélt í gær. Þetta er mat Friðjóns Friðjónssonar, borgarfulltrúa og áhugamanns um bandarísk stjórnmál, sem var álitsgjafi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ætli Biden sér að vinna kosningarnar þurfi hann hins vegar að standa sig vel í öðrum málum. Hann segir Biden eiga langa sögu af mismælum, en nú sé auðvelt fyrir andstæðinga að nota mismælin gegn honum. Erlent 12.7.2024 23:48
Óttast að olíufélögin hækki álagningu Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að sterkt aðhald þurfi gagnvart því að tryggja að álagning á eldsneyti hækki ekki þegar bensín- og díselgjöld verða afnumin á næsta ári. Til stendur að leggja kílómetragjald á bensín- og díselbíla á næsta ári, en fella brott bensín- og olíugjöld sem greidd eru við kaup á jarðefnaeldsneyti. Í frumvarpsdrögunum stendur einnig til að hækka kolefnisgjaldið sem leggst á bensín- og díselbíla. Innlent 12.7.2024 21:22
Höfnin muni loka á útsýnið og valda hljóðmengun Íbúi í Hvaleyrarholti fordæmir áform Hafnarfjarðarbæjar og Carbfix um að reisa stærðarinnar höfn í Straumsvík. Hún segir þetta vera eins og að fá höfn í bakgarðinn og segir viðbrögð bæjarstjórnar gera lítið úr bæjarbúum. Innlent 12.7.2024 21:02
Fóstruðu þrastarunga í 15 daga í Hafnarfirði Þeir háma í sig tugi ánamaðka á dag þrastarungarnir, sem hafa verið í fóstri á heimili í Hafnarfirði síðustu daga eftir að mamma þeirra yfirgaf þá. Innlent 12.7.2024 20:05
Vona að gervigreindin komi að gagni við að finna mögulega lækningu Barátta Íslendinga fyrir fólk með mænuskaða hefur skilað árangri á alþjóðavettvangi. En betur má ef duga skal að sögn formanns Mænuskaðastofnunar Íslands, sem vonast til þess að gervigreind nýtist í leit að lækningu við mænuskaða. Auður Guðjónsdóttir, sem er bæði stofnandi og stjórnarformaður stofnunarinnar, hefur verið iðin við að senda bréf víða um heim, og hefur meðal annars fengið svar frá varaframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sem hvatti hana til dáða. Innlent 12.7.2024 19:37
Tvö hjólhýsi fokin af veginum á Norðurlandi vestra Ekkert hjólhýsaveður er á Norðurlandi vestra þessa dagana. Eitt hjólhýsi fauk af veginum þar í dag og annað í gær. Lögreglan á svæðinu hefur beðið ökumenn með vagna í eftirdragi að leita í var. Innlent 12.7.2024 19:12
Íslensk stökkbreyting þrefaldar áhættu á skjaldkirtilssjúkdómi Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólk þeirra hafa fundið erfðabreytileika í LAG-3 geninu sem meira en þrefaldar áhættuna á því að fá sjálfsónæmissjúkdóm í skjaldkirtil. Tveir erfðabreytileikar fundust sem auka áhættuna mest, og finnast þeir bara á Íslandi og í Finnlandi. Innlent 12.7.2024 18:48
Pínleg mistök Biden og móðurlausir þrastarungar í fóstri Þeim þingmönnum Demókrataflokksins fjölgar sem kalla eftir því að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, stígi til hliðar í forsetakosningum. Hann segist ekki ætla fet þrátt fyrir pínleg mistök á blaðamannafundi í gær og slæma frammistöðu í kappræðum. Innlent 12.7.2024 18:01
Áminntur fyrir að hóta að afhjúpa meintan fíknivanda Lögmaður hefur verið áminntur og látinn greiða 150 þúsund króna sekt fyrir að hafa hótað að afhjúpa fíknivanda barnsmóður umbjóðanda síns. Innlent 12.7.2024 17:01
Laxinn bókstaflega gusast upp í Elliðaárnar Svavar Hávarðsson blaðamaður og kunnur veiðimaður var að fylgjast með löxum sem ganga upp Elliðaárnar og rak upp stór augu. Innlent 12.7.2024 15:49
Geta ekki sagt hvort Óskari hafi verið boðið starfið eða ekki Hafnarfjarðarbær segist ekki geta tjáð sig um mál einstaka starfsmanna, og því ekki geta staðfest eða hafnað því að Óskari Steini Ómarssyni hafi verið boðið starf deildarstjóra í grunnskóla í bænum. Sjálfur segir Óskar að svo hafi verið, en ráðningin dregið til baka. Hann telur að pólitísk afskipti hafi spilað inn í. Innlent 12.7.2024 15:08
