Búið að afskrifa meira en 30 milljarða á tveimur vikum Símon Birgisson skrifar 2. júní 2011 19:00 Síðustu tvær vikur hefur þurft að afskrifa meira en 30 milljarða króna úr gjaldþrota eignarhaldsfélögum, sem notuð voru til hlutabréfakaupa fyrir hrun og eru mörg hver til skoðunar vegna meintrar markaðsmisnotkunar í tengslum við Glitni og FL Group. Eignarhaldsfélögin fjögur heita Hnokki, Hvannborg, Skarfhóll og Yfir heiðar ehf og voru til skoðunar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun með hlutabréf í Glitni og Fl Group. Glitnir hafði lánað Stím 19,5 milljarða til kaupa á hlutabréfum í Fl Group og Glitni, þar sem einu veðin voru hlutabréfin sjálf. Eftir breytingar á eignarhaldi Stíms, þar sem eignarhluti útgerðarmannsins Jakobs Valgeirs Flosasonar, minnkaði voru eignarhlutafélögin fjögur stofnuð til að kaupa upp eignir Stíms. Nú er skiptum á þrotabúum félaganna lokið. Hvert félag skuldar um 4,5 milljarða króna og ekki fæst króna upp í skuldirnar. Samtals um 18 milljarða króna enda einu eignirnar - bréfin í Glitni og Fl Group, orðin verðlaus eftir hrun. En þetta eru ekki einu milljarðarnir sem Glitnir þarf að afskrifa í þessum mánuði. Í síðustu viku lauk skiptum á búi eignarhaldsfélagsins Sólin skín ehf, sem var í eigu Baugs, Fons, Glitnis og Kevins Stanfords en tilgangur félagsins var að fjárfesta í bresku verslanakeðjunni Marks og Spencer. Samtals þarf að afskrifa fimmtán milljarða króna af skuldum félagsins en stærsti kröfuhafinn var skilanefnd Glitnis. Sólin skín því ekki lengur á hin fjölmörgu eignarlausu eignarhaldsfélög hrunsins. Aðeins í þessum mánuði nema afskriftir þessara félaga um 35 milljörðum króna, eitt stykki tónlistarhús Harpa. Stím málið Tengdar fréttir Sólin skín hjá sérstökum saksóknara Skiptastjóri eignarhaldsfélagsins Sólin skín ehf., Páll Kristjánsson, hefur vakið athygli sérstaks saksóknara á starfsemi félagsins og sent gögn þar af lútandi til embættisins. 2. júní 2011 11:22 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Síðustu tvær vikur hefur þurft að afskrifa meira en 30 milljarða króna úr gjaldþrota eignarhaldsfélögum, sem notuð voru til hlutabréfakaupa fyrir hrun og eru mörg hver til skoðunar vegna meintrar markaðsmisnotkunar í tengslum við Glitni og FL Group. Eignarhaldsfélögin fjögur heita Hnokki, Hvannborg, Skarfhóll og Yfir heiðar ehf og voru til skoðunar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun með hlutabréf í Glitni og Fl Group. Glitnir hafði lánað Stím 19,5 milljarða til kaupa á hlutabréfum í Fl Group og Glitni, þar sem einu veðin voru hlutabréfin sjálf. Eftir breytingar á eignarhaldi Stíms, þar sem eignarhluti útgerðarmannsins Jakobs Valgeirs Flosasonar, minnkaði voru eignarhlutafélögin fjögur stofnuð til að kaupa upp eignir Stíms. Nú er skiptum á þrotabúum félaganna lokið. Hvert félag skuldar um 4,5 milljarða króna og ekki fæst króna upp í skuldirnar. Samtals um 18 milljarða króna enda einu eignirnar - bréfin í Glitni og Fl Group, orðin verðlaus eftir hrun. En þetta eru ekki einu milljarðarnir sem Glitnir þarf að afskrifa í þessum mánuði. Í síðustu viku lauk skiptum á búi eignarhaldsfélagsins Sólin skín ehf, sem var í eigu Baugs, Fons, Glitnis og Kevins Stanfords en tilgangur félagsins var að fjárfesta í bresku verslanakeðjunni Marks og Spencer. Samtals þarf að afskrifa fimmtán milljarða króna af skuldum félagsins en stærsti kröfuhafinn var skilanefnd Glitnis. Sólin skín því ekki lengur á hin fjölmörgu eignarlausu eignarhaldsfélög hrunsins. Aðeins í þessum mánuði nema afskriftir þessara félaga um 35 milljörðum króna, eitt stykki tónlistarhús Harpa.
Stím málið Tengdar fréttir Sólin skín hjá sérstökum saksóknara Skiptastjóri eignarhaldsfélagsins Sólin skín ehf., Páll Kristjánsson, hefur vakið athygli sérstaks saksóknara á starfsemi félagsins og sent gögn þar af lútandi til embættisins. 2. júní 2011 11:22 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Sólin skín hjá sérstökum saksóknara Skiptastjóri eignarhaldsfélagsins Sólin skín ehf., Páll Kristjánsson, hefur vakið athygli sérstaks saksóknara á starfsemi félagsins og sent gögn þar af lútandi til embættisins. 2. júní 2011 11:22