„Utan frá séð lítur þetta út eins og einhver geðþóttaákvörðun“ Bjarki Sigurðsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 9. ágúst 2022 21:38 Í dag tilkynnti lögreglustjórinn á Suðurnesjum að börnum yngri en tólf ára yrði meinaður aðgangur að gosinu. Vísir/Vilhelm Í morgun tók lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvörðun um að gossvæðið yrði lokað fyrir alla umferð í dag, en tilkynnti jafnframt að ákvörðun hefði verið tekin um að heimila ekki umferð barna yngri en tólf ára um gosstöðvarnar, óháð veðurskilyrðum. Yfirmaður hjá Landsbjörg segir ákvörðunina létta störf björgunaraðila á svæðinu. Landsbjörg styðji ákvörðunina heilshugar. „Það má alveg rökræða það hvort að aldursmörkin eigi að vera tólf ára eða tveggja ára. Það er bara ljóst að einhvers staðar þarf að draga línuna,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, í samtali við fréttastofu. Börnum betur treystandi Nokkur gagnrýni hefur komið fram á ákvörðun lögreglustjóra, ekki síst á samfélagsmiðlum. Einhverjir benda á að treysta eigi foreldrum til þess að búa sig og börnin sín vel, í stað þess að leggja blátt bann við ferðum barna að gosinu. Aðrir benda á að mörgum börnum sé betur treystandi en fullorðnu fólki til að leggja í gönguna að gosinu á meðan sumir leggja hreinlega til að mótmæla ákvörðuninni með barnagöngu að gosinu. Fólk sem fréttastofa ræddi við á förnum vegi var þó nokkuð rólegt yfir ákvörðun lögreglustjóra. Hvað finnst þér um að lögregla hafi bannað börnum tólf ára og yngri að fara upp að eldgosinu? „Verður maður ekki bara pínulítið að treysta á að lögreglan viti hvað hún er að gera. Ég held að ég myndi líta bara svolítið þannig á það,“ segir Sigurbjörg Sæunn. „Ég held að það meiki sense. Ég myndi ekki treysta þessum gæja nálægt þessu. Ég myndi halda á honum allan tímann og ég nenni því ekki ef ég er að fara upp að eldgos,“ segir Benjamín sem var með syni sínum Degi þegar fréttastofa ræddi við hann. Mismunun eðli máls samkvæmt Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, er einn þeirra sem efast um lögmæti ákvörðunar lögreglunnar. „Það er kannski rétt að taka fyrst fram að almannavarnarlög eru alveg skýr með að það er almenn heimild til að loka svæðum ef það er það sem þarf til að tryggja öryggi fólks. Og sjálfsagt að lögreglan geri það ef til dæmis veðuraðstæður þarna upp frá kalla á það. En málin fara að vandast þegar þú ferð að skilyrða lokunina við einhverja hópa. Það er bara eðli máls samkvæmt mismunun,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að mismunun þarf að byggja á skýrri lagaheimild og málefnalegar ástæður þurfi að vera fyrir henni. Hann telur að lögreglan sé að túlka lögin rýmra en lagatextinn býður upp á. „Þá væri nú forvitnilegt að sjá hvaða hættumat og hvaða sérfræðingar hafa verið notuð til að taka þessa ákvörðun. Utan frá séð lítur þetta út eins og einhver geðþóttaákvörðun og miðað við tólf ár bara af því bara,“ segir Andrés. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Börn og uppeldi Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Yfirmaður hjá Landsbjörg segir ákvörðunina létta störf björgunaraðila á svæðinu. Landsbjörg styðji ákvörðunina heilshugar. „Það má alveg rökræða það hvort að aldursmörkin eigi að vera tólf ára eða tveggja ára. Það er bara ljóst að einhvers staðar þarf að draga línuna,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, í samtali við fréttastofu. Börnum betur treystandi Nokkur gagnrýni hefur komið fram á ákvörðun lögreglustjóra, ekki síst á samfélagsmiðlum. Einhverjir benda á að treysta eigi foreldrum til þess að búa sig og börnin sín vel, í stað þess að leggja blátt bann við ferðum barna að gosinu. Aðrir benda á að mörgum börnum sé betur treystandi en fullorðnu fólki til að leggja í gönguna að gosinu á meðan sumir leggja hreinlega til að mótmæla ákvörðuninni með barnagöngu að gosinu. Fólk sem fréttastofa ræddi við á förnum vegi var þó nokkuð rólegt yfir ákvörðun lögreglustjóra. Hvað finnst þér um að lögregla hafi bannað börnum tólf ára og yngri að fara upp að eldgosinu? „Verður maður ekki bara pínulítið að treysta á að lögreglan viti hvað hún er að gera. Ég held að ég myndi líta bara svolítið þannig á það,“ segir Sigurbjörg Sæunn. „Ég held að það meiki sense. Ég myndi ekki treysta þessum gæja nálægt þessu. Ég myndi halda á honum allan tímann og ég nenni því ekki ef ég er að fara upp að eldgos,“ segir Benjamín sem var með syni sínum Degi þegar fréttastofa ræddi við hann. Mismunun eðli máls samkvæmt Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, er einn þeirra sem efast um lögmæti ákvörðunar lögreglunnar. „Það er kannski rétt að taka fyrst fram að almannavarnarlög eru alveg skýr með að það er almenn heimild til að loka svæðum ef það er það sem þarf til að tryggja öryggi fólks. Og sjálfsagt að lögreglan geri það ef til dæmis veðuraðstæður þarna upp frá kalla á það. En málin fara að vandast þegar þú ferð að skilyrða lokunina við einhverja hópa. Það er bara eðli máls samkvæmt mismunun,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að mismunun þarf að byggja á skýrri lagaheimild og málefnalegar ástæður þurfi að vera fyrir henni. Hann telur að lögreglan sé að túlka lögin rýmra en lagatextinn býður upp á. „Þá væri nú forvitnilegt að sjá hvaða hættumat og hvaða sérfræðingar hafa verið notuð til að taka þessa ákvörðun. Utan frá séð lítur þetta út eins og einhver geðþóttaákvörðun og miðað við tólf ár bara af því bara,“ segir Andrés.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Börn og uppeldi Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira