Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. október 2025 18:15 Magga Stína dvelur nú hjá dóttur sinni í Hollandi þar sem hún reynir að ná sér eftir átakanlega reynslu í ísraelska fangelsinu. Aðsend Margrét Kristín Blöndal, baráttu- og tónlistakona, og fólkið sem var um borð með henni í Frelsisflotanum máttu þola ómannúðlega meðferð í ísraelsku fangelsi. Hún lýsir því hvernig hermenn hafi bundið fyrir augun á fólkinu, það neytt til þess að krjúpa með hendur teygðar fram tímunum saman og að fólki hafi ekki verið hleypt á salerni til gera þarfir sínar. Þá hafi hita- og kuldablæstri í klefum verið beitt til að brjóta fólkið niður. Í viðtali hér á Vísi, opnar hún sig um þessa átakanlegu lífsreynslu eftir að hafa notað helgina í að reyna að jafna sig andlega og líkamlega. Hún dvelur hjá dóttur sinni í Hollandi og er nú tilbúin að segja frá. Möggu Stínu er það mjög í mun að ekki sé dregin upp mynd af henni sem hetju eða fórnarlambi. Hún segir að palestínska þjóðin hafi mátt þola þúsundfalt það sem hún og skipverjarnir gengu í gegnum og að palestínska þjóðin hafi verið hennar leiðarljós í öllu ferlinu. Yfirgengilegur hávaði og hermenn í offorsi Magga Stína lýsir því að fólkið sem var um borð í skipinu Conscience hafi verið vart um sig þegar þau búin að sigla nálægt þeim stað þar sem önnur skip voru yfirtekin af ísraelska sjóhernum. Þau höfðu samhæft viðbrögð sín og voru búin að æfa. „Við förum öll á okkar staði og þegar við komum út þá blasir við móður, ömmu frá Reykjavik ótrúleg sjón þar sem þyrlur koma hraðbyri yfir bátinn, það eru herskip og bátar sem koma úr öllum áttum og það eru drónar úti um allt og það er yfirgengilegur hávaði - yfirgengilegur - og þrýstingurinn af þyrlunum var brjálæðislegur. Þá fer maður inn í sinn innsta kjarna og skilur að örlögin hafa tekið við,“ segir Magga Stína þegar hún lýsti því þegar ísraelski sjóherinn tók yfir skipið þeirra. „Neðra þilfarið fyllist allt af þungvopnuðum hermönnum með vélbyssur, sprengjur, kylfur, myndavélar, infrarauð ljós g hjálmar. Þeir litu meira út eins og skrímsli. Og þeir koma með þvílíku offorsi og skipa fólki og hóta því um leið. Við látum strax í ljós og köllum í sameiningu að við séum læknar og blaðamenn, þannig að það sé alveg skýrt að um borð séu læknar og blaðamenn en þeir þagga niður í okkur. Skipið er algerlega þakið þessum hermönnum sem skipa fólki fram og til baka og þannig erum við í töluvert langa stund, enginn má hreyfa sig í mjög langan tíma.“ Hún segir að við aðstæður sem þessar brenglist tímaskynið en að eftir um það bil klukkustund hafi fólkinu verið komið fyrir í tveimur rýmum á skipi. Í rýminu sem henni var gert að sitja kyrr í hafi verið um hundrað manns með öllum hermönnunum. Hún segir hitann og súrefnisleysið hafa verið nær óbærilegt. „Þetta er 15 klukkustunda sigling og það er eftir þeirra hentisemi hvenær fólk mátti fara á klósettið, alls ekki þegar fólkið þurfti og svo stóðu hermenn auðvitað yfir fólki á meðan það gerði þarfir sínar. Ég veit ekki hvernig hægt er að lýsa því hvernig það var að sitja stanslaust í þessum hita og samt er ég vel á mig komin.“ Húðlitur skipti máli um borð Hún lýsir því að það hafi við skýrt stigveldi. „Þeir niðurlægja fólk alveg stanslaust, sérstaklega eldra fólk og veikburða og að sjálfsögðu þá sem eru dekkri á hörund, þeir eru teknir afsíðis, ég veit enn ekkert um afdrif manns sem er frá Túnis sem var með okkur. En hann var tekinn afsíðis og maður fer ekkert í grafgötur með það að það skiptir öllu máli hvernig maður lítur út og ég var heppnust af mínu samferðafólki. Þessi reynsla er ótrúleg því þetta er mín fyrsta reynsla af því að vera inni í aðstæðum þar sem sadismi er ráðandi.