Viðskipti innlent

FME sendir Stím til ákæruvalds

Lárus Welding var bankastjóri þegar Glitnir lánaði Stím 19,6 milljarði.
Lárus Welding var bankastjóri þegar Glitnir lánaði Stím 19,6 milljarði.

Fjármálaeftirlitið mun vísa Stím-málinu til ákæruvalds samkvæmt Morgunblaðinu í morgun.

Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að rannsókn Fjármálaeftirlitsins á málefnum Stím verði vísað til ákæruvalds, þó er ekki ljóst hvort það muni enda inn á borði efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra eða sérstökum saksóknara.

Grunur leikur á að Stím hafi gerst sekt um markaðsmisnotkun. Félagið var skráð á nafn útgerðarmannsins Jakobs Valgeirs Flosasonar frá Bolungarvík. Í ljós kom að félagið var í meirihlutaeigu Glitnis sem sjálfur hafði lánað félaginu rúma nítján milljarði til þess að kaupa hluti í bankanum sjálfum fyrir 24,8 milljarði.

Þá kom ennfremur í ljós félagið hafði áður verið í eigu Pálma Haraldssonar í Fons. Glitnir bauð svo hópi manna að fjárfesta í félaginu en þeir þurfti eingöngu að leggja fram tíu prósent kaupverðsins til þess að vera með.

Stím málið var til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu haustið 2007. Ári síðar kom DV upp um málið sem varð til þess að rannsókn hófst að nýju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×