Stím málið Búið að afskrifa meira en 30 milljarða á tveimur vikum Síðustu tvær vikur hefur þurft að afskrifa meira en 30 milljarða króna úr gjaldþrota eignarhaldsfélögum, sem notuð voru til hlutabréfakaupa fyrir hrun og eru mörg hver til skoðunar vegna meintrar markaðsmisnotkunar í tengslum við Glitni og FL Group. Viðskipti innlent 2.6.2011 18:39 Bótakrafa sögð vera vanreifuð Lögmaður eins sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis hefur krafið um sex milljarða skaðabætur fór í gær fram á að málinu yrði vísað frá dómi. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari hefur tekið sér frest til að úrskurða um málið. Innlent 7.1.2011 21:02 Það sem hefur verið afskrifað er aðeins toppurinn á ísjakanum „Við erum með fleiri hundruð milljarða sem á eftir að afskrifa,“ sagði bankastjóri Landsbankans, Steinþór Pálsson, í viðtali við Þórhall Gunnarsson í þættinum Návígi í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Viðskipti innlent 30.11.2010 22:08 Öll yfirheyrsluherbergi full Öll yfirheyrsluherbergi sérstaks saksóknara voru í notkun í vikunni. Jón Ásgeir Jóhannesson er einn þeirra sem mætti til skýrslutöku. Innlent 27.11.2010 12:11 Magnús plataði mig ekki í þetta kjaftæði Fyrrverandi stjórnarformaður Stíms neitar að gefa upp hver það var frá Glitni sem fékk hann til liðs við verkefnið og sannfærði hann um að taka að sér stjórnarformennsku í félaginu. Það hafi þó ekki verið vinur hans Magnús Pálmi Örnólfsson. Viðskipti innlent 19.11.2010 21:58 Forstjóri með réttarstöðu sakbornings situr áfram Stjórn Saga fjárfestingabanka tók ákvörðun um það á fundi í gær að Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri bankans, yrði ekki settur í leyfi frá störfum vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum Glitnis. Viðskipti innlent 19.11.2010 15:30 Kaup á skuldabréfi aldrei færð til bókar Samnings um kaup gjaldeyrissjóðs Glitnis, GLB FX, á skuldabréfi af Saga Capital í ágúst 2008 er í engu getið í bókum eða fundargerðum sjóðsins frá þeim tíma. Reglum samkvæmt átti að færa alla gerninga sjóðsins í bækur hans í enda hvers dags, enda höfðu þeir alla jafna áhrif á afkomu sjóðsins, sem er uppreiknuð daglega. Í þessu tilviki var það ekki gert. Viðskipti innlent 17.11.2010 22:54 Jón Ásgeir yfirheyrður „kannski seinna" Ekki hafa verið teknar skýrslur af neinum stórlöxum í Glitnis-málinu, aðeins starfsmönnum bankans. Fyrrverandi stjórnarformenn hafa ekki verið yfirheyrðir. Jón Ásgeir hefur ekki verið yfirheyrður, bauð fram aðstoð sína við rannsóknina í gær en var neitað en fékk þau svör að hann yrði kannski yfirheyrður. Innlent 17.11.2010 18:56 Grunur um hlutdeild Saga í meintum brotum Glitnis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, hefur réttarstöðu sakbornings í Glitnismálinu, en meðal þess sem liggur til grundvallar húsleitunum í gær er grunur um hlutdeild fyrirtækisins í meintum brotum Glitnis banka. Innlent 17.11.2010 12:00 Keypti verðlaust bréf af Saga á yfir milljarð Gjaldeyrissjóður Glitnis keypti verðlausa skuld af Saga Capital á yfir milljarð eftir hrun. Talið var að kaupsamningurinn hefði verið falsaður til að láta líta út fyrir að hann hefði verið gerður fyrir hrun en það reyndist ekki rétt. Forstjóri Saga segist ekki í rannsókn. Viðskipti innlent 16.11.2010 23:18 Húsleitir hjá Jóni Ásgeiri, Lárusi og Pálma Húsleitir voru framkvæmdar á skrifstofu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 101 Hóteli, skrifstofu Pálma Haraldssonar og heimili Lárusar Welding í gríðarlega umfangsmikilli rannsókn sérstaks saksóknara í dag. Rannsóknin tengist lánveitingum Glitnis og nemur fjárhæð viðskiptanna um sjötíu milljörðum króna. Innlent 16.11.2010 18:52 Rannsókn sérstaks á sömu slóðum og New York málið Víðtækar aðgerðir og rannsókn sérstaks saksóknara í dag bendir til þess að hann sé að róa á sömu miðum og slitastjórn Glitnis í málaferlum sínum