“ Magga Stína segir að siglingin til Ísrael hafi liðið í háspennu. Hún hafi setið stjörf en að af og til hafi hún næstum því dottið út af stólnum þegar svefninn sótti á hana en henni hafi verið gert ljóst að hún mátti ekki sofa. Keyrð niður og látin krjúpa tímunum saman Þegar þau koma að höfn er fólkið leitt út í hollum. Hún segir að hópurinn hafi verið leiddur út úr skipinu en að harðbannað hafi verið að horfa annað en fram fyrir sig. „Þeir keyra okkur niður í götuna og svo er maður dreginn að porti upp við hafnarlögreglustöðina eða þessa herstöð og þar erum við keyrð niður í götuna og látin krjúpa á hnjánum.“ Þau hafi verið látin krjúpa á hnjánum með hendur í jörð og látin horfa beint fram fyrir sig. „Þetta er stelling sem kannski virðist ekki svo vond en hún er gerð til þess að það sem gerist er að hendurnar dofna og hnén eru að myljast í sundur því þetta er alveg óratími sem við erum látin vera svona og við megum ekki horfa neitt nema niður í götuna.“ Þá hafi hópurinn loks verið fluttur inn á lögreglustöðina þar sem leitað var á fólkinu og það yfirheyrt. „Ég, sannleikanum samkvæmt, lýsi því yfir að mér hafi verið rænt á alþjóðlegu hafsvæði – ólöglega -, ég segi til nafns og þjóðernis og þeir spyrja alls konar spurninga sem ég neita að svara og bið um lögmann.“ Fann stemningu meðal hermanna sem niðurlægðu Magga Stína segir að það hafi verið henni óhugnalegt að finna fyrir ákveðinni „stemningu“ á meðal hermannanna sem voru fjölmargir. „Þeir spila létta tónlist á meðan á þessu fer fram, þeir eru með áttatíu og eitthvað manns sem þeir eru að niðurlægja og beita ofbeldi og á meðan hlusta þeir á létta tónlist og gantast. Þetta minnir mig á stemninguna á hressum pizzastað þar sem ungt fólk er saman á vakt og að fara í gegnum símann. Þetta var einna geðbilaðast. Þessi „kollektívi sadismi“ sem þetta fólk ástundar og hvað þessu fólki öllu saman finnst eðlilegt er svo órafjarri okkar raunveruleika.“ Segir kulda beitt til að pynta Eftir yfirheyrslu hafi hún var leidd inn í örlítinn klefa þar sem bundið er fyrir augun á henni og hún handjárnuð. „Þetta er svona járnskápur. Ég veit ekkert hvað þetta er eða í hverju ég er, eða hvort ég er ein eða með einhverjum öðrum og þetta er það hryllilegasta sem ég geng í gegnum því ég veit ekki hvort þeir ætla að einangra mig,“ segir Magga Stína segir að hermaður hafi síðan tekið af henni peysuna. Hún hafi spurt hvers vegna og fengið svar um hæl. „Þú munt komast að því að þetta er hluti af ferlinu að við tökum af þér peysurnar. Ég er með bundið fyrir augun og i handjárnunum og það er settur á frostkuldi í loftræstikerfinu – ískuldi - þetta er pyntingaraðferð. Úr svitabaðinu fer maður inn í það. Ég er stjörf við þessar aðstæður, eftir nokkrar sekúndur þá átta ég mig á að það er einhver að anda við hliðina á mér og ég voga mér aðeins að hreyfa mig og ég finn að það er handleggur og ég hvísla eitthvað og ég átta mig að því að þar er félagi minn - ung stúlka af skipinu - og við tekur þetta martraðar ferðalag og það er bunað á okkur frostkulda og við reynum að hlýja hvor annarri með því að hreyfa upphandleggina á hvor annarri, allan tímann. Þetta er ótrúlega langur tími.“ Á þessum tímapunkti hafi fólki ekki verið hleypt á salernið og að sumir hafi neyðst til að pissa á sig. „Það er líka strategía, því maður fann það greinilega á lyktinni að það hafði margoft gerst. Fólk missir þvag við skelfingu og það er hluti af strategíunni, það er óbærileg þvaglykt allan tímann og þegar við komum að fangelsinu - hryðjuverkafangelsi - þá erum við leiddar út og settar í annað búr. Það er tekið af augunum á okkur og þá hittum við, guði sé lof, félaga okkar en kynin eru aðskilin og ég sé ekkert til karlkyns farþega eftir þetta. Við erum sett í stærra búr. Þá erum við allar saman í einu búri. Þegar við biðjum um að fara á klósettið þá er bara hlegið.“ Magga Stína segist lítið sem ekkert hafa getað sofið í fangelsinu. „Maður náði að detta út og inn en með reglulegu millibili er klefanum hrundið upp og svo skellt aftur. Þetta er sadistaaðferð til þess að gera fólk enn hræddara en það er - ef það er þá hægt.