Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 23-22 | Flautumark Ragnheiðar réði úrslitum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2017 16:00 Ragnheiður fagnar ásamt samherjum sínum. vísir/hanna Ragnheiður Júlíusdóttir tryggði Fram sigur á Haukum, 23-22, með flautumarki beint úr aukakasti í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í dag. Ragnheiður var heillum horfin fyrstu 40 mínútur leiksins og það gekk einfaldlega ekkert upp hjá henni; skotin slök og tapaðir boltar alltof margir. En hún hættir aldrei að skjóta og í dag borgaði það sig. Hún skoraði fimm af síðustu níu mörkum Fram í leiknum og tryggði liðinu sigurinn á endanum. Fram spilaði illa í fyrri hálfleik og var heppið að vera bara þremur mörkum undir, 8-11, eftir hann. Maria Ines Da Silva dró sóknarvagn Hauka í fyrri hálfleik og skoraði sex af 11 mörkum liðsins. Enginn annar leikmaður Hauka skoraði meira en eitt mark í fyrri hálfleik. Fram áfram í vandræðum í upphafi seinni hálfleiks og þegar sjö mínútur voru liðnar af honum var staðan 11-15, Haukum í vil. Heimakonur héldu sér samt inni í leiknum á góðum varnarleik og um miðjan seinni hálfleik hrökk Ragnheiður í gang eins og áður sagði. Elísabet Gunnarsdóttir átti einnig afar góða innkomu á línuna; skoraði fjögur mörk og vann vel fyrir skytturnar. Lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi þar sem liðin skiptust á forystunni. Maria skaut framhjá þegar um 40 sekúndur voru eftir og Fram átti því síðustu sóknina. Hún virtist vera runnin út í sandinn en Ragnheiður var á öðru máli og skoraði með síðasta skoti leiksins. Lokatölur 23-22, Fram í vil. Næsti leikur liðanna fer fram í Schenker-höllinni á sunnudaginn.Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 6, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4/3, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Elva Þóra Arnardóttir 2, Marthe Sördal 1, Steinunn Björnsdóttir 1.Mörk Hauka: Maria Ines Da Silva 7, Ramune Pekarskyte 6, Guðrún Erla Bjarnadóttir 3/2, Elín Anna Baldursdóttir 3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1, Sigrún Jóhannsdóttir 1, María Karlsdóttir 1.Ragnheiður tekur aukakastið.vísir/hannaRagnheiður: Ætlaði að vinna þennan leik „Ég hugsaði bara um að skjóta og ná hendinni eins hátt og ég gat. Og boltinn fór inn,“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir, hetja Fram, eftir sigurinn á Haukum í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í dag. Ragnheiður skoraði sigurmark Fram með skoti beint úr aukakasti þegar leiktíminn var runninn út. „Veggurinn var aðeins of mikið til vinstri en Ramune [Pekarskyte] var samt beint á móti mér og hún var lang hávöxnust í liðinu. En ég ákvað að skjóta og sjá hvað myndi gerast,“ sagði Ragnheiður sem var sátt með sigurinn, sérstaklega í ljósi þess hversu illa Fram spilaði í fyrri hálfleik. „Við mættum ekki í fyrri hálfleik og spiluðum ömurlega vörn og ömurlega sókn og markvarslan var lítil. En svo ákváðum við að hætta að taka Ramune út og spila almennilega og þá gekk þetta.“ Ragnheiður átti erfitt uppdráttar lengi vel í leiknum en hrökk í gang um miðjan seinni hálfleik og skoraði fimm af síðustu níu mörkum Fram. „Ég var ekki ánægð með fyrri hálfleikinn þar sem ekkert gekk upp. Boltinn fór ekki í markið og það æsir mig upp. Ég ætlaði að vinna þennan leik,“ sagði Ragnheiður. Hún segir að Fram geti ekki leyft sér að byrja næstu leiki jafn illa og þennan. „Við þurfum að vera tilbúnar frá fyrstu mínútu og spila góðan varnarleik því þetta eru ótrúlega jöfn lið og hörkuleikir,“ sagði Ragnheiður að lokum.Óskar og stelpurnar hans þurfa að svara í næsta leik.vísir/hannaÓskar: Áttum að gera meira úr þessum leik Óskar Ármannsson, þjálfari Hauka, var að vonum svekktur að hafa tapað leiknum í Safamýrinni í dag. „Þetta er úrslitakeppnin og þetta er rétt að byrja. Engu að síður fannst mér við eiga gera meira úr þessum leik. Við vorum með tögl og haldir lengst af. Við gáfum þetta frá okkur undir lokin með ónákvæmu spili og svo kom þetta skot,“ sagði Óskar og vísaði þar til sigurmarks Ragnheiðar Júlíusdóttur þegar leiktíminn var runninn út. Haukar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en forystan að honum loknum var aðeins þrjú mörk, 8-11. „Það má alltaf kvarta yfir einhverju. Við spiluðum mjög vel, náðum að stoppa skytturnar þeirra en áttum inni einhver hraðaupphlaup til að ná meiri forystu. En baráttan var til fyrirmyndar,“ sagði Óskar. En hvaða áhrif heldur hann að þetta tap hafi á Hauka fyrir næstu leiki? „Vonandi bara góð. Við sýnum að við eigum fullt erindi í þetta þrátt fyrir að spila ekki okkar besta leik. Við eigum talsvert inni. Ég vona bara að fólkið okkar mæti, ég held að það sé það mikilvægast fyrir næsta leik,“ sagði Óskar að endingu.Elísabet spilaði mjög vel fyrir Fram á línunni.vísir/hanna23-22 (Leik lokið): Ragnheiður tryggir Fram sigur með marki beint úr aukakasti!!! Magnað mark! Fram er komið yfir í einvíginu.22-22 (60. mín): Maria skýtur framhjá! Stefán tekur leikhlé þegar 33 sekúndur eru eftir. Fram er með þetta í hendi sér.22-22 (60. mín): Óskar tekur leikhlé þegar 54 sekúndur eru eftir. Nú þarf Fram að standa vörnina. Þær fá boltann væntanlega aftur.22-22 (59. mín): Elín Anna brýst í gegn og skorar en Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir svarar að bragði.21-21 (58. mín): Elva Þóra jafnar með marki úr hraðaupphlaupi. Fáum við framlengingu á Sumardaginn fyrsta?20-21 (55. mín): Ramune með tvö mörk í röð og Haukar komnir yfir. Liðin skiptast á forystunni.20-19 (53. mín): Elísabet skorar af línunni. Tvö mörk í röð frá Fram.19-19 (52. mín): Elísabet Gunnarsdóttir jafnar metin með marki af línunni. Átt góða innkomu.18-19 (49. mín): Ramune með tvö mörk í röð og gestirnir komnir yfir á nýjan leik.18-17 (48. mín): Varnarmenn Hauka standa stjarfir á sex metrunum og Ragnheiður refsar. Fram komið yfir.17-17 (47. mín): Guðrún Erla skorar úr víti en Ragnheiður svarar að bragði. Allt annað að sjá til hennar þessar síðustu mínútur.16-16 (45. mín): Ragnheiður jafnar metin. Ótrúlegur viðsnúningur á þessum leik. Fram er búið að skora jafn mörg mörk og í öllum fyrri hálfleiknum.15-16 (44. mín): Ramune með skot í hliðarnetið og Elva Þóra Arnardóttir refsar. Munurinn bara eitt mark.13-16 (42. mín): Ramune með slakt skot sem Guðrún Ósk ver. Hún er komin með átta skot varin í leiknum, þar af þrjú í seinni hálfleik.13-15 (40. mín): Sigurbjörg minnkar muninn í tvö mörk og Óskar tekur leikhlé. Sóknin hjá Haukum hefur ekki verið merkileg í seinni hálfleik. Ramune hefur verið slök og línan og hornin hafa lítið gefið.11-15 (37. mín): Elín Anna með skot af gólfinu sem Guðrún Ósk Maríasdóttir ræður ekki við.11-14 (35. mín): Ragnheiður kastar boltanum út af í annað sinn í seinni hálfleiknum. Örugglega einn hennar versti leikur í vetur og munar um minna fyrir Fram.10-13 (33. mín): Ramune tapar boltanum klaufalega, Fram brunar upp og Marthe Sördal skorar.8-12 (31. mín): Maria með lúmskt undirhandarskot og munurinn aftur fjögur mörk. Maria er komin með sjö mörk. Enginn annar leikmaður Hauka er með meira en eitt mark.8-11 (Seinni hálfleikur hafinn): Haukar byrja með boltann og geta náð fjögurra marka forskoti.8-11 (Fyrri hálfleik lokið): Guðrún Erla með skot í stöngina, Fram brunar upp og Ragnheiður á skot sem Elín Jóna ver. Ragnheiður tekur hins vegar frákastið og skorar sitt fyrsta mark í leiknum. Haukar hafa verið mun sterkari aðilinn en eiga samt Ramune Pekarskyte alveg inni. Fram getur nokkuð vel við unað að vera bara þremur mörkum undir í hálfleik.7-11 (28. mín): Maria komin með tvö mörk í röð eftir leikhléið og munurinn aftur kominn upp í fjögur mörk.7-9 (26. mín): Óskar tekur leikhlé. Hans stúlkur hafa misst tökin á leiknum á síðustu mínútum. Stefán er byrjaður að hreyfa liðið sitt og stelpurnar sem komu af bekknum hafa skilað góðu verki, mun betra en nokkrir byrjunarliðsmenn.7-9 (23. mín): Tvö mörk í röð frá Fram og munurinn aðeins tvö mörk. Haukar ættu að vera með betri forystu.5-9 (21. mín): Sigrún finnur Maríu Karlsdóttur dauðafría á línunni og hún skilar boltanum í markið. Það stendur ekki steinn yfir steini hjá Fram.5-7 (19. mín): Sigurbjörg minnkar muninn í tvö mörk af vítalínunni. Óskar fær gult spjald fyrir tuð.4-7 (17. mín): Ragnheiður með misheppnaða línusendingu og Sigrún Jóhannsdóttir skorar í tómt markið. Stefán tekur leikhlé og blæs hressilega.3-5 (16. mín): Elín Jóna Þorsteinsdóttir ver víti frá Ragnheiði Júlíusdóttur. Elín Jóna byrjar þennan leik vel.2-5 (14. mín): Sóknarleikurinn hjá Fram er afar óskilvirkur enda mörkin aðeins tvö á 14 mínútum.2-5 (10. mín): Sigurbjörg Jóhannsdóttir skorar úr víti en Elín Anna Baldursdóttir svarar með marki af línunni.1-4 (9. mín): Maria stekkur upp jafnfætis og skorar sitt þriðja mark og fjórða mark Hauka. Stefán setur sjöunda sóknarmanninn inn á.1-3 (7. mín): Guðrún Erla Bjarnadóttir skorar þriðja mark Hauka. Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, er öskuillur en hann vildi fá dæmd skref í aðdraganda marksins.1-2 (5. mín): Hin portúgalska Maria Ines Da Silva Pereira er komin með bæði mörk Hauka. Hildur Þorgeirsdóttir skoraði mark Fram.0-0 (Leikur hafinn): Þetta er farið af stað!Fyrir leik:Liðin eru búin með upphitun og eru á leið inn í klefa. Áhorfendur eru fáir enn sem komið er. Eru ekki allar skrúðgöngur annars búnar?Fyrir leik:Óskar Ármannsson er að stýra sínum síðustu leikjum sem þjálfari Hauka. Elías Már Halldórsson tekur við starfi hans í sumar.Fyrir leik:Liðin hafa mæst þrisvar sinnum í vetur og hefur Fram unnið þá alla. Fram vann leikina í deildinni 17-16 og 20-24 og leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar 21-18.Fyrir leik:Bæði þessi lið féllu úr leik í undanúrslitunum í fyrra og vilja að sjálfsögðu gera betur í ár.Fyrir leik:Hér mætast liðin sem enduðu í 2. og 3. sæti Olís-deildarinnar. Fram var lengst af á toppi deildarinnar í vetur en missti af deildarmeistaratitlinum með tapi fyrir Stjörnunni í lokaumferðinni. Stjarnan mætir einmitt Gróttu í hinni undanúrslitaviðureigninni seinna í dag.Fyrir leik:Góðan daginn og gleðilegt sumar! Hér munum við fylgjast með fyrsta leik Fram og Hauka í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Olís-deild kvenna Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Fleiri fréttir „Þeir eru með hraða tætara“ Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Sjá meira