gegn svokölluðum sjömenningum í New York. Viðskipti innlent 16.11.2010 15:21 Sérstakur rannsakar lán til Baugs, FS-38 og Landic auk Stím Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á lánveitingum Glitnis og viðskiptum með hlutabréf fóru fram húsleitir á ýmsum stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Nánar tiltekið eru til rannsóknar eftirgreind mál: Viðskipti innlent 16.11.2010 14:14 Saga Fjárfestingarbanki: Rannsóknin tengist ekki bankanum Saga Fjárfestingarbanki hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar Sérstaks saksóknara, en húsleit var gerð á skrifstofum bankans á Akureyri og í Reykjavík. Í yfirlýsingunni segir að bankinn hafi frá upphafi liðsinnt saksóknara og hans fólki við rannsóknina og að Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafi staðfest að rannsóknin beinist ekki að Saga Fjárfestingarbanka. Innlent 16.11.2010 14:12 Þorvaldur Lúðvík yfirheyrður Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga fjárfestingarbanka, er einn þeirra sem hefur verið yfirheyrður í morgun í Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. Innlent 16.11.2010 13:57 Handtökurnar tengjast Stím málinu Sérstakur saksóknari hefur handtekið menn í tengslum við rannsóknina á Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. Innlent 16.11.2010 13:03 Klúðruðu milljarðakröfu gegn Stím-feðgum - málið ekki dómtækt Mál Landsbankans gegn eignarhaldsfélögum í eigu feðganna Flosa Valgeirs Jakobssonar og sonar hans, Jakobs Valgeirs Flosasonar, var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem málið þótti ekki dómtækt vegna óljósrar stefnu. Innlent 19.10.2010 17:06 Útgerðarkóngur ekki persónulega ábyrgur fyrir kúluláni Útgerðamaðurinn Jakob Valgeir Flosason, sem var skráður fyrir Stím ehf. á sínum tíma, er ekki persónulega ábyrgur fyrir sex hundruð króna milljón króna láni sem eignarhaldsfélagið Áll tók árið 2007. Ástæðan eru mistök bankastarfsmannsins sem veitti honum lánið. Innlent 9.6.2010 13:44 Gnúpur misnotaður í aðdraganda hruns Stjórnendur Glitnis héldu lífi í fjárfestingarfélaginu Gnúpi til þess að geta fært þangað eigin bréf þegar bankinn var kominn að mörkum þess sem hann mátti eiga. Þetta mál mun vera á meðal þeirra sem eru í rannsókn hjá skilanefnd Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekkert Viðskipti innlent 9.5.2010 22:41 Lárus hreinsaði út af einkareikningi rétt eftir viðtalið í Silfri Egils Lárus Welding, þáverandi bankastjóri Glitnis, færði fjármuni til útlanda, eða réttara sagt hreinsaði út af reikningi sínum um 318 milljónir, rétt eftir að hann hafði lýst því yfir í frægu viðtali í Silfri Egils að bankinn hans væri traustur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sem var birt fyrr í dag. Innlent 12.4.2010 14:34 Litu framhjá hjónabandi Jóns Ásgeirs og Ingibjargar Glitnir tengdi ekki saman áhættu á Stím ehf., og FL Group, síðar Stoða, þrátt fyrir að Fjármálaeftirlitið hafi talið umtalsverðar líkur á að ef FL Group lenti í fjárhagslegum erfiðleikum myndi Stím ehf. jafnframt lenda í fjárhagslegum erfiðleikum. Viðskipti innlent 12.4.2010 13:40 Telur að milljarða millifærsla til Jóns Ásgeirs hafi verið gjöf Skiptastjóri Fons telur að milljarða króna millifærsla inn á persónulegan reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hafi verið gjöf til hans. Pálmi Haraldsson, fyrrverandi eigandi Fons, segir að um lán hafi verið að ræða til Þú Blásólar í eigu Jóns Ásgeirs. Engin gögn finnast um að féð hafi verið greitt til félagsins. Viðskipti innlent 25.2.2010 18:44 Skilanefnd Glitnis sendi fimm mál til FME og saksóknara Skilanefnd Glitnis hefur hingað til sent fimm mál sem tengjast viðskiptum gamla bankans til Fjármálaeftirlitsins (FME) og sérstaks saksóknara til frekari rannsóknar. Skilanefnd Kaupþings og Landsbankans hafa jafnframt sent gögn og mál frá sér. Viðskipti innlent 11.2.2010 12:00 Milljarður frá Fons til Jóns Ásgeirs Á meðal þeirra samninga sem skiptastjóri í þrotabúi Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta er greiðsla upp á einn milljarð króna sem greiddur var inn á reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem gjöf eða lán. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Viðskipti innlent 27.1.2010 19:50 Landsbankinn stefnir Stím-feðgum Fyrirtaka fór fram í morgun í skuldamáli sem Landsbankinn hefur höfðað gegn útgerðamanninum Flosa Valgeiri Jakobssyni og félags í eigu sonar hans, Jakobs Valgeirs Flosasonar. Viðskipti innlent 15.1.2010 14:11 Vilja upplýsingar um 24 milljarða leynilán til Fons „Ég vil fá upplýsingar um 24 milljarða króna útlán Glitnis til Fons sem var án veða,“ segir Vilhjálmur Bjarnason sem hefur stefnt Glitni og þrotabúi Fons en málflutningur fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 10.11.2009 10:54 Landsbankinn og Glitnir grunaðir um allsherjar markaðsmisnotkun Fjármálaeftirlitið rannsakar grun um að stjórnendur Landsbankans og Glitnis hafi staðið fyrir allsherjar markaðsmisnotkun. Bankarnir hafi blekkt markaðinn með því að lána fyrir hlutabréfakaupum með veði í bréfunum sjálfum og þannig haldið verði á þeim uppi. Viðskipti innlent 5.11.2009 18:36 Stím-málið ekki enn borist ákæruvaldinu Mál eignarhaldsfélagsins Stíms hefur hvorki borist efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra né sérstökum saksóknara til ákærumeðferðar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Innlent 19.10.2009 22:07 Forstjóri FME sannfærður um markaðsmisnotkun Forstjóri Fjármálaeftirlitsins er sannfærður um að um markaðsmisnotkun sé að ræða í nokkrum málum sem send hafa verið til sérstaks saksóknara. Fleiri stór og alvarleg mál séu á leið þangað. Innlent 10.8.2009 19:05 FME sendir Stím til ákæruvalds Fjármálaeftirlitið mun vísa Stím-málinu til ákæruvalds samkvæmt Morgunblaðinu í morgun. Viðskipti innlent 11.6.2009 10:31 « ‹ 1 2 3 4 ›
Búið að afskrifa meira en 30 milljarða á tveimur vikum Síðustu tvær vikur hefur þurft að afskrifa meira en 30 milljarða króna úr gjaldþrota eignarhaldsfélögum, sem notuð voru til hlutabréfakaupa fyrir hrun og eru mörg hver til skoðunar vegna meintrar markaðsmisnotkunar í tengslum við Glitni og FL Group. Viðskipti innlent 2.6.2011 18:39
Bótakrafa sögð vera vanreifuð Lögmaður eins sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis hefur krafið um sex milljarða skaðabætur fór í gær fram á að málinu yrði vísað frá dómi. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari hefur tekið sér frest til að úrskurða um málið. Innlent 7.1.2011 21:02
Það sem hefur verið afskrifað er aðeins toppurinn á ísjakanum „Við erum með fleiri hundruð milljarða sem á eftir að afskrifa,“ sagði bankastjóri Landsbankans, Steinþór Pálsson, í viðtali við Þórhall Gunnarsson í þættinum Návígi í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Viðskipti innlent 30.11.2010 22:08
Öll yfirheyrsluherbergi full Öll yfirheyrsluherbergi sérstaks saksóknara voru í notkun í vikunni. Jón Ásgeir Jóhannesson er einn þeirra sem mætti til skýrslutöku. Innlent 27.11.2010 12:11
Magnús plataði mig ekki í þetta kjaftæði Fyrrverandi stjórnarformaður Stíms neitar að gefa upp hver það var frá Glitni sem fékk hann til liðs við verkefnið og sannfærði hann um að taka að sér stjórnarformennsku í félaginu. Það hafi þó ekki verið vinur hans Magnús Pálmi Örnólfsson. Viðskipti innlent 19.11.2010 21:58
Forstjóri með réttarstöðu sakbornings situr áfram Stjórn Saga fjárfestingabanka tók ákvörðun um það á fundi í gær að Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri bankans, yrði ekki settur í leyfi frá störfum vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum Glitnis. Viðskipti innlent 19.11.2010 15:30
Kaup á skuldabréfi aldrei færð til bókar Samnings um kaup gjaldeyrissjóðs Glitnis, GLB FX, á skuldabréfi af Saga Capital í ágúst 2008 er í engu getið í bókum eða fundargerðum sjóðsins frá þeim tíma. Reglum samkvæmt átti að færa alla gerninga sjóðsins í bækur hans í enda hvers dags, enda höfðu þeir alla jafna áhrif á afkomu sjóðsins, sem er uppreiknuð daglega. Í þessu tilviki var það ekki gert. Viðskipti innlent 17.11.2010 22:54
Jón Ásgeir yfirheyrður „kannski seinna" Ekki hafa verið teknar skýrslur af neinum stórlöxum í Glitnis-málinu, aðeins starfsmönnum bankans. Fyrrverandi stjórnarformenn hafa ekki verið yfirheyrðir. Jón Ásgeir hefur ekki verið yfirheyrður, bauð fram aðstoð sína við rannsóknina í gær en var neitað en fékk þau svör að hann yrði kannski yfirheyrður. Innlent 17.11.2010 18:56
Grunur um hlutdeild Saga í meintum brotum Glitnis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, hefur réttarstöðu sakbornings í Glitnismálinu, en meðal þess sem liggur til grundvallar húsleitunum í gær er grunur um hlutdeild fyrirtækisins í meintum brotum Glitnis banka. Innlent 17.11.2010 12:00
Keypti verðlaust bréf af Saga á yfir milljarð Gjaldeyrissjóður Glitnis keypti verðlausa skuld af Saga Capital á yfir milljarð eftir hrun. Talið var að kaupsamningurinn hefði verið falsaður til að láta líta út fyrir að hann hefði verið gerður fyrir hrun en það reyndist ekki rétt. Forstjóri Saga segist ekki í rannsókn. Viðskipti innlent 16.11.2010 23:18
Húsleitir hjá Jóni Ásgeiri, Lárusi og Pálma Húsleitir voru framkvæmdar á skrifstofu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 101 Hóteli, skrifstofu Pálma Haraldssonar og heimili Lárusar Welding í gríðarlega umfangsmikilli rannsókn sérstaks saksóknara í dag. Rannsóknin tengist lánveitingum Glitnis og nemur fjárhæð viðskiptanna um sjötíu milljörðum króna. Innlent 16.11.2010 18:52
Rannsókn sérstaks á sömu slóðum og New York málið Víðtækar aðgerðir og rannsókn sérstaks saksóknara í dag bendir til þess að hann sé að róa á sömu miðum og slitastjórn Glitnis í málaferlum sínum gegn svokölluðum sjömenningum í New York. Viðskipti innlent 16.11.2010 15:21
Sérstakur rannsakar lán til Baugs, FS-38 og Landic auk Stím Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á lánveitingum Glitnis og viðskiptum með hlutabréf fóru fram húsleitir á ýmsum stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Nánar tiltekið eru til rannsóknar eftirgreind mál: Viðskipti innlent 16.11.2010 14:14
Saga Fjárfestingarbanki: Rannsóknin tengist ekki bankanum Saga Fjárfestingarbanki hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar Sérstaks saksóknara, en húsleit var gerð á skrifstofum bankans á Akureyri og í Reykjavík. Í yfirlýsingunni segir að bankinn hafi frá upphafi liðsinnt saksóknara og hans fólki við rannsóknina og að Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafi staðfest að rannsóknin beinist ekki að Saga Fjárfestingarbanka. Innlent 16.11.2010 14:12
Þorvaldur Lúðvík yfirheyrður Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga fjárfestingarbanka, er einn þeirra sem hefur verið yfirheyrður í morgun í Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. Innlent 16.11.2010 13:57
Handtökurnar tengjast Stím málinu Sérstakur saksóknari hefur handtekið menn í tengslum við rannsóknina á Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. Innlent 16.11.2010 13:03
Klúðruðu milljarðakröfu gegn Stím-feðgum - málið ekki dómtækt Mál Landsbankans gegn eignarhaldsfélögum í eigu feðganna Flosa Valgeirs Jakobssonar og sonar hans, Jakobs Valgeirs Flosasonar, var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem málið þótti ekki dómtækt vegna óljósrar stefnu. Innlent 19.10.2010 17:06
Útgerðarkóngur ekki persónulega ábyrgur fyrir kúluláni Útgerðamaðurinn Jakob Valgeir Flosason, sem var skráður fyrir Stím ehf. á sínum tíma, er ekki persónulega ábyrgur fyrir sex hundruð króna milljón króna láni sem eignarhaldsfélagið Áll tók árið 2007. Ástæðan eru mistök bankastarfsmannsins sem veitti honum lánið. Innlent 9.6.2010 13:44
Gnúpur misnotaður í aðdraganda hruns Stjórnendur Glitnis héldu lífi í fjárfestingarfélaginu Gnúpi til þess að geta fært þangað eigin bréf þegar bankinn var kominn að mörkum þess sem hann mátti eiga. Þetta mál mun vera á meðal þeirra sem eru í rannsókn hjá skilanefnd Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekkert Viðskipti innlent 9.5.2010 22:41
Lárus hreinsaði út af einkareikningi rétt eftir viðtalið í Silfri Egils Lárus Welding, þáverandi bankastjóri Glitnis, færði fjármuni til útlanda, eða réttara sagt hreinsaði út af reikningi sínum um 318 milljónir, rétt eftir að hann hafði lýst því yfir í frægu viðtali í Silfri Egils að bankinn hans væri traustur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sem var birt fyrr í dag. Innlent 12.4.2010 14:34
Litu framhjá hjónabandi Jóns Ásgeirs og Ingibjargar Glitnir tengdi ekki saman áhættu á Stím ehf., og FL Group, síðar Stoða, þrátt fyrir að Fjármálaeftirlitið hafi talið umtalsverðar líkur á að ef FL Group lenti í fjárhagslegum erfiðleikum myndi Stím ehf. jafnframt lenda í fjárhagslegum erfiðleikum. Viðskipti innlent 12.4.2010 13:40
Telur að milljarða millifærsla til Jóns Ásgeirs hafi verið gjöf Skiptastjóri Fons telur að milljarða króna millifærsla inn á persónulegan reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hafi verið gjöf til hans. Pálmi Haraldsson, fyrrverandi eigandi Fons, segir að um lán hafi verið að ræða til Þú Blásólar í eigu Jóns Ásgeirs. Engin gögn finnast um að féð hafi verið greitt til félagsins. Viðskipti innlent 25.2.2010 18:44
Skilanefnd Glitnis sendi fimm mál til FME og saksóknara Skilanefnd Glitnis hefur hingað til sent fimm mál sem tengjast viðskiptum gamla bankans til Fjármálaeftirlitsins (FME) og sérstaks saksóknara til frekari rannsóknar. Skilanefnd Kaupþings og Landsbankans hafa jafnframt sent gögn og mál frá sér. Viðskipti innlent 11.2.2010 12:00
Milljarður frá Fons til Jóns Ásgeirs Á meðal þeirra samninga sem skiptastjóri í þrotabúi Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta er greiðsla upp á einn milljarð króna sem greiddur var inn á reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem gjöf eða lán. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Viðskipti innlent 27.1.2010 19:50
Landsbankinn stefnir Stím-feðgum Fyrirtaka fór fram í morgun í skuldamáli sem Landsbankinn hefur höfðað gegn útgerðamanninum Flosa Valgeiri Jakobssyni og félags í eigu sonar hans, Jakobs Valgeirs Flosasonar. Viðskipti innlent 15.1.2010 14:11
Vilja upplýsingar um 24 milljarða leynilán til Fons „Ég vil fá upplýsingar um 24 milljarða króna útlán Glitnis til Fons sem var án veða,“ segir Vilhjálmur Bjarnason sem hefur stefnt Glitni og þrotabúi Fons en málflutningur fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 10.11.2009 10:54
Landsbankinn og Glitnir grunaðir um allsherjar markaðsmisnotkun Fjármálaeftirlitið rannsakar grun um að stjórnendur Landsbankans og Glitnis hafi staðið fyrir allsherjar markaðsmisnotkun. Bankarnir hafi blekkt markaðinn með því að lána fyrir hlutabréfakaupum með veði í bréfunum sjálfum og þannig haldið verði á þeim uppi. Viðskipti innlent 5.11.2009 18:36
Stím-málið ekki enn borist ákæruvaldinu Mál eignarhaldsfélagsins Stíms hefur hvorki borist efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra né sérstökum saksóknara til ákærumeðferðar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Innlent 19.10.2009 22:07
Forstjóri FME sannfærður um markaðsmisnotkun Forstjóri Fjármálaeftirlitsins er sannfærður um að um markaðsmisnotkun sé að ræða í nokkrum málum sem send hafa verið til sérstaks saksóknara. Fleiri stór og alvarleg mál séu á leið þangað. Innlent 10.8.2009 19:05
FME sendir Stím til ákæruvalds Fjármálaeftirlitið mun vísa Stím-málinu til ákæruvalds samkvæmt Morgunblaðinu í morgun. Viðskipti innlent 11.6.2009 10:31