Ferjubilun sé hvítþvottur hjá Hrísey Seafood Forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni hafnar því algjörlega að samgöngur séu í lamasessi til og frá Hrísey. Verkefnastjóri Hríseyjar Seafood taldi lokun Matvælastofnunnar eiga rót sína að rekja til lélegra ferjusamgangna. Innlent 12.7.2024 14:39
Ártúnshöfði gengur í endurnýjun lífdaga Ártúnshöfði gengur í endurnýjun lífdaga. Áætlað er að í þessu nýja borgarhverfi rísi allt að átta þúsund íbúðir og að þar geti búið allt að tuttugu þúsund borgarbúar. Innlent 12.7.2024 14:08
Klessti bíl og eigandinn kom í jakka einum fata á vettvang Maður sem ók bíl undir áhrifum áfengis, klessti honum á kyrrstæðan aftanívagn, og kom sér af vettvangi hlaut dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum. Honum er gert að greiða 240 þúsund króna sekt til ríkissjóðs eða sæta átján daga fangelsi. Jafnframt var hann sviptur ökuréttindum. Innlent 12.7.2024 14:03
„Mjög mikil úrkoma“ veldur skriðuhættu Gert er ráð fyrir mjög mikilli úrkomu á sunnanverðum Vestfjörðum og á Snæfellsnesi um helgina. Veðurstofan varar við vatnavöxtum og aukinni skriðuhættu á þessum svæðum. Veður 12.7.2024 13:23
Stappað á tjaldsvæðum og vörur hverfa úr hillum Mikið blíðviðri er á Austurlandi í dag en snemma í morgun mældist hitastig á þó nokkrum stöðum um 20 gráður. Tjaldsvæði fyrir austan hafa verið fljót að fyllast en að sögn staðarhaldara komast færri að en vilja. Svo virðist sem fólk streymi hreinlega austur frá öllum landshlutum. Innlent 12.7.2024 12:08
Freista þess að spá um sólstorma með loftbelgnum yfir Íslandi Loftbelgurinn sem sást á sveimi yfir Austurlandi í gær er á vegum samstarfsverkefnis bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA og hinnar þýsku Max Planck-stofnunar. Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar eins og hann er iðulega kallaður, segir belginn vera tilraun til að skilja betur hvernig sólin okkar virkar og hvernig hægt sé að spá fyrir um svokallaða sólstorma. Eitthvað sem gæti verið gífurlega dýrmætt. Innlent 12.7.2024 12:06
Þrefalt hærri vextir geri samkeppnina erfiða Forstjóri Bílaleigu Akureyrar segir að háir vextir Seðlabanka Íslands fæli ferðamenn frá landinu. Að minnsta kosti 10 prósent samdráttur er hjá bílaleigunni í sumar miðað við sama tíma í fyrra. Innlent 12.7.2024 11:54
Freista þess að koma í veg fyrir Eurovision með íbúakosningu Kristilegi íhaldsflokkurinn Eidgenössisch-Demokratische Union (EDU) hyggst freista þess að koma í veg fyrir að Eurovision fari fram í Sviss á næsta ári, með því að knýja fram íbúakosningar um fjárveitingar til þeirra borga sem vilja halda keppnina. Erlent 12.7.2024 11:52
Lokun Hríseyjar seafood: Fiskur gleymdist þegar ferjan bilaði Verkefnastjóri hjá Hrísey Seafood segir lokun Matvælastofnunar á fiskvinnslunni í síðustu viku eiga rót sína að rekja til samgangna til eyjunnar sem séu í lamasessi. Fiskvinnslan opnar aftur í dag eftir „gott samstarf“ við Mast. Innlent 12.7.2024 11:12
Skipstjórinn dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að skilja skipstjóra strandveiðibátsins Höddu HF eftir í sjávarháska, eftir að hafa siglt skipinu á bátinn. Innlent 12.7.2024 11:08
Manndrápsmálið á Akureyri komið til saksóknara Mál manns sem grunaður er um að hafa orðið konu sinni að bana á Akureyri í lok aprílmánaðar þessa árs er komið á borð héraðssaksóknara. Innlent 12.7.2024 11:03
Viðar „Enski“ Skjóldal látinn Viðar Skjóldal, sem lengi var ein helsta Snapchat-stjarna landsins og betur þekktur undir nafninu „Enski“, andaðist á Spáni hvar hann hafði verið búsettur ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum undanfarið. Innlent 12.7.2024 10:41