Ragnheiður Júlíusdóttir tryggði Fram sigur á Haukum, 23-22, með flautumarki beint úr aukakasti í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í dag. Ragnheiður var heillum horfin fyrstu 40 mínútur leiksins og það gekk einfaldlega ekkert upp hjá henni; skotin slök og tapaðir boltar alltof margir. En hún hættir aldrei að skjóta og í dag borgaði það sig. Hún skoraði fimm af síðustu níu mörkum Fram í leiknum og tryggði liðinu sigurinn á endanum. Fram spilaði illa í fyrri hálfleik og var heppið að vera bara þremur mörkum undir, 8-11, eftir hann. Maria Ines Da Silva dró sóknarvagn Hauka í fyrri hálfleik og skoraði sex af 11 mörkum liðsins. Enginn annar leikmaður Hauka skoraði meira en eitt mark í fyrri hálfleik. Fram áfram í vandræðum í upphafi seinni hálfleiks og þegar sjö mínútur voru liðnar af honum var staðan 11-15, Haukum í vil. Heimakonur héldu sér samt inni í leiknum á góðum varnarleik og um miðjan seinni hálfleik hrökk Ragnheiður í gang eins og áður sagði. Elísabet Gunnarsdóttir átti einnig afar góða innkomu á línuna; skoraði fjögur mörk og vann vel fyrir skytturnar. Lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi þar sem liðin skiptust á forystunni. Maria skaut framhjá þegar um 40 sekúndur voru eftir og Fram átti því síðustu sóknina. Hún virtist vera runnin út í sandinn en Ragnheiður var á öðru máli og skoraði með síðasta skoti leiksins. Lokatölur 23-22, Fram í vil. Næsti leikur liðanna fer fram í Schenker-höllinni á sunnudaginn.Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 6, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4/3, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Elva Þóra Arnardóttir 2, Marthe Sördal 1, Steinunn Björnsdóttir 1.Mörk Hauka: Maria Ines Da Silva 7, Ramune Pekarskyte 6, Guðrún Erla Bjarnadóttir 3/2, Elín Anna Baldursdóttir 3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1, Sigrún Jóhannsdóttir 1, María Karlsdóttir 1.Ragnheiður tekur aukakastið.vísir/hannaRagnheiður: Ætlaði að vinna þennan leik „Ég hugsaði bara um að skjóta og ná hendinni eins hátt og ég gat. Og boltinn fór inn,“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir, hetja Fram, eftir sigurinn á Haukum í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í dag. Ragnheiður skoraði sigurmark Fram með skoti beint úr aukakasti þegar leiktíminn var runninn út. „Veggurinn var aðeins of mikið til vinstri en Ramune [Pekarskyte] var samt beint á móti mér og hún var lang hávöxnust í liðinu. En ég ákvað að skjóta og sjá hvað myndi gerast,“ sagði Ragnheiður sem var sátt með sigurinn, sérstaklega í ljósi þess hversu illa Fram spilaði í fyrri hálfleik. „Við mættum ekki í fyrri hálfleik og spiluðum ömurlega vörn og ömurlega sókn og markvarslan var lítil. En svo ákváðum við að hætta að taka Ramune út og spila almennilega og þá gekk þetta.“ Ragnheiður átti erfitt uppdráttar lengi vel í leiknum en hrökk í gang um miðjan seinni hálfleik og skoraði fimm af síðustu níu mörkum Fram. „Ég var ekki ánægð með fyrri hálfleikinn þar sem ekkert gekk upp. Boltinn fór ekki í markið og það æsir mig upp. Ég ætlaði að vinna þennan leik,“ sagði Ragnheiður. Hún segir að Fram geti ekki leyft sér að byrja næstu leiki jafn illa og þennan. „Við þurfum að vera tilbúnar frá fyrstu mínútu og spila góðan varnarleik því þetta eru ótrúlega jöfn lið og hörkuleikir,“ sagði Ragnheiður að lokum.Óskar og stelpurnar hans þurfa að svara í næsta leik.vísir/hannaÓskar: Áttum að gera meira úr þessum leik Óskar Ármannsson, þjálfari Hauka, var að vonum svekktur að hafa tapað leiknum í Safamýrinni í dag. „Þetta er úrslitakeppnin og þetta er rétt að byrja. Engu að síður fannst mér við eiga gera meira úr þessum leik. Við vorum með tögl og haldir lengst af. Við gáfum þetta frá okkur undir lokin með ónákvæmu spili og svo kom þetta skot,“ sagði Óskar og vísaði þar til sigurmarks Ragnheiðar Júlíusdóttur þegar leiktíminn var runninn út. Haukar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en forystan að honum loknum var aðeins þrjú mörk, 8-11. „Það má alltaf kvarta yfir einhverju. Við spiluðum mjög vel, náðum að stoppa skytturnar þeirra en áttum inni einhver hraðaupphlaup til að ná meiri forystu. En baráttan var til fyrirmyndar,“ sagði Óskar. En hvaða áhrif heldur hann að þetta tap hafi á Hauka fyrir næstu leiki? „Vonandi bara góð. Við sýnum að við eigum fullt erindi í þetta þrátt fyrir að spila ekki okkar besta leik. Við eigum talsvert inni. Ég vona bara að fólkið okkar mæti, ég held að það sé það mikilvægast fyrir næsta leik,“ sagði Óskar að endingu.Elísabet spilaði mjög vel fyrir Fram á línunni.vísir/hanna23-22 (Leik lokið): Ragnheiður tryggir Fram sigur með marki beint úr aukakasti!!! Magnað mark! Fram er komið yfir í einvíginu.22-22 (60. mín): Maria skýtur framhjá! Stefán tekur leikhlé þegar 33 sekúndur eru eftir. Fram er með þetta í hendi sér.22-22 (60. mín): Óskar tekur leikhlé þegar 54 sekúndur eru eftir. Nú þarf Fram að standa vörnina. Þær fá boltann væntanlega aftur.22-22 (59. mín): Elín Anna brýst í gegn og skorar en Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir svarar að bragði.21-21 (58. mín): Elva Þóra jafnar með marki úr hraðaupphlaupi. Fáum við framlengingu á Sumardaginn fyrsta?20-21 (55. mín): Ramune með tvö mörk í röð og Haukar komnir yfir. Liðin skiptast á forystunni.20-19 (53. mín): Elísabet skorar af línunni. Tvö mörk í röð frá Fram.19-19 (52. mín): Elísabet Gunnarsdóttir jafnar metin með marki af línunni. Átt góða innkomu.18-19 (49. mín): Ramune með tvö mörk í röð og gestirnir komnir yfir á nýjan leik.18-17 (48. mín): Varnarmenn Hauka standa stjarfir á sex metrunum og Ragnheiður refsar. Fram komið yfir.17-17 (47. mín): Guðrún Erla skorar úr víti en Ragnheiður svarar að bragði. Allt annað að sjá til hennar þessar síðustu mínútur.16-16 (45. mín): Ragnheiður jafnar metin. Ótrúlegur viðsnúningur á þessum leik. Fram er búið að skora jafn mörg mörk og í öllum fyrri hálfleiknum.15-16 (44. mín): Ramune með skot í hliðarnetið og Elva Þóra Arnardóttir refsar. Munurinn bara eitt mark.13-16 (42. mín): Ramune með slakt skot sem Guðrún Ósk ver. Hún er komin með átta skot varin í leiknum, þar af þrjú í seinni hálfleik.13-15 (40. mín): Sigurbjörg minnkar muninn í tvö mörk og Óskar tekur leikhlé. Sóknin hjá Haukum hefur ekki verið merkileg í seinni hálfleik. Ramune hefur verið slök og línan og hornin hafa lítið gefið.11-15 (37. mín): Elín Anna með skot af gólfinu sem Guðrún Ósk Maríasdóttir ræður ekki við.11-14 (35. mín): Ragnheiður kastar boltanum út af í annað sinn í seinni hálfleiknum. Örugglega einn hennar versti leikur í vetur og munar um minna fyrir Fram.10-13 (33. mín): Ramune tapar boltanum klaufalega, Fram brunar upp og Marthe Sördal skorar.8-12 (31. mín): Maria með lúmskt undirhandarskot og munurinn aftur fjögur mörk. Maria er komin með sjö mörk. Enginn annar leikmaður Hauka er með meira en eitt mark.8-11 (Seinni hálfleikur hafinn): Haukar byrja með boltann og geta náð fjögurra marka forskoti.8-11 (Fyrri hálfleik lokið): Guðrún Erla með skot í stöngina, Fram brunar upp og Ragnheiður á skot sem Elín Jóna ver. Ragnheiður tekur hins vegar frákastið og skorar sitt fyrsta mark í leiknum. Haukar hafa verið mun sterkari aðilinn en eiga samt Ramune Pekarskyte alveg inni. Fram getur nokkuð vel við unað að vera bara þremur mörkum undir í hálfleik.7-11 (28. mín): Maria komin með tvö mörk í röð eftir leikhléið og munurinn aftur kominn upp í fjögur mörk.7-9 (26. mín): Óskar tekur leikhlé. Hans stúlkur hafa misst tökin á leiknum á síðustu mínútum. Stefán er byrjaður að hreyfa liðið sitt og stelpurnar sem komu af bekknum hafa skilað góðu verki, mun betra en nokkrir byrjunarliðsmenn.7-9 (23. mín): Tvö mörk í röð frá Fram og munurinn aðeins tvö mörk. Haukar ættu að vera með betri forystu.5-9 (21. mín): Sigrún finnur Maríu Karlsdóttur dauðafría á línunni og hún skilar boltanum í markið. Það stendur ekki steinn yfir steini hjá Fram.5-7 (19. mín): Sigurbjörg minnkar muninn í tvö mörk af vítalínunni. Óskar fær gult spjald fyrir tuð.4-7 (17. mín): Ragnheiður með misheppnaða línusendingu og Sigrún Jóhannsdóttir skorar í tómt markið. Stefán tekur leikhlé og blæs hressilega.3-5 (16. mín): Elín Jóna Þorsteinsdóttir ver víti frá Ragnheiði Júlíusdóttur. Elín Jóna byrjar þennan leik vel.2-5 (14. mín): Sóknarleikurinn hjá Fram er afar óskilvirkur enda mörkin aðeins tvö á 14 mínútum.2-5 (10. mín): Sigurbjörg Jóhannsdóttir skorar úr víti en Elín Anna Baldursdóttir svarar með marki af línunni.1-4 (9. mín): Maria stekkur upp jafnfætis og skorar sitt þriðja mark og fjórða mark Hauka. Stefán setur sjöunda sóknarmanninn inn á.1-3 (7. mín): Guðrún Erla Bjarnadóttir skorar þriðja mark Hauka. Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, er öskuillur en hann vildi fá dæmd skref í aðdraganda marksins.1-2 (5. mín): Hin portúgalska Maria Ines Da Silva Pereira er komin með bæði mörk Hauka. Hildur Þorgeirsdóttir skoraði mark Fram.0-0 (Leikur hafinn): Þetta er farið af stað!Fyrir leik:Liðin eru búin með upphitun og eru á leið inn í klefa. Áhorfendur eru fáir enn sem komið er. Eru ekki allar skrúðgöngur annars búnar?Fyrir leik:Óskar Ármannsson er að stýra sínum síðustu leikjum sem þjálfari Hauka. Elías Már Halldórsson tekur við starfi hans í sumar.Fyrir leik:Liðin hafa mæst þrisvar sinnum í vetur og hefur Fram unnið þá alla. Fram vann leikina í deildinni 17-16 og 20-24 og leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar 21-18.Fyrir leik:Bæði þessi lið féllu úr leik í undanúrslitunum í fyrra og vilja að sjálfsögðu gera betur í ár.Fyrir leik:Hér mætast liðin sem enduðu í 2. og 3. sæti Olís-deildarinnar. Fram var lengst af á toppi deildarinnar í vetur en missti af deildarmeistaratitlinum með tapi fyrir Stjörnunni í lokaumferðinni. Stjarnan mætir einmitt Gróttu í hinni undanúrslitaviðureigninni seinna í dag.Fyrir leik:Góðan daginn og gleðilegt sumar! Hér munum við fylgjast með fyrsta leik Fram og Hauka í undanúrslitum Olís-deildar kvenna.
Olís-deild kvenna Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Fleiri fréttir „Þeir eru með hraða tætara“ Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Sjá meira