Gígar farnir að byggjast upp í Meradölum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. ágúst 2022 20:50 Hraun spýtist upp úr hraunhafinu í Meradölum. Vísir/Vilhelm Við upphaf eldgossins í Meradölum opnaðist ein löng sprunga sem hraun vall upp úr. Nú virðist sem sprungan sé farin að skiljast að og gígar farnir að byggjast upp líkt og í eldgosinu í fyrra. Sérfræðingur segir gosið svipað því sem var í Geldingadölum í fyrra. Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að vísar að gígum væru farnir að myndast, sambærilegir þeim sem voru í síðasta gosi. Kristín segir að núverandi gos sé áþekkt því sem var í fyrra.Vísir/Vilhelm „Þetta er eitt af því sem gerist í þessum sprungugosum. Fyrst myndast ein sprunga sem gýs og það myndast eldveggur og svo þegar líður á gosið fer kvikan að, opin fara að þrengjast og við förum að sjá einstaka gígop og á þeim hlaðast upp gígar,“ sagði Kristín. Gosið svipað því sem var í fyrra Hugsanlegt sé að fleiri op opnist en þá yrði það líklega á sömu línu og sé virk núna. Þá segir Kristín að gosið sé mjög svipað því sem var í Geldingadölum í fyrra. „Hraunflæðið virðist vera áþekkt, kannski heldur meira. Nýjustu mælingar frá Háskóla Íslands sýna að hraunflæðið er sautján rúmmetrar á sekúndu og þetta var að rokka frá fimm upp í tuttugu eftir mælingum síðast þannig að við erum innan þessara marka,“ sagði Kristín. Hraunflæði eldgossins í Meradölum séð ofan frá.Vísir/Vilhelm Vísindamenn séu að skoða sprungurnar og kortleggja gosið Sprungur mynduðust og grjót féll víða úr hlíðum á Reykjanesskaga í jarðskjálftahrinunni sem reið yfir áður en gosið hófst. Þá barst fjöldi tilkynninga um tjón frá Grindavík eftir hrinuna. „Þetta voru það margir skjálftar, þetta eru um tuttugu skjálftar sem eru yfir fjórir að stærð og upp í 5,4. Þannig að þetta eru margir staðir sem þarf að skoða en vísindafólk, bæði hér á veðurstofunni og í Háskóla Íslands, er að skoða þessar sprungur og kortleggja þetta allt saman,“ sagði Kristín í samtali við fréttastofu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Hraunflæði virðist stöðugt Engar breytingar hafa orðið á hraunflæði í gosinu í Meradölum síðan í gær að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Þegar hraunflæði var mælt í gær hafði það minnkað um nær helming frá fyrstu mælingu í fyrradag. Til stendur að fljúga yfir gosstöðvarnar á ný í dag og mæla flæði. 5. ágúst 2022 06:42 Þróun eldgossins komi ekki á óvart Töluvert hefur dregið úr hraunflæðinu úr eldstöðvunum í Meradölum frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 í gær fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalrennsli 32 rúmmetrar á sekúndu fyrstu þrjá tímana eftir að gosið hófst í gær. Á sama tíma hefur sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. 4. ágúst 2022 18:33 Kraftur gossins sé sá sami en á minna svæði Nýjustu tölur hraunrennslis vegna eldgossins í Meradölum eru ekki komnar til Veðurstofunnar en þær fást eftir mælingar vísindaflugsins í hádeginu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir sprunguna hafa minnkað en kraftinn vera þann sama á minna svæði. 4. ágúst 2022 12:35 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að vísar að gígum væru farnir að myndast, sambærilegir þeim sem voru í síðasta gosi. Kristín segir að núverandi gos sé áþekkt því sem var í fyrra.Vísir/Vilhelm „Þetta er eitt af því sem gerist í þessum sprungugosum. Fyrst myndast ein sprunga sem gýs og það myndast eldveggur og svo þegar líður á gosið fer kvikan að, opin fara að þrengjast og við förum að sjá einstaka gígop og á þeim hlaðast upp gígar,“ sagði Kristín. Gosið svipað því sem var í fyrra Hugsanlegt sé að fleiri op opnist en þá yrði það líklega á sömu línu og sé virk núna. Þá segir Kristín að gosið sé mjög svipað því sem var í Geldingadölum í fyrra. „Hraunflæðið virðist vera áþekkt, kannski heldur meira. Nýjustu mælingar frá Háskóla Íslands sýna að hraunflæðið er sautján rúmmetrar á sekúndu og þetta var að rokka frá fimm upp í tuttugu eftir mælingum síðast þannig að við erum innan þessara marka,“ sagði Kristín. Hraunflæði eldgossins í Meradölum séð ofan frá.Vísir/Vilhelm Vísindamenn séu að skoða sprungurnar og kortleggja gosið Sprungur mynduðust og grjót féll víða úr hlíðum á Reykjanesskaga í jarðskjálftahrinunni sem reið yfir áður en gosið hófst. Þá barst fjöldi tilkynninga um tjón frá Grindavík eftir hrinuna. „Þetta voru það margir skjálftar, þetta eru um tuttugu skjálftar sem eru yfir fjórir að stærð og upp í 5,4. Þannig að þetta eru margir staðir sem þarf að skoða en vísindafólk, bæði hér á veðurstofunni og í Háskóla Íslands, er að skoða þessar sprungur og kortleggja þetta allt saman,“ sagði Kristín í samtali við fréttastofu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Hraunflæði virðist stöðugt Engar breytingar hafa orðið á hraunflæði í gosinu í Meradölum síðan í gær að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Þegar hraunflæði var mælt í gær hafði það minnkað um nær helming frá fyrstu mælingu í fyrradag. Til stendur að fljúga yfir gosstöðvarnar á ný í dag og mæla flæði. 5. ágúst 2022 06:42 Þróun eldgossins komi ekki á óvart Töluvert hefur dregið úr hraunflæðinu úr eldstöðvunum í Meradölum frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 í gær fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalrennsli 32 rúmmetrar á sekúndu fyrstu þrjá tímana eftir að gosið hófst í gær. Á sama tíma hefur sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. 4. ágúst 2022 18:33 Kraftur gossins sé sá sami en á minna svæði Nýjustu tölur hraunrennslis vegna eldgossins í Meradölum eru ekki komnar til Veðurstofunnar en þær fást eftir mælingar vísindaflugsins í hádeginu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir sprunguna hafa minnkað en kraftinn vera þann sama á minna svæði. 4. ágúst 2022 12:35 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Hraunflæði virðist stöðugt Engar breytingar hafa orðið á hraunflæði í gosinu í Meradölum síðan í gær að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Þegar hraunflæði var mælt í gær hafði það minnkað um nær helming frá fyrstu mælingu í fyrradag. Til stendur að fljúga yfir gosstöðvarnar á ný í dag og mæla flæði. 5. ágúst 2022 06:42
Þróun eldgossins komi ekki á óvart Töluvert hefur dregið úr hraunflæðinu úr eldstöðvunum í Meradölum frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 í gær fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalrennsli 32 rúmmetrar á sekúndu fyrstu þrjá tímana eftir að gosið hófst í gær. Á sama tíma hefur sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. 4. ágúst 2022 18:33
Kraftur gossins sé sá sami en á minna svæði Nýjustu tölur hraunrennslis vegna eldgossins í Meradölum eru ekki komnar til Veðurstofunnar en þær fást eftir mælingar vísindaflugsins í hádeginu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir sprunguna hafa minnkað en kraftinn vera þann sama á minna svæði. 4. ágúst 2022 12:35