Vill að tilmæli verði gefin út um göngu barna að gosinu Árni Sæberg skrifar 8. ágúst 2022 15:33 Í fyrrakvöld lentu erlend hjón í vandræðum þegar tvö ung börn þeirra örmögnuðust á leið frá gosstöðvunum. Kolbrún Baldursdóttir vill að yfirvöld beiti sér gegn því að fólk taki börn sín með upp að gosinu. Samsett Borgarfulltrúi Flokks fólksins mælist til þess að yfirvöld gefi út sérstök tilmæli til foreldra að þeir taki fyrirmælum um að fara ekki með ung börn sín að eldgosinu í Meradal alvarlega. „Ég, Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins vil mælast til þess að yfirvöld og umboðsmaður barna gefi út sérstök tilmæli til foreldra að þeir taki alvarlega þegar þeir eru beðnir um að fara ekki með ung börn sín að gosstöðvunum,“ svo hefst yfirlýsing sem Kolbrún sendi fréttastofu í tilefni af fréttaflutningi af því að ung börn séu í nokkrum mæli tekin með upp að gosstöðvunum í Meradölum. Í gær var greint frá því að tvö ung börn hefðu örmagnast á leið niður frá gosstöðvunum í erfiðum veðuraðstæðum. Björgunarsveitarmaður sagði í samtali við Vísi að nokkuð algengt væri að fólk tæki ung börn sín með í gönguna, sér í lagi erlendir ferðamenn. Minnir á tilkynningarskylduna Kolbrún segir að foreldrar ættu ekki heldur að taka með börn sem orðin eru stálpuð en vegna ungs aldurs hafi hvorki þrek né úthald til að ganga langa vegalengd, leið sem er bæði grýtt og brött á köflum. Þá minnir Kolbrún á tilkynningarskyldu sextándu greinar barnaverndarlega sem kveður á um að öllum sé skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barni sé stefnt í hættu. Þá sé það hlutverk foreldra að gæta að velferð og vellíðan barna sinna. Í fyrstu grein barnaverndarlaga segir að foreldrum beri að gæta velfarnaðar barna sinna í hvívetna. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Börn og uppeldi Flokkur fólksins Grindavík Tengdar fréttir Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. 8. ágúst 2022 11:37 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
„Ég, Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins vil mælast til þess að yfirvöld og umboðsmaður barna gefi út sérstök tilmæli til foreldra að þeir taki alvarlega þegar þeir eru beðnir um að fara ekki með ung börn sín að gosstöðvunum,“ svo hefst yfirlýsing sem Kolbrún sendi fréttastofu í tilefni af fréttaflutningi af því að ung börn séu í nokkrum mæli tekin með upp að gosstöðvunum í Meradölum. Í gær var greint frá því að tvö ung börn hefðu örmagnast á leið niður frá gosstöðvunum í erfiðum veðuraðstæðum. Björgunarsveitarmaður sagði í samtali við Vísi að nokkuð algengt væri að fólk tæki ung börn sín með í gönguna, sér í lagi erlendir ferðamenn. Minnir á tilkynningarskylduna Kolbrún segir að foreldrar ættu ekki heldur að taka með börn sem orðin eru stálpuð en vegna ungs aldurs hafi hvorki þrek né úthald til að ganga langa vegalengd, leið sem er bæði grýtt og brött á köflum. Þá minnir Kolbrún á tilkynningarskyldu sextándu greinar barnaverndarlega sem kveður á um að öllum sé skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barni sé stefnt í hættu. Þá sé það hlutverk foreldra að gæta að velferð og vellíðan barna sinna. Í fyrstu grein barnaverndarlaga segir að foreldrum beri að gæta velfarnaðar barna sinna í hvívetna.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Börn og uppeldi Flokkur fólksins Grindavík Tengdar fréttir Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. 8. ágúst 2022 11:37 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. 8. ágúst 2022 11:37