Gosstöðvar að öllum líkindum opnaðar aftur þrátt fyrir vonskuveður Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. ágúst 2022 07:11 Björgunarsveit á vettvangi. Vísir/Vilhelm Gönguleiðir að gosstöðvunum verða opnaðar aftur klukkan tíu að öllu óbreyttu. Það verður þó mjög blautt og mælt með því að bíða með ferðir fram yfir hádegi, að minnsta kosti. Gosórói helst óbreyttur. Í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í gær, mánudag, þar sem tilkynnt var um lokun gösstöðvanna kom einnig fram að opnað yrði fyrir aðgengi klukkan 10 í dag, þriðjudag. Að öllu óbreyttu verður því hægt að ganga að gosinu í dag eftir klukkan 10. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands telur líklegt að opnað þau áform gangi eftir, þrátt fyrir vonskuveður. Þungbúið veður áfram „Það er enn strekkingsvindur þarna og gríðarlega mikil rigning, það á töluvert eftir að rigna næstu tvo til þrjá tímana en svo ganga skilin yfir og við tekur töluvert skárra veður. Ég er nú hræddur um að það verði frekar lágskýjað og þungbúið áfram,“ segir Óli Þór í samtali við fréttastofu. Hann segir því viðbúið að það verði áfram þokuslæða upp úr klukkan 10 á svæðinu þó mesta vonskuveðrið muni vera búið að ganga yfir þá. Hann mælist því til þess að göngufólk bíði með ferðir þangað til eftir hádegi í dag. „Það verður alveg svaðblautt þarna, vegna þess að loftið er svo mettað. Það sest enginn niður án þess að blotna, þannig ef fólk var hvatt til að fara vel búið áður, þá þarf það að fara extra vel búið núna.“ Enn óbreytt staða á gosinu Einar Hjörleifsson, Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir stöðu gossins óbreytta. „Við höfum ekki séð neinn óróa lækka, en það er stöðugur eldgosórói. Við sjáum að vísu ekkert á vefmyndvélum sem stendur vegna veðurs. En við vöktum óróann og ef það sést skyndilegt fall í óróanum þá, allavega í fyrra gosi, bendir það til þess að nýjar sprungur séu að opnast. Við höfum ekki séð svoleiðis merki í nótt.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í gær, mánudag, þar sem tilkynnt var um lokun gösstöðvanna kom einnig fram að opnað yrði fyrir aðgengi klukkan 10 í dag, þriðjudag. Að öllu óbreyttu verður því hægt að ganga að gosinu í dag eftir klukkan 10. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands telur líklegt að opnað þau áform gangi eftir, þrátt fyrir vonskuveður. Þungbúið veður áfram „Það er enn strekkingsvindur þarna og gríðarlega mikil rigning, það á töluvert eftir að rigna næstu tvo til þrjá tímana en svo ganga skilin yfir og við tekur töluvert skárra veður. Ég er nú hræddur um að það verði frekar lágskýjað og þungbúið áfram,“ segir Óli Þór í samtali við fréttastofu. Hann segir því viðbúið að það verði áfram þokuslæða upp úr klukkan 10 á svæðinu þó mesta vonskuveðrið muni vera búið að ganga yfir þá. Hann mælist því til þess að göngufólk bíði með ferðir þangað til eftir hádegi í dag. „Það verður alveg svaðblautt þarna, vegna þess að loftið er svo mettað. Það sest enginn niður án þess að blotna, þannig ef fólk var hvatt til að fara vel búið áður, þá þarf það að fara extra vel búið núna.“ Enn óbreytt staða á gosinu Einar Hjörleifsson, Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir stöðu gossins óbreytta. „Við höfum ekki séð neinn óróa lækka, en það er stöðugur eldgosórói. Við sjáum að vísu ekkert á vefmyndvélum sem stendur vegna veðurs. En við vöktum óróann og ef það sést skyndilegt fall í óróanum þá, allavega í fyrra gosi, bendir það til þess að nýjar sprungur séu að opnast. Við höfum ekki séð svoleiðis merki í nótt.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira