Gosstöðvar að öllum líkindum opnaðar aftur þrátt fyrir vonskuveður Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. ágúst 2022 07:11 Björgunarsveit á vettvangi. Vísir/Vilhelm Gönguleiðir að gosstöðvunum verða opnaðar aftur klukkan tíu að öllu óbreyttu. Það verður þó mjög blautt og mælt með því að bíða með ferðir fram yfir hádegi, að minnsta kosti. Gosórói helst óbreyttur. Í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í gær, mánudag, þar sem tilkynnt var um lokun gösstöðvanna kom einnig fram að opnað yrði fyrir aðgengi klukkan 10 í dag, þriðjudag. Að öllu óbreyttu verður því hægt að ganga að gosinu í dag eftir klukkan 10. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands telur líklegt að opnað þau áform gangi eftir, þrátt fyrir vonskuveður. Þungbúið veður áfram „Það er enn strekkingsvindur þarna og gríðarlega mikil rigning, það á töluvert eftir að rigna næstu tvo til þrjá tímana en svo ganga skilin yfir og við tekur töluvert skárra veður. Ég er nú hræddur um að það verði frekar lágskýjað og þungbúið áfram,“ segir Óli Þór í samtali við fréttastofu. Hann segir því viðbúið að það verði áfram þokuslæða upp úr klukkan 10 á svæðinu þó mesta vonskuveðrið muni vera búið að ganga yfir þá. Hann mælist því til þess að göngufólk bíði með ferðir þangað til eftir hádegi í dag. „Það verður alveg svaðblautt þarna, vegna þess að loftið er svo mettað. Það sest enginn niður án þess að blotna, þannig ef fólk var hvatt til að fara vel búið áður, þá þarf það að fara extra vel búið núna.“ Enn óbreytt staða á gosinu Einar Hjörleifsson, Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir stöðu gossins óbreytta. „Við höfum ekki séð neinn óróa lækka, en það er stöðugur eldgosórói. Við sjáum að vísu ekkert á vefmyndvélum sem stendur vegna veðurs. En við vöktum óróann og ef það sést skyndilegt fall í óróanum þá, allavega í fyrra gosi, bendir það til þess að nýjar sprungur séu að opnast. Við höfum ekki séð svoleiðis merki í nótt.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Sjá meira
Í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í gær, mánudag, þar sem tilkynnt var um lokun gösstöðvanna kom einnig fram að opnað yrði fyrir aðgengi klukkan 10 í dag, þriðjudag. Að öllu óbreyttu verður því hægt að ganga að gosinu í dag eftir klukkan 10. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands telur líklegt að opnað þau áform gangi eftir, þrátt fyrir vonskuveður. Þungbúið veður áfram „Það er enn strekkingsvindur þarna og gríðarlega mikil rigning, það á töluvert eftir að rigna næstu tvo til þrjá tímana en svo ganga skilin yfir og við tekur töluvert skárra veður. Ég er nú hræddur um að það verði frekar lágskýjað og þungbúið áfram,“ segir Óli Þór í samtali við fréttastofu. Hann segir því viðbúið að það verði áfram þokuslæða upp úr klukkan 10 á svæðinu þó mesta vonskuveðrið muni vera búið að ganga yfir þá. Hann mælist því til þess að göngufólk bíði með ferðir þangað til eftir hádegi í dag. „Það verður alveg svaðblautt þarna, vegna þess að loftið er svo mettað. Það sest enginn niður án þess að blotna, þannig ef fólk var hvatt til að fara vel búið áður, þá þarf það að fara extra vel búið núna.“ Enn óbreytt staða á gosinu Einar Hjörleifsson, Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir stöðu gossins óbreytta. „Við höfum ekki séð neinn óróa lækka, en það er stöðugur eldgosórói. Við sjáum að vísu ekkert á vefmyndvélum sem stendur vegna veðurs. En við vöktum óróann og ef það sést skyndilegt fall í óróanum þá, allavega í fyrra gosi, bendir það til þess að nýjar sprungur séu að opnast. Við höfum ekki séð svoleiðis merki í nótt.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Sjá meira