Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Eldgosið tók við sér á ný eftir sjö stunda hlé

Eldgígurinn í Fagradalsfjalli tók aftur við sér um miðnætti eftir stutt hlé. Þetta sýna jarðskjálftamælar Veðurstofunnar. Einnig hefur sést í jarðeld á vefmyndavélum þótt þoka hafi að mestu byrgt sýn í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Virknin komin á fullt eftir sólar­hrings­hlé

Púlsavirkni í eldgosinu við Fagradalsfjall er aftur komin á fullt eftir rúmlega sólarhrings goshlé nú fyrir helgi. Náttúruvársérfræðingur beinir því sérstaklega til fólks að fara ekki út á hraunið en talsvert hefur borið á slíku undanfarið.

Innlent
Fréttamynd

Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið

Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi.

Innlent
Fréttamynd

Líkur á að gos fylgi hlaupi í Gríms­vötnum hafa aukist

Ekkert varð úr hrak­spám vísinda­manna síðasta sumar þegar þeir töldu næsta víst að jökul­hlaup yrði í Gríms­vötnum það árið og því gæti mögu­lega fylgt eld­gos en þetta tvennt fer oft saman á svæðinu. Og nú er staðan sú sama – eða í raun bendir fleira til þess að gos sé í vændum, því á liðnu ári hefur safnast enn meira vatns­magn í vötnin og enn meiri kvika í kviku­hólfið.

Innlent
Fréttamynd

Með gosið í gangi heima í stofu

Hraunfoss hefur runnið með boðaföllum niður í Meradali í dag eftir að virkni í gígnum í Fagradalsfjalli breyttist skyndilega í nótt. Eldfjallafræðingur segir engin merki um að goslok séu í nánd.

Innlent
Fréttamynd

„Maður sér alveg slettast upp yfir gíg­barminn sjálfan“

Órói við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli tók að aukast verulega í nótt og varð meiri en hann hefur verið síðustu fjóra daga. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort virknin eigi eftir að halda sér eða detta niður eftir einhverja klukkutíma eins og gerðist um síðustu helgi.

Innlent
Fréttamynd

Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp

Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 

Innlent
Fréttamynd

Eldgígurinn gæti verið að rumska eftir langan svefn

Óróamæling í Fagradalsfjalli í morgun bendir til þess að eldgosið gæti verið að taka sig upp að nýju eftir lengsta goshlé til þessa. Miðað við upptaktinn eftir goshléin undanfarna tíu daga kæmi ekki á óvart ef sæist til jarðelds á ný á næstu klukkustundum.

Innlent
Fréttamynd

Eldgígurinn lagðist í dvala í gærkvöldi

Gosvirkni á yfirborði í eldgígnum í Fagradalsfjalli hætti skyndilega um ellefuleytið í gærkvöldi. Þó mátti sjá örlítið í rauðglóandi glóð skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist gígurinn hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Þokan á undan­haldi en gos­­móðan hangir á­fram yfir

Það er þokuloft víða um land í dag, einkum á Norður- og Austurlandi, en því ætti að létta með hækkandi sólu þegar líður á daginn. Útlit er fyrir að gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi, sem legið hefur yfir Suðurlandi og suðvesturhorninu sé þó ekki á undanhaldi fyrr en á morgun.

Innlent