“ Sárast að hugsa til fjölskyldunnar Daginn eftir kemur finnskur sendiráðsfulltrúi til Möggu Stínu en Ísland er ekki með sendiráð i Ísrael en finnska sendiráðið í Tel Aviv á að sjá um mál Íslendinga. Magga Stína náði að segja henni frá því helsta sem hafði gerst en fannst óþægilegt að ísraelskur hermaður stæði yfir þeim allt samtalið. Þar náði Magga Stína að koma skilaboðum áleiðis til fjölskyldunnar sinnar. „Það allra versta er að hugsa um líðan aðstandenda sinna í þessum aðstæðum. Því þú ert i einhverjum aðstæðum en ímyndunaraflinu eru engin takmörk sett, sérstaklega ekki hjá þeim sem eru nákomnir manni. Það var það allra versta. Ég fékk kveðju frá börnunum mínum og foreldrum í gegnum þessa konu, finnska ambassadorinn, og hún gaf mér vatn sem ég drakk, litla flösku af vatni og ég tók við því af henni. Svo fer ég í minn klefa og það gerist ekki neitt nema við bara erum þar og veltum því fyrir okkur hver séu okkar örlög.“ Magga Stína lýsir því að áður en þeim hafi verið sleppt úr haldi hafi þeim aftur verið komið fyrir í pínulitlum klefa. „Þá er hitinn settur á fullt, alveg sjóðhiti. Þá erum við ekki með bundið fyrir augun, ég sé inn í næsta klefa, þar eru læknar sem voru með mér á skipinu og ein verður mjög veik.“ Hún segir að önnur kona af skipinu hafi reynt að hlúa að þeirri veiku í klefanum og beðið um súrefni og vatn en að hermennirnir hafi ekki virt þær viðlits. „Sú sem var í klefanum á móti hún kastaði upp í sífellu, fárveik, með hitablásturinn stanslaust á sér og hin reyndi að hlúa að henni og fékk enga hjálp. Hjálparköll hennar voru hundsuð meðvitað.“ Af öllu því skelfilega sem hún varð vitni af í fangelsinu þá situr í Möggu Stínu meðferð Ísraela á hinni frönsku Isaline Corse, sem er 84 ára blaðakona, sem glímdi við heilsubrest. Magga Stína lýsir því að konan hafi verið tekin í burtu og hermennirnir sagst ætla með hana á sjúkrahús en þegar hún kom aftur í klefann til Möggu Stínu þá hafi ástandið á henni verið afleitt. „Í staðinn fyrir að hún fái læknisskoðun og þjónustu þá var henni bara misþyrmt og hún barin og í hana sparkað og henni neitað um lyf. Hún er sárþjáð þegar við komum þarna inn í klefann og þannig heldur það áfram og við berjum á hurðina og krefjumst þess að fá lækni og lyf en erum algjörlega hundsaðar og það er ekki fyrr en daginn eftir sem hún fær einhvers konar verkjalyf sem aðeins sló á verkina en annars var hún í æpandi þjáningu og við reyndum að sinna henni eins og við gátum.“ Magga Stína vill taka það skýrt fram að hún vilji ekki vera gerð að aðalatriði í málinu. Frelsisflotinn með hjálpargögn hafi í reyund verið enn ein von Gasabúa sem hafi verið hrifsuð frá þeim með árásum á flotann. Hún vilji stíga fram og segja frá sinni reynslu af fangelsinu og meðferðinni til þess að gefa Íslendingum innsýn inn í framferði stjórnvalda í Ísrael. „Palestínumenn sem er haldið föngnum þurfa að þola svoleiðis tugþúsund sinnum verri meðferð en nokkurn tímann við. Þeir eru barðir til óbóta, pyntaðir og sveltir allan sólarhringinn, sveltir, þar eru börn allt niður í fimm ára gömul sem heyrist örvæntingarhróp frá úr úr fangaklefum sem þessum. Þar sem rottur, hundar, kakkalakkar, skítur, sjúkdómar og þetta eru þær aðstæður sem palestínufólki er boðið upp á.“ Hún vonar að fólkið sem hafði áhyggjur af henni beini orkunni í að þrýsta á um aðgerðir. „Það er búið að eyðileggja alla innviði, það er búið að svipta Palestínufólk öllu lífsviðurværi, öllum mannréttindum og á meðan verið er að þjóðarmyrða það. Og að, að fræðimenn eða aðrir ætli að diskútera hvort hvort Ísrael geti sett einhvers konar hafnbann á ólöglegt hernám sitt sjóleiðis, það heitir að drepa málinu á dreif. Við erum að tala um að siðferði okkar hefur beðið slíkt afhroð að það stendur ekki steinn yfir steini.“ Hún er allt annað en sannfærð um að vopnahlé haldi, það sýni sagan. „Hafi þetta vopnahlé verið fyrir tilstuðlan einhverra þá er það auðvitað mótmæla almennings um allan heim sem er að ganga af göflunum út af þessu aðgerðaleysi og samsekt stjórnvalda á vesturlöndum. Almenningur hefur bara krafist þess að þetta skuli stöðvað.“ Vonar að ferðin skili sér í aukinni samkennd með Palestínu „Nú reynir á að við tökum höndum saman við almenningur því það er ekki á neitt að treysta nema okkur og ég verð að segja, í þessu samhengi, að sá stuðningur og það bakland sem ég á, sem 57 ára gömul mamma og amma og manneskja í litlu samfélagi á Íslandi er ómetanlegur. Ég held og vona að sá ótti sem greip um sig meðal þeirra sem láta sig ekki standa sama um vini sína og afdrif þeirra, að hann skili sér í aukinni samvitund og samkennd gagnvart fólki sem verið er að gereyða.“ Stjórnvöld á Vesturlöndum megi ekki leyfa Bandaríkjunum og Ísrael að komast upp með framferði sitt. „Fari svo að Ísrael komist upp með þjóðarmorð á palestínsku þjóðinni þá verður ekki staldrað við þar. Þá getum við bara talið niður í hver verður næstur því út á það gengur heimsvaldastefna og arðrán. Þetta landrán sem er ólöglegt, það ber að stöðva, það er alveg skýrt í alþjóðalögum hver viðbrögð umheimsins eiga að vera. Við eigum að einangra Ísraelsríki í öllum skilningi nú þegar.“ Magga Stína er afar gagnrýnin á íslensk stjórnvöld og hún viti ekki til þess að neinn einasti þingmaður hafi látið sig mál hennar varða. Þá finnist henni ekki mikið til málflutnings utanríkisráðherra koma. „Íslensk stjórnvöld hafa bara brugðist, ekki bara palestínsku þjóðini heldur íslensku þjóðinni með því aðgerðaleysi og þeirri hundsun á þjóðarmorðinu sem þau hafa sýnt af ser. Hafandi horft á það allan tímann, rétt eins og allur almenningur.“ Hún talar um að siðferðiskennd valdastéttarinnar hafi hnignað. „Vopnahlé er lýst yfir og það er látið eins og það muni halda – það séu engin teikn á lofti um það að Ísraelsmenn muni ekki halda það sem þeir hafa lofað. Það eru engin dæmi um það. Yfir höfuð er það hneyksli að þeir skuli njóta hlustunar af hálfu umheimsins þar sem þeir hafa þverbrotið samninga og alþjóðalög ofan á þennan glæp gegn mannkyni og alla þá stríðsglæpi sem þeir hafa framið.“Þegar vopnahléi var lýst yfir þá var utanríkisráðherra Palestínu staddur á Íslandi en á blaðamannafundi sagði utanríkisráðherra að Ísland gæti hjálpað Palestínu til dæmis á sviði orkumála og jafnréttismála. Það fannst Möggu Stínu yfirborðskennt og skrýtin skilaboð. „Eftir 700 daga af þjóðarmorði i beinu streymi að þá skuli hún taka helst til að koma þurfi á auknu jafnrétti í Palestínu og að kenna þurfi Palestínumönnum sitthvað um réttindi hinsegin fólks.“ Ísrael Palestína Tengdar fréttir Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, er nú laus úr haldi Ísraela og á leið til Istanbúl í Tyrklandi. Þaðan mun hún fljúga til Amsterdam í Hollandi þar sem hún mun hitta Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, dóttur sína. Þar mun hún hvíla sig í nokkra daga áður en hún heldur heim til Íslands. 10. október 2025 10:20 Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Ísraelski herinn handtók alla meðlimi bátsins Conscience um klukkan 04:30 að staðartíma í nótt. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, Magga Stína, var ein þeirra sem var um borð. Utanríkisráðuneyti Ísraels segir alla farþega skipanna við góða heilsu, að þau verði flutt til hafnar í Ísrael og vísað úr landi fljótlega. Utanríkisráðuneytið fylgist með málinu. 8. október 2025 07:17 Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Íslenskur ríkisborgari sem er á leið til Gasastrandarinnar með Frelsisflotanum svokallaða segir að það hafi farið um hópinn um borð í skipinu Samviskunni í gærkvöldi þegar hann fylgdist með myndbandi af ísraelska sjóhernum handtaka skipverja í fremstu skipum flotans. Handtökurnar hafi þau áhrif að gera hópinn enn einbeittari í ætlunarverki sínu, sem er að rjúfa herkví og koma hjálpargögnum til Gasabúa. 2. október 2025 14:17 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Í viðtali hér á Vísi, opnar hún sig um þessa átakanlegu lífsreynslu eftir að hafa notað helgina í að reyna að jafna sig andlega og líkamlega. Hún dvelur hjá dóttur sinni í Hollandi og er nú tilbúin að segja frá. Möggu Stínu er það mjög í mun að ekki sé dregin upp mynd af henni sem hetju eða fórnarlambi. Hún segir að palestínska þjóðin hafi mátt þola þúsundfalt það sem hún og skipverjarnir gengu í gegnum og að palestínska þjóðin hafi verið hennar leiðarljós í öllu ferlinu. Yfirgengilegur hávaði og hermenn í offorsi Magga Stína lýsir því að fólkið sem var um borð í skipinu Conscience hafi verið vart um sig þegar þau búin að sigla nálægt þeim stað þar sem önnur skip voru yfirtekin af ísraelska sjóhernum. Þau höfðu samhæft viðbrögð sín og voru búin að æfa. „Við förum öll á okkar staði og þegar við komum út þá blasir við móður, ömmu frá Reykjavik ótrúleg sjón þar sem þyrlur koma hraðbyri yfir bátinn, það eru herskip og bátar sem koma úr öllum áttum og það eru drónar úti um allt og það er yfirgengilegur hávaði - yfirgengilegur - og þrýstingurinn af þyrlunum var brjálæðislegur. Þá fer maður inn í sinn innsta kjarna og skilur að örlögin hafa tekið við,“ segir Magga Stína þegar hún lýsti því þegar ísraelski sjóherinn tók yfir skipið þeirra. „Neðra þilfarið fyllist allt af þungvopnuðum hermönnum með vélbyssur, sprengjur, kylfur, myndavélar, infrarauð ljós g hjálmar. Þeir litu meira út eins og skrímsli. Og þeir koma með þvílíku offorsi og skipa fólki og hóta því um leið. Við látum strax í ljós og köllum í sameiningu að við séum læknar og blaðamenn, þannig að það sé alveg skýrt að um borð séu læknar og blaðamenn en þeir þagga niður í okkur. Skipið er algerlega þakið þessum hermönnum sem skipa fólki fram og til baka og þannig erum við í töluvert langa stund, enginn má hreyfa sig í mjög langan tíma.“ Hún segir að við aðstæður sem þessar brenglist tímaskynið en að eftir um það bil klukkustund hafi fólkinu verið komið fyrir í tveimur rýmum á skipi. Í rýminu sem henni var gert að sitja kyrr í hafi verið um hundrað manns með öllum hermönnunum. Hún segir hitann og súrefnisleysið hafa verið nær óbærilegt. „Þetta er 15 klukkustunda sigling og það er eftir þeirra hentisemi hvenær fólk mátti fara á klósettið, alls ekki þegar fólkið þurfti og svo stóðu hermenn auðvitað yfir fólki á meðan það gerði þarfir sínar. Ég veit ekki hvernig hægt er að lýsa því hvernig það var að sitja stanslaust í þessum hita og samt er ég vel á mig komin.“ Húðlitur skipti máli um borð Hún lýsir því að það hafi við skýrt stigveldi. „Þeir niðurlægja fólk alveg stanslaust, sérstaklega eldra fólk og veikburða og að sjálfsögðu þá sem eru dekkri á hörund, þeir eru teknir afsíðis, ég veit enn ekkert um afdrif manns sem er frá Túnis sem var með okkur. En hann var tekinn afsíðis og maður fer ekkert í grafgötur með það að það skiptir öllu máli hvernig maður lítur út og ég var heppnust af mínu samferðafólki. Þessi reynsla er ótrúleg því þetta er mín fyrsta reynsla af því að vera inni í aðstæðum þar sem sadismi er ráðandi.“ Magga Stína segir að siglingin til Ísrael hafi liðið í háspennu. Hún hafi setið stjörf en að af og til hafi hún næstum því dottið út af stólnum þegar svefninn sótti á hana en henni hafi verið gert ljóst að hún mátti ekki sofa. Keyrð niður og látin krjúpa tímunum saman Þegar þau koma að höfn er fólkið leitt út í hollum. Hún segir að hópurinn hafi verið leiddur út úr skipinu en að harðbannað hafi verið að horfa annað en fram fyrir sig. „Þeir keyra okkur niður í götuna og svo er maður dreginn að porti upp við hafnarlögreglustöðina eða þessa herstöð og þar erum við keyrð niður í götuna og látin krjúpa á hnjánum.“ Þau hafi verið látin krjúpa á hnjánum með hendur í jörð og látin horfa beint fram fyrir sig. „Þetta er stelling sem kannski virðist ekki svo vond en hún er gerð til þess að það sem gerist er að hendurnar dofna og hnén eru að myljast í sundur því þetta er alveg óratími sem við erum látin vera svona og við megum ekki horfa neitt nema niður í götuna.“ Þá hafi hópurinn loks verið fluttur inn á lögreglustöðina þar sem leitað var á fólkinu og það yfirheyrt. „Ég, sannleikanum samkvæmt, lýsi því yfir að mér hafi verið rænt á alþjóðlegu hafsvæði – ólöglega -, ég segi til nafns og þjóðernis og þeir spyrja alls konar spurninga sem ég neita að svara og bið um lögmann.“ Fann stemningu meðal hermanna sem niðurlægðu Magga Stína segir að það hafi verið henni óhugnalegt að finna fyrir ákveðinni „stemningu“ á meðal hermannanna sem voru fjölmargir. „Þeir spila létta tónlist á meðan á þessu fer fram, þeir eru með áttatíu og eitthvað manns sem þeir eru að niðurlægja og beita ofbeldi og á meðan hlusta þeir á létta tónlist og gantast. Þetta minnir mig á stemninguna á hressum pizzastað þar sem ungt fólk er saman á vakt og að fara í gegnum símann. Þetta var einna geðbilaðast. Þessi „kollektívi sadismi“ sem þetta fólk ástundar og hvað þessu fólki öllu saman finnst eðlilegt er svo órafjarri okkar raunveruleika.“ Segir kulda beitt til að pynta Eftir yfirheyrslu hafi hún var leidd inn í örlítinn klefa þar sem bundið er fyrir augun á henni og hún handjárnuð. „Þetta er svona járnskápur. Ég veit ekkert hvað þetta er eða í hverju ég er, eða hvort ég er ein eða með einhverjum öðrum og þetta er það hryllilegasta sem ég geng í gegnum því ég veit ekki hvort þeir ætla að einangra mig,“ segir Magga Stína segir að hermaður hafi síðan tekið af henni peysuna. Hún hafi spurt hvers vegna og fengið svar um hæl. „Þú munt komast að því að þetta er hluti af ferlinu að við tökum af þér peysurnar. Ég er með bundið fyrir augun og i handjárnunum og það er settur á frostkuldi í loftræstikerfinu – ískuldi - þetta er pyntingaraðferð. Úr svitabaðinu fer maður inn í það. Ég er stjörf við þessar aðstæður, eftir nokkrar sekúndur þá átta ég mig á að það er einhver að anda við hliðina á mér og ég voga mér aðeins að hreyfa mig og ég finn að það er handleggur og ég hvísla eitthvað og ég átta mig að því að þar er félagi minn - ung stúlka af skipinu - og við tekur þetta martraðar ferðalag og það er bunað á okkur frostkulda og við reynum að hlýja hvor annarri með því að hreyfa upphandleggina á hvor annarri, allan tímann. Þetta er ótrúlega langur tími.“ Á þessum tímapunkti hafi fólki ekki verið hleypt á salernið og að sumir hafi neyðst til að pissa á sig. „Það er líka strategía, því maður fann það greinilega á lyktinni að það hafði margoft gerst. Fólk missir þvag við skelfingu og það er hluti af strategíunni, það er óbærileg þvaglykt allan tímann og þegar við komum að fangelsinu - hryðjuverkafangelsi - þá erum við leiddar út og settar í annað búr. Það er tekið af augunum á okkur og þá hittum við, guði sé lof, félaga okkar en kynin eru aðskilin og ég sé ekkert til karlkyns farþega eftir þetta. Við erum sett í stærra búr. Þá erum við allar saman í einu búri. Þegar við biðjum um að fara á klósettið þá er bara hlegið.“ Magga Stína segist lítið sem ekkert hafa getað sofið í fangelsinu. „Maður náði að detta út og inn en með reglulegu millibili er klefanum hrundið upp og svo skellt aftur. Þetta er sadistaaðferð til þess að gera fólk enn hræddara en það er - ef það er þá hægt.“ Sárast að hugsa til fjölskyldunnar Daginn eftir kemur finnskur sendiráðsfulltrúi til Möggu Stínu en Ísland er ekki með sendiráð i Ísrael en finnska sendiráðið í Tel Aviv á að sjá um mál Íslendinga. Magga Stína náði að segja henni frá því helsta sem hafði gerst en fannst óþægilegt að ísraelskur hermaður stæði yfir þeim allt samtalið. Þar náði Magga Stína að koma skilaboðum áleiðis til fjölskyldunnar sinnar. „Það allra versta er að hugsa um líðan aðstandenda sinna í þessum aðstæðum. Því þú ert i einhverjum aðstæðum en ímyndunaraflinu eru engin takmörk sett, sérstaklega ekki hjá þeim sem eru nákomnir manni. Það var það allra versta. Ég fékk kveðju frá börnunum mínum og foreldrum í gegnum þessa konu, finnska ambassadorinn, og hún gaf mér vatn sem ég drakk, litla flösku af vatni og ég tók við því af henni. Svo fer ég í minn klefa og það gerist ekki neitt nema við bara erum þar og veltum því fyrir okkur hver séu okkar örlög.“ Magga Stína lýsir því að áður en þeim hafi verið sleppt úr haldi hafi þeim aftur verið komið fyrir í pínulitlum klefa. „Þá er hitinn settur á fullt, alveg sjóðhiti. Þá erum við ekki með bundið fyrir augun, ég sé inn í næsta klefa, þar eru læknar sem voru með mér á skipinu og ein verður mjög veik.“ Hún segir að önnur kona af skipinu hafi reynt að hlúa að þeirri veiku í klefanum og beðið um súrefni og vatn en að hermennirnir hafi ekki virt þær viðlits. „Sú sem var í klefanum á móti hún kastaði upp í sífellu, fárveik, með hitablásturinn stanslaust á sér og hin reyndi að hlúa að henni og fékk enga hjálp. Hjálparköll hennar voru hundsuð meðvitað.“ Af öllu því skelfilega sem hún varð vitni af í fangelsinu þá situr í Möggu Stínu meðferð Ísraela á hinni frönsku Isaline Corse, sem er 84 ára blaðakona, sem glímdi við heilsubrest. Magga Stína lýsir því að konan hafi verið tekin í burtu og hermennirnir sagst ætla með hana á sjúkrahús en þegar hún kom aftur í klefann til Möggu Stínu þá hafi ástandið á henni verið afleitt. „Í staðinn fyrir að hún fái læknisskoðun og þjónustu þá var henni bara misþyrmt og hún barin og í hana sparkað og henni neitað um lyf. Hún er sárþjáð þegar við komum þarna inn í klefann og þannig heldur það áfram og við berjum á hurðina og krefjumst þess að fá lækni og lyf en erum algjörlega hundsaðar og það er ekki fyrr en daginn eftir sem hún fær einhvers konar verkjalyf sem aðeins sló á verkina en annars var hún í æpandi þjáningu og við reyndum að sinna henni eins og við gátum.“ Magga Stína vill taka það skýrt fram að hún vilji ekki vera gerð að aðalatriði í málinu. Frelsisflotinn með hjálpargögn hafi í reyund verið enn ein von Gasabúa sem hafi verið hrifsuð frá þeim með árásum á flotann. Hún vilji stíga fram og segja frá sinni reynslu af fangelsinu og meðferðinni til þess að gefa Íslendingum innsýn inn í framferði stjórnvalda í Ísrael. „Palestínumenn sem er haldið föngnum þurfa að þola svoleiðis tugþúsund sinnum verri meðferð en nokkurn tímann við. Þeir eru barðir til óbóta, pyntaðir og sveltir allan sólarhringinn, sveltir, þar eru börn allt niður í fimm ára gömul sem heyrist örvæntingarhróp frá úr úr fangaklefum sem þessum. Þar sem rottur, hundar, kakkalakkar, skítur, sjúkdómar og þetta eru þær aðstæður sem palestínufólki er boðið upp á.“ Hún vonar að fólkið sem hafði áhyggjur af henni beini orkunni í að þrýsta á um aðgerðir. „Það er búið að eyðileggja alla innviði, það er búið að svipta Palestínufólk öllu lífsviðurværi, öllum mannréttindum og á meðan verið er að þjóðarmyrða það. Og að, að fræðimenn eða aðrir ætli að diskútera hvort hvort Ísrael geti sett einhvers konar hafnbann á ólöglegt hernám sitt sjóleiðis, það heitir að drepa málinu á dreif. Við erum að tala um að siðferði okkar hefur beðið slíkt afhroð að það stendur ekki steinn yfir steini.“ Hún er allt annað en sannfærð um að vopnahlé haldi, það sýni sagan. „Hafi þetta vopnahlé verið fyrir tilstuðlan einhverra þá er það auðvitað mótmæla almennings um allan heim sem er að ganga af göflunum út af þessu aðgerðaleysi og samsekt stjórnvalda á vesturlöndum. Almenningur hefur bara krafist þess að þetta skuli stöðvað.“ Vonar að ferðin skili sér í aukinni samkennd með Palestínu „Nú reynir á að við tökum höndum saman við almenningur því það er ekki á neitt að treysta nema okkur og ég verð að segja, í þessu samhengi, að sá stuðningur og það bakland sem ég á, sem 57 ára gömul mamma og amma og manneskja í litlu samfélagi á Íslandi er ómetanlegur. Ég held og vona að sá ótti sem greip um sig meðal þeirra sem láta sig ekki standa sama um vini sína og afdrif þeirra, að hann skili sér í aukinni samvitund og samkennd gagnvart fólki sem verið er að gereyða.“ Stjórnvöld á Vesturlöndum megi ekki leyfa Bandaríkjunum og Ísrael að komast upp með framferði sitt. „Fari svo að Ísrael komist upp með þjóðarmorð á palestínsku þjóðinni þá verður ekki staldrað við þar. Þá getum við bara talið niður í hver verður næstur því út á það gengur heimsvaldastefna og arðrán. Þetta landrán sem er ólöglegt, það ber að stöðva, það er alveg skýrt í alþjóðalögum hver viðbrögð umheimsins eiga að vera. Við eigum að einangra Ísraelsríki í öllum skilningi nú þegar.“ Magga Stína er afar gagnrýnin á íslensk stjórnvöld og hún viti ekki til þess að neinn einasti þingmaður hafi látið sig mál hennar varða. Þá finnist henni ekki mikið til málflutnings utanríkisráðherra koma. „Íslensk stjórnvöld hafa bara brugðist, ekki bara palestínsku þjóðini heldur íslensku þjóðinni með því aðgerðaleysi og þeirri hundsun á þjóðarmorðinu sem þau hafa sýnt af ser. Hafandi horft á það allan tímann, rétt eins og allur almenningur.“ Hún talar um að siðferðiskennd valdastéttarinnar hafi hnignað. „Vopnahlé er lýst yfir og það er látið eins og það muni halda – það séu engin teikn á lofti um það að Ísraelsmenn muni ekki halda það sem þeir hafa lofað. Það eru engin dæmi um það. Yfir höfuð er það hneyksli að þeir skuli njóta hlustunar af hálfu umheimsins þar sem þeir hafa þverbrotið samninga og alþjóðalög ofan á þennan glæp gegn mannkyni og alla þá stríðsglæpi sem þeir hafa framið.“Þegar vopnahléi var lýst yfir þá var utanríkisráðherra Palestínu staddur á Íslandi en á blaðamannafundi sagði utanríkisráðherra að Ísland gæti hjálpað Palestínu til dæmis á sviði orkumála og jafnréttismála. Það fannst Möggu Stínu yfirborðskennt og skrýtin skilaboð. „Eftir 700 daga af þjóðarmorði i beinu streymi að þá skuli hún taka helst til að koma þurfi á auknu jafnrétti í Palestínu og að kenna þurfi Palestínumönnum sitthvað um réttindi hinsegin fólks.“
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, er nú laus úr haldi Ísraela og á leið til Istanbúl í Tyrklandi. Þaðan mun hún fljúga til Amsterdam í Hollandi þar sem hún mun hitta Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, dóttur sína. Þar mun hún hvíla sig í nokkra daga áður en hún heldur heim til Íslands. 10. október 2025 10:20 Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Ísraelski herinn handtók alla meðlimi bátsins Conscience um klukkan 04:30 að staðartíma í nótt. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, Magga Stína, var ein þeirra sem var um borð. Utanríkisráðuneyti Ísraels segir alla farþega skipanna við góða heilsu, að þau verði flutt til hafnar í Ísrael og vísað úr landi fljótlega. Utanríkisráðuneytið fylgist með málinu. 8. október 2025 07:17 Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Íslenskur ríkisborgari sem er á leið til Gasastrandarinnar með Frelsisflotanum svokallaða segir að það hafi farið um hópinn um borð í skipinu Samviskunni í gærkvöldi þegar hann fylgdist með myndbandi af ísraelska sjóhernum handtaka skipverja í fremstu skipum flotans. Handtökurnar hafi þau áhrif að gera hópinn enn einbeittari í ætlunarverki sínu, sem er að rjúfa herkví og koma hjálpargögnum til Gasabúa. 2. október 2025 14:17 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, er nú laus úr haldi Ísraela og á leið til Istanbúl í Tyrklandi. Þaðan mun hún fljúga til Amsterdam í Hollandi þar sem hún mun hitta Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, dóttur sína. Þar mun hún hvíla sig í nokkra daga áður en hún heldur heim til Íslands. 10. október 2025 10:20
Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Ísraelski herinn handtók alla meðlimi bátsins Conscience um klukkan 04:30 að staðartíma í nótt. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, Magga Stína, var ein þeirra sem var um borð. Utanríkisráðuneyti Ísraels segir alla farþega skipanna við góða heilsu, að þau verði flutt til hafnar í Ísrael og vísað úr landi fljótlega. Utanríkisráðuneytið fylgist með málinu. 8. október 2025 07:17
Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Íslenskur ríkisborgari sem er á leið til Gasastrandarinnar með Frelsisflotanum svokallaða segir að það hafi farið um hópinn um borð í skipinu Samviskunni í gærkvöldi þegar hann fylgdist með myndbandi af ísraelska sjóhernum handtaka skipverja í fremstu skipum flotans. Handtökurnar hafi þau áhrif að gera hópinn enn einbeittari í ætlunarverki sínu, sem er að rjúfa herkví og koma hjálpargögnum til Gasabúa. 2. október 2025